Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1976 47 Brldge Frá Tafl- og bridge- kiúbbnum Fimm umferðum er nú lokið í barometerkeppninni hjá okkur og er staða efstu para þannig: Sigurður — Þorsteinn 408 Björn — Þórður 282 Kristján — Guðjón 224 Bernharður — Júlíus 215 Sigurjón — Sigtryggur 198 Árni — Ingólfur 191 Guðbrandur — Jón P. 190 Páll — Júlíus 185 Jón G. — Ólafur H. 170 Bragi—Guðmundur 155 Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur. Spilað er í Domus Medica. XXX Sem kunnugt er hélt TBK til Akurevrar um sfðustu helgi. Tókst ferðin hið besta og fengu sunnanmenn hinar bestu mót- tökur. Á laugardeginum var spiluð sveitakeppni og unnu norðan- menn hana með miklum yfir- burðum. Á sunnudeginum var spilaður tvímenningur og réttu sunnanmenn þá nokkuð úr kútnum voru í 7 af 10 efstu sætunum. Sigurvegarar í þessari keppni urðu Sigurjón Tryggvason og Sigtryggur Sigurðsson. TBK þakkar Akureyringum móttökurnar og vonast til að hitta þá við græna borðið hið allra fyrst. A.G.R. — Ylrækt Framhald af bls. 29 rekstur á fleiri sviðum, en við verðum að horfast í augu við mjög mikla samkeppni á heimsmarkað- inum við sölu á gróðurhúsaafurð- um, þar sem, t.d. í HoIIandi eru nær allar slíkar afurðir seldar á risastórum uppboðsmörkuðum. Það er erfitt að komast inn á markaðina og verðið verður að vera samkeppnishæft. Við vitum raunverulega ekkert ennþá um samkeppnisaðstöðu okkar og það er stór spurning, hvo'rt við eigum að leggja fram eitthvað af mörk- um, a.m.k. i byrjun til að kanna til hlítar hvaða möguleika við höfum til ylræktar í stórum stll til út- flutnings með notkun jarðvarma. Þessi mál eru nú í gaumgæfi- legri athugun bæði hjá ríki og Reykjavíkurborg og hafa hol- Iendingar gefið okkur heldur skamman frest til að svara, því að tilboð þeirra um hagstæð lán eru víst tímabundin. Hollendingar vilja helst fullgera ylverið fyrir áramót. Það er ljóst, að við tökum einhverja áhættu með því að riða á vaðið og byrjunarörðugleikar og kostnaður óhjákvæmilegir. Hitt er einnig ljóst, að ef við þorum ekki að reyna þetta og taka tilboði hollendinganna, sem að frumathuguðu máli virðist hag- stætt, þá getum við líklega gleymt draumum um ylrækt til útflutn- ings í langan tíma. Vissulega ber ekki að gráta það, ef slík notkun jarðvarma er ekki arðvænleg í raun og veru. En því er ekki hægt aö leyna. að ef ekkert verður úr þróun ylrækt- armála af þessari stærðargráðu, þá verða margir fyrir vonbrigðum og við faum ekki svör við hinum mörgu spurningum um mögu- leika á stóriðju í ylrækt á íslandi. Við erum nú að tala um 3,5 ha. Fyrirtækið, sem vill taka þátt í þessu með okkur, Voskamp og Frjiland, framleiðir á ári hverju um 400 ha eða 4 km2 af gróður- húsum og reisir þau um allan heim, nú nýlega mikið í Rúss- landi, Rúmeníu og Búlgaríu. I hollandi eru nú undir gleri um 7700 hektarar. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þessari víð- áttu af gróðurhúsum, en ef góð tún á islensku-býli eru um 20 ha þá eru þetta túnin á 385 býlum! Á íslandi eru í allt um 13 ha undir gleri. Það er oft erfitt að vera lítil þjóð og fátæk og hafa kannski ekki efni á því að þreifa sig áfram til aukinna framfara og athafna og e.t.v, til aukinnar hagsældar, og því verður þetta erfið ákvörð- un. — Repúblikanar Framhald af bls. 1 breytti Reagan um baráttuaðferð og skyndilega fór allt að