Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1976 39 Árnason húsasmiðameistari, tæpra 77 ára að aldri, vestfirskur að ætt og uppruna. Unni hann sveit sinni til æviloka og minntist hennar oft. Kynni okkar Júlíusar hófust, er hann kvæntist mágkonu minni, Önnu Ölafsdóttir frá Brimnes- gerði, hinn 24. desember 1943. Bjuggu þau fyrst á Karlagötu 24 og Miklubraut 42, en haustið 1952 fluttu þau í nýbyggt hús sitt í Njörvasundi 32 og bjuggu þar síð- an. Þau systkinin frá Brimnesgerði héldu framúrskarandi vel hópinn. svo og makar þeirra. Var Steinn Júlíus enginn eftirbátur í því efni. Hann var glaður, félags- lyndur og gestrisinn og naut þess jöfnum höndum að veita öðrum og að vera gestur vina sinna. Hann var Ijúfur og hugsunarsam- ur heimilisfaðir og eiginmaður. Þau voru í besta máta góð heim að sækja Anna og Júlíus. Fáar húsmæður hef ég þekkt, er tóku henni fram um fljótar og góðar veitingar. Og hinn myndarlegi og prúði húsbóndi gerði sitt til að taka vel á móti þeim, er að garði bar. Júlíus var umhyggjusamur faðir og Anna var stjúpbörnum sinum sem besta móðir. Hafa þau látið hana 'njóta þess og munu gera enn betur, er tímar líða. Er það vissulega gert í anda hins látna eiginmanns hennar. Július unni íslenskri náttúru, hann var gamansamur í orðum, góður spilamaður. Hann var traustur í orði og verki og vildi ekki vamm sitt vita. Við, sem þekktum hann best, söknum hans úr hópnum. Við sendum eigin- konu hans og börnum, þeim Guð- ríði Ingibjörgu og Árna Steins- syni og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd systkina Önnu, maka þeirra og afkomenda þakka ég Júlíusi og fjölskyldu hans fyrir samveruna og margar ánægju- stundir á heimili þeirra hjóna um þriðjung aldar. Guðm. Jónsson. Islenzk náttúra hefur verið þeim gott veganesti, óvíða krist- allast hún tærar en hér. Náttleysi vordaganna, kvöldkyrrð miðsum- arsins, litadýrð fjallahringsins á fögrum haustkvöldum og skamm- degissvarrinn á Gróttutöngum, allt góður undirbúningur fyrir þau, sem voru staðráðin í því að ganga í skóla Iífsins. Og þau stóð- ust svo sannarlega prófið. Þessi fagri staður og náttúran hér hafa agað þau, kennt þeim að meta og njóta allra þessara til- brigða náttúrunnar, og þau vissu af reynslu þeirra, sem á undan voru gengnir, að lifið sjálft bauð upp á skin og skúrir, ekki síður en náttúruöflin. Og þau leiddust eins og í fjör- unni forðum og slepptu ekki handtakinu, fyrr en hún var köll- uð á undan honum. Fyrsta húsið, sem ég kom í hér á Seltjarnarnesi fyrir 12 árum var til Sigríðar og Tryggva á Tryggva- stöðum. Ég var þá að huga að búsetu hér, og mér var tekið sem gömlum vini. Síðan hefi ég komið þar oft, bæði sem vinur þeirra og læknir og horft til húss þeirra flesta daga ársins, og nú oftar síðasta árið, eftir að þau veiktust bæði. Mest hefi ég lært af þeim nú eftir að skammdegissvarrinn tók að næða á húsi þeirra og fund- ið, hve kærleikur þeirra var mik- ill, órjúfanlegur. Síðast sá ég Sigríði heima 5 dögum fyrir andlátið, þá sárþjáða, en umvafða elsku eiginmanns, dætra og annarra ástvina. Hún var hetja til síðustu stundar, óbif- anleg, lík því umhverfi, sem hafði mótað hana. Við hjónin þökkum fyrir að hafa notið vináttu hennar i 12 ár, en samt of stuttan tíma. Laprisveinar Krists voru ótta- slegnir, þar til hann hafði sannað þeim, að hann fór til að búa þeim stað. I þeirri trú kveðjum við ástvini okkar, og í þeirri trú viljum við deyja. Við Selma og börn okkar send- um Tryggva og öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar á Tryggvastöðum. Jón Gunnlaugsson. Jón Sumarliðason — Minningarorð Aðfaranótt 7. maí siðastliðins lézt Jón Á. Sumarliðason, fyrrver- andi bifreiðaeftirlitsmaður, rúm- lega sextugur að aldri. Jón var fæddur 20. júni 1915 í Keflavik i Rauðasandshreppi en fluttist 7 ára gamall ásamt for- eldrum sinum, Guðrúnu Ingi- mundardóttur og Sumarliða Bjarnasyni, og fjórum systkinum til Reykjavíkur. Snemma fór Jón að vinna, eins og títt var um drengi á þeim árum, enda buðu kreppuárin ekki upp á nein sældarkjör, og urðu menn að bjarga sér og sínum með þeirri vinnu, er til féll hverju sinni. Ég kynntist Jóni Sumarliðasyni árið 1945, er ég hóf störf hjá Olíu- verzlun íslands, en Jón hafði starfað í nokkur ár áður hjá Strætisvögnum Reykjavikur. Hjá Olíuverzluninni var hann