Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1976 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreíðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfiri 10100 Aðarlstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Iútvarpsumræðum frá Alþingi sl. fimmtudag lét Steingrímur Hermannsson, rit- ari Framsóknarflokksins, í Ijós þá skoðun, að kalla ætti sendi- herra íslands hjá Atlantshafs- bandalaginu heim vegna of- beldisaðgerða Breta á íslands- miðum. Sagði Steingrimur Her- mannsson, að þetta væri skoð- un fjölmargra framsóknar- manna, en um þetta hefði ekki náðst samstaða innan stjórnar- flokkanna. Þessi skoðun ritara Framsóknarflokksins er endur- prentuð án athugasemda i for- ystugrein Tímans í gær og hnykkt á með því að vitna i ummæli annars talsmanns Framsóknarflokksins i sömu umræðum, sem gengu í sömu átt. Nú er það áreiðanlega rétt hjá Steingrími Hermannssyni, að ekki getur tekizt samstaða milli stjórnarflokkanna um slík- ar aðgerðir þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn tekur slíkt ekki í mál, en bersýnilegt er, að innan Framsóknarflokksins er heldur ekki samstaða um slikar aðgerðir. í viðtaii við dagblaðið Vísi i gær, lýsir Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra, þvi yfir, að hann sé andvígur þessum skoðunum Steingríms Her- mannssonar. í viðtali þessu segir utanrikisráðherra, að hann geti ekkert um það sagt, hvort margir framsóknarmenn séu þeirrar skoðunar, sem ritari Framsóknarflokksins lýsti, en hins vegar kveðst Einar Ágústs- son þekkja marga framsóknar- menn, sem telji ekki ráðlegt að kalla sendiherrann heim og segir ráðherrann, að telja megi líklegt að um þetta séu skiptar skoðanir i Framsóknarflokkn- um. Þá segir Einar Ágústsson i þessu viðtali, að hann sé á móti þessum skoðunum Steingrims Hermannssonar. „Ég tel, að menn eigi að vera eða vera ekki.” Sérstök ástæða er til að fagna þessari eindregnu yfirlýs- ingu utanrikisráðherra. Hún lýsir skynsamlegu og jákvæðu mati hans á landhelgisdeilunni og aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu. í rauninni er óskiljanlegt, að ábyrgir stjórn- málamenn skuli telja það væn- legast til árangurs i landhelgis- deilu okkar við Breta að ein- angra okkur frá samstarfi við aðrar þjóðir og loka okkur inni. Hvaða árangri náum við með þvi? Ekki linnir ofbeldisaðgerð- um Breta, ef við hættum að notfæra okkur þá aðstöðu, sem við höfum á alþjóða vettvangi til þess að skýra mál okkar og afla málstað okkar fylgis. Sendiherra okkar hjá Atlants- hafsbandalaginu, Tómas Tómasson, hefur einmitt unnið ómetanlegt starf meðal aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins til þess að kynna mál okkar og afla málstað okkar fylgis. Ber- sýnilegt er, að hann nýtur trausts og virðingar í höfuð- stöðvum Atlantshafsbanda- lagsins og það er ekki sízt vegna þrotlauss starfs hans og annarra islenzkra sendimanna i Brússel og viðræðna utanríkis- ráðherra við erlenda ráðamenn á undanförnum árum m.a. hjá Atlantshafsbandalaginu og á ráðherrafundum þess, að fjöl- margar aðildarþjóðir banda- lagsins hafa lagt þungan þrýst- ing á Breta um að láta af hernaðarofbeldi sínu. Á miðjum vetri gekk hver sendi- herra NATO-ríkja í London á fætur öðrum á fund talsmanns utanríkisráðuneytisins þar til þess að leggja að Bretum að sjá að sér á íslandsmiðum. Vitað er, að þessi þrýstingur hefur haft áhrif á Breta og valdið þreytu meðal þeirra og stuðlar áreiðanlega að þvi fyrr, eða síðar, að þeir vilja losna út úr þessari deilu og verða viðmæl- anlegir um skammtimasamn- inga. