Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 200 mílur eru þegar orðnar al- þjóðalög — en deilt um rétt ann- arra innan auðlinda- lögsögu strandríkis — segir Eyjólfur Konráð Jónsson í samtali um hafréttar- ráðstefnuna í New York Hans G. Andersen í forsetastól f sal Allsherjarþingsins. Fundum hafréttarráðstefnunn- ar í New York er nýlega lokið, en eins og kunnugt er var í lok þess fundar lagður fram endur- skoðaður texti að nýjum hafrétt- arsáttmála, þar sem hagsmunir íslands eru enn tryggðir. Eyjólf- ur Konráð Jónsson, alþingis- maður, var einn af fulltrúum íslands á þessum fundi hafrétt- arráðstefnunnar, og hefur Morg- unblaðið átt við hann viðtal það, sem hér fer á eftir, um störf New York-fundarins. — Hvernig var störfum hagaó og hvernig kom þér fvrir sjónir að sitja slfka ráðstefnu? — Ég verð að játa, að fyrstu dagana átti ég mjög erfitt með að átta mig á því, hvernig að málum var staðið, en smán saman lærðist mér þó að skylja gang mála. Meginstörfin fara fram í þremur nefndum. t fyrstu nefnd var fjallað um auðævi úthafs og hafsbotns, i annarri nefnd um viðáttu iandhelgi, efnahags- lögsögu, siglingafrelsi, eyjar, sker og yf- irleitt allt það, sem okkur varðar einhverju. I þriðju nefnd var aftur á móti fjallað um mengun, mengun^rvarn- ir og vísindalegar rannsóknir. Ufnræður fóru þannig fram, að texti sá, sem frá var gengið við lok ráðstefnunnar á síðast- liðnu vori, var ræddur grein fyrir grein í hverri nefnd fyrir sig. Fundir voru lok- aðir og blaðamenn fengu ekki aðgang og ekki ætlazt til þess, að nákvæmlega yrðí frá þvi greint, sem fram færi. Var þetta gert í vori um, að menn létu óþvingað i ljós skoðanir sínar, en umræður miðuðu að þvi að auðvelda formönnum nefnd- anna, sem í lokin áttu að ganga frá endurskoðun texta fyrir næsta fund ráð- stefnunnar, að gera sér grein fyrir hin- um mismunandi sjónarmiðum og þeim stuðníngi, sem við þau væri. Eg sat mest i annarri nefndinní. Þar var auðvitað ýmislegt rætt. sem við höf- um Iítinn áhuga á, en einna harðastar urðu samt deilur um það, sem okkur varðar mestu, þ.e.a.s. hagnýtingu efna- hagslögsögu, en litlar tilraunir voru gerðar til að stemma stigu við þvi. að hún skyldi verða 200 sjómílur. Þó gerðu Rússar það að tillögu sinni, að auðlinda- lögsaga næði aðeins út að 500 metra dýptarlínu, þar sem hún væri nær strönd en 200 mílur. Sú tillaga naut þó augljós- lega hverfandi lítils stuðnings. þannig að 200 mílna auðlyndalögsagan er að mínu matí þegar orðin alþjóðalög. 200 mflur alþjóðalög — Er hægt að tala um alþjóóalög f þessu sambandi, áður en ráðstefnunni er lokið með samþvkki tveggja þriðju þeirra þjóða, sem hana sitja, við nýjan hafréttarsáttmála? — Já, ég tel að svo sé ótvirætt, segir Eyjólfur Konráð Jónsson, því að 200 mílur eru þau einu mörk, sem yfirgnæf- andi meirihluti þjóðanna aðhyllist og engin alvarleg tilraun, önnur en sú sem áður var nefnd, var gerð til að hnekkja þvi. Hitt er svo allt annað mál, að enn er um það barizt hvað hugtakið auðlinda- lögsaga þýði. Menn rifust t.d. mikið um það hvort á auðlindalögsögu skyldi líta sem landhelgi eða hvort hafsvæðið á milli 12 og 200 mílna skyldi tilheyra úthafi. Voru menn þá fyrst og fremst að huga að siglingafrelsi. Þessa deilu af- greiddi formaður annarrar nefndar Andreas Aguiler, i inngangi að hinum endurskoðaða texta i lok fundarins, ein- faldlega með þeim orðum, að það væri enginn vafi á, að auðlindalögsaga væri hvorki úthaf né landhelgi, heldur væri þar um að ræða belti með sjálfstæðri