Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 29 Þennan kost við gróðurhúsarækt- un á íslandi meta hollendingar einna mest enda eru t.d. sívaxandi 'erfiðleikar við ræktun græðlinga á suðlægum slóðum af þessum ástæðum. 4. Notkun gerfilýsingar í stór- um stíl getur gefið betri og öruggari framleiðslu vegna þess hve auðveldara er að stjórna þess- um þætti ræktunarskilyrða. Þannig dregur úr framleiðslu, þegar skýjað er og dimmt í lofti og er þá hugsanlegt að kveikja á ljósunum, jafnvel á sumrin. 5. Lágur sumarhiti gerir það einfaldara að stjórna hitastigi á sumrin og gefur það betri og meiri uppskeru en þar sem sólrík og heit sumur næstum stöðva vöxt í gróðurhúsum nema gripið sé til kostnaðarsamra aðgerða til að skyggja eða kæla húsin með frystitækjum. Þó er sá galli á gjöf Njarðar, að þessi kostur er mest áberandi í júlí og ágúst, þegar markaðurinn erlendis er venju- lega yfirfullur af garðávöxtum og blómum og verðið í lágmarki. Framleiðsla á græðlingum af chrysanthemumplöntum á stórri vlræktarstöð I Hollandi. ÓKOSTIR. 1. Skammir dagar og lítið ljósmagn um 4—5 mánuði vetrar. Vetrarræktun þarfnast mikillar fjárfestingar i ljósaútbúnaði og mikiis raforkukostnaðar. 2. Þörfin fyrir hita og lýsingu er mest á þeim árstíma, sem álagið er einnig mest vegna annarrar orkunotkunar. Hins vegar má lýsa á þeim tímum sólarhringsins, sem notkun er minnst. 3. ísland er fjarri stærstu mörkuðunum og það er dýrt að flytja afurðirnar flugleiðis um langan veg. Það er mjög vanda- samt að flytja blóm, plöntur og græðl’nga langar leiðir. Umbúðir þurfa að vera vandaðar og það þarf t.d. að vera rétt hitastig fyrir græðlingana á leiðinni. Auk þess er erfitt að komast inn á hina stóru blóma- og grænmetis- markaði erlendis. 4. Til þess að flytja út blóm á markað i löndum Efnahagsbanda- lagsins þurfa EFTA lönd að borga 12% í toll af blómplöntum og þessu er erfitt að hagga. Ef við berum saman ræktun i gróðurhúsum í Hollandi og hér þá ætti enginn munur að vera á því, nema að orkuverð ætti að vera okkur svo í hag, að það jafnaði kostnaðinn við flugfarmgjöldin og 12% tollinn. Hins vegar kemur i ljós, þegar miðað er við ræktun allan ársins hring að lýsingarþörfrn er svo mikil, að orkukostnaður við gróðurhúsaræktun er raunveru- lega hærri hér en í Hollandi þrátt fyrir gas og oliu. Svo er best að gera sér grein fyrir þvi, að rafmagnsverð á íslandi er þrátt fyrir allt hátt þegar miðað er við mörg önnur nágrannalönd. Það er hitunarkostnaðurinn sem okkur reynist lægri. í útreikningi hollendinga er orkuverð fyrir hita og ljós ca. 16% af heildarreksturskostnaði ylversins. TILBOÐ HOLLENDINGA Hollendingar leggja til að sett verði upp 3.5 ha gróðurhúsablokk (Venlo gerð) til framleiðslu á Chrysanthemum græðlingum til útflutnings. Hollendingar hafa boðist til að reisa húsin og ganga alveg frá þeim ásamt öllum lögn- um; koma upp útbúnaði til gjör- lýsingar og veita tæknilega aðstoð við ræktun og sölu græðlinga. Þá bjóðast þeir til að veita lán fyrir öllum kostnaði við að setja ylverið á fót, bæði ‘innlendan og erlendan. Meginhluti lánsins er á mjög hagstæðum kjörum og er það liður í viðleitni Hollands- stjórnar til að auka útflutning og draga úr atvinnuleysi heimafyrir. Auk þess hafa tvö fyrirtækjanna, gróðurhúsafyrirtækið og raf- magnsfyrirtækið boðist til að að eiga 25% af væntanlegu hlutafé, eða ca. 35 mkr. Allur erlendi stofnkostnaður- inn án tolla og skatta er um 500 mkr. Þar við bætist ca. 10% vegna innflutningskostnaðar á efni og ýmiss kostnaðar. Framleiðsla fyr- irtækisins myndi verða um ein milljón græðlinga á viku. Árlegur reksturskostnaður við það er áætlaður 166 mkr. og eru þá með- taldar afskriftir og vextir (5%). Áætlaðar tekjur miðað við full framleiðsluafköst eru um 144 mkr. og er