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, sagði i viðtali við Morgunblaðið sl. föstudag í til- efni af kröfum stjórnarand- stæðinga um, að utanríkisráð- herra færi ekki á fund utanríkis- ráðherra NATO í Ósló: „Það er eftirtektarvert og lærdómsríkt eftir öll stóru orðin, sem stjórn- arandstaðan hefur viðhaft i landhelgismálinu, að hún lypp- ast ámátlega niður fyrir of- beldisaðgerðum Breta á miðun- um og hótunum og þorir ekki að mæta þeim á alþjóðavett- vangi. Slík minnimáttarkennd er ekki vænleg til sigurs i land- helgismálinu. Forræði manna, sem vilja draga sig inn í skel sína og grafa höfuðið í sand- inn, færir okkur ekki sigur. Hins vegar er fyrir að þakka einbeittri stjórnarstefnu, hag- stæðri þróun alþjóðaréttar, og góðs árangurs fulltrúa okkar á Hafréttarráðstefnunni, að sigur er í sjónmáli, þótt þolgæði sé enn þörf til að ná markinu." Sendiherrann verður hjá NATO i Reykjavíkurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 15. maí*.. Eftirsókn eftir vindi Stundum er talað um fjölmiðla og hefur það raunar færzt í aukana npp á siðkastið — og þá einkum vegna taugatitrings á lausasölumarkaðnum nér SV- lands. Menn hafa rætt um heiðar- leika i blaðamennsku og virðast gera þær kröfur til fjölrniðla, að þeir vandi vinnubrögð sín, afli sér haldgóðra heimilda og dragi rétt- ar'ályktanir af staðreyndum, sem sagt: að þeir séu vandir að virð- ingu sinni. En m.a. vegna keppni, sem minnir einna helzt á gullæðið vestra og lýsir sér í vaxandi eftir- spurn eftir æsifréttum alls konar og skvaldursgreinum á lágu plani, eru nú merki þess að íslenzk blöð hneigist mjög að fordæmi er- lendra æsiblaða — en þeirri til- hneigingu er stundum ruglað saman við „frjálsa blaða- mennsku" svokallaða. Samkvæmt þeirri blekkingu ætti tilraun til sæmilegrar vandvirkni — og þar með heiðarleika — að flokkast undir „ófrelsi". Að sönnu á viss hópur lesenda, að vísu ekki mjög stór, því miður mikinn þátt í þess- ari hættulegu þróun. Ails kyns. æsifréttir, sem eiga oft og einatt litla eða enga stoð í raunveruleik- anum, eru gómsætt lesefni, það hafa þau blöð séð, sem berjast fyrir lífi sínu um allan heim. Til- gangurinn verður sá einn: að selja blöðin. Hitt skiptir minna máli, hvort þau eru trúverðugur félagi, upplýsandi og fróðleg, greini kjarna frá hismi, fréttir og staðreyndir frá skoðunum og áróðri, og gefa mönnum dálítið svigrúm til að auka viö þckkingu sína og verða þannig færari um að takast á við þann vanda, sem við blasir. Oft og einatt komast réttar frásagnir ekki að, hvorki í íslenzk- um dagblöðum né opinberum fjöl- miðlum, fyrir alls kyns skoðunum fréttamanna og fordómum þeirra, sem „fréttirnar” skrifa. Þetta er að verða ljóður á íslenzkri blaða- mennsku. En það er ekki einungis við blaðamenn að sakast, eins og fyrr greinir. Steininn tók úr þegar fjölmiðlar höfðu það eftir landhelgisgæzlunni um daginn, að Bretar hefðu gefizt upp í þorskastríðinu og gæzlan hefðí gjörsigrað þá. Var þetta m.a. lesið af dramatískum þunga í útvarp- inu. Betur að satt hefði verið, en bakslagið var mikið. Af fréttum erlendis frá mátti raunar sjá, að þessi yfirlýsing ha'fði gert íslend- inga að athlægi, en málstaður okkar er betri en svo, að hann eigi slíka meðferð skilíð. Áróðurinn keyrir stundum svo um