Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1976 „Sjálfsmynd" (iömul andlitsm.vnd, sem telst mjös óvenjuleg frá hálfu Jóns Stefánssonar. „Húmensk stúlka" máluð 1918. Myndir Jóns Stefánssonar af nöktum módelum eru mjög sér- stæóur kapítuli íslenzkrar m.vndlistar. Málverk af Baulu. Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON „Regnboginn". Þetta er ein af örfáum myndum þar sem fram koma greinileg áhrif frá kennara Jóns í París, fauvistanum Henri Matisse. Lislasafn Islands hefur lagt tvo sali sína undir málverk þau er það festi kaup á úr dánarbúi frú Ernu Grundt Stefánsson, ekkju Jóns Stefánssonar, en hún lést í desember árið 1970. Frúin átti mikið op gott safn málverka eftir Jón áóur en þau giftust og þar á meðal nokkur öndvegisverk hans, og vart mun það safn hafa minnkað þau árin sem þau voru gift. Erna fluttist til Danmerkur eftir lát manns síns árið 1962 og lifði hann þannig í 8 ár, en hafði áður ráðstafað hluta þeirra málverka, er hann lét eftir sig, til nánustu ættingja hans hér heima. Ég varpaði fram þeirri spurningu, er ég minntist frúarinnar lítillega hér í blaðinu á sínum tíma, hver yrðu örlög þessa safns hennar, og taldi það skyldu ís- lendinga, að vera hér vel á verði og sitja um hverja þá mynd þess, er á markaðinn bærist. Jón var ekki afkasta- mikill málari með því að hann þrautvann hverja mynd áður en hann lét hana frá sér fara, og mun hann ósjaldan hafa málað yfir myndir eða jafnvel ónýtt þær, ef þær stóðust ekki óvægan sjálfsrýni hans. Það er vel að forráðamenn listasafnsins skuli hafa haldið vöku sinni og falað þessar myndir af eftirlifandi ættingj- úm frú Ernu í Danmörku, því að hér er um ómetanlegan fjár- sjóð að ræða fyrir íslenzka myndiist, og hefði verið mikill skaði ef þær hefðu dreifst á danskan markað. Hér er um að ræða myndir frá ýmsum tímabilum á listferli Jóns, eða allt frá myndinni „Rúmensk stúlka“, sem máluð var 1918, og til mynda er enn voru á trönum hans er hann lést. Fyrrnefnd mynd ásamt sjálfsmynd hans frá 1937 eru tvímælalaust öndvegisverk á ferli Jóns og tel ég að safnið hafi hér gert mjög hagstæð kaup, — sennilega ein þau bestu í sögu þess, með þvf að einungis þessar tvær myndir hefðu að mínu mati réttlætt heildarfjárútlát safnsins vegna myndakaupanna. Telja má að nokkrar mynd- anna séu ekki fullgerðar, en i þær allar hefur hann unnið mikið og gefa þær mikilsverðar upplýsingar um ' vinnubrögð listamannsins. 1 þessu samsafni eru einnig nokkrar myndir er kynna óvæntar hliðar Jóns þar sem kenna má áhrif frá ýmsum dönskum samtíðarmönnum hans. Draga má þá ályktun af þeim myndum, að Jón hafi á stundum hvílt sig á hinum stranga óvægna myndstíl, sem hann hafði tileinkað sér og er kunnastur fyrir, og þá leitað á náðir frjálslegri vinnubragða. Menn hafa gjarnan slegið því fram í ræðu og riti. að Jón Stefánsson hafi ekki vérið list- málari að upplagi, ekki lista- maður af guðs náð, — að hann hafi frekar málað með heila en hjarta. Ég tel að hér sé um mjög hæpinn framslátt að ræða með því að andi og efni eru tengd órofa böndum í tilorðn- ingu listaverks, og að listaverk hlýtur í senn að vera árangur togstreitu og þjálfaðs jafnvægis milli þessa þátta mannsins. Það er ekki síður heili á bak við hin umbúðalausu „spontant" vinnubrögð en hjarta á bak við þau vinnubrögð, er einkennast af rökvísi og andlegum átökum. Umbúðalaus vinnubrögð án „sálar" verða grunnfærin og yfirborðskennd, og rökvís vinnubrögð án hjarta verða ófrjó. — Heitt hjarta og svip- mikil andleg reisn eru einmitt aðal bestu mynda Jóns Stefáns- sonar, — við verðum vör við einhvern innri kraft er geislar frá