Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16, MAl 1976 — Eysteinn Jónsson Framhald af bls. 22 þjónustu fyrir erlenda ferðamenn og ráðstafanir til að auka þá starf- semi með skipulögðum aðgerðum. Ferðamálin varða ekki eingöngu ferðamannaþjónustu eða þá aðila, sem hafa af þeim atvinnu eða tekjur, heldur snerta þau i veiga- miklum atriðum útilífshagsmuni landsmanna allra. Vel skipulögð fyrirgreiðsla við ferðamenn er nauðsynleg vegna vaxandi þarfa samskipta okkar Islendinga við aðrar þjóðir. Hins vegar telur ráðið að fara verði mjög varlega í því að gera þjónustu við erlenda ferðamenn að sérstöku efnahags- legu og atvinnulegu uppbygg- ingarmarkmiði. Ástæða er til að athuga, hvort ekki beri að draga úr auglýsingum á landinu sem ferðamannalandi að dæmi annarra þjóða, sem hafa séð hags- munum eigin þegna stofnað í hættu með hinni öru alþjóðlegu aukningu i eftirspurn eftir útilífs- gæðum, sem þau lönd búa við. Hins vegar mætti beina nokkru fé til þess að efla áhuga íslendinga á þvi að eyða leyfum sínum innan- Iands“. 5. Öþarfa akstur utan vega eða merktra slóða er bannaður, þar sem hætt er við að spjöll hljótist af. Þessu er erfitt að framfylgja, en þessi akstur stórspillir víða landinu og er sorglegt að sjá hve margir særa landið meiðlasárum á þennan hátt. Náttúruverndar- ráð vill vinna gegn þessu m.a. með því að fá sem víðast lagðar glöggar merktar ökuslóðir á þeim leiðum, sem færar eru hvort sem er á torfærubílum og þeim leiðum, sem eðlilegar teljast vegna útivistar eða atvinnu- rekstrar. Reyna þarf með marg- víslegu móti að auka skilning á því hve ósæmilegt er að aka að nauðsynjalausu á viðkvæmu landi utan vega og slóða. Keppni í torfæruakstri evkur vandann þvi íreistíngin er mikil að æfa sig og aka þá ólöglega utan slóða og vega. Ætlunin er að leita til félagsskapar bifreiðaeigenda og torfæruakstursmanna og björgunarsveitanna um hjálp og samstarf við að vinna gegn óþarfa akstri, sem særir landið. Koma þarf upp æfingarsvæðum fyrir torfæruakstur. 6. Mikilsvert er að stuðla sem mest að gönguferðum í stað aksturs um viðkvæm svæði og kemur þá til að koma upp skálum til stuðnings göngufólki á löngum leiðum, göngubrúm o.fl. Náttúruverndarráð telur sig ekki hafa sýnt tómlæti um þennan mikilsverða þátt í starf- inu, sem lýtur að náttúruvernd og útivistarmálum. Hitt er svo annað mál að hægar gengur með ýmsar framkvæmdir en hugur stendur til beinlínis vegna fjárskorts. Mikilsvert er, að sem flestir skilji, að það er mjög takmarkað, sem Náttúruverndarráð getur til vegar komið óstutt. Þess vegna riður mikið á þvi, að sem flestir verði náttúruverndarmenn. Sýni það með umgengni sinni við landið og með þvi að stuðla að skynsamlegri framkvæmd náttúruverndar og útivistarmála í sínum byggðarlögum og taki þátt í samtökum um náttúruvernd, sem starfa i öllum landshlutum. — Eyþór Einarsson Framhald af bls. 23 marki þvi í þeirri hæð yfir sjávar- máli er endurvöxtur plantnanna hægur. Það er staðreynd hvort sem mönnum geðjast að henni eða ekki að þessir staðir og nokkr- ir fleiri þar sem flest ferðafólk hópast saman eru þegar ofsetnir og því verður að draga úr ferðum fólks þangað. Hér verður að fara að ráðum þeirra sem best þekkja til islenskrar náttúru ekki síður en þegar ráðum fiskifræðinga er fylgt við mat á veiðiþoli fisk- stofna. Samt tala ýmsir ferðamálafröm- uðir um að