tilveru. Deilurnar snerust sem sagt um það, hvaða réttindi önnur ríki en strandríki skyldu hafa innan auðlindalögsögu þess. Og um það verður enn barizt á næsta fundi. Fyrir stórveldin varðar mestu, að siglingafrelsi sé tryggt, og mat mitt er það. að þau muni aldrei skrifa undir neinn sáttmála og hann því aldrei sjá dagsins ljós, nema frelsi til siglinga og flugs yfir þessu svæði verði viðurkennt. Síðan var að sjálfsögðu deilt um hag- nýtingu auðæfa innan 200 mílna, þó ekki auðæfa hafsbotnsins, því að þegar á ár-> inu 1958 var samþykkt, að þau tilheyrðu strandríki. Og þá er komíð að því, sem öll okkar barátta snerist um. Landlukt og land- fræðilega afskipt ríki — Hvernig gekk hún fvrir sig? — Strax og umræður hófust um upp- hafsgreinar kaflans um auðlindalögsögu númer 44 og 45 upphófust miklar deilur. sem fyrst og fremst beindust að því að reyna að skerða einkarétt strandríkis til hagnýtingar fiskimiða sinna. Þar höfðu sig fyrst og fremst í frammi þau ríki, sem landlukt eru og landfræðilega af- skipt, en þau telja sjálf, að í þeirra hópi séu um 50 ríki og hafði fulltrúi Austur- ríkis yfirleitt orð fyrir þeim, enda for- maður hópsins. — Ollum er Ijóst, hvað átt er við með landluktum rfkjum en hvaða rfki er um að ræða, þegar talað er um „landfræði- lega afskipt“ rfki? — Það eru ríki, sem að vísu eiga land að sjó, en mundu hljóta litla auðlindalög- sögu vegna nálægðar annarra rikja, sem takmarka víðáttuna eða vegna þess, að strandlengjan er mjög lítil. Frá upphafi hefur verið út frá þvi gengið að vanþró- uð ríki — eða eins og þau eru nú nefnd, þróunarríkin — sem þannig er ástatt um eða eru alveg landlukt, fengju réttindi til fiskveiða í auðlindalögsögu annarra ríkja í viðkomandi heimshluta. Er þar fyrst og fremst um að ræða Afríkuríki og mér virtist, sem Afríkumenn reyndu að ná sín á milli samkomulagi til lausnar á þessum vandamálum. Við íslendingar höfum frá upphafi stutt það, að þróunar- ríkin hefðu slik réttindi, en hins vegar, eins og kunnugt er, barizt gegn slíkum réttindum til handa hinum þróuðu ríkj- um. Deilt um umframmagn — Hvað viltu segja um þær greinar hins endurskoðaða texta, sem okkur skipta mestu. — í textanum, sem til umræðu var. er tekið fram í upphafi 50. greinar,/að strandríki skuli sjálft ákveða, hve mik ið megi veiða, og i 51. grein, að strand- riki skuli einnig ákveða, hve mikið það sjálft geti veitt. Um þetta, seifi ann- að, var að sjálfsögðu deild en niðurstað- an varð sú eins og mönnum hér er kunn- ugt, að hin gömlu ákvæði stóðu óbreytt í endurskoðaða textanum, og er það að sjálfsögðu gífurlega mikilvægt fyrir okk- ur. Ég hef það raunar á tilfinningunni, að þau ríki, sem reyndu að seilast til fanga í auðlindalögsögu annarra ríkja, gerðu sér iitlar vonir um það frá upp- hafi, að þessum ákvæðum yrði breytt, enda kom það á daginn, að deilurnar fóru að harðna, þegar tekið var að ræða 57. og 58. grein uppkastsins, sem fjallar um réttindi landluktra og landfræðilega afskiptra ríkja til þátttöku í veiðum strandríkja, en þar er visað til 50. og 51. greinar, sem i raun þýðir það, að ekki er verið að fjalla um annað en það umfram- magn. sem strandríki sjálft ekki getur hagnýtt. Allir viðurkenna rétt þróunar- ríkja til slíkrar hagnýtingar, en þróuðu rikin vildu ekki sætta sig við það, að hafa engin réttindi. Enda þótt í raun væri eingöngu verið að fjalla um umframmagn, svokallaðan „surplus", snerist íslenzka sendinefndin harkalega gegn öllum tilraunum til að veita landluktum, þróuðum ríkjum