Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1976 23 reyndar aldrei að vera þar. Hann var settur þar af misgáningi en hefur nú verið fluttur á hentugri. stað því kamar finnst mér þurfi að vera á þessum slóðum, hvort sem okkur líkar betur eða verr, og mörgum öðrum stöðum, sem margt fólk sækir, því ég held það sé illskárra að sjá þokkalegan kamar inni í Öskju en skeinis- pappír fjúka þar um allt og þurfa annað veifið að vera að hreinsa óþægilegar klessur neðan úr skónum sinum. Við getum ekki bannað fólki með öllu að aka á kraftmiklum bílum um hálendið eða að koma í Öskju eða Herðubreiðarlindir svo ég taki þá staði sem dæmi. En það þarf að hafa stjórn á þessum hlutum eins og svo mörgu öðru og eftirlit með því að reglum um akstur og annað sé hlýtt og til þess þarf meira vald og bolmagn en Náttúruverndarráð hefur nú. Það er smám saman að verða öllum ljóst að flestir eða allir þættir hinnar lifandi náttúru eiga sér takmörk og að þá er ekki hægt að nýta nema að vissu marki, annað er rányrkja. Þannig þola fiskstofnar ekki nema ákveðna veiði og afréttir ekki nema tak- markaða beit. Nákvæmlega það sama á við um staði eins og Herðubreiðarlindir og Land- mannalaugar, gróður þar þolir ekki átroðning nema að vissu Framhald á bls. 34 Guðmundur Jónasson: Hjálpumst að við að lagfæra og berum ekki hver á annan Það er auðséð á skrifum G. Sig- valdasonar, að hann hefur verið í slæmu skapi, er hann skrifaði þessa grein í Drekagili, slæmt að honum skuli ekki hafa runnið reiðin síðan eða á þeim langa tíma frá þvi hún er skrifuð og þar til hún birtist. Ekki held ég að G.S. sé alvara, er hann ræðst að kamr- inum, sem hann talar um, eða fannst honum menntuðum manni, betra að ganga örna sinna „vestanundir", er hann dvaldi í viku við Öskjuvatn, hafandi ara- grúa túrista í kring um sig. G.S. ræðst að bílstjórum, sem aka þessu slæma fólki, og telur þá vera leiðsögumenn. En það er nú svo, að með þessum slæmu mönn- um hefur hann oftast ferðast, er hann fór að kynnast hálendinu. Og nú hin síðari ár, eru í flestum ferðum leiðsögumenn eða konur, meðal þ,eirra hefur hann verið. Ég held að G.S. eigi sinn þátt í því að ferðast að næsta tjaldstæði og tjalda á grasi ef kostur er, einnig þátt í að aka nýja slóð upp á næsta hól, því allir viljum við sjá hvað hinum megin býr, þótt ég viti G.S. harðduglegan göngumann og góðan og glaðan ferðafélaga. Nú þarf ekki lengur að kaupa jeppa á Framhald á bls. 47. Magnús Kristinsson: Dýrasta verðið greiðir náttúran sjálf GREIN Guðmundar Sigvalda- sonar í Morgunblaðinu á miðviku- daginn, Kamar við Knebelsvörðu, er skorinorð og þörf ábending og líkleg til að vekja ýmsa til umhugsunar. Ekki trúi ég öðru en flestir þeir, sem raunverulega hafa kynnzt töfrum íslenzkra óbyggða, séu Guðmundi sammála að mörgu eða flestu leyti. I þeirra hópi tel ég að sjálfsögðu ekki þá, sem aðeins stíga út úr bíl sínum til að sinna þörfum líkamans eða hvíla setþreytta limi með þvi að ganga einn hring í kringum bil- inn. Þeir sem aldrei hafa reynt annan ferðamáta telja sig kannski kynnast Öræfunum þannig. Veslings þeir vita ekki hvers þeir fara á mis. Eitt sinn hitti ég erlendan hóp fjallgöngumanna upp á Tungnahryggsjökli. Farar- stjóri hópsins hafði áður eytt heilu sumarfríi fótgangandi um hálendið. Vildi hann fyrst ekki trúa því, að við félagar værum heimamenn, þvi tð gangandi Is- lendinga á fjöllum hafði hann aldrei séð. Hins vegar hafa þeir rekizt á ýmislegt annað fáséð, svo sem áttatíu hreindýr i