verk- stjóri á bifreiðaverkstæði verzlunarinnar, og hefur það ef- laust verið erfitt starf, þar sem hugsa þurfti um að halda mörgum olíuflutningabílum i lagi, og ekki alltaf auðvelt að afla varahluta til þeirra. Héðinn Valdimarsson var forstjóri Olíuverzlunarinnar á þessum árum, og gerði hann mikl- ar kröfur til starfsmanna sinna og galt hann mönnum sínum vel á ýmsa lund, þó að daglegt hrós fyrir vel unnið starf lægi ekki alltaf á lausu. Jón var mjög félagslyndur maður og hafði einstakt lag á að umgangast fólk, manna skemmti- legastur í samskiptum við aðra, bæði í vinnu og utan. Aldrei hall- mælti hann neinum, en færði talið jafnan inn á aðrar brautir, ef slíkt bar á góma. Þegar Jón hætti störfum hjá Oliuverzlun tslands, réðst hann til Bifreiðaeftirlits ríkisins og starfaði þar í hartnær 25 ár, fyrst í Reykjavík, en síðan í Keflavík. Nú siðast vann hann sem vakt- maður hjá Agli Vilhjálmssyni h.f. Þau ár, sem Jón starfaði hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, voru lengsti þátturinn i starfssögu hans. Þar hefur hann notið sín vel við að leysa úr vanda þeirra mörgu, er leituðu til þeirrar stofnunar. Hjálpsemi hans og góð- vild hefur eflaust yljað mörgum, sem þurft hafa á fyrirgreiðslu að halda vegna árlegrar þjónustu við bilinn, en óttuðust þann dag meir en flest annað. Hinn 16. nóvember 1941 kvænt- ist Jón Hrefnu Ólafsdóttur, og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: Ólafur Reynir starfar við iðnað i Svíþjóð, kvæntur Sigrúnu Kristinsdóttur, eiga þau eitt barn; Guðrún Sif, gift Davíð Guðmunds- syni framkvæmdastjóra Dag- blaðsins Vísis, þaú eiga tvö börn; Hallgrimur Smári verzlunarstjóri, kvæntur Jóhönnu Hauksdóttur, eiga þau eitt barn. — Eins og áður segir, er eftirlif- andi kona Jóns Hrefna Ólafsdótt- ir, er mörg undanfarin ár hefur starfað sem yfirhjúkrunarkona á Kópavogshælinu. Hrefna er ein- stök kona, er ávallt var til staðar, þegar mest á reyndi. Slíkar konur eru hverjum manni mikil gæfa. Blessuð sé minning Jóns Sumarliðasonar. G.Ó. Á morgun, mánudag, verður til moldar borinn Jón Sumarliða- son, Kópavogsbraut 5, fyrrum bif- reiðaeftirlitsmaður. Sjálfstæðisfélag Kópavogs vill nú við leiðarlok þakka Jóni ómetanleg störf í þágu Sjálf- stæðisflokksins á liðnum áratug- um. A fyrstu árum Kópavogs sem sjálfstæðs hreppsfélags féll það í hans hluta að standa fyrir stofnun félagsins og var hann fyrsti for- maður þess og gegndi því starfi um nokkurra ára bil. Það hvíldi því að meginþætti á hans herðum að móta störf. félagsins og stefnu og þá sérstaklega hvað viðkom innansveitarmálum Kópavogs. Það leiðir að líkum að margt hefur þurft að athuga og mörgu hefur verið að sinna í nýstofnuðu sveitarfélagi, þar sem allt var óunnið. Þessum störfum þurfti Jón að sinna og hafa forustu um sem forsvarsmaður sjálfstæðis- manna á frumbýlisárum sveitar- félagsins. Ég vil nú við leiðarlok, fyrir hönd Sjálfstæðisfélags Kópavogs, þakka honum ómetanleg störf i þágu sjálfstæðisstefnunnar og félagsins okkar, þvi að sú bygg- ing, sem lengi á að standa, þarf að vera á traustum stoðum byggð. og viðgangur Sjálfstæðisfélags Kópavogs sýnir það, að í undir- byggingunni hefur verið kjör- viður. Ég bið honum Guðs Blessunar á nýjum leiðum og konu hans og venslafólki óska ég allrar bless- unar á ókomnum árum. Þ.E.J. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÁSBJÖRNS STEFÁNSSONAR, læknis, Hraunteiqi 9. Guðmundur Karl Ásbjörnsson, Elízabeth Hangartner Ásbjörnsson, Lilja Ásdís Þormar, Halldór Þormar, Ragnhildur Ásbjörnsdóttir, Árnþrúður Sæmundsdóttir og barnaböm. Innréttingar í alla íbúðina frá INNRETTINGUM HF. Viö bjóöum upp á eldhúsinnréttingar af öllum gerðum sem uppfylla óskir vandlátustu húsbyggjenda. Gerum verðtilboð meðan beðið er Teiknum og ráðleggjum þeim sem þess óska. Þetta eldhús er til sýnis hjá okkur alla virka daga frá kl. 9—18 INNRETTINGAR HF hafa 15 ára reynslu í framleiðslu eldhúsinnréttinga — Þær eru framleiddar af fagmönnum. Einnig höfum við lil sýnis - innihurðir - fataskápa - baðskápa Gjörið svo vel og lítið okkar að Skeifunni 7, inn í sýningarsal Vinsamlega sendiðupplýsingar um [~~|J P eldhús| Ifataskápa. I I Tilboð í meðfylgjandi teikningar sími 31113, 83913. Nafn Heimilisfang EwwtmwÆm INNRETTINGAR H.F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.