Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG 8 SÍÐNA BLAÐAUKA 105. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 Prentsniiðja Morgunblaðsins. Eldar hindra olíuhreinsun La Coruna. 15. mai. Reuter. ELDAR um borð í flaki spænska olíuflutningaskipsins Urquiola í innsiglingunni f höfnina f La Coruna hafa stöðvað alþjóðlegar björgunaraðgerðir. Eldarnir hafa blossað upp öðru hverju og staðið allt að tvo tíma hver, ef til vegna þess, að gas hefur safnazt fyrir í brúnni sem sólin skín á. Þess vegna hefur ekki tekizt að kanna skipið nákvæmlega og liðið geta tveir sólar- hringar þangað til það verður hægt. Þannig glatast dýrmætur tími meðan veður er gott. Nauðsynlegt er, að sjór sé sléttur svo takast megi að dæla olíu úr flakinu í annað olíuflutningaskip, ýta flakinu á flot og bjarga svæðinu frá meiri olíu- mengun. fundizt fljótandi í sjónum, en 37 manna áhöfn skips- ins og hafnsögumaður björguðust. Sviðin brúin er það eina sem uppi stendur af flakinu, en talið er að í því séu enn 80—90.000 lestir af olíu. JT ' Simainynd AF MENGUNIN — Olíubrak úr spænska olíuflutningaskipinu Urquiola í fjörunni San Amaro skammt frá La Coruna. Fjörur í fjörðum um- hverfis La Coruna eru þaktar þykkri olíubrák, þar á meðal fjaran í Bastiagueiro þar sem Franco hershöfðingi bað- aði sig í sumarleyfum sínum. Nálæg skelfiskimið, sem um 6.000 fjölskyldur byggja afkomu sína á, hafa einnig mengazt af olíu. Lík skipstjórans, Fran- cisco Rodriguez,- hefur 3 hiðu hana í sprengingu Balfast, 15. maí. Reuter. ÞRtR lögreglumenn biðu bana og sá fjórði slasaðist alvariega f sprengingu f Belocco skammt frá Iandamærum Irska Kðveldisins f dag. 20 til 30 skotum var skotið á lögreglustöðina í bænum og eng- an sakaði en þegar lögreglumenn fóru frá stöðinni nokkrum tímum síðar til að kanna skothríðina varð sprenging. í Belfast sprungu tvær ikveikjusprengjur i verzlunum i miðborginni í nótt og ollu eigna- tjóni en engan sakaði. Ottast djúpstæðan klofn- ing meðal repúblikana Washington 15. maí Reuter — AP. Leiðtogar Repúblikanaflokksins f Bandarfkjunum hafa nú miklar áhyggjur af þvf, að hin stöðugt harðn- andi kosningabarátta Fords forseta og Ronalds Reagans fyrrum fylkisstjóra f Kalifornfu um útnefningu sem forsetaefni flokksins kunni að valda svo alvarlegum klofningi, að ekki takist að jafna hann fyrir kosningarn- ar f nóvember. Ford forseti berst nú örvænt- ingarfullri baráttu f heimafylki sínu Michigan því að tapi hann fyrir Reagan þar má víst telja að möguleikar hans á útnefningu hafi minnkað verulega. Kosning- arnar í Michigan verða á þriðju- dag, en siðar í vikunni verða kosn- ingar í Tennessee og Kentucky. Reagan bar sigurorð af Ford i 5 af síðustu 6 kosningum og hefur nú þegar tryggt sér fleiri kjörmenn en Ford. Flokksleiðtogarnir minnast i þessu sambandi hinnar hörðu baráttu Barry Goldwaters og Nel- son Rockefellers um útnefning- una 1964, en henni lauk með sigri hins fyrrnefnda. Svo mikil var heiftin milli andstæðinganna að Rockefeller neitaði að styðja Goldwater í sjálfum forsetakosn- ingunum og Goldwater beið hroðalegt afhroð fyrir Lyndon Johnson auk þess, sem hann tók með sér f ósigrinum fjöida full- trúadeildarþingmanna republik- ana. Þá blasir einnig sú kalda stað- reynd við repúblikönum, að Jimmy Carter virðist öruggt for- setaefni demðkrata og skoðana- kannanir sýna, að ef forsetakosn- ingarnar færu fram í dag myndi Carter bera sigurorð af bæði Ford og Reagan. Því telja þeir vist að eini möguleikinn, sem þeir eigi á að halda forsetaembættinu, sé að flokkurinn gangi sameinaður til kosninga. ágúst. I upphafi sigraði Ford for- seti i fyrstu 7 af 8 kosningunum og svo virtist sem álit sérfræðinga ætlaði að sannast, að hægfara skoðanir hans og sú staðreynd að hann er forseti, mvndu