fjörum, rebba í veiðiferð og snæuglu við reiðusker. Sjálfsagt hefur hann fremur átt von á að mæta hvítum hrafni þarna uppi en okkur. Á hverju sumri rekst ég á hópa af þýzkum, f-rönskum, brezkum, itölskum eða hollenzkum fjall- og jöklagöngumönnum sem koma langan veg til að njóta þess sem fæstir okkar þekkja. Vegna þessara sönnu ferðamanna (þótt þeir e.t.v. noti stundum puttann til að komast milli staða ) kann ég ekki við þann algenga niðrandi tón sem sumt bílafólk notar um útlendíngana, sem ekki er hægt að þverfóta fyrir, eins og það kallar þá. Þessi hluti hinna erlendu gesta okkar kunna það sem við kunnum ekki og eiga að njóta hér sömu réttinda og vel- vildar ekki siður en við viljum njóta erlendis. Guðmundur Sig- valdason og aðrir þeir sem ferðast um landið og kynnast þvi i stað þess að aka af augum eins og vegurinn leyfir, hafa lika minnst á móti þessum hópi ferðalanga. Hinn er því miður miklu stærri sem ferðaskrifstofur stafla inn í langferðabila og losa aftur á ferðamannastöðum eins og í Herðubreiðarlindum þar sem þær þurfa helzt engu til að kosta. Kostnaðinn greiða ferðafélögin sem er áhugamannafélagsskapur sjálfboðaliða og náttúruverndar- ráð sem er kostað af almannafé. En dýrasta verðið greiðir náttúr- an sjálf og þess gjalda eftir kom- endur okkar. Félagsmenn Ferða- félags Akureyrar eru löngu farnir að forðast skála sinn í Herðu- breiðarlindum yfir hásumar-^ tímann, enda þýðir þá ekki að auglýsa ferðir þangað. Fyrir fáum árum var skálinn að jafnaði undirlagður á hverju kvöldi af fararstjórum, bilstjórum og far- þegum ferðaskrifstofa sem sátu þar við mat, drykk og skemmtan fram eftir kvöldi. Öðru ferðafólki leizt þá ekki fýsilegt inngöngu og taldi skálann fullsetinn. Eftir miðnætti hvarf flest ferðaskrif- stofufólkið I tjöld sín en skálinn stóð tómur eftir. Þótt sumar ferðaskrifstofurnar hafi greitt fyrir afnot skálans eftir sumarið bætti það ekki nýtingu hans. Þessar þúsundir farþega atvinnu- ferðaskrifstofanna gerðu það að verkum, að ruslagryfjur og hrein- lætisaðstaða, sem eigendur skál- ans gerðu í sjálfboðavinnu, önnuðu ekki margmenninu. Afleiðingin varð sú, að gestir neyddust til að gegna þörfum sínum út í giljum og í hraunboll- um. Auðvitað á skilyrðislaust að krefjast þess, að þeir, sem reka ferðaþjónustu í hagnaðarskyni, sjái sjálfir um gisti- og hreinlætis- aðstöðu fyrir farþega sína, heldur en að leita á náðir félagsskapar sem skipuleggur ferðalög af áhuga einum saman án þess að nokkur hagnaðarvon sé. Ekki vil ég viðurkenna þá skoðun Guðmundar Sigvaldasonar, að eina leiðin til úrbóta sé að „vega að atvinnuvegi sem er fjandsam- legur í íslenzkum hagsmunum", það er ferðamannaþjónusta. Hins vegar hefur það gerzt eins og svo oft áður, að framkvæmdir koma á undan skipulagi. Heildarskipulag og eftirlit hefur vantað. A allra síðustu árum hafa ferðamálaráð og náttúruverndaráð byrjað það starf sem hefði þurft að hefja fyrir tveim áratugum. Eins.og víðast ráða fjárveitingar fram- kvæmdum en leiðin hefur verið mörkuð. Stefnt er að því að án- ingar dreifist sem viðast til að draga úr örtröð á viðkvæmustu og fjölsóttustu stöðunum. Það er unnið að því í samráði við ferða- félögin og fleiri aðila að merkja helztu ökuleiðir á öræfum til þess að koma í veg fyfir að eknar séu krókaleiðir til að leita að rétta veginum. Ef ekki tekst að hindra Framhald á bls. 34 Úlfar Jacobsen: kenndar fidlyrðingar MAÐUR er nefndur Guðmundur E. Sigvaldason jarðfræðingur. S.l. miðvikudag ræðst hann fram á