ganga í haginn fyrir honum. Reagan sak- aði Ford harðlega um að ætla að gefa Panamaskurðinn upp á bát- inn, að hafa látið Bandaríkin dragast langt aftur úr Sovétríkj- unum hernaðarlega og að hafa gert samninga við Sovétmenn, sem þeir einir högnuðust á. Sér- fræðingar segja að Ford hafi orð- ið þau mistök á að byrja að svara gagnrýni Reagans og þar með komið sjálfum sér i varnarstöðu. Segja þeir að Ford hefði sem for- seti átt að byggja kosningabaráttu á málaflokkum, sem hann sjálfur vildi leggja fyrir kjósendur. Það var ekki fyrr en eftir ósigurinn i Indíana, að hann breytti um og tók upp þá stefnu. Spurningin er aðeins hvort það hafi verið of seint. Fari svo að hvorugur fram- bjóðenda fái tilskilinn meirihluta á flokksþinginu við fyrstu at- kvæðagreiðslu er talið líklegra að þingfulltrúar fylki sér um forset- ann, en þá óttast menn, að hinir dyggu stuðningsmenn Reagans neiti að styðja Ford og þar með séu kosningarnar tapaðar. — Guðmundur Jónasson Framhald af bls. 23 landbúnaðarverði. Gefst því öllum kostur á að fá þá miklu dýrari. En þrátt fyrir verðið og verðbólgu munum við kannski sjást akandi á jeppum á hálend- inu. Eitt þykir mér vænt um. og það er að G.S. skyldi geta fengið næði til að setjast niður í Dreka við skriftir. Ég tel mig hafa greitt fyrir því að það hús varð til á sínum tíma, óg eins að koma þar til gróðri til að tjalda á, þótt ég verði sjaldan þeirrar ánægju aðnjótandi að fá þar húsaskjól. Ferðahópar á okkar vegum nota lítið sæluhúsin síðustu ár. Vona að það breytist. Umgengni okkar ferðahópa í tjaldstæðum ber ég ekki kinnroða fyrir. Það er mér ljóst, að gróður- vinjar i 450—600 m hæð þola illa átroðning við marga þessa staði, sæluhús og tjaldstæði. Ég hefi oft bent mönnum á að færa sig til og tjalda annars staðar, en það eru sæluhúsin, sem draga ferðafólk að og þá helzt í vondum veðrum, sem von er. Það ætti að vera hægt að banna að tjalda t.d. við Laugar, Hvítanes og víðar eitt sumar í senn og bera þar á og græða upp. Með þvi má sjá hvort þetta gæti ekki bjargað gróðrinum. Við erum sjálfsagt margir sem eigum þátt í þessari umgengni og gróðureyðingu og ekki má gleyma að líta á þessa staði, t.d. eftir aö þar hafa gist ferðamenn með 20—30 hesta. Ættum við ekki, G.S., að reyna að hjálpast að við að lagfæra þetta og bera ekki hver af sér og á aðra. Hvar þú gengur örna þinna skipti ég mér ekki af. Ég mundi nota náðhúsin, ekki síst ef margir túristar væru nærstaddir. Náttúruverndarráði og af- skiptum þess af þessum málum kviði ég ekki. Það mun þróast í höndum góðra manna er vinna vel að okkar ferðamálum. Um af- skipti kaupmanna af hálendis- ferðum er mér ekki kunnugt. — Sigurður Magnússon Framhald af bls. 22 stefnumarks, sem eitt er siðuðum mönnum samboðið. Allt annað er óvitaháttur, hvort sem hann birt- ist í fáránlegum uppátækjum eða sofandahætti hinna svokölluðu stjórnvalda, ellegar tillögum á borð við þær, sem fram komu i fyrrnefndri grein, sem þú baðst mig um að gera að umtalsefni. Hún er, eins og áður var getið, bráðskemmtileg, svo sem við mátti búast, en ósköp úrræðalaus, enda bersýnilega skrifuð af manni, sem stendur ráðþrota and- spænis þeim eyðingaröflum, sem við hljótum öll að verða sammála um að drepa þurfi í dróma. Trú- lega verður það m.a. gert með því að beina straumum innlendra og erlendra ferðamanna þangað, sem sómasamlega