Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 15 I Sögulok HÉR VAR I fyrra sagt frá Sovétstúlkunni Victorlu Fyodorovu, sem fór til Bandarfkjanna með leyfi sovéskra stjórnvalda að heimsækja föður sinn þar, bandarlskan aðmirál sem þá var sestur f helgan stein og sem hún hafði raunar aldrei séð áður. Hann hafði kinnst Zoyu móður hennar á strfðsárunum austur I Moskvu og var hún þá ein frægasta kvik- myndastjarna Sovétrfkjanna. En jafnskjótt og kvisaðist að þau hefðu fellt saman hugi var þeim ekki einasta meinað að eigast, heldur var Bandarfkjamaðurinn flæmdur úr landinu og hin van- færa unnusta hans fyrst gerð út- læg úr kvikmyndaheiminum og þá send I þrælkunarbúðir, þar sem hún eignaðist Victoriu. — Nú hafa samt þau undur og stórmerki skeð, að þessi Iffsreynsla sovéska kona hefur Ifka fengið að skreppa tii Bandarfkjanna. Húneraðheim- sækja dóttur sfna sem llentist reyndar vestra og er nú gift, — og svo er ekki ólfklegt að hún heilsi kannski upp á aðmfrálinn sinn. — á myndinni er hún að kveðja kjölturakkann sinn á flugvellinum f Moskvu. Athugasemd við auglgsingar Ýmsir Bretar hafa upp á sfðkastið orðið til þess að amast við helmmistórum ayglýsingum, sem frönsk stjórnvöld hafa birt f breskum blöðum og mega heita ein samfelld lofgerðarrolla um Iranskeisara og stjómarfar hans. Þess eru dæmi að þessar áróðursauglýsingar hafi verið upp á margar blaðsfður, þ.e. einskonar fylgirit með fyrmefndum blöðum. Sunday Times birti fyrir skemmstu nokkur óhugnanleg dæmi um „lýðræðið" á þessum slóðum. í einu segirfrá „ungum pilti, sem var sakaður um að eiga eintak af kommúnistaávarpi sem kunningi hans hafði gefið honum. Hann var pyndaður f átta daga samfleytt: fjarlægður úr klefa sfnum klukkan fjögur á morgnana og dróst sfðan aftur til baka undir miðnætti og var þá svo af honum dregið að hann gat naumast matast. Hann játaði að lokum að hafa lesið hið forboðna plagg og afplánar nú átta ára fangelsisdóm." Lífs eða liðinn? NU ERU menn farnir að efa að Francoise Claustre (myndin), sem skæruliðar f Chad rændu fyrir meira en tveimur árum, sá ennþá ofanjarðar. Þeir hafa staðfastlega neitað að láta hana lausa nema gegn lausnargjaldi sem stjórnvöldin þama hafa jafn ákaft bannað að yrði innt af hendi. Frú Claustre, sem er franskur rfkisborgari, hefur þannig orðið fórnarlambið í póli- tfskri þráskák sem henni kemur alls ekkert við. Hún var við rann- sóknastörf f Tibosti-eyðimörkinni þegar hún var tekin. Og nú er orðið það langt um liðið að fréttist af henni sfðast að ættingjar hennar og vinir eru orðnir uggandi um, að skæruliðarnir hafi gert alvöru úr þeirri hótun sinni að taka hana af lífi. Úr vopnabúrinu SAMKVÆMT nýjustu áætlunum NATO-manna (upplýsir Guardian) f ramleiða Sovétmenn nú allt að eitt þúsund orustu- pg sprengjuflugvél- ar af ýmsum gerðum á ári og um 700 herþyrlur f þokkabót. Þá er framleiðslan á fallbyssum ýmiskonar talin nema um 1.000 stykkum á ári og skriðdrekaframleiðslan um 3.000 stykkjum. Þessi fjöldafram- leiðsta á skriðdrekum gerir Sovéthernum ekki einungis kleift að hafa að jafnaði 40.000 strfðsklára dreka til eigin nota heldur Ifka að fullnægja eftirspurn ýmissa skjólstæðinga erlendis svo sem eins og hin