Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 Á hættu- slóðum í ísrael™" 5sr Sigurður Gunnarsson þýddi þeim öllum. — En pokarnir áttu að vera tveir. Hvar skyldi hinn vera? Þau leituðu hans nokkra stund, en fundu hvergi. Petterson ákvaö því, að þau skyldu hætta leitinni og róa til baka með póstpokann. Það var hrollur í Óskari, og hann fann, að María skalf, þegar hann tók í hönd hennar og hjálpaði henni í land. Andrés var hljóður og hugsi. „Sending mín hefur áreiðanlega verið sett í ábyrgóarpóst,“ mælti hann, ... „og ef þessi poki er nú ekki.hann þagnaöi hér, . .. vildi ekki hugsa málið til enda. Þá krafðist Andrés þess að fá pokann i Mikið er til af hvers konar myndasögum af dýrum. í þeim eru dýrin látin haga sér á allan hátt sem mammeskjur væru. Þetta þekkjum við t.d. úr mvndasögum hér f Morgunhlaöinu. Fvrstur höf- unda á þessu sviði mun hafa verið Esop sá hinn snjalli höfundur dæmisagnanna. sínar hendur og athuga hann einn, en því neitaði Petterson. Petterson bar pokann upp í tjaldið, reyndi strax að opna hann en tókst það ekki. Þá dró hann upp hníf sinn og risti hann upp. Jú, þetta var einmitt pokinn með ábyrgðarpóstinum. Þá krafðist Andrés þess að fá pokann í sínar hendur og athuga hann einn, en því neitaði Petterson. „Þetta er ekki þinn ábyrgðarpóstur,“ sagði hann, „og ég ber ábyrgðina á því, að við höfum opnað pokann.“ Andrés varð að sjálfsögðu að beygja sig fyrir þessum rökum. Þau sátu inni í tjaldinu og skulfu öll meira og minna af spenningi. Andrés og Petterson þurftu oft að þurrka af sér svitann. Eri að hverju var Andrés að leita? Hann fór höndum bæði um böggla og bréf og athugaði frímerkin vandlega. Loksins fann hann litla sendingu með norskum frímerkjum, — og þá hljóðaði hann hátt, líkt og hann hafði gert fyrr. Hann reif pappírinn í flýti utan af böggl- inum litla, — sínum eigin böggli, og tók út úr honum lítinn hlut, ofurlitla öskju. En hann vildi alls ekki opna hana, svo að þau hin sæju. Petterson sagði, alvarlegur og ákveð- inn: „Nú verður þú að opna öskjuna.“ Og það var ekki laust við tortryggnis- hreim i rödd Öskars, þegar hann sagði: „Þetta getur þó varla verið vottorð?“ María þagði, — en allt í einu varð hún eldrauð í framan og sagði hræró: „Komdu með mér út í myrkrið, Andrés, ... komdu með mér strax.“ Andrés lét þá ekki heldur standa á sér, og voru þau þegar horfin, án þess að Óskar eóa Pett- erson reyndu nokkuð að hefta för þeirra. Þau voru úti töluvert lengi, og þegar þau komu aftur, var María með tvo eyrna- lokka, fagra og góða gripi, sem voru nákvæmlega eins. Hún grét, þessi hugrakka og glæsilega stúlka. Augljóst var, að Andrés hafði líka grátið, en nú herti hann sig upp og sagði: „Ég bað þau að senda eyrnalokkinn, — vottorðió mitt, sem ég hef nefnt svo, — það eina, sem ég átti. Ég hafði hann með mér sem smábarn, þegar ég var tekinn við landamærin og vissi ekki hvað ég hét. Ég var þá þriggja ára gamall. Seinna var ég sendur á barnaheimili, og þar var ég þangað til friður var saminn. Svo eignað- vtrp MORö-dM- KAfp/no Mér er lífsins ómögulegt að muna hvort heldur við erum kallaðir Steinaldarmenn eða Harðjaxlar. Viltu ekki selja okkur súkku- laði á sama verði og þegar þú varst jafnaldri okkar? Það amar ekki að þér sá sjúk- Þú ert fjandakornið ekkert dómur vinur, sem þeir bláu manneskjulegri en fvrri eig- geta ekki trvggt lækningu við. andi. Prestur var að flvtja ræðu. Honum sagðist m.a.: — Einu sinni var ákaflega óguðlegur maður, sem öllum gerði illt. Þegar maður þessi dó og átti að jarða hann, spýtti jörðin honum frá sér. Þá átti að brenna hann á báli, en logarnir hrukku frá honum. Loks, er kasta átti honum fvrir hunda, hlupu hundarnir burtu. Þess vegna, mínir elskulegu, áminni ég vður, að þér ástundið gott líferni svo að gröfin taki við yður, eldurinn brenni vður og hundarnir rífi yður í sig. X Kona grafarans var stödd hjá Önnu gömlu, vinkonu sinni, sem lá fyrir dauðanum. Sjúk- lingurinn kvartaði yfir fátækt- inni, kaffileysinu og sjúkdómn- um, sem engan bata tæki. Til þess að hugga hana, segir grafarakonan með þeirri sam- úð og viðkvæmni I röddinni, sem við átti: — Já, það er satt, fátt er til þess að'gleðja fátæklingana, þeir verða að láta sér nægja lítið. Nú verður þú, Anna mfn, fvrsta líkið, sem maðurinn minn hefur fengið í heilan mánuð. X Gömul kona, sem hafði feng- ið nýjar tennur: — Þær eru ómögulegar til þess að tyggja með, en alveg afbragð til þess að lesa með. X Jói kom í kaupstað og átti meðal annars að kaupa þar sápu. Jói: — Svo átti ég að fá reglu- lega góða sápu, ekki eins lélega og ég fékk sfðast. Búðarmaðurinn: — En það var mjög góð sápa, sú bezta, sem við höfum. Jói: — Sussu-nei, það getur ekki verið, þvottavatnið varð al- veg kolmórautt eftir að fólkið hafði þvegið sér. