Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 K/tia$ar hláturtausrarnar... AUSTURBÆJARBÍÓ ★ ★ ★ BLAZING SADDLES Leikstjóri: Mel Brooks, sem jafnframt samdi mestalla tón- listina, skrifaði handritið og fer með eitt aðalhlutverkið. Kvik- myndataka: Joseph Biroc. TÓNABÍÓ ★ ★ SLEPPER, (Upp vakningurinn“) Leikstjórn og aðalhlutverk: Woody Allen. Myndataka: David Walsh. Búningar: Joel Schumacher. Það er skemmtileg tilviljun að samtímis.standa nú yfir sýn- ingar á myndum tveggja fyndn- ustu leikstjóra Bandaríkja- manna. Það eru háðfuglarnir Mel Brooks (BLAZING SADDLES) og Woody Allen (SLEEPER). Báðir gefa þeir hugmyndarfluginu og kímni- gáfunni algjörlega lausan taumínn, verk þeirra eru hrein- ræktaðir farsar, oft ærið ab- súrd. Aðferðir leikstjóranna til að kitla hláturtaugar áhorfenda eru ekki óáþekktar; oftast koma brandararnir úr lausu lofti, er slett framaní áhorfand- ann. Brooks er þó öllu grófari. Uppátæki hans eru tíðum óheflaðri og kímnigáfa hans er aðallega fólgin í því að brjóta allar siðareglur og viðteknar hefðir og venjur. Hugmynda- flugið á sér engin takmörk (hestur er slegin í rot! gamal- menni er lúbarið, og það spyr um leið áhorfendur hvort þeir hafi nokkurn tímann séð aðra eins grimmd; hnakktaska lög- reglustjórans er frá Gucci, cabaret-söngkonan (stæling á Marlene Dietrich) reytir af sér Mae West brandara; Indíána- höfðingi mælir á hebresku. Og svona heldur Brooks áfram við að skopast að og skrumskæla hlessað vestra- formið (hið klassiska baunaát við varðeldinn verður að makaiausri viðreksturssim- fóníu, og svo mætti lengi telja). Full mikið er þó af kynvillu- og rassgatsbröndurum þeim sem Kanar virðast hafa í hávegum um þessar mundir. Mynd Brooks er fyrst og fremst ætluð fyrir bandaríska áhorfendur og því fara sumir brandararnir og meiningarnar fyrir ofan garð og neðan hjá oss mörlöndum. Þá eru og þeir Brooks og Allen báðir af Gyð- ingaættum, því bregður oft fyr- ir Gyðingaspotti í myndum þeirra. Það afbrigði gamanmála er okkur aríunum einnig nokk- uð fjarrænt. BLAZING SADDLES er lang- fyndnust þegar Brooks er hvað absúrdastur og öfgarnar í há- mæli (likt og THE PRODUC- ERS var lengst af), einsog í söngva og dansatriðinu við brautarteinana, þar sem að fár- ánleikinn ræður rikjum. Hann er einnig ríkjandi í upphafsat- SlGURÐUR SVERRIR PÁLSSON SÆBJÖRN VALDIMARSSON riðinu, þegar Frankie Laine syngur titillagið, en hann þótti einmitt ómissandi til slikra hluta hér áður fyrr. Þá eru og lokaatriði myndarinnar hreint dýrleg, allt er komið i graut í upptökustúdíóum Warner- bræðra i Hollywood. Þar nær ruglingslist Brooks hámarki. Nýjasta mynd Mel Brooks •nefnist YOUNG FRANKEN- STEIN, og varð hún þriðja vin- sælasta myndin í Banda- ríkjunum í fyrra. Að sögn forráðamanns Nýja Bíós verður hún tekin til sýn- inga með haustinu. Brooks, sem er alls ekki af baki dottinn í farsasmíðum sínum, er nú langt kominn við gerð myndarinnar AUSTURBÆJARBlÓ: Blazing Saddles, am. 1974, Leikstjóri: Mel Brooks. TÓNABÍÓ: Sleeper, am., 1973. Leikstjóri: Woody Allen. Það er sannarlega ekki van- þörf á gamanmyndum þessa dagana og þó oft hafi verið þörf, á þessum síðustu og verstu tímum, má segja, að nú sé nauðsyn. Þessar tvær mynd- ir, sem hér eru nú