þverbak, t.d. í Tímanum og Þjóðviljanum, að engu er líkara en forráðamenn þessara blaða séu sannfærðir um að lesendur þeirra séu með öllu dómgreindarlausir og láti bjóða sér,' hvað sem er. Það er varla skrifuð sú „frétt“ í Þjóð- viljanum, að hún sé ekki lituð af pólitík blaðsins og Tíminn hefur verið skrifaður af sliku ofstæki (eða pólitískum ótta?) margar undanfarnar vikur, að þar sér aldrei tii sólar fyrir Kristjáni Péturssyni og öðrum þeim, sem Timamenn telja sig eiga sökótt við. Allur er þessi kauðalegi hamagangur með þeim ein- dæmum, að helzt minnir á draugaganginn á Saurum sæll- ar minningar, en hann mun einkum hafa verið af manna völdum. Jafnvel sæmilegustu framsóknarmenn vita ekki orðið sitt rjúkandi ráð og eru þeir þó ýmsu vanir. Svo mjög virðist hnkta í Framsóknar- heimilinu af draugagangi þess- um,' að engum ætti að koma á óvart, þó að kofinn hryndi einn góðan veðurdag ofan á framsókn- arfjölskylduna. Mörgum verður á að hugsa sem svo, að engu sé likara en mikið sé bogið við flokk, sem þarf á öllum þessum gaura- gangi að halda, en forystumenn Framsóknarflokksins fullyrða þó, að samvizka flokksins sé engil-. hrein og óflekkuð. Ættu þeir að vita það, en óbreyttir flokksmenn horfa samt upp á þessi ósköp með forundran og flestir með kvíða. Manna á meðal afneita þeir í gríð og erg þessum vinnubrögðum. En almenningur hugsar sitt. Samkeppni siðdegisblaðanna gengur líka út i öfgar, eins og við blasir dag hvern, og fyrirgangur- inn var slikur í Dagblaðinu um daginn að haft var eftir einhverj- um í fimmdálka fyrirsögn á for- siðu, að sjálfsögðu með stríðsletri, að atburðirnir á miðunum við Is- iand væru sambærilegir við árás- ina á Pearl Harbour, en þá tíndi fjöldi manna lífinu, eins og kunn- ugt er. En þessi árás Japana réð úrslitum um það, að Bandaríkja- menn tóku þátt i síðustu heims- styrjöld. Hér eru að sjálfsögðu öll hlutföll brengluð og samanburður svo mjög út í hött, að furðu sætir. En allt stafar þetta af ótryggum markaði og, að þvi er virðist, mik- illi nauðsyn á sérstakri sölu- mennsku. En hvi þá ekki að stíga sporið til fulls og líkja átökunum á islands- miðum t.a.m. við árásina á Hiro- shima, það hefði kannski getað selt nokkur blöð i viðbót. Annars tekur því ekki að vera að tíunda það, sem í þessu blaði stendur. En þó er kannski verst — og jafnframt hlægilegast — hið sí- fellda og hégómlega sjálfshól allra þessara blaða og minna þau helzt á Björn í Mörk — og er þessu hóli ýmist komið á fram- færi undir nafni náinna aðstand- enda eða I nafnlausum lesenda- dálkum. Jafnvel Alþýðublaðið er að reyna að minna á sig með þess- um hætti og þykist standa öðrum á sporði í einhverju, sem nefnist „nútímablaðamennska", en það útleggst, ef miðað er við þær stað- reyndir, sem fyrir liggja: æsifrétt- ir. Má þakka fyrir, meðan þessi Litli-Vísir gerir ekki tilkall til að vera Washington Post. Vöggur verður líka að trítla með. En útgáfa blaða á tslandi er erfið og ástæða til að sjá i gegn- um fingur við þau, jafnvel þegar þau hreykja sér af litlu. Og skylt er að taka fram, að i öllum is- lenzkum blöðum og fjölmiðlum er sem betur fer margt nýtilegt borið á borð og íslenzkir blaða- menn eiga langt i land með að líkjast erlendum fréttasóðum í ónákvæmum og óheiðarlegum fréttaskrifum. Sannleikurinn er sá, að allt stefnir i þá átt, að erlendar fréttir verður að taka með mikilli varúð, svo ónákvæm- ar sem þær eru. Hingað bárust