Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAI 1976 Eigmmaður minn, STURLAUGUR H. BÖÐVARSSON útgerðarmaður Akranesi, er látinn Rannveig Böðvarsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför systur okkar SIGRÍÐAR JÚLÍÖNNU JÓNSDÓTTUR, frá Bárugerði, Miðnesi. Sérstakar þakkir eru færðar forstjóra og hjúkrunarliði Sólvangs, Hafnar- firði Jóna Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir. Konan min GUORÚN JÓNSDÓTTIR, frá Brimhóli, Vestmannaeyjum er lést 5 maí s I , verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 8 maí kl 1 3 30 e h Hannes Sigurðsson og bömin. Eiginmaður minn. + EIRÍKUR ÞORSTEINSSON, fyrrv. alþingismaður. verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18 mai kl 3 Anna Guðmundsdóttir. + EINAR G. EYJÓLFSSON, fyrrverandi fiskmatsmaður á ísafirði andaðist 5 maí s I Jarðarförin hefir farið fram Ingvar Einarsson Aðaiheiður Einarsdóttir Ólafur J. Einarsson Asgeir Einarsson Ólöf Einarsdóttir Ellen Einarsdóttir Hrefna Einarsdóttir + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN Á SUMARLIÐASON, fyrrv. bifreiðaeftirlitsmaður, Kópavogsbraut 5, Kópavogi, sem andaðist föstudagmn 7 maí verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, mánudaginn 1 7 mai kl 1 5 00 Hrefna Ólafsdóttir, Ólafur Reynir Jónsson, Sigrún Kristinsdóttir, Guðrún Sif Jónsdóttir, Davíð Guðmundsson, Hallgrímur Smári Jónsson. Jóhanna B. Hauksdóttir, og barnaböm + Eiginmaður mmn, faðir okkar, tengdafaðir og afi MAGNÚS VIGFÚSSON húsasmíðameistari Stigahlíð 42 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunm þriðjudaginn 18 maí klukkan 1330 Sólveig Guðmundsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir Vigfús Magnússon Guðmundur Magnússon tengdabörn og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, ÁSI Bergi. Keflavík, Sérstaklega þökkum við starfsfólki og læknum sjúkrahúss Keflavikur fyrir góða umönnun í veikindum hennar Einir Jónsson, Guðrún Jörgensdóttir, Guðmundur Jónsson, Dagbjört Jónsdóttir, Ólína Þorman, Ragnar Jónsson, JófrlSur Jónsdóttir, Pálmi Guðmundsson. Steinn JúlíusÁrna- son — Minning Fæddur 18. júlí 1899. Dáinn 9. maf 1976. Mánudaginn 10. maí barst mér sú sorgarfregn að Júlíus hefði kvöldið áður andast í Borgar- sjúkrahúsinu. Steinn Júlíus Árnason, en svo hét frændi minn fullu nafni, fæddist að Hvammi í Dýrafirði 18. júlí 1899. Hann var sonur Árna Einarssonar stýrimanns og bónda i Hvammi, og eiginkonu hans, Ragnheiðar Steinsdóttur Krist- jánssonar bónda þar. Hjónin Ragnheiður og Arni eignuðust 3 börn, en tvö þeirra létust skömmu eftir fæðingu. Július varð þvi einkabarn for- eldra sinna og augasteinn móður sinnar. I Hvammi ólst hann upp fyrstu sjö æviárin, en þá barði sorgin enn á dyr Hvammsbæjar- ins. Árni faðir Júliusar drukknaði í ofsaveðri úti af Vestfjörðum.! Varð þá Ragnheiður að snúa frá; búskapnum og flutti með einka- son sinn út á Þingeyri. Þar stund- aði hún alls konar verkakonu- störf, meðal annars uppskipun úr' skipum, salt og kolaburð. Myndi mörgum fullfriskum karlmann- inum nú á tímum hafa þótt slíkt hið mesta puð, en lífsbaráttan var hörð í þá daga og ekkí spurt hvort starfið væri erfitt, heldur aðeins hvernig leysa mátti það fljótt og vel. Sannarlega lagði þetta fólk með vinnu sinni fram drjúgan skerf til að skapa okkur, sem