sýndar sam- tímis, hafa báðar hlotið mikið lof erlendis (last að vísu líka) enda er það staðreynd, að Woody Allen og Mel Brooks eru þekktustu nöfnin i bandarisk- um grínmyndum i dag. Hitt er svo annað mál, að smekkur manna er misjafn og þótt sumir kunni að yfirgefa sýningarsal- inn dofnir í maga og munni eftir hláturinn, munu aðrir rigsa út án þess að hafa hreyft nokkurn hláturvöðva. Og í þess- um viðbrögðum liggur einmitt munurinn á „góðri“ gaman- mynd og „sæmilegri“ eða „lé- legri" gamanmynd. Ótvirætt merki um ,,góða“ gamanmynd, er óstöðvandi, krampakenndur hlátur allra áhorfenda samtim- is — og ekki bara ein slík gusa, heldur allmargar. Merki um sæmilega eða lélega gaman- mynd er, að þetta gerist ekki. Og því miður var það tilfellið á báðum þessum sýningum, sem undirritaður sótti. Það væru ósannindi að segja, að ekki hefði verið hlegið, en bæði risti hláturinn grunnt og stóð stutt, auk þess, sem of langt leið á milli hlátra. Feill- inn, sem báðir gera, er sá, að þeim tekst ekki að byggja brandarana upp stig af stigi, heldur Iáta í flestum tilfellum eina setningu eða eitt atvik nægja (og reyna jafnvel að teygja einstaka hugmynd langt fram yfir það, sem hún þolir), eins og Allen gerir raunar með alla myndina, því hugmyndin er í sjálfu sér góð, en það hlær enginn endalaust að henni einni saman. Allen tekst tví- Tvær brandara- myndir mælalaust best upp í fyrri hluta myndarinnar, þegar hann er að vakna til lífsins og átta sig á umhverfinu 200 árum eftir að hann var frystur í misgripum. Það sem er fyndið i þessum hluta myndarinnar er nær ein- göngu hreyfingar og svipbrigði Allens, ekki innihald þeirra setninga, sem hann lætur frá sér fara. (t.d. þögla atriðið, þeg- ar honum er sagt að nú sé árið 2173. Hann spígsporar rembingslega um og neitar að trúa því, en loks þegar honum skilst að svo sé, steinliður yfir hann). Brooks á við sama vandamál að striða: hreyfingar versus samtöl. Báðir eru þessir ágætu menn þjálfaðir upp sem brandaraskrifarar og tilheyra báðir „hóp“ sem nefnist „the Urban Jewish Revivalist Move- ment“, 5 manna grúppu, sem skrifaði brandara og seríur fyr- ir sjónvarp. og gera sumir enn. Vandamálið, sem þeir eiga hér báðir við að striða er það, að í kvikmyndum er myndleg út- færsla brandaranna margfalt áhrifameiri en hið talaða orð — og þetta er þröskuldur, sem báðir eiga erfitt með að stíga yfir. Eini eftirminnilegi mynd- brandarinn í Blazing Saddles er áskorun fyllibyttunnar Waco The Kid á svarta lögreglustjór- ann, um að reyna að grípa kóng- inn á taflborðinu á undan hon- um, en Waco sigrar, þó hann sé í margfalt verri aðstöðu og án þess að hreyfa legg eða lið — við uppgötvum smám saman að hann átti að hafa hreyft sig svo hratt, að enginn átti að geta séð það. Blazing Saddles er í stór- um dráttum paródía á flestar myndir, sem viðkomandi áhorf- andi man eftir að hafa séð, allt frá Bláa englinum og Cat Ballou og The Big Country til McCloud-seríunnar. Brooks er óneitanlega óhemju hugmynda- ríkur en þrátt fyrir nokkur smellin augnablik er hann jafn smekklaus og ógagnrýninn á sjálfan sig og hann er hug- myndaríkur. Síðasta atriði myndarinnar er eitthvert það ömurlegasta og barnalegasta, sem ég hef séð lengi. En sjálf- sagt vilja ýmsir