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga ettir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 66 leiðis ef ég fari ekki samstundis úr landi. — Ef það va*ri bara eitthvað slíkt. sagði Ifelen — hefði ég ekki þungar áhyggjur. Það er fleira sem ég hef áhyggjur af. Ef allt liðið á hótelinu er á bans handi ga*ti orðið hér leiðindaslvs sem tuttugu gagnmerkir borgarar yrðu \ itni að. — Þakka fyrir bughreysting- una. — Eg bvst við ég m> ndi verða látin fylgja þeir í dauðann. En ég vissi að eitthvað va*ri í hfgerð. Þeir eru húnir að flytja bílinn þinn inn í portið hak \ ið hótelið. David gekk úl að glugganum og horfði út. — Veit Mareel að þú hefur hitt Mme Desgranges sagði llelen. — Hann hlýtiir að hafa getið sér til um það þegar hann kom aftur og sá að við vorum á bak og hurt. Ekki vafi á þvf að það er eitt af þeim atriðum, sem hann hefur áhuga á að fjalla um við mig, þegar við hittumst. Eg verð að segja að ég held að það væri betra allra hluta vegna ef ég hilti hann ekki hér. — Athvglisverð vfirlýsing, svo að ekki sé nú meira sagt. Ilann kom til hennar og lagði höndina heílu utan um hana og þrýsti henni að sér. — Elsku Helen mín. Ekki skjálfa. Reyndu að stilla þig. — Eg vildi óska ég gæti sagt að ég tifraði af ástrfðu, en mér er ómögulegt að skrökva. Ilann kvsstí hana. —•Það kemur ekkert fyrir. Eg skal að minnsta kosti sjá um að ekkert komi fyrir þig. — Eg hef engar áhyggjur af mér. Þegar barið var að dyrum hrukku þau hæði við og eins og ósjálfrátt ýtti hann henni aftur fyrir sig. Aftur var barið, gætilega og án allrar ágengni. — Hver er þar? spurði David ámóta ga*tilega. Hann opnaði dvrnar eilítið, hvarflaði sfðan furðulostinn aug- um til Helenar og sfðan galopnaði hann hurðina og var nú kominn kátfnusvipur á andlit hans. Lazenbvssystkinin gengu inn. Anva hélt á fjórum glösum og Miles með ginflösku f annarri hendi og vatn f hinni. — Gott kvöld, sagði hann glað- lega. — Við héldum vkkur veitti ekki af þvf að fá eitthvað sálar- styrkjandi. Þegar Helen hugsaði um þelta mál allt eftir á, fundust henni þessi augnablik þau sem vöktu henni mesta undrun. Þvf að Laz- by-systkinin höfðu breytzt svo mjög að við borð lá hún bæri ekki kennsl á þau. 1 stað hinnar virðu- legu piparjónku sem Anya Lazen- bv hafði virkað var komin virðu- leg og brosmild kona. Og hvað Miles snerti þurfti hann ekki ann- að en brevta rödd sinni og talanda til að verða allur annar. Hann brosti hlýiega til hennar og sagði: — Gætum við ekki notazt við þetta? Svo setti hann flöskuna á borð- ið og hellti f glösin handa þeim öllum fjórum og blandaði sterkt. Hann rétti þeim glösin. David og Ilelen sem enn voru full af tortrvggni og undrun tóku þó á móti þeim. — flg vænti þess að ykkur hafi þótt fagnaðarnefndin heldur þurrleg f móttökum sfnum þegar þið komuð, sagði Miles hæglát- lega. i— Þér hafið hevrt orðaskipti mín við þá niðri, sagði David. — Já, já. Við heyrðum Ifka und- irbúninginn. Þér hafið sannar- lega alla hér á móti vður af starfs- fólkinti, M. Ilurst. — Aður en lengra er haldið, sagði David. — Mynduð þið kannski vera svo elskuleg að segja okkur hver f fjáranum þið eruð. — Ekki nema sjálfsagt, svaraði Miles og dreypti á vfninu. — Það var afleitt að við höfðum ekki annað hland, en þetta er betra en ekkert, eruð þið ekki sammála því? Hvers vegna fáið þið vkkur ekki bara sæti? Þið eruð hálf þreytuleg. Enda ekki að undra eftir svona langa og stranga ferð. Heten brosti og yppti öxlum f áttina til Davids. Þau settust níð- ur á rúmið. eins og hlýðin börn. Anva settist f hægindastólinn. — Til að ég svari nú spurningu yðar, sagði Miles, — skal ég bvrja á því að segja að ég heiti revndar Lazenby en þessi ágæta dama er Mlle Matin. Okkur fannst ein- faldara að ferðast undir sama nafni. Eins og þér getið ályktað af þessu er Mlie Martin. ekki systir mfn. Hún er starfsbróður minn. — Starfsbróðir f hverju? spurði Helen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.