nú erum uppi, betri aðbúnað og betri lífskjör. Mætti unga fólkið nú jafnan minnast þessa fólks nú, þegar það kvartar undan erfiðum lífskjörum sínum. Við þessar kringumstæður ólst Júlíus upp i móðurfaðmi og tók strax til hendi er aldur og kraftar leyfðu. Fljótt kom í ljós að það' voru töggur í Júlíusi, og ungur braust hann suður til Reykja- víkur þar sem hann komst í tré- smíðanám. Lauk hann sveinsprófi í trésmíði og prófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík með ágætum. Eftir það fluttist móðir hans suður, og bjó á heimili Júlíusar æ síðan. Hugsaði hún um heimilið þar til Júlíus fór að búa. Fyrri kona hans var Guðríður Guð- mundsdóttir frá Bæ í Súganda- firði. Eignuðust þau tvö myndar- leg börn, sem nú eru nýtir þjóð- félagsborgarar, Árna Steinsson fulltrúa hjá Eimskipafélagi Is- lands, og Guðríði skrifstofustúlku hjá Smjörlíkisgerðunum. Eftir skamma sambúð andaðist Guð- ríður og Július stóð einn ásamt aldraðri móður sinni með tvö ung börn. Varð hann þá að koma börn- unum fyrir, sem honum þótti mið- ur, en nokkrum árum siðar kynnt- ist hann góðri konu, Önnu S.^ Ólafsdóttur. Felldu þau hugil saman og giftust. Gat Július nú tekið börnin til sín á ný og veitt þeim hlýju er hann þráði. Gekk Anna börnunum í móðurstað og hefur reynst þeim frábær móðir. Ástúð þeirra hjóna var líka mikil og gestrisni á heimilinu til fyrir-( myndar. Heimilið og vinnan áttu hug Júliusar allan. Metorð og ver- aldarvaldagræðgi voru honum fjarri skapi. Snemma á starfsferli sinum kom hann sér upp trésmíðaverk- stæði og bjó það fullkomnum vélum. Smiðaði hann þar glugga, hurðir og innréttingar. Hann byggði mörg hús í Reykjavik og voru þau vönduð smíði og ódýr, því að Júlíus var sanngjarn maður. Hann gat ekki hugsað sér að selja sína vinnu dýrt, nutu þar margir góðs af og ekki sist ég, sem þessar linur hripa. Nú þegar Júlíus er allur hrannast að mér endurminn- ingarnar frá Bragagötu, Lokastig, Karlagötu, Miklubraut og Njörva- sundi, en allir þessir staðir hver og einn voru í reynd kapítuli í lífssögu hans, sem við ein er þekktum minnumst með þakk- læti. Persónuleiki hans, sem ein- kenndist af góðvild og heiðar- leika, verður mér jafnan hugstæð- ur og okkur, sem eftir lifum, vís- bending um að reyna með hátt- erni okkar að skapa betra og fegurra mannlíf. Slíka menn er gott að þekkja og þyrftu að vera mun fleiri í óvæginni veröld okkar. Að lokum þakka ég Júlíusi hans miklu vináttu og góðu frænd- rækni bæði fyrr og siðar og bið honum blessunar Guðs inn á hið óþekkta land. Aðstandendum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Örn Steinsson. A morgun verður til moldar borinn svili minn, Steinn Júlíus Minning: Ásta Sigríður Þorvarðardó ttir Fáein kveðjuorð verða hér flutt, er frú Asta Sigríður Þor- varðardóttir, Tryggvastöðum á Seltjarnarnesi verður lögð til hinztu hvíldar frá Neskirkju, mánudagtnn 17. mai. — Fædd var hún 13. mai 1913, en andaðist í Landspítalanum 8. maí 1976. Hún var kjördóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur frá Mora- stöðum í Kjós og Þorvarðar Ein- arssonar vitavarðar í Gróttu á Sel- tjarnarnesi, ættaður frá Stöðlum í Ölfusi. En foreldrar hennar voru Sigriður Halldóra Ölafsdóttir, sem andaðist þegar Sigríður var kornung og Jóhann Grímur Guð- mundsson, sem enn er á