mótmæla þess- ari skoðun minni og það er síst ætlun min að hrekja nokkurn frá þessum myndum. Eins og ég sagði í upphafi er okkur þörf á öllu því léttmeti, sem við getum krækt okkur f— jafnvel þó það sé af skornum skammti — og tökum því með þökkum. SSP. Woddv Allen MELBROOK'S SILENT MOVIE. Víst er það að nafn myndarinnar lofar góðu, og verður vafalaust ein vinsælasta mynd þessa árs þar vestra. Sannið til. Myndir Woody Allen hafa þéttari söguþráð og í þeim koma brandararnir ekki alveg einsog fjandinn úr sauðar- leggnum. Handrit hans eru ekki eins jafn-fyndin og hjá Brooks, en Allen bætir það upp með látbragðinu. Þar á hann' engan sinn líka í dag. Oft minn- ir hann talsvert á meistara þöglu myndanná, og mörg bestu atriði SLEEPER eru ein- mitt byggð upp á þeim hæfi- leikum. T.d. þegar hann bregð- ur sér i hlutverk vélmennisins; átökin á í fæðuleitinni í ávaxta- garðinum og filmuatriðið utaná spítalanum. Öll þessi atriði eru hreinræktað „slapstick". Allen, líkt og Brooks, gerir og góðlátlegt grín að öðrum lista- mönnum; hér eru þau Vivian Leigh og Marlon Brando skop- stæld i myndinni A STREETCAR NEMED DE- SIRE. Reyndar fer Diane Keaton með hlutverk Brandos og Allen stælir Leigh. Allen hefur löngum haft gaman að hártoga heimsbókmenntirnar, eins og Tennessie Williams fær hér smjörþefinn af. Shake- speare fékk sinn skammt í EVERYTHING YOU ALWAYS WANTED TO KNOW ABOUT SEX. . . og í nýjustu mynd sinni, LOVE AND DEATH, fá öndvegisskáld Rússa að kenna á skopskyni Allens. Sú mynd er að möru leyti satira um bók- menntir þeirra, sérstaklega er Kæra kvikmyndasíSa. Við erum tveir kvikmyndaaðdá endur I Hafnarfirði, og okkur langar að fá svör vi8 nokkrum spurningum sem okkur liggja á hjarta. Og hér kemur bunan: 1. Hefur mynd meistara Fellini, SATYRICON, verið sýnd hér og ef ekki, hvenær er þá von á henni? 2. Geturðu sagt okkur eitthvað af leikaranum Perry King? 3. í hvað myndum hefur Malcolm McDowell leikið? 4. Hvaða mynd fékk OSCARs- verðlaun sem bezta útlenda myndin iár? 5. Hver er áætlaður kostnaður islenzku sakamálamyndarinnar sem nú er verið að gera? 6. Hvort verður hún fyrst sýnd í kvikmyndahúsi eða sjónvarpi? 7. Hefur komið upp sú hugmynd að leggja niður islenzka kvik- myndaef tirlitið eða endurskoða starfsemi þess? 8. Er hin umdeilda mynd Pasolinis. 120 DAGAR SÓDÓMU, væntanleg hingaðá næstunni? 9. Og að síðustu: getur þú sagt okkur I hvaða myndum Dino de Laurentiis hóf feril sinn? S.J.Ó.N. P.S. Okkur langar til að koma hér á framfæri áskorun til Gamla Biós um að endursýna kvikmynd Boormans, POINT BLANK — og I undir það tekur kvikmyndasiðan heilshugar. SVÖR 1. FELLINI S SATYRICON var sýnd fyrir nokkrum árum, og þá sem mánudagsmynd i Háskólabió. (Gott ef hún var ekki tekin inná almennar sýningar i nokkra daga.) 2. Helztu myndirnar, sem þessi upprennandi leikari hefur komið fram í, eru: THE POSESSION OF JOEL DELANEY (Hafnarbió). THE LORDS OF FLATBUSH (74) MANDINGO. ('75), og nú er hann að hefja leik i umfangsmestu kvik- mynd sérvitringsins Andy Warhol. 