Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 37 # Þegar lagt var upp frá búð- unum á hájöklinum var 23 stiga frost. Glerharðir rifskafl- ar gerðu gönguna erfiðari. En allir voru þurrir, enda höfðu þeir vit á að hafa skó sfna og sokka með sér í svefnpokana kvöldið áður. 0 Ofan af Hofsjökli var færð svo þung, að fremsti maður sökk á skíðunum upp að hnjám í snjóinn og entist ekki sem forystumaður nema í 5—10 mfnútur f einu. 0 Séð til Bláfells í upphafi ferðar. Sleðarnir eru gerðir eftir sleðum Lappa, með ásaumuðum segldúk og þeim lokað með bambusstöngum með tveimur handtökum. Og grannir bambus- kjálkar koma í veg fyrir, að sleðarnir renni aftan á ferðalangana. Ljósmyndir tók Leifur Jónsson. læknir. niður eins og síld f tunnu. Þeir sem voru lengri en breidd tjaldsins, voru með hausinn í tjaldinu. Hann skókst auðvitað svo, að ekki var viðlit að sofa. Sleðarnir voru, eins og venjulega, úti og stffaðir af með skíðunum og fsöxun- um. Samt hvíldust menn ágætlega. Og um morguninn hafði hrfðinni slotað. Þá tóku menn hrausttega til matar síns. — Mikið var þá gott að borða, sögðu þeir. Um 12-leytið var aftur hægt að leggja af stað í norðaustan andvara og fallegu útsýni til Kerlingarfjalla. Sú dýrð entist til kl. 4, en þá kom yfir heið- myrkur. Paufuðust menn áfram upp hverja bunguna af annarri. Rif- skaflarnir reyndust göngumönnum erfiðastir. Tók mjög í sleðana, er farið var upp á garðana. Magnús hafði með- ferðis hæðarmæli og las á hann. Jökul- bungan er 1765 m há, en þegar þeir félagar voru komnir upp í 1820 metra hæð, slógu þeir þvf föstu að þeir mundu vera komnir alla leið upp. Lægðin, sem var að ganga yfir landið, hafði áhrif á hæðarmælinn. Var nú tjaldað norðaustan í hábungunni. Fram að þessu hafði verið frá tveggja stiga frosti upp í tveggja stiga hita. En þarna upp var komið 9 stiga frost um kvöldið og fór í 23 stiga frost um nóttina. Sem betur fer höfðu menn haft vit á því að fara með hráblauta skó sína og sokka í svefnpokana um kvöld- ið, svo allt var sæmilega þurrt um morguninn, þegar haldið var af stað í 23 stiga frosti. Þetta er mjög mikil- vægt, að því er þeir félagar sögðu. Því hafi menn blotnað, getur þá kalið á fótum i svo miklu frosti. Voru þeir félagarnir alltaf þurrir. Sumir voru meira að segja f sömu sokkunum alla leiðiria. Nokkrir fengu smá hælsæri, sem ekki urðu til verulegs arna, því þess var gætt að setja strax plástur yfir eymslin. Þegar menn vöknuðu sunnudaginn 11. apríl, var allt tjaldið hrímað að innan. Höfðu þeir, sem þurftu að ganga örna sinna úti á jöklinum, vit á að líta ekki á hitamælinn fyrr en að því loknu, að því er ferðafélagarnir sögðu. Enda var hrímþoka og fsjökulkalt, þó stafa- logn væri. Skyggni var um 200 metrar. Lengi dags var gengið eftir kompási. Allir höfðu hlakkað til að renna sér niður brekkurnar á norðanverðum Hofsjökli þennan bezta dag ferðar- innar, þegar á áætlun var 25 km leið og þúsund metra fall. En niðurstaðan varð samt sú, að þetta reyndist erfiðasti dagurinn. Snjórinn var svo gljúpur, að sá fremsti varð að vaða hann á skíðun- um f hné og entist ekki nema 5—10 mínútur í einu. Þá varð að skipta um forustu. Og þannig var færið niður á jökulsporðinn, austan við Illviðra- hnjúka. Miðja vegu niður létti hrím- þokunni, og við blasti dásamlegt út- sýni. Mælifellshnúkur blasti við f vestri og sást út allan Skagfjörð. Einnig austur á Herðubreið, Þorvalds- tind og í Kverkfjöll. Og er neðar dró, mátti sjá til suðurs í Hágöngur. Frá jökulsporðinum er 18 km leið að Laugafelli, þannig að þennan dag voru gengnir 45 km í svfvirðilegu færi, eins og ferðalangarnir orðuðu það. Allar ár voru gaddaðar, svo þeir félagar kváðust hvergi hafa orðið varir við jökulárnar, sem Finnarnir börðust um í, að því er þeir sögðu í blöðunum, þegar þeir komu heim til Finnlands. En sú grein var þýdd og birt í Morgun- blaðinu. Finnarnir tveir höfðu samkvæmt fréttum ætlað að hitta þá félaga á Hofs- jökli. Þeir höfðu ætlað að leggja upp úr Eyjafirðinum og fara suður um, af jöklinum á Hverafelli. íslendingarnir skimuðu því svolítið eftir þeim, en höfðu ekki verulegar áhyggjur, þar sem þetta áttu að vera þrælvanir ferða- menn, sem hefðu ferðazt þvert yfir Grænlandsjökul. Er þeir komu svo að bænum Hólsgerði f Eyjafirði, fóru þeir að spvria eftir Finnunum Konan þ»>- sagði, þeim þá, að þeir hefðu lagt upp þaðan 6. apríl sama daginn sem