lífi. Var ávallt samband og góð vinátta milli þeirra. Sigríður ólst upp i Gróttu og var yngst af stórum systkinahóp. Þar lék hún sér sem barn og ungling- ur, hlustaði á ölduniðinn og nam sjávarins seiðmagn, sem fáir gleyma, er alist hafa upp í slíku umhverfi. Þarna leiddist engum, enda nóg að starfa til lands og sjávar. Hún lærði snemma að taka í ári við róður, því að þar þurfti að fara á bát milli lands og eyjar og sæta sjávarföllum. — Þegar Sigríður tók að vaxa var hún á vetrum hjá elstu systur + HELGIHALLDÓRSSON. fyrrverandi bóndi StuSlum. NorSfirSi. lézt að Sólvangi 13 mai Fyrir hönd aðstandenda, Emíl GuSmundsson. sinni Guðrúnu, sem ávallt reynd- ist henni sem besta móðir og það- an stundaði hún skóla. Hinn 1. janúar 1935 giftist hún eftirlifandi manni sínum Tryggva Gunnsteinssyni frá Nesi. Var hjónaband þeirra alla tið hamingjusamt og farsælt. — Þau byrjuðu búskap á Tryggvastöðum og gerðu þar brátt garðinn fræg- an með dugnaði, stjórnsemi og myndarskap. Seinna byggðu þau stórt og glæsilegt ibúðarhús, er síðan hefur verið heimili þeirra. Sigríður var höfðingi heim að sækja og fólki vel fagnað sem kom til þeirra hjóna. Hún var kona stórhuga, vel verki farin og vildi ekki láta hlut sinn eftir liggja. Við hana áttu ljóðlinurnar: „Bognar aldrei, brotnar í bylnum átóra seinast." Ösérplægni hennar og hjálpsemi var óþreytandi og sífellt reiðubúin. En heilsa henn- ar ptun ekki ávallt hafa verið sam- feröa starfslönguninni og ekki um; fengist. Og þannig var, er ég sá svilkonu mína í siðasta sinn hjá skyldfólkinu. Bar hún sig þá svo sem ekkert amaði að. Hún eignaðist þrjár dætur sem allar eru uppkomnar, en þær eru: Hulda, gift Baldri Guðmundssyni bifreiðasala, Sólveig, gift Guð- mundi Hjálmssyni bifreiðastjóra og Halldóra, sem er í heimahús- um. Hún var skilningsgóð og um- hyggjusöm eiginkona. Maður hennar, börn og barnabörn var það dýrmsotasta í lifi hennar, er hún helgaði sér framar öllu öðru. Hún var mikill velunnari Björg- unarsveitarinnar Alberts. Var það vissulega mikið áhugamál hennar að sú hjálparstofnun mætti blómgast. En þegar stundaklukka lífs hennar hefur stöðvast fyrir manna sjónum, standa vanda- menn og vinir hljóðir og hryggir. Hún trúði á eilíft lif og að látinn lifir og á endurfundi handan jarð- vistarinnar. Það er sagt að tíminn lækni sárin. Minningarnar lifa um góða konu og verða sem fagurt geisla- brot í endurminningunni. Mér koma í huga ljóðlínur úr minningaritlingi um frú Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu (1876 —1926): „En nú ertu flutt yfir á fegurra svið, þar frfðari myndir þér skfna. Þar himnesku söngvana hljómþýðu við nú hvílirðu sálina þfna.“ Fyrir hönd okkar hjóna þakka ég henni fyrir margra ára fölskva- lausa vináttu og biðjum góðan guð að blessa hana og ástvini hennar alla. Guðmundur Gunnarsson. Símahringing að morgni dags. Ung kvenrödd segir styrkum rómi. ,,Hún mamma dó í nótt.“ Ég geng út að vesturgluggan- um. Tryggvastaðir blasa við, og Grótta og Nes, allt á sinum stað. Ég sé í leiftursýn unga elskendur, hana í Gróttu, hann í Nesi. Sporin þeirra í sandinum á fjörunni milli þessara staða hafa verið mörg og ekki talin eftir, þótt þau hafi horfið á flóðinu, það fjaraði aftur, og þá var hægt að móta þau að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.