ritvöllinn í Mbl. með fremur síð- búna ritsmíð,' sem hann kveðst hafa hripað niður i skála Ferða- félags Akureyrar í Drekagili við Öskju 20. júlí 1975. Einna helst mætti ætla, að sálarástand jarð- fræðingsins hafi verið slíkt við samningu þessarar ritsmiðar, að hann hafi lokað sig inni á kamrinum við Knebelsvörðu og párað þennan furðulega pistil sinn niður á klósettpappir. Tilgangur Guðmundar með þessum skrifum sínum virðist einna helzt vera sá að gera sig að nokkurskonar sjálfskipuðum landverndarmanni islenzkra óbyggða. Hann heldur þvi umbúðalaust fram, að nú þegar sé búið að eyðileggja gróðurinn i Herðubreiðarlindum að þvi marki að ekki verði aftur snúið vegna ágangs svonefndra öræfatúrista. Ég vil sérstaklega undirstrika það vegna þessara fullyrðinga Guðmundar, að þegar ég kom fyrst í Herðubreiðarlindir árið 1949 var gróður þar sízt meiri en hann er í dag, enda hafa margar hendur unnið þar þarft verk með því að rækta upp landið og gera betur fært til áningar ferða- manna en áður var. Jarðfræðingurinn telur, að upp úr 1960 fari að halla undan fæti fyrir gróðurvinjum öræfanna, þegar „kaupsýslumenn upphefja auglýsingaherferð erlendis til að laða útlendinga í öræfaferðir". Arangurinn sé gjöreyðing gróður- vinja á öræfum, úthýsing islend- inga úr skálum Ferðafélags ís- lands, bílaslóðir um öræfin öll og kamar við Knebelsvörðu. Þessar fjarstæðukenndu fullyrðingar eru algjörlega út i hött og órök- studdár af jarðfræðingnum. Ég held því hiklaust fram, að umgengni þeirra erlendu ferða- manna, sem ferðast hafa á vegum ferðaskrifstofu minnar um landið á undanförnum árum, hefur verið til fyrirmyndar, og að um „gjör- eyðingu gróðurvinja“ hafi verið að ræða vegna þessa fólks, er rök- stuðningur algjörlega út í bláinn túlkaður af manni, sem lætur til- finningar sfnar sjóða upp úr í úrillri skapvonzku í kamrinum við Knebelsvörðu. Ég get skotið því hér inn í, að Garðar Jónsson, skógarvörður í Þórsmörk, kom til okkar á tjaldstæði s.l. sumar og þakkaði góða umgengni í þessari fögru gróðurvin, sem ferða- mannahópar okkar og starfsfólk höfðu sýnt, og væri það til fyrir- myndar. Hvað snertir fullyrðingar Guðmundar um að skipuleggjend- ur öræfaferða spari sér kostnað við staðkunnuga leiðsögn, þá er þetta eins og svo margt annað í furðuritsmíð hans algjörlega út í hött hvað okkar ferðahópa snertir. Við höfum á að skipa þaulkunnugum og færum leið- sögumönnum og þjóðkunnum fjallabílstjórum, sem bera í brjósti sér sizt minni áhuga fyrir náttúruvernd og því að spilla ekki gróðurvinjum landsins en jarð- fræðingurinn pennaglaði. Guðmundur leggur nokkuð að jöfnu íslenzku sauðkindina og okkur, sem skipuleggjum ferðir um öræfi landsins, með að yið séum höfuðóvinir íslenzkrar náttúru. MiRlir menn erum við Magnús minn. Verður vart annað skilið með þessu en að við séum orðnir óalandi landráðamenn, enda kemur jarðfræðingurinn með rúsinuna í pylsuendanum, þegar hann segir orðrétt: „Hér dugir ekkert minna til en að vega að atvinnuvegi sem er fjandsam- legur íslenzkunt hagsmunum." Hér höfum við það svart á hvitu. Það er nú svo með okkur „land- ráðamennina“, sem dútlum við það að fleka saklausa útlendinga hingað til lands og höfuðóvin íslenzkrar náttúru, sauðkindina, að bæði skila nokkrum krónum í þjóðarbúið, og það í beinhörðum gjaldeyri, sem sífellt virðist vera skortur á. Auk þess munu sauð- kindin og þeir, sem ekki notast við kamarinn við Knebelvörðu skila nokkrum áburði til að græða upp öræfi landsins. Þetta ætti að koma