verður að þeim búið, samtímis því, sem reynt verður að tryggja, að þeir valdi þar ekki spjöllum á þeim gróðri, sem við vitum ,nú að okkur ber öllum að reyna að varðveita. Á sama hátt verðum við að tryggja að búspeningur valdi ekki landspjöllum, og að hvorki við sjálfir né útlendingar ónýti þau fiskimið, sem við verðum að nýta um alla framtið, sjálfum okkur og öðrum til lífsbjargar. Dæmi Guð- mundar um þau landspjöll, sem orðið hafa uppi í óbyggðum, sanna það ekki fremur að ferða- mál séu atvinnuvegur „fjandsam- legur íslenzkum hagsmunum“, en staðreyndir um ofbeit og „svört skýrsla" leiða að því líkur, að við eigum nú að drepa niður allt búfé og leggja öllum fkiskiskipum. Nei, sú kemur tíð, að ferðamál munu skipa með sæmd þann sess, sem þeim ber réttilega meðal annarra íslenzkra atvinnugreina, og við munum vonandi einnig eiga eftir að njóta lífsbjargar af landi og úr hafi með skynsamlegri skipulagningu á nýtingu náttúru- gæða. Þannig mun okkur áreiðan- lega vegna bezt í sambýlinu við það fagra en harðbýla land, sem okkur hefir með stríðri ellefu alda lífsbaráttu feðra og mæðra verið falið til varðveizlu. — Einar Þ. Guðjohnsen Framhald af bls. 23 fyrir móttöku ferðamanna með því að koma upp gistiskálum og yfirleitt láta slík mál til sin taka, eftir þvi sem henta þykir og atvik leyfa á hverjum tíma.“ Þessi orð eru augljós og ótvi- ræð, og engin gerviættjarðarást til að villa mönnum sýn. Ég full- yrði, að með „vinsamlegu sam- starfi“ er átt við raunverulegt samstarf en ekki kaffibolla- eða hanastélsbros eingöngu. Orð Björns Ólalssonar eru enn í fullu gildi. Öll tilvera þjóðarinnar og menningarlíf byggist á vinsam- legu samstarfi við aðrar þjóðir. Við getum ekki lokað landinu fyrir útlendingum og samt ætlazt til, að þessir sömu útlendingar velji okkar vörur öðrum fremur í harðri samkeppni við aðrar vörur líkar að gæðum. Það er ósköp fallegt og göfugt að framleiða bara matvæli handa hungruðum heimi, sem við samt viljum ekki vita af í okkar landi. Hinn hungr- aði heimur getur bara ekkert borgað eða ekki nóg, og við höfum ekki efni á að gefa. Við verðum að selja þeim, sem geta greitt, og til þess að þeir kaupi okkar vörur þarf gagnkvæman velvilja. Ferða- langar eyða tortryggni og landa- mærum og skapa skilning og vin- áttu þjóða á milli. Slíkur velvilji ásamt vörugæðum er undirstaða þess, að okkar vörur gagni öðrum vörum betur. Þetta vita kaup- menn og kaupsýslumenn þó að gervipatríótar viti það ekki, og hver er þá hinn raunverulegi ætt- jarðarsinni. Og aumingja maðurinn hann Guðmundur E. Sigvaldason, að hann skuli ekki geta verið einn í heiminum, en þurfa þess í stað að þola alla þessa útlendinga ásamt fullum, hálfum og sæmilega alls- gáðum íslendingum í kringum sig. Hvern fjandann voru þeir Guðmundur og Halldór þá að troða sér inn í þennan öræfa- túristahóp í Dreka. Það er alltaf hægt að draga sig útúr skarkalan- um, þarna hefðu þeir t.d. getað verið við Svartá sunnan Vaðöldu, útúr en samt stutt frá Dyngju- fjöllum. Þetta útlendingapex Guðmundar kemur úr hörðustu átt, því að sjálfur hefur hann lært erlendis, hlýtur laun sín af erlendu fé og hefur pissað út önnur lönd m.a. suður i Mið- Ameríku, og þá kannski í óþökk einhverra þarlendrá gervipatrí- óta, sem einir vildu pissa á sín lönd. Allir mikilvirkir íslenzkir öræfaferðafrömuðir, Ulfar Jacob- sen, Guðmundur