auðveld- lega tryggja honum útnefningu, þar sem það hefur aldrei komið fyrir i sögu Bandarikjanna að for- seti hafi fallið i flokksþingskosn- ingum eða i sjálfum kosning- unum. Þegar hér var kemið sögu Framhald á bls. 47. Máttarvöldin stóðu á hleri JONES fyrir miðju ásaml Tony Robcrts or Sandy Duncan í Disneymyndinni „Milljðndollara öndin". Hollywood 15. maí. Reuter. HINN kunni Disney- leikari Dean Jones gekk fvrir tveimur árum I söfnuð evangelista f Kalifornfu og fvrir nokkru sagði hann við einn vin sinn, að frá þeim tima hefði afstaða sfn til veraldlegra gæða brevtzt svo, að þrátt fvrir að hús hans brvnni til grunna mvndi hann lialda áfram að lofa guð. Svo virðist sem æðri máttar- völd hafi hlustað á þetta samtal og ákveðið að láta revna á staðfestu Jones þvf að morguninn ■eftir, er hann var I sturtu kviknaði f hús- inu. Þegar Jones stóð ásamt konu sinni við brennandi húsið kom slökkviliðsmaður til þeirra og hélt á gftar, sem var einn af fáum hlutum, sem tókst að bjarga. Spurði slökkvi- liðsmaðurinn hvað hann æt.ti að gera við gítarinn, en Jones spurði hvort hann kvnni að spila sálm. Og þar sem húsið var að brenna til grunna stóðu hjónin ásamt slökkvi- liðsmanninum og sungu hástöfum sálminn til dýrðar Drottni, en veg- farendur og nágrannar héldu að þau væru gengin af göflunum. Jones er einn úr hópi stöðugt fleiri þekktra Hollvwoodleikara, sem hafa snúizt til guðstrú- ar og boða kristindóm sem einu leiðina til að lækna mein kvikmvnda- iðnaðarins og þjóð- arinnar f heild. Þ. á m. má nefna Pat Boone, Mickev Roonev, Robert Goulet, Jack Lord, Johnny Cash, Osmond- bræðurna, sem eru mor- mónatrúar, • svo ein- hverjir séu netndir. Það kann að vera kaldhæðni, að höfuðvandamál repúblikana nú er hið sama og demókratar áttu við að etja i upphafi kosningabar- áttunnar, að hvorugur frambjóð- endanna virðist hafa nægilegan styrk til að sigra við fyrstu at- kvæðagreiðslu á flokksþinginu f Slógu hring um líkkistu Meinhoffs Vestur-Berlfn. 15. mai. Reuter UM 20 ungir menn slógu hring um kistu vestur-þýzka stjórnlevs- ingjaleiðtogans frú Ulriku Mein- hoffs þegar hún var jarðsett f Vestur-Berlín f dag að viðstödd- um um 4.000 stuðningsmönnum. Þeir hrópuðu að myndatöku- mönnum og skipuðu þeim að hafa sig á brott og stjökuðu við fólki sem stóð nálægt gröfinni en annars kom ekki til vandræða. Sprengja sprakk hins vegar fyrir framan dómhús í bænum Hamm skammt frá Dortmund í dag og olli tjóni sem er metið á 3.5 millj. ísl.kr. en engan sakaði. Sprengingin var sett í samband við útför frú Meinhoffs. í Frankfurt var bensínsprengju varpað á lögreglubíl og eldur kviknaði i bílnum en engan sak- aði. Ofursti foringi í her skæruliða Buonos Aires. 15. mai. Reuter TVEIR háttsettir lögreglufor- ingjar og fyrrverandi ofursti hafa verið handteknir f Argentfnu, gefið að sök að hafa verið félagar í samtökum vinstrisinnaðra skæruliða. Að minnsta kosti 10 og allt að 20 lægra settir lögreglumenn hafa einnig verið handteknir fvrir að hjálpa skæruliðum sam- kvæmt heimildum f örvggissveit- um stjórnarinnar. Ofurstinn, Luis Cesar Perlinger, var handtekinn skömmu eftir byltingu hersins og er sakaður um að hafa stjórnað aðgerðum „alþýðubyltingarhers marxista", ERP. Perlinger ofursti á það á hættu að verða dæmdur fyrir landráð og getur þvi átt dauðadóm yfir höfði sér. Lögregluforingjarnir eru einnig grunaðir um að hafa verið félagar i ERP. Annar þeirra er talinn hafa verið yfirmaður áróðursdeildar skæruliða. Handtökur mannanna eru árangur leitar að laumuöflum i hernum og lögreglunni er hófst eftir byltinguna. Siðan hafa inn- lendir fjölmiðlar ekki mátt segja frá atburðum sem varða skæru- liða, nema frá þeim sé skýrt í opinberum tilkynningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.