sfstrfð- andi Sýrlendinga. Vesturfararnir Vonandi látum við þær Fiona Neall og Susan Worsnup sem brosa hér fyrir myndasmiðinn, ekki gjalda þorskastríðsins þegar þær birtast hér vestur á Fjörðum í sumar. Þær eru báðar sextán ára og skól- inn þeirra er I félagi við nokkra aðra skóla I Yorkshire að gera út leiðangur hingað til mannfræði rannsókna. Frá þessu segir í klausu í Yorkshireblaðinu Spen- borough Guardian, sem upplýsir ennfremur að leiðangurinn muni telja allt að fimmtíu manns af báðum kynjum. Komutimi: 22. júlí. Aðalbækistöðvar: Furufjörð- ur. Sitt litið afhverju Sovétmenn þverbrjóta daglega ákvæði Helsingforssáttmálans um frjálsa fréttamiðlun. segir i skeyti frá Bonn. með þvf að halda til dæmis ótrauðir áfram að trufla fréttasendingar vestrænna útvarpsstöðva austur á bóginn. . . Michael nokkur Murphy, 25 ára gamall Englending- ur sem ætlar á reiðhjóli kringum hnöttinn á tveimur árum, kom til Sydney fyrir skemmstu. Hann var þá 14.000 milur undir hjól og vera átta mánuði á ferðinni. . . Húsið i Brauna i Austurríki. sem Adolf Hitler (mynd) fæddist i, verður gert að skóla fyrir vanþroskuð börn, að aðstoðarbæjarstjórinn þama á staðnum tilkynnti á dögunum. . . Viku- blaðið Observer hefur það eftir blökkumanni, sem stundað hefur nám við Patrice Lumumba háskólann i Moskvu, að öruggasta leiðin til þess að gera ungt fólk að kommúnistum sé að senda það til dvalar í Paris. Og ef menn langar að snúa því til kapitalismans? „Sendið það til Moskvu". . . Mannfólkinu fjölgar sifellt hægar i Evrópu, segir i skýrlu frá einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem bætir þvi við að með sama áframhaldi muni ibúum álfunnar byrja að fækka innan 30 ára. . . Fertugur hjúkrunarmaður i Maastricht i Hollandi hefur verið sakaður um að deyða níu aldraða sjúklinga á heilsuhælinu sem hann starfaði við. Hann upplýsir sjálfur að hann hafi ætlað að bana fimmtán og verið að þessu i gustukaskyni. búinn að leggja e a gerðist llka .... SVIK & PRETTIRBi SOVÉTMENN hafa löngum stát- að af því, að svonefndir ofbeldis- glæpir væru miklum mun fátíðari í Sovétríkjunum en á vesturlönd- um. En Sovétmenn eiga við aðra grein glæpa að stríða. Það eru fjársvi. Og þau munu furðu almenn. Hér eru nokkur nýleg dæmi: Bófaflokkur 64 starfs- manna á búum og í niður- suðuverksmiðjum í Azer- badsjan höfðu sem nam 12 milljónum dollara | (h.u.b. 2050 millj. fsl. kr.) þannig af ríkinu, að þeir seldu því grænmeti, sem ekki var til. Einhverjir sama sinnis i Litháen komu fataefni fyrir millj- ón dollara (170 millj. kr.) undan til Georgíu og ^eldu það þar. Sú glæpa- slóð varð rakin til sex • • Oreigar á glapstigum k borga. Á einum stað kræktu vöru- bílstjórar sér í álitlega launaupp- bót á þeim forsendum, að þeir væru búnir að aka burt tveimur milljónum tonna af snjó. Eftir á taldist rannsóknarmönnum svo til, að varla hefði fyllt þá tölu þótt snjóað hefði samfellt i 20 ár á þvi svæði, sem um ræddi. Og svona mætti telja lengi. Og fjársvikarar eru ekki aðeins á samyrkjubúum og í verksmiðjum. Þeir þrífast ekki sízt í skriffinnskubákninu. Þar gefast ótalin færi að „hag- ræða“ tölum og afla sér auka- tekna með þvi móti. Og þetta fær- ist heldur í vöxt. Má nefna það