íslendingarnir fóru að sunnan. Þeir komu svo aftur til baka að Hólsgerði 9. apríl og höfðu aldrei farið suður um. Þeir höfðu legið veðurtepptir þarna uppi í drögunum, að því er konan sagði. Og þar sem þeir áttu að fara # Ferðafélagarnir sex fyrir utan skálann í Laugafelli: Halldór Ólafsson, rennismiður, Helgi Ágústsson, múrari, Leifur Jónsson, læknir, Magnús Hallgrimsson, verkfræðingur, Guðmundur E. Sig- valdason, jarðeðlisfræðingur, og Stefán Bjarnason, trésmiður. fljúgandi heim 13. apríl, héldu þeir til Akureyrar og þaðan til Reykjavfkur. Það var stutt ferð á fjöllum. Komið var í skálann við Laugafell- á pálmasunnudagskvöld með dótið allt blautt vegna hrimsins nóttina áður, og ákveðið var að vera um kyrrt á mánu- dag til að þurrka af sér og borða vel. Menn voru slæptir, er þeir komu í áningarstað og tóku upp veizlumat, gaddaða skinku. Hvarf þar 4000 kr. virði af skinku á 10 mínútum. Og ein- hvern veginn tókst að bryðja skinkuna með þessum hraða og renna henni nið- ur með sítrónutei. Voru menn sáttir við lifið og nutu þess að vera komnir i skála. Enda var klukkan orðin 4, þegar þeir fóru að sofa. Tunglsljós var og fagurt veður. Morguninn eftir var ekki byrjað að skarka í pottum fyrr en klukkan 8. Þá var komið hvassviðri og gott að vera í skálanum. Tjöldin voru frosin í hnút og svefnpokarnir líka, svo erfitt hefði ver- ið að komast i þá. Veðurspáin var slæm á þriðjudags- morguninn, en gegnum talstöðina fengu þeir félagar sérstaka veðurspá fyrir hálendið. Það var mjög góð þjón- usta, sögðu þeir. En lægðin hafði hægt á sér, svo þeir lögðu af stað kl. 7. Var frostlaust og farið að mugga, og hlóðst snjórinn gífurlega mikið undir skfðin. í klukkustund var verið að reyna allar tegundir af síðaáburði undir þau. Með þvf að blanda „fjólubláum" og „silfri" undir skíðin, komust þeir loks á sæmi- lega ferð. Þá frysti, en silfrið dugði þrátt fyrir það. Ákveðið hafði verið að fara svokallað an Vatnahjalla og koma þannig beint niður að Hólsgerði f Eyjafirði. En vegna slæms veðurútlits og hvassviðris var í staðinn haldið áfram i Sandárdrög no iiiðnr gyjjarðardalir.r. Þcgar ícr að halla norður af, í Drögunum, snerist vindáttin og skall á óveður beint f fangið, eins og hendi væri veifað. Þá var gott að vera komin f daldrögin. Niðri var jörð ekki auð. í dalbotninum bjargaði það, að Eyfirðingar höfðu lagt veg, og eins og alkunnugt er festir snjó fyrst á vegum á íslandi, eins og einn þeirra félaga orðaði það. Því gátu þeir dregið sleðann á snjó eftir veginum, og síðan þar sem snjór var á grasrót. Og kl. 9.30 um kvöldið var komið að Hóls- gerði. Sleðana þurfti að bera síðustu 500 metrana. Þegar þessi ófögnuður nálg- aðist bæinn ærðust hundarnir, sem ekki var að furða. Þarna sóttu forynjur að bænum. Flestir þeírra félaga eru um 2 metrar á hæð og upp af þeim stóð dótið í heilan metra með stöngunum upp í loftið. — Þarna var tekið feikilega vel á móti okkur, sögðu ferðalangarnir. Hús- freyjan veitti okkur vel. Hún hafði verið þriggja ára gömul, þegar Magnús og Leifur komu þar af fjöllum 20 árum áður. Nú býr hún þarna með manni sínum og 3 börnum. Ætlunin var að halda til Akureyrar um kvöldið og láta sækja sig í bíl. En ekkert simasamband er um innanverð- an Eyjafjörð að kvöldinu. Reyndist því til einskis að reyna að ná símasam- bandi. Og þar sem Sigurður Jósepsson, bekkjarbróðir Magnúsar, býr f Torfu- felli, var haft samband við hann. Og i Torfufelli beið ferðamannanna gisting og önnur veizla. Þrátt fyrir miklar góð- gerðir í Hólsgerði, gátu þeir sýnitega vel bætt á sig meiri kræsingum. Dag- inn eftir sóttu flugbjörgunarsveitar- menn á Akureyri félaga sína úr Reykjavík, fluttu dót þeirra á flugvöll- inn, og slógu enn upp veizlu hjá Aðal- geiri Pálssyni, rafmagnsverkfræðingi og varaformanni Ferðafélagsins á staðnum. Um kvöldið var flogið suður um til Keflavíkurflugvallar og þótti þeiin fé- lögum nú kyndungt að horfa úr þot- unni niður yfir landið, sem þeir höfðu svo skömmu áður gengið um. Nú voru £c:r :r»r»ar» ,viu Klutvtvuíiáiid neuu, t*n gönguferðin norður hafði tekið 8 daga. Kváðust þeir aldrei hafa verið hressari en við heimkomuna úr þessari reisu. Er blaðamaður spurði hvort þeir væru farnir að ráðgera aðra ferð, svör- uðu ferðalangarnir. — Já, við eigum eftir að fara langsum yfir landið, t.d. frá Raufarhöfn til Sandgerðis. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.