Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 3 Póstmannafélagi ís- lands afhent gjöf lagið hvggst reisa innan skamms orlofsheimili fvrir félaga sfna. Björn Björnsson, formaður Póstmannafélags íslands, sagði að þegar væri farið að athuga með staðsetningu og byggingu heimil- isins svo væntanlega yrði hægt að hefjast handa við smíði hússins innan skamms. Þá barst póstinum veggteppi frá Norðurlöndunum í tilefni af- mælisins, auk þess sem fjöldi skeyta og blóma bárust. Ingólfur í Útsýn: ■ : M : 1 wö • ■. » f 1 „Ástandið í Lignano með eðlilegum hætti í TILEFNI 200 ára afmælis pósts- ins á fimmtudag afhenti sam- göngumálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, Póstmannafélagi Is- lands að gjöf 2 milljónir kr. Á fé þetta að leggjast I orlofsheimila- sjóð félagsins, en póstmannafé- Keflavíkurganga: ítarlegur frétta- flutningur 1 morgunútvarpi 1 morgunútvarpi Ríkisút- varpsins f gærmorgun var ötul- lega unnið að þvf að auglýsa upp Keflavíkurgöngu svo- nefnda í fréttum og með ýms- um öðrum hætti. 1 morgunút- varpi kl. 8.15 var lesin frétt um gönguna og þvf lýst að að- standendur göngunnar hefðu orðið að hætta að skrá þátttak- endur, þar sem allir tiltækir langferðabflar hefðu verið fvlltir. 1 fréttum útvarps kl. 10 í gærmorgun voru fluttar fyrstu fréttir frá göngunni eft- ir að hún lagði af stað og f þeirri frétt var að finna ná- kvæmar upplýsingar fvrir væntanlega þátttakendur. þannig sagði: „Nú um klukkan 10 leggja bflar af stað úr Reykjavfk með fólk til móts við göngumenn og klukkan hálf tólf verður aftur farið með fólk úr Reykjavfk til móts við gönguna.** Morgunblaðið fer óvenjusnemma f prentun á laugardögum en ef að líkum lætur hefur Rfkisútvarpið haldið uppi stöðugum frétta- flutningi af þessari göngu til miðnættis. „ÞAÐ hefur engra farsótta orðið vart í Lignano, heil- brigðisástandið er undir full- kominni stjórn og ástæðulaust að hafa nokkrar áhvggjur," sagði Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Utsýnar, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann og spurði um ástandið á Italfu með tilliti til ferðalaga tslendinga þangað f sumar. I upphafi var Ingólfur spurður hvernig horfði með ferðir íslendinga til sólarlanda nú í sumar. „Það er augljóst, að ferðamannastraumurinn til Suðurlanda verður meiri í sumar en nokkru sinni fyrr,“ svaraði hann. „Ástæðan er fyrst og fremst sólarleysið suð- vestanlands sl. sumar og siðan langur og rysjóttur vetur. Út- sýn mun halda uppi leiguflug- ferðum bæði til Spánar og ttaliu en Lignano á italiu hefur vaxið jafnt og þétt sem ferða- mannastaður. Þetta er þriðja sumarið sem við höldum uppi reglubundnum ferðum þangað, og það er óhætt að segja, að Lignano hefur á þessum tima áunnið sér einstakar vinsældir meðal islenzkra ferðamanna, enda öll aðstaða fyrir ferðafólk þar eins og bezt verður á kosið. Lignano er tiltölulega nýr ferðamannastaður og hefur verið byggður upp sem eins konar módelferðamannabær á sl. 15 árum. Það segir sina sögu, að allar ferðir Utsýnar þangað í sumar eru upppantaðar fram i september að undanskilinni hinni fyrstu, sem hefst 19. þ.m. en þar eru fáein sæti laus.