3 IF. . ., LONG AGO, TO- MORROW, A CLOCKWORK ORANGE, OH, LUCKY MAN, ROYALFLASH. STRIÐ OG FRIÐUR Dosto- evskis meðhöndluð á frjálsleg- an hátt. í myndinni SLEEPER fjalla brandararnir gjarnan, líkt og fyrri daginn, um kvensemi og ófullnægðar hvatir söguhetj- unnar, sem er skræfa að venju. Ágætir leikarar, auk þeirra Allen og Brooks, koma fram í myndunum. Diane Keaton, Madeleine Kahn, Dom de Louise, Slim Pickens og Gene Wilder hafa öll til að bera nægi- legt skoþskyn til að taka fullan þátt í hringavitleysunni. Reyndar er Wilder nú kominn út á sömu braut og þeir Brooks og Allen, því hann hefur nú fyrir skömmu lokið við sína fyrstu mynd sem hann leikstýr- ir. Jafnframt fer hann með titil- hlutverkið og samdi handritið. Myndin nefnist SHERLOCK HOLMES SMARTER BROTH- ER, og auk Wilders leika þau fröken Kahn og Marty Feldman aðalhlutverkin. S.H.S.B. er væntanleg í Nýja Bíó um næstu jól. Að endingu vil ég taka það fram að myndirnar BLAZING SADDLE og SLEEPER verður maður að sjá með sérstöku hug- arfari. Það ber að varast að taka þær á nokkurn hátt alvar- lega (þó Allen geri örlitla til- raun i þá átt). Þetta eru hrein- ræktaðir hátursfarsar, gerðir í þeim tilgangi einum að koma áhorfendum í gott skap. Og það tekst svo sannarlega — ef mað- ur gefur sig á vald fáránleikan- um og slakar á. Þá uppsker áhorfandinn hressilegar hlát- ursgusur og skemmtilegheit. SV. 4. Það var nýjasta mynd japanska snillingsins Akiro Kurosawa. DERSZU URZALA, og er jafnframt fyrsta myndin sem hann gerir i Rússlandi (Siberiu). 5. og 6. Þar sem ekki náðist i rétta aðila, verður svarið að biða betri tima. 7. Nei. ábyggilega ekki. 8. SALO OR THE 120 DAYS OF SODOM er dreift af United Artists (Tónabió), og reyndar tel ég litlar likur á þvi að hún verði sýnd þar i bráð. Bæði er hún of djörf, alla vega fyrir okkar „standard" í dag, eins á hún tæpast erindi inn i nokkurt kvikmyndahús. Undirritaður var svo heppinn(?) að sjá þetta síðasta afkvæmi Pasolinis núna i vetur. Það var i fyrstu vikunni sem myndin var sýnd i Hamborg, en SALO var svo bönnuð þarlendis nokkrum dögum siðar. Kalla Þýzkarar þó ekki allt ömmu sína i þessum efnum. Innihald SALO OR THE 120 DAYS OF SODOM er það yfir gengilegt að fyrri myndir Pasoiinis eru likastar ævintýrum H.C. Andersen í samanburði við þann öfuguggahátt og úrkynjaða hug- myndaflug sem fram kemur i myndinni. Þegar maður fær aðra eins dembu af viðbjóði yfir sig. þá er ekki ráðlegt að taka upp pennann — þvi þá má ganga út frá þvi visu að maður tekur aðeins fyrir verri punktana, svo mikið er áfallið. En nú eru umliðinir einir þrír mánuðir siðan ég sá þessa umtöluðu mynd og ég mun birta grein um SALO hér á siðunni innan fárra vikna. 9. Spurningin er óskýr. en svo ég reki feril de Laurentiis. þá hóf hann afskipti sin af kvikmyndum árið 1937, og þá sem aukaleikari til að standa straum af náms- kostnaði við kvikmyndatöku sem hann fullnumaði sig i. Siðan starf- aði hann við flestar hliðar kvik- myndagerðar. en sneri sér að framleiðslu árið 1941. Fyrstu myndimar sem hann framleiddi og eitthvað kvað að eru BITTER RICE.('48). ANNA (51), Fellini myndirnar LA STRADA, ('54) og LE NOTTI Dl CABIRIA. ('57). Siðan hefur ferill hans verið ærið fiölskrúðugur og siðustu tvö árin hefur hann haft bækistöðvar i Hollywood, flúði Ítaliu, og aldrei vegnað betur. Þar er hann gjarnan kallaður siðasti kvikmynda- „mógúllinn". SV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.