til dæmis, að á fyrra helmingi ársins 1974 fjölgaði fölsuðum skýrslum ferfalt frá því, sem var árið áður. Nýrri tölur veit ég ekki. Og yfir- leitt er erfitt að gera sér grein fyrir þvi hve fjársvikin eru út- breidd, þvi heildartölur eru aldrei birtar. Hins vegar er áreið- anlegt, að þetta eru algengustu og þrálátustu glæpir i Sovétríkjun- um. Þess verður þó að gæta að Sovétmenn telja ýmislegt til fjár- og eignasvika, sem ekki yrði kall- að það á vesturlöndum. Það eru til að mynda einkaframtak, milli- ganga og miðlun ýmiss konar, veiðiþjófnaður, skjalafals og fleira þess háttar. Ástæðurnar til allra þessara „eignasvika" eru vafalaust margar og flóknar. Sumir halda því þó fram að helzta ástæðan sé sú, að ríkið ræður yfir allri fram- leiðslu. Þess vegna þyki sjálfsagt að stela. Enginn sérstakur verður fyrir því. . . Ljóst er, að sovézk stjórnvöld líta fjársvikin alvarlegum augum. Gat Brésnef þess sérstaklega á flokksþinginu í marz, að herða þyrfti viður- lögin við „þjófnaði á sameign“ yfirleitt. Það yrðu þá engar smárefsingar. Nú þegar eru verstu fjársvikarar aæmdir til dauða, en minni spámenn fá allt að 15 ára fangelsisdóma. Er sérstök fjársvikadeild í lög- reglunni til að hafa uppi á þessum bófum. En varlega verður að fara að þvi öllu. Yfirvöid eru hálffeimin við það að byrja háv- aðasama herferð gegn fjársvikur- um. — CHRISTOPHERS S. WREN POLITÍKI Nýtt vopn og gamalt þð — eiturlyfin Chua Sian Chin, menntamálaráð- herra I Singapore. lýsti yfir þvl fyrir nokkrum vikum, að eiturlyfjaneyzla ungmenna þar væri orðin svo al menn, að kalla mætti „faraldur". Þetta mun sizt ofmælt. og er það til marks, að stuttu áður komst upp. að fullur fjórðungur nemenda I Amer- Iska skólanum I Singapore neytti eiturlyfja að staðaldri. Veldur þetta yfirvöldum þungum áhyggjum. Sú hugsun veldur þeim þó jafnvel enn meiri áhyggjum, að kommúnistar kunni að eiga upptökin að hinum skyndilegu vinsældum eiturlyfjanna. Það er gamalt og þrautreynt ráð manna I austurlöndum að fella and- stæðinga slna á löstum þeirra. Fara t.d. furðumargar sögur af þvi I Kína, að hirðmenn ungra keisara mældu upp I þeim lesti þeirra og spilltu keisurunum þannig en drógu jafn- framt undir sig völd þeirra með hægðinni. Hirðmenn þessir voru jafnan geldingar og hafa þeir trúlega hugsað sem svo. að úr þvl, að þeir hefðu látíð ánægju sína fyrir völdin væri vel hugsanlegt. að keisarinn léti völdin fyrir ánægjuna. Yfirvöldin I Singapore hefur grun- að það alllengi, að kommúnistar hygðust mýkja almenning þar með eiturlyfjum svo. að hægara yrði að vlkja rikisstjórninni frá, þegar þar að kæmi. Hefur Chua menntamálaráð- herra, sem fyrr var getið, lýst yfir þessari skoðun áður, og beðið menn að vara sig á spellvirkjunum. Einkum kvaðst hann óttast, að reynt yrði að spilla lögreglunni og hernum, „und- irstöðum rlkisins", eins og dæmi er um úr strlðinu I Vietnam. Vill Chua herða stórlega lögin um eiturlyf og láta taka af llfi alla þá. sem hafa meira en 15 grömm af heróini I fórum slnum. Áhyggjur af þessu tagi þjaka stjórnir vlðar en I Singapore. Stjórn- in I Malaysiu heldur þvl lika fram, að kommúnistar hyggist spilla æsku landsins. Og vist mun orðið, að kommúnistiskir skæruliðar