vinna að því að fjölga hér ferðamönnum án þess að gera sér eða öðrum grein fyrir hvar eigi að hafa þetta ferðafólk. Lítið eða ekkert er gert af ferðamála- yfirvöldum til að beina þessum aukna straumi á nýja staði, sem ekki eru eins viðkvæmir og marg- ir fegurstu staðir hálendisins eru, og koma þar upp einhverri að- stöðu til að taka á móti honum. Þeir sem hafa það að starfi að flytja ferðafólk um landið finnst mér verða að leggja meira af mörkum til þessara mála sjálfir en þeir gera nú. Þeir geta ekki endalaust treyst eingöngu á og „gert út“ á sæluhúsin sem Ferða- félag íslands og önnur ferðafélög hafa komið sér upp á ýmsum áningarstöðum og þar sem ríkis- valdið hefur á síðustu árum hjálp- að til við að bæta aðstöðu til hreinlætis. Ekki ^íst þar sem þetta bitnar iðulega á félögum þessara félaga sem lagt hafa sitt af mörkum til að koma þessum sæluhúsum upp, en verða svo kanski að tjalda úti í móum í kalsaveðri af því húsið þeirra er fullt af ferðaskrifstofugestum. Hér finnst mér ferðafélögin hljóti einhvern tíma að verða að segja hingað og ekki lengra. Það getur verið erfitt að segja nákvæmlega til um hve margt ferðafólk hver áningarstaður þoli á hverjum tíma og á hverjum tak- markanir eigi að bitna, en engu að síður verður varla umflúið lengur að gera það. Þó ég hafi ekkert á móti erlendu ferðafólki sem slíku, margt af þvi er ágætis- fólk og ferðamenning þess ekkert lakari en fslendinga held ég að slík takmörkun yrði fyrst að bitna á því, og þá á ferðaskrifstofuhóp- unum því uppistaðan í þeim er erlent ferðafólk. Við erum sam- mála um að við eigum sjálf að nýta okkar fiskistofna að því marki sem við þurfum og innan þeirra marka sem þeir þola. Verði eitthvað afgangs sem við ekki þurfum eða getum nýtt þá sé sjálfsagt að leyfa öðrum þjóðum að nýta það. Og því skyldu ekki sömu sjónarmið höfð í huga þegar um er að ræða nýtingu jafn eftir- sóknarverðra náttúrugæða og fag- urs lands til útivistar? Mér finnst ekkert sjálfsagðara en það sé gert. Hér yrði að koma til enn frek- ara samstarf hins almenna ís- lenska neytanda eða félagasam- taka hans, náttúruverndaryfir- valda og ferðamálayfirvalda en nú er. Ferðamálayfirvöld finnst mér verði að beina starfi sínu meir að þjónustu við íslenskt ferðafólk í stað þess að einblína á erlenda ferðamenn og gjaldeyri þann sem þeir flytja með sér, kanski ferðuðust þá fleiri islend- ingar hér innan lands en nú gera og þannig sparaðist gjaldeyrir. Ástandið i þessum efnum hér finnst mér endurspeglast í ýms- um atriðum í frumvarpi því til laga um skipulag ferðamála sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar er t.d. ferðamannaútvegnum ætlað að tilnefna þrjá menn af fimm i stjórn ferðamálaráðs, samgöngu- ráðherra skipar tvo en Félag is- lenskra ferðaskrifstofa, Flugleið- ir h.f. og Samband veitinga- og gistihúsaeigenda sinn manninn hvort. Hér held ég þurfi að koma til stefnubreyting ef stjórna á ís- lenskum ferðamálum með hags- muni allra landsmanna fyrir augum og með hliðsjón af þeim ágangi sem landið þolir. Reykjavik 14. maí 1976 Evþór Einarsson. — Magnús Kristinsson Framhald af bls. 23 akstur um eitthvert svæði er betra að leiðin sé skýrt merkt á þeim stað þar sem hætta á land- skemmdum er minnst heldur en að eiga á hættu að hver bílstjóri velji sér eigin leið. Síðast en ekki síst. Það verður að vinna gegn þeirri tízku að reyna