nokkuð til móts við óskir Guðmundar, sem virðist ekki eiga heitari ósk en að þessi marg- umtalaði kamar við Knebelsvörðu verði rifinn. Séu skoðanabræður Guð- mundar Sigvaldasonar jafn marg- ir og hann vill vera láta, þá er ég hræddur um að ýmsir megi nú fara að athuga sinn gang og taka saman pjönkur sínar. Flugfélög- in, hótelin, langferðabílarnir, ferðaskrifstofurnar, o.fl. gætu pakkað saman, þvi hingað til lands ættu framvegis engir erindi nema erlendir vísindamenn og þá he zt jarðfræðingar. Kannski myndi þá ef til vill minnka eitt- hvað i gjaldeyrissjóði landsmanna og jafnvægið raskast hvað snertir gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna og þess, sem við ís- lendingar þurfum í gjaldeyri til þess að njóta sólar í suðurlöndum eftir langan og strangan vetur norður á hjara heims. Einar Þ. Guðjohnsen: Gervi- patriótar Aumingja maðurinn Guð- mundur E. Sigvaldason, sem skrifar i Morgunblaðið 12.5., er eitthvað utanvið sig og virðist koma af fjöllum. Kamar við Knebelsvörðu verður tilefni til að agnúast út í ferðamenn og ferða- málamenn. Meðal annars fagnar hann því að ég skuli hafa verið hreinsaður út af matborðum Ferðafélagsins, þó að ekkert nafn sé þar nefnt. Hann talar um frum- hugsjónir Ferðafélagsins, en hvað veit hann um þær? Eftirfarandi kafli úr ræðu Björns Ölafssonar, kaupsýslumanns og aðalstofn- anda Ferðafélagsins, á stofnfund- inum 27. nóv. 1927 sýnir þó önnur sjónarmið: „Vegna stöðu okkar verðum við að hafa mikil viðskipti við er- lendar þjóðir, og eins og nú hagar til í heiminum er nauðsynlegt smáþjóð eins og Islendingum, að þær erlendu þjóðir, sem við eigum mest mök við, hafi sem bezta og réttasta þekkingu á land- inu og þjóðinni, og þær haldi ekki að hér búi hálfvillt þjóð í óbyggi- legu landi. Menn munu skiptast i tvö horn um það hvort æskilegt sé, að mikið berist til landsins af er- lendum ferðamönnum. Ég skal hvorugum samsinna i þeim ágreiningi, en mér hefur ætið þótt svo, að við fáum á engan hátt betur útbreidda rétta og víðtæka þekkingu á landi og þjóð erlendis en þá, sem útbreidd er af athugul- um, hyggnum og vinveittum mönnum, sem ferðast hér um land. Þetta félag ætti að gefa út bækl- inga á erlendum málum um nátt- úru landsins, atvinnuvegi, sögu og þjóðhætti. Ættu slikir bækl- ingar að vera gefnir út í stórum upplögum og dreift út á skynsam- legan hátt. Land eins og ísland, sem hefur mikla og fjölbreytta náttúrufeg- urð, getur aldrei lukt um sig kín- verskum múr, sem bægt geti öllum erlendum ferðamönnum héðan, jafnvel þó við hefðum miklu verri greiða að bjóða en nú höfum vér. Þess vegna er oss bezt að koma fram eins og sú menningarþjóð, sem við sifellt reynum að telja okkur trú um að við séum, og reyna af beztu efnum að taka sómasamlega á móti þeim erlendu gestum sem hingað koma, svo að þeir finni ekki um of, að þeir séu komnir út úr menningarlöndum Norður- álfunnar þó þeir séu komnir til Islands. Við ætlumst ekki til að félagið reiði sér hurðarás um öxl með því að ætla sér að gera þetta i einum svip. En með árunum á þetta fé- lag að stuðla að því að koma þessu máli i betra horf en nú er.“ I samræmi við þessi orð Björns Ólafssonar var svo sett inn í lög félagsins i 3. gr. 2 og stendur þar enn óbreytt um markmið þess félags: „Að koma á og efla vinsamlegt samstarf við erlend ferðafélög, sem starfa á svipuðum grundvelli og Ferðafélag íslands. Félagið vill styðja að þvi að kynna landið erlendis og greiða Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.