þeim verkum og eitt besta dæmi um það er hin þokkafulla mynd „Rúmensk stúlka“, sem þrátt fyrir stranga uppbygg- ingu og úrvinnslu formanna út- frá frumformum kúlu og sívalnings, hefur einhvern óskýranlegan viðkvæman innri svip er grípur skoðandann. Áhorfandinn skynjar, að á bak við þessi ströngu form er lif- andi hold og heitt blóð ungrar stúlku á gelgjuskeiði. Annað mál er það, að lista* menn vinna sér viðfangsefnin mismunandi erfitt og nálgast þau frá ólíkum hliðum, en það hlýtur að skoðast harla grunnrist að fullyrða, að sá sé öðrum meiri að gerð, sem full- gert getur fleiri myndir á afmörkuðum tíma. Þeim, sem af mestri aðdáun lýsa því, að Kjarval málaði eitt sinn ellefu myndir á Þingvöllum á einum degi, skal bent á að meistari Vermeer mun hafa málað inn- an við fjóra tugi mynda á öllum sínum ferli, og ekki var mikil- mennið Leonardo da Vinci af- kastamikill í myndverkinu, og voru þeir þó báðir vissulega listamenn af guðs náð. Ég átti því láni að fagna að mega telja Jón Stefánsson til minna eínlægustu vina hin síð- ari ár æfi hans, og ég kom þá oft á heimili þeirra Ernu að Bredegade 10 í Kaupmanna- höfn, og vinnustofu listamanns- ins á Store Kongerisgade. Þá voru tíðir fundir okkar á heim- ili hans að Bergstaðastræti 74, og flestar myndirnar á sýning- unni eru gamlir kunningjar mínir frá þessum minnisstæðu samfundum. Mér kom það mjög á óvart í fyrstu hve þessi strangi og óvægni málari var hlýr og op- inn í viðmóti og talaði mikið um „sjarma" í málverkinu. — „Mynd á að vera mettuð og sterk heild, en þó lifandi og létt, — fullkominn fastbyggður heimur, sem maður finnur og kannast við af sálu og likama, — á Sama hátt og mann innst inni dreymir um alheiminn í fullkominni byggingu — guðs- dýrkun i litum og formi.“ — „Maður getur gert sterka mynd með „brutalitet", en maður getur lfka gert hana með l’art og það er betra, — Það þarf næmleik og tilfinningu til að gera þessi ströngu form lifandi og viberandi — annars verða þau fátæk og skematísk." Jón ræddi einnig mikið um tilfinningar samtimans sem hann vék að festu í myndbygg- ingu, minntist hann þá jafnan á lífrænt innra samhengi. Slík umsögn hans er hér dæmigerð: „Þessi maður (Sigurd Schultz), sem hefur með Thorvaldsens- safnið að gera, hélt andríkan fyrirlestur um nútímalist, en mér fannst þó vanta alla tilfinn- ingu í orð hans, það var eins og þetta kæmi bara allt frá vörum hans án innra samhengis.” Þá var Jón mjög hrifinn af þvísem hann nefndi „artistíska kennd" í málverkinu, og taldi t.d. Kjarval mesta artista i ís- lenzku málverki. Jón Stefánsson var nafntog- aður fyrir gáfur, andlegt at- gerfi, frábæra rökvísi og sam- ræðulist, og bar hann i því efni höfuð og herðar yfir flesta sam- tíðarmenn sína í málarastétt, en hér fór einnig maður ríkra lífskennda, — opinn fyrir sam- tíð sinni og sá er hafnaði engu því i lífi sinu er lífsgleði gat veitt á veraldarvísu. Það var ekki einasta broddur í tilsvör- um hans og ályktunum heldur gat hann komið manni gjörsam- lega á óvart með notkun óhefl- aðs talsmáta en gerði það vel að merkja með l’art. Hjá slíkum slær auðugt hjarta en sjaldgæft mun að slíkt klæðist svo ströngum bún- ingi sem hér kemur fram, og einnig er það sjaldgæft að skynja slíka andlega reisn að baki og þá, sem prýðir bestu myndir meistara Jóns Stefáns- sonar. Ber að þakka Listasafni ís- lands fyrir ræktarsemi þess við þennan ágæta listamann, sem þó er á engan hátt umfram verðleika. Dýrmæt eign er einnig pallett Jóns, og ætti að vera mörgum málaranum til nokkurs lærdóms, og listfræð- ingum rannsóknarefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.