“ Ingólfur var spurður að því hvort jarðskjálftarnir sem urðu nýverið á Norður-ltalíu ekki mjög fjarri Lignano hefðu hugsanlega einhver áhrif á ferðamannastrauminn þangað. „Lignano stendur á tanga úti í Adriahafi og byggingar eru þar nýlegar og vandaðar, enda hafa engar skemmdir orðið þar á í nýafstöðnum jarðskjálftum á N-Ítalíu,“ svarar hann. „Ferða- fólk er nú tekið að streyma til bæjarins, og samkvæmt upplýs- ingum fararstjóra Útsýnar þar ytra gengur lífið þar að öllu leyti sinn vanagang. Vatns- birgðir Lignano koma frá allt öðrum stað en þeim, þar sem jarðskjálftarnir urðu. Engra farsótta hefur orðið vart, og heilbrigðisástand er undir full- kominni stjórn og ástæðulaust að hafa nokkrar áhyggjur. Við höfum þó ráðlagt ferðafólki bólusetningar af öryggisástæð- um. „Flestir farþeganna, sem pantað hafa sér far til Gullnu strandarinnar, hafa tekið fréttunum af jarðskjálftunum á Ítalíu af stakri ró, og láta þær engin áhrif hafa á ferðaáætlun sína,“ segir Ingólfur ennfrem- ur. „Nokkrar fyrirspurnir um ástandið hafa að sjálfsögðu bor- izt undanfarna daga og fáeinir farþegar voru að hugsa um að hætta við ferð sína hinn 19. en þeir hafa nú ákveðið að standa við pöntun sína eftir að ljóst varð að ástandið i Lignano er algerlega með eðlilegum hætti. Og í dag, föstudag, hafa meira að segja borizt nokkrar pantan- ir i ferðina sem á að hefjast á miðvikudag." Vorkappreiðar Fáks eru í dag VORKAPPREIÐAR Fáks eru I dag og hefjast kl. 2 sfðdegis. Milli 60—70 hestar taka þátt í hlaup- unum. Sérstök keppni verður nú í fyrsta sinn I unglingadeild og munu unglingarnir sýna ýmsar þrautir, sem þeir hafa æft undir stjórn Kolbrúnar Kristjánsdótt- ur. Veðbanki verður starfræktur og happdrættishestur Fáks verður til sýnis. t*et deJVí Brottfarardagar 28/5, uppselt, 18/6, 2/7, 16/7 A 30/7, 13/8, 20/8, 27/8, 3/9, 10/9 L 7/ Verðfrákr. 41.900 -í 2 vikur Baðstaðurinn Lloret de Mar á Costa Brava hefur notið sérstakrar hylli Útsýnarfarþega mörg undanfarin ár. Á síðastliðnu ári margfaldaðist farþegafjöldinn þangað, þegar Útsýn tók upp beint leiguflug til Costa Brava og reyndust vinsældir ferðanna slíkar að ekki var unnt að fullnægja eftirspurninni, þótt aukaferðum væri bætt við. Cosva — E Vistlegar íbúðir I nýlegri byggingu rétt við aðalverzl- unargötuna og aðeins 50 m frá ströndinni. Hver ibúð er 2—3 svefnherbergi, rúmgóð setustofa / borðstofa. eldhús með isskáp og áhöldum, bað- herbergi og stórar svalir mót suðri. Zodiaco íbúðir þessar eru I nýju húsi, sem stendur við strandgöt- una i Lloret. Ströndin pálm- um og blómum skrýdd er I fárra skrefa fjarlægð Útsýnið af svölunum er heillandi. fbúðirnar sjálfar nýtizkulegar og smekklegar og allur bún- aður fylgir Á neðstu hæðinni er einkar smekklegur og skemmtilegur matsölustaður og bar. Hótel Lhostal de la Gloria Þetta vistlega þriggja stjörnu hótel. um 400 m frá strönd- inni, er orðlagt fyrir góðan mat og þjónustu. Snyrtileg herbergi, öll með baði og svölum, smekkleg salarkynni, 2 barir, góð sundlaug og af- bragðs sólbaðsaðstaða i af- girtum garði. Fullt fæði. Gran Hotel Monterrey Eitt af beztu hótelum Spánar, I fögru kyrrlátu umhverfi um 500 m frá ströndinni umlukt 40 000 fm garði.með feg- ursta blómskrúði og iþrótta- aðstöðu. sundlaugar, 3 tenn- isvellir, 3 barir, diskótek. 237 herbergi með baði og svölum. Fulltfæði. Hótel Dex Útsýn hefur tekizt að ná hag- stæðum samningum við þetta vinsæla og vistlega tveggja stjörnu hótel, sem er mjög vel staðsett við enda aðalverzlunargötunnar, skammt frá skemmtistöðum og örstutt frá ströndinni. Öll herbergi eru með baði og svölum, rúmgóð salarkynni, stór og góð sundlaug og sól- baðsrými gott. Fullt fæði. Costa Brava veðurfar Meðalhiti sjávar júli ágúst Ferðaskrifstofan Ferðaskrifstofan Meðalhiti á C júli ágúst 27 28 AUSTURSTRÆTI 1 7 Slmi 26611 AUSTUSTRÆTI 1 7 Slmi 26611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.