því árlegur rekstrar- halli um 22 mkr. eða ca 13% af brúttóumsetningu. Ég vil aftur minna á, að i þessu dæmi er 12% tollur til Efnahags- bandalagsins, sem ef til vill mætti semja um. Auk þess má lækka byggingarkostnaðinn um 10% ef húsin yrðu reist af íslendingum. í þessum útreikningum er orku- verð fyrir hita 250 kr/mJ og fyrir rafmagn 3 kr./kwst., en rafmagns- verð gæti lækkað niður í 2 kr. Þess má geta, að rekstrarkostnað- ur vegna lýsingar er um 54 mkr. á ári og án hans og tolla væri út- koman því mjög hagstæð. Mikil þörf er á rannsóknum á þvi, hvort draga megi úr þessum lýsingarkostnaði, en ekki er að búast við svörum við þeim vanda- málum á næstunni eins og ég lýsti áður. HUGSANLEG STAÐSETNING Mikið hefur verið rætt um stað- setningu og fyrirkomulag á slíku ylræktarveri. Þar þarf helst að vera fyrir hendi hár hiti, 140— 150°C, en þó er hægt að nýta lægra hitastig með meiri hitalögn- um. Annað hvort er hægt að beisla ákveðna borholu, t.d. eins og gert er í Bjarnarflagi eða við Kröflu, og framleiða bæði raf- magn og hita. — eða tengja inn á dreifingarkerfi rafmagnsveitna og t.d. kerfi Hitaveitu Reykjavík- ur. Mjög mikilvægt er að staðsetn- ingin sé í námunda við flugvöll þaðan sem flogið er til útlanda. í þessu sambandi hefur helst komið til greina Ölfusdalur við Hveragerði eða Engi í Reykjavik. Einnig hefur verið rætt um aðrar staðsetningar á slíkum ylræktar- verum, t.d. norðanlands sérstak- lega við Húsavik. KOSTNAÐUR VIÐ YLRÆKTARVER AF „TILRAUNASTÆRГ Á það verður að leggja áherzlu, að hér er um að ræða svokallaða „Pilot plant" stærð eða fram- leiðslutilraun og að margir þættir eru ókunnir og koma ekki í ljós fyrr en búið er að reyna rekstur af þessari stærðargráðu. Ef vel tekst til um tilraun af þessari stærð virðast stækkunarmögu- leikar mjög miklir. Því er ekki að neita að tilraun í þessum mæli kostar einhverja milligjöf. 1 Hollandi er gasverð til kynd- ingar á gróðurhúsum niðurgreitt og til skamms tfma var t.d. í Bret- landi greiddur verulegur styrkur með gróðurhúsabyggingum. Nú eru víða veitt hagstæð lán og ýmis fyrirgreiðsla, enda eiga gróður- húsaeigendur i miklum örðugleik- um vegna hins vaxandi orku- verðs, en það tekur alltaf nokk- urn tfma fyrir afurðaverð að fylgja auknu kostnaðarverði. Ekki er ég að mæla með því, að við fslendingar tökum upp halla- Framhald á bls. 47. ðslu blóm plantna, sem fara fram við Garðyrkjuskóla rfkisins að Reykjum. Yfirlitssýning sænsku listakonunnar SIRI DERKERT er opin í sýningarsölum Norræna hússins dag- lega kl. 1 4;00 — 22:00 til 23. maí n.k. Sunnudaginn 16. maí kynnir CARLO DERKERT, listfræðingur sýninguna kl. 16:00 Verið velkomin. Norrænahúsið. NORFÆNA HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS KARNABÆR hljómplötuúrval Allan White John David Souther Seals & Crofts Fancy Fire Fall Patrick Moras Todd Runt Gren Pasport Roy Buchanan America Wings Leon & Mary Russell Nils Lofgren Steve Marriott Doobie Bros Led Zeppelin Genesis Sailor John Miles Michael Pinder Status Quo Jean-Luc Joe Walsa Billy Gobham Bill Wyman Nazareth Kiss Wishbone Ash King Fish Marvin Geye Man Three Dog Nitht Neil Sedaka Nektar Bad Company 10cc Buffy Saint Marie David Bowie Ranshkly Black Rose Get closer Turns you on Fire Fall I Faithfull Infinty Machine Street Called Straight. Hideaway Speed og Sounds Wedding Album Gry Hough Marriott Takin it to the Streets Presence Trick of the Tail T rouble Rebel Promise Blue for you Ponty-Aurora Argue with a sick Mind Life & Times Stone Alone Closeenough for Rockn'Roll Destroyer Lockedin Kingfish I want you The well Connection American Past Time Steppenout Rectcled Run with the Pack How Dare You Sweet America Station to Station Póstsendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.