fisk- veiðiréttindi á viðkomandi hafsvaeði, í raun snerust deilur þessar eingöngu um það, hvort meginlandsríki Evrópu skyldu öðlast slík réttindi á öllu Norður- Atlatnshafi. — Komu aðildarrfki Efnahagsbanda- lagsins fram sem ein heild á fundinum eða var um að ræða augljósa samræm- ingu á afstöðu þeirra? — í annarri nefndinni komi þau ekki fram sem slík, því að Austurríkismaður- inn talaði ætíð í nafni hóps hinna land- luktu og landfræðilega afskiptu ríkja, en auðvitað höfðu EBE-rikin samráð sín í milli á bak við tjöldin og í sumum tilvik- um einnig samband við aðrar þjóðir eins og Pólverja, Svía og fleiri sem vildu reyna að tryggja sér veiðiréttindí. E vensens-nef nd in — I fréttum frá hafréttarráðstefnunni er oft talað um hina svokölluðu Even- sens-nefnd. Hvaða hlutverki gegnir þessi nefnd og hvernig starfar hún? — Evensens-nefndin er nefnd sér- fræðinga, þar sem menn starfa á eigin ábyrgð, en ekki sem fulltrúar viðkom- andi ríkis. í þessari nefnd urðu veruleg- ar deilur um þetta atriði, þ.e. réttindi hinna þróuðu landluktu og landfræði- lega afskiptu ríkja til veiða í fiskveiði- lögsögu strandríkja og lagði Jens Even- sen, formaður nefndarinnar, fyrstur fram tillögu, þar sem gert var ráð fyrir því, að landlukt og landfræðilega afskipt ríki fengju veiðiréttindi að viðkomandi hafsvæði, þótt þróuð væru, en þó ein- göngu rétt til þátttöku í að hagnýta um- frammagn. Hans G. Andersen, sem sæti á f nefndinni sem einstaklingur, brást hart við og flutti áhrifamikla ræðu, þar sem hann sagði m.a., að hann teldi það óskiljanlegt, hvers vegna þróunarrikin, sem islendingar ætíð hefðu stutt, tækju þátt í þvi að siga ríkustu þjóðum heims á íslandsmið. Komu þá strax fram raddir um það, að menn teldu eðlilegt, að Ísland hefðu sérréttindi, og töldu meginlands- þjóðir Evrópu sig ekki hyggja á veiðar á tslandsmiðum, heldur væru þær fyrst og fremst að hugsa um mið við Kanada. Niðurstaðan varð sú, að texti sá sem Jens Evensen afhenti formanni annarrar nefndar, gerði ráð fyrir því, að þessi réttindi landluktra ríkja tækju ekki til ríkja, sem byggðu afkomu sína að mestu leyti á fiskveiðum, og duldist engum, að þar var átt við Ísland. Raunar hefði þetta ákvæði hugsanlega einnig tekið til Fær- eyja, því að Danir höfðu lýst því yfir, að þeir litu á Færeyjar sem rfki (state). Þegar hér var komið málum áttuðu Norðmenn og Kanadamenn sig á þvi, að þeir þörfnuðust sérréttinda vegna Ný- fundnalands og Norður-Noregs á svipað- an hátt og við islendingar. Komu þeir þá til okkar og spurðust fyrir um það, hvort við mundum geta fallizt á, að þetta sér- ákvæði næói einnig til svæða, sem sér- staklega væru háð fiskveiðum. Við töld- um, að breytt orðalag mundi gera okkar hlut hæpnari og ákvæðið yrði óskýrara, og varð niðurstaðan sú, að orðalag Even- sens-textans var óbreytt og miðaði ein- göngu við okkar hagsmuni. Af gefnu tilefni vil ég í þessu sambandi geta þess, að bæði Norðmenn og Kanadamenn sýndu okkur fyllstu vinsemd og veittu þann stuðning, sem þeir gátu í té látið. Mikil gleði —Hvað varð svo um Evensens- textann? — Þeir atburðir, sem að framan hefur verið lýst, gerðust viku áður en ráðstefn- unni lauk, og þar með má segja, að formlegum fundum nefndanna hafi ver- ið lokið. En fram eftir síðustu vikunni var andrúmsloftið meira en litið ein- kennilegt, þar sem formenn nefndanna og starfslið ráðstefnunnar sat á stöðug- um vinnufundum, sem vandlega var gætt, að ekkert spyrðist af, til eins eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.