Jónasson, Andrés Pétursson og fleiri, hafa ágætt fararstjóralið og ágætan tjaldbúnað fyrir sína hópa, og eru alveg óháðir sæluhúsum Ferðafé- lagsins, en Guðmundur E. Sig- valdason kemur af fjöllum og veit þetta greinilega ekki. Hitt er svo annað mál, að gervipatríótinn og trúðurinn Sigurður Þórarinsson, lærimeistari Guðmundar E. Sig- valdasonar, hefir rekið út ferðafé- lagsfólk úr sæluhúsi Ferðafélags- ins í Landmannalaugum, þar sem hann sem varaforseti þess félags sagðist hafa full umráð yfir sælu- húsinu fyrir erlenda jarðfræð- inga á hans vegum. Hvað er náttúruvernd? Er maðurinn hluti af náttúrunni? Er verið að vernda náttúru landsins frá manninum eða handa honum? Er það ekki stutt og laggott að nýta landið skynsantlega handa manninum (eða þjóðinni) og þá með mannanna verk sem mið- depil í öllu saman ef svo ber undir? En gervipatriótarnir af- neita manninum úr mynd náttúr- unnar, vilja reka allan „túrista- lýð“ af öræfum landsins, inn- lendan og útlendan, og hafa öræf- in bara fyrir sig og „góða“ útlend- inga þ.e. jarðfræðinga o.s.frv. Gervipatríótarnir Sigurður Þór- arinsson og Eyþór Einarsson hafa margsinnis talað í þessa átt. Slíkir menn mega aldrei ráða ferðamól- um eða náttúruverndarmálum á Islandi. Sem betur fer eru aðrir og víðsýnni menn, sem ráða meiru en þessir menn í Náttúru- verndarráði í dag. Þjóðinni veitir ekki af öllum tekjumöguleikum, sem hún getur haft, og það er ekki síður göfugt verkefni að þjóna, og þjóna vel fyrir greiðslu en að framleiða góð matvæli. Gervipatríótarnir eru með sí- felldar fullyrðingar um of mikinn átroðning og eyðingu gróðurvinja á öræfum landsins. í kamarnöldr- inu nefnir Guðmundur Herðu- breiðarlindir og Landmanna- laugar og fer með órökstuddar fullyrðinger. Það verður að vísu að fara varlega á þessum stöðum, og enn er nóg af öórum stöðum víðsvegar á öræfum, gróðurvinj- um og fögrum stöðum, sem engir eða fáir túristar sjá. Það þarf ekkert annað en gott skipulag og örlitlar skipulagsbundnar slóða- lagfæringar, en þursinn í embætti vegamálastjóra liggur þversum i leiðinni og ekkert er gert. Já, það var hreinsað til á mat- borði Ferðafélagsins og Sigurða- parið þar gat losnað við kaup- sýslumanninn, sem klauf félagið. Nú er Sigurður Jóhannsson ein- ráður i því annars ágæta félagi, og náði sínu eina takmarki þar að losna við mig eða sveigja mig undir sitt persónulega vaid. Marg- háttuð leiðindaskrif um Ferðafé- lagið nú undanfarið gefa ekki til kynna, að Sigurðaparið og tagl- hnýtingar þeirra séu farsælir í starfi. En til þess að hreinsa til á matborðinu spiluðu þeir á ein- faldar gervipatríótasálir og grunnhyggna guðmunda sigvalda- syni. Eftir hreinsunina reyndu þeir hinsvegar allt til að halda útlendingunum og þar með kaup- sýsluhyggjunni, en þeir höfðu bara borið of mikinn óhróður út og fréttirnar höfðu spurst. kRóm MÚS<iö<SN Grensásvegi7 Sími 86511 Skrifstofu- stólarnir vinsælu Ábyrgö og þjónusta Skrifborösstólar 11 geröir Verð frá kr. 13.430.— LISTMUNA- UPPBOÐ NR. 18 mniuERK Jóhannes S. Kjarval mynd 1947—49. Bergmál. olia & striga. 74x68 em, merkt ao aitan LISTMUNAUPPBOÐ GUÐMUNDAR AXELSSONAR (MÁLVERK) FER FRAM AÐ HÓTEL SÖGU, SÚLNASAL, í DAG 16 MAÍ KL. 3 EH. 87 þekkt málverk verða boðin upp. LISTMUNAUPPBOÐ Guðmundur Axelsson, Klausturhólar, Lækjargötu 2, sími 19250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.