á landa- mærum Thailands og Malaysiu séu i slagtogi með bófaflokkum heima- manna, sem stunda eiturlyfjasmygl og —sölu. Malaysiu byggja ýmsar þjóðir. En skæruliðar og hermdarverkamenn eru flestir kinverskir. Er haldið að þeir hyggist fyrst og fremst reyna að spilla mönnum af malayaættum. Það er þvi von, að malayum litist ekki á blikuna. Þvl þeir eru sannfærðir um ætlun kommúnista. Ekki alls fyrir löngu var yfirmaður lögreglunnar i Malaysiu skotinn til bana á götu úti. Þótti þá aðeins koma tvennt til greina um morðingjana: að þeir væru marx-leninistar, eða þeir væru eitur- lyfjasalar og hefðu viljað ná frá lög- reglunni leyndarskjölum um sig. Hvort tveggja er liklegt. Það er áreiðanlegt. að skæruliðar og vana- legir bófar á þessum slóðum vinna saman að einhverju leyti. Geta kommúnistar fært séi bófana i nyt með ýmsum hætti. Þeir geta látið nautgripasmyglara smygla fyrir sig vopnum, leynifélög ræna banka til styrktar baráttunni, koma fölsuðum peningum i umferð og dreifa heróini um allar jarðir. Á siðustu öld léku Bretar það óþokkabragð við Kinverja, sem f rægt er, að þeir vöndu þá á ópium en fengu bæði fé og völd i staðinn. Það var kannski mál til komið, að Kin- verjar flyttu þetta þjóðráð út aft- ur. . . — DENNIS BLOODWORTH VINNUAFL MERCEDES Benzbilar eru vinsæl stöðutákn. Hafa þeir löngum þótt beztu dæmin um verksnilli Þjóð- verja. En Þjóðverjar eru frábærir iðnaðarmenn. Ekki hefur frétzt, að Benzbílum hafi farið aftur upp á siðkastið. Þó er það svo, að Þjóðverjar geta ekki lengur smiðað þá hjálparlaust og verða að leita liðs með öðrum þjóðum, sem fram að þessu hafa þótt lakar verki farnar — sumar að minnsta kosti. Um þessar mundir er sem sé fimmtungur starfsmanna Benzverksmiðjanna útlendingar. Segja forráðamenn verksmiðjanna, að starfsemin legðist niður, ef ekki væru útlendingarnir. Svipað er ástatt í fleiri Evrópurikjum en Þýzka- landi. Nú er meiri kreppa í Vesturevrópu en um langt skeið áður og atvinnuleysi þó nokkurt. Samt vinna i Evrópulöndum margar milljónir svo- nefndra gis’tiverkamanna, eða farandverkamanna. Eru þeir taldir 10 milljónir alls. Það er ekki langt frá því, að þeir komu. En undanfarin sjö ár hafa Tyrkir, Grikkir, Júgóslavar, ítalir, Norðurafríkubúar, Spánverjar og Portúgalir farið úr átthögum sinum i stórum stil og fengið sér vinnu í norðlægum löndum. Árið 1974 voru 7.5 milljónir farandverkamanna í Evrópuríkjum. Langflestir þeirra deildust í níu lönd. Þessir menn voru þá u.þ.b. 9% alls vinnuafls i Vesturevrópu. Tala þeirra varð hæst 11 milljónir. Þá settu stjórn- völd Evrópuríkja skorður við innflutningnum og tóku ekki við fleirum. Þegar hæst stóð voru 2.6 milljónir gistiverkamanna í Þýzkalandi. Voru þeir hvergi fleiri. i Frakklandi voru 1.9 millj. og 1.8 millj. voru í Bretlandi. Þetta voru 11% alls vinnuafls í Frakklandi og Þýzkalandi, en 7.5% vinnuafls i Bretlandi og 28% i Sviss og Luxembourg. ítalir voru fjölmennastir; voru þeir milljón manns. Júgóslavar voru 770 þús- und, Tyrkir 700 þúsund, Portúgalir 588 Framhald á bis. 43 ••» t « I» l l( I I I I 1 I I I I IIIMfll M I V I II t I I V I I I I Tíu milljónir verkamanna á f araldsfæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.