t.a.m. fréttir ekki alls fyrir löngu þess efnis, að Kissinger, utan- ríkisráðherra Bándaríkjanna, hefði farið á fund Croslands, utanríkisráðherra Breta, m.a. til að skýra honum frá því, að Banda- ríkjamenn styddu ekki Íslendinga í þorskastriðinu. Þetta var lapið upp i opinberum fjölmiðlum hér á landi, að sjálfsögðu eftir óáreiðanlegum erlendum heim- ildum. Hið rétta er, að Kissinger kom við í Bretlandi á leið sinni til fjölmargra Afríkuríkja til þess að ráðgast við brezka ráðamenn um málefni Afríkuríkja en Bretar hafa sem kunnugt er frá gamalli tið mikla þekkingu á þeim mál- um. Á þessum fundi spurði Cros- land Kissinger hvort Bandaríkja- menn myndu láta íslendingum i té hraðbáta af Ashville-gerð. Kiss- inger kvað svo ekki vera, en gaf hins vegar engar yfirlýsingar um að íslendingum væri ekki opið að afla sér slíkra báta frá framleið- endum eins og raunar kom á dag- inn. Þannig verða islenzkir blaðales- endur of oft fórnardýr óná- kvæmra frétta og mynda sér þá skoðanir á röngum forsendum. Það er ekki auðvelt nú á dögum að vera vandur að heimildum sínum, en því meiri kröfur ættu íslenzkir blaðamenn að gera til sjálfra sin, sem meira liggur við. í næstsíðasta Reykjavíkurbréfi var skýrt frá því, hvernig „vel- unnarar" Þjóðviljans og áhang- endur settu ofan i við málgagn sitt vegna persónuniðs, sem þar ríður húsum alltaf öðru hverju, eins og kunnugt er. Margir að- standendur Þjóðviljans, ekki siður en annarra blaða, eru vandir að virðingu sinni og hafa meiri trú á íslenzkum blaðales- endum en svo, að þeir telji leiðina að hjarta þeirra og heila liggja um pólitísk sorpræsi, og gátu því ekki orða bundizt en settu eftir- minnilega og drengilega ofan í við þetta „málgagn sósíalisma, verka- lýðshreyfingar og þjóðfrelsis". Og einn þeirra, sem treysti sér ekki lengur til að sitja þegjandi undir efni og efnistökum Þjóðviljans, Ragnar Böðvarsson, segir m.a. í blaðinu ekki alls fyrir löngu: „Mig grunar, ef svo fer fram, sem nú horfir, að þess verði ekki langt að biða, að Alþýðubandalagið verði fyrst og fremst mennta- mannaflokkur, en Sjálfstæðis- flokkurinn verði flokkur flestra verkamanna." Ástæðan til þessarar ályktunar er sá menningarhroki, sem grein- arhöfundi þykir einkenna of mikið af efnisframreiðslu blaðs- ins. Þar eru menn dæmdir af skoðunum sínum, eins og kunn- ugt er, en ekki af verkum. Ragnar Böðvarsson lýkur grein sinni með því að gefa í skyn, að þar muni koma, að efni Þjóðviljans fari fyrir ofan garð og neðan hjá öllu venjulegu fólki og það muni segja: „Ég skil Moggann miklu betur.“ Það er ekki undarlegt, þó að hann kveðji blaðið svo „með von um betri tíð“. Munu margir vilja taka undir þær óskir, en þó væri kannski meiri ástæða til að óska þess, að blaðið kæmist til betri heilsu en verið hefur. Það er hrokinn og einhver undarleg tegund af mannfyrir- litningu, sem „velunnarar" Þjóð- viljans hafa mestar áhyggjur af. En hvað kemur Þjóðviljamönnum það við? Þeir sitja i glerhúsinu sínu og skemmta sér, m.a. við að kreista hefðbundna merkingu úr orðum eins og svikari og land- ráðamaður, og er hið síðara I höndum þeirra að fá upprunalega merkingu sina: sá, sem ræður fyrir landi. En þá merkingu leggur Snorri I orðið. Því meir sem Þjóðviljinn hamast, því eftir- sóknarverðara er að vera land- ráðamaður á síðum hans, en hitt er svo annað mál, hvaða vitni það ber blaðinu sjálfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.