hæfni farar- tækja sinna utan vega í byggð jafnt sem óbyggðum. Kannski er það rétt hjá Guðmundi að náttúruverndarráð sé of mein- laust. Eg minnist þess þó fyrir fáum árum þegar mengun og náttúruvernd bar fyrst veruiega á góma í fjölmiðlum hérlendis hversu margir spyrntu við fótum og kváðu nátúruverndarmenn helzt vilja banna alla nýtingu á landinu. Ef til vill hafa sumir þeirra verið fullróttækir í byrjun. En til voru líka þeir hópar manna sem börðust fyrir eigin hags- munum gegn raforkuvirkjunum og öðrum framkvæmdum undir yfirskyni náttúruverndar og unnu þeim málstað illbætanlegt tjón um leið. Með hliðsjón af þessari blindnu afstöðu almenn- ings til náttúruverndarmanna í upphafi er ég sannfærður um að stjórn og framkvæmdastjóri náttúruverndarráðs hafi valið bezta kostinn með því að byrja hógværlega og móta álit almenn- ings að stefnan verði ekki að banna heldur að skipuleggja framkvæmdir og landsnýtingu þannig að ávöxturinn verði sem beztur. Án þess að í gáleysi sé fórnað landsgæðum á kostnað síðari tima. Þeir berjast ekki fyrir stöðnun heldur framsýni. Að lok- um eitt varnarorð fyrir jeppann. Það er ekki rétt að fordæma algjörlega þetta farartæki sem ómótmælanlega hæfir á íslenzk- um vegum utan Suðvesturlands- ins mun betur en ehevrólettar og kádiljálkar. Þó að nokkur hópur ibúa þéttbýlissvæða kaupi jeppa sem leikföng og misnoti þá í sumum tilfellum eru þeir meira en hálft árið nauðsynleg farar- tæki til daglegra nota í dreifbýli Norður- og Austurlándsins. Þar að auki er jeppinn ómetanlegt hjálpartæki fyrir unnendur náttúru landsins til að komast á skömmtuðum frítíma í námunda við þann landshluta sem þeir ætla síðan að ferðast um með eigin vöðvaorku. Ferðafólk sem eyðir mestum tímanum í bilnum minnir hins vegar á skíðafólkið sem setur skíðin upp á Range Roverinn og ekur að skíðastað búið litskrúðug- um tízkuklæðnaði til þess að sitja yfir veitingum í upphituðum sal. Vorið er ekki bara grænt gras Á vorin þegar náttúran vaknar til lífsins, grasið grænkar og gróðurinn springur út, málum við utanhúss. Við málum til að prýða umhverfið og hressa upp á útlitið með nýjum Kópal Dyrotex litum úr Kópal Dyrotex '74 litabókinni. Veljum litina strax og málum svo einn góðan veðurdag. Kópal Dyrotex er akryl-málning sérstaklega framleidd til málunar utanhúss með viðurkennt veórunarþol. Æk Kópal Þaóermálning -rof** málninghlf Klippið hér ELTON JOHN /HERE AND THERE A.T.H. NÝ " FRIENS/FRIENDS AMERICAN /HIDEAWAY AMERICAN/HISTORY QUEEN / NIGHTATTHE OPERA EAGELS/GREATEST HITS -C GENESIS / TRICK OF THETAIL *0 WINGS / SPEED OF SOUND g- ABBA / SOS •.= ROGER WHITAGER / NÝ * NEIL SEDAKA / GREATEST HITS LED ZEPPELIN / PRESENCE SLADE / NOBODYS FOOLS URIAH HEEP / Best of DAVID BOWIE / STATION TO STATION DAVID BOWIE / ALLAR OSIBISA / WELCOME HOME SANTANA / AMIGOS SANTANA / BORBOLETTA SWEET / GIVE US A WINK l. ALLMAN BROTHERS / ROAD GOES ON FOREVER X BLACK SABBATH / WE SOLD OUR SOUL FOR XO ROCK'n ROLL Q. ELECTRIC LITHT ORCESTRA / FACE THE MUSIC .9- ÚR SÖNGLAGA KEPPNI SJÓNVARPSSTÖÐVA 5C BROTHERHOOD OF MAN / SAVE YOUR KISSES FOR ME Og fleira og fleira. Sendum gegn póstkröfu þær plötur sem þér krossið við Pósthólf 1143 .<!) JZ *o 'E. Q. 5 Nafn Heimilisfang Laugavegí 17(^)27667 L Klippið hér Klippið hér -------- Klippið hér -------- Klippið hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.