Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 48
 SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 FRÚ ARLEIKFIMI Nýtt námskeið hefst 18. maí. Júdódeild Ármanns. HVALVERTlÐIN fer senn að hefjast, og um þessar mundir er verið að gera hvalbátana klára fyrir átök sumarins. Mjög gott verð á minkaskinnum í ár „Það er búið að prófa varma- skiptin i hrauninu og dælustöð- ina,“ hólt hann áfram, „og niður- staðan er mjög jákvæð. Það á að hita upp 24 hús f þessari tilraun og allt sjúkrahúsið og lögnin er komin að sjúkrahúsinu og á mánudaginn bvrjum við að leggja að fbúðarhúsunum. Hitaorkan í hrauninu er beizluð þannig, að 2000 fermetra svæði í hrauninu er einangrað með ösku- lögum og tvöföldu lagi af plast- dúkum. Undir einangruninni liggja 65 sm breið steinrör á milli þriggja brunna sem eru 3—6 m djúpir og síðan eru þessar hitarás- ir tengdar í einn sameiginlegan brunn við svokallaða kistu þar sem hitaleiðararnir eru 96 m2. Hitaleiðarar eru í kistunni og guf- an sem streymir af þeim er 152 stiga heit. Hún hitar upp vatnið sem fer um leiðarana og skílar því 85—90 gráðu heitu inn á lokað kerfi fyrir húsin. í stað þess að eldur hiti upp vatnið eins og er á olíukyndingarkerfum, hitar guf- an upp vatnið og magnið af hita- orku sem þessi tilraunahitaveita skilar er yfirdrifið fyrir þau hús sem um er að ræða, en það er um 5% af því hitunarmagni sem not- að er til húshitunar í Eyjum. Þó eigum við eftir möguleika á að bæta vatni á svæðið og auka þannig gufumagnið og einnig er möguleiki á að 10—20 falda gufu- tnagnið á því svæði sem við höfum virkjað með tæknibreytingu sem b.vggist á því að soga gufuna upp með dælum en það er hugmynd Sigmunds Jóhannssonar uppfinn- ingamanns. Það er mjög mikil- gengur vel hefði viðrað mjög vel ef frá væri talin smáumhleypingakafli á dögunum. Sagði Árni, að þar sem sauðburður hæfist síðast, væri það i kringum 20. þ.m. og ef svo færi fram sem horfði, væri allt útlit fyrir að sauðburðurinn myndi blessast með ágætum. Ljósm. Frirtþjótur Hraunhitaveitan í Eyjum: 152 stiga heit gufa skil- ar 90 gráðu vatni í húsin „Það styttist óðum í að við för- um að kevra hita inn á þau hús, sem tengd eru hraunveitutilraun- inni,“ sagði Gfsli Guðlaugsson verkstjóri í Vestmannaevjum í samtali við Morgunblaðið f gær, en hann sór um framkva*mdir í tilraunahitaveitunni. Mjög jákvæð niðurstaða í hita- veitutilrauninni Reiðileysi hjá Bretum á miðunum TÍÐINDALlTIÐ var af miðun- um fyrri hluta dags í gær að sögn talsmanna Landhelgis- gæzlunnar. 34 brezkir togarar voru þá á veiðum suðaustur af landinu í miklu reiðileysi og samþykktu þeir ýmist eða höfnuðu að skipta um veiði- svæði og að halda á Vestfjarða- mið. Fyrir tveimur dögum samþykktu þeir að fara ekki vestur, í fyrrakvöld að fara og í gær samþykktu þeir aftur með 16 atkvæðum togaraskipstjóra gegn 11 að vera kyrrir en 7 sátu hjá og var reyndar búið að svipta þá atkvæðisrétti þar sem þeir höfðu eitthvað óhlýðnazt skipunum um veiðar innan ákveðins svæðis. vægt að einangra sem fyrst þau svæði í hrauninu sem hafa sér- staka hitabietti því með því móti geymist hitaorkan þar undir þótt hún sé ekki virkjuð strax. Það verður lokið við dælu- stöðina að fullu á næstu dögum og upp úr því má reikna með að farið verði að kynda sjúkrahúsið og í- i A o n nnea n nn tmí Irn n JL_ I í það taki um einn mánuð að leggja hitaveituna að húsunum." Og biblían var stolin... NYLEGA var bifreið stolið í Revkjavík og fannst hún stuttu síðar mannlaus. Hafði henni verið ekið á grindverk. Þetta væri ekki í frásögur fær- andi, ef f aftursætinu hefði ekki fundizt biblia og klám- blað, sem eigandi bifreiðar- innar kannaðist ekki við. Biblían var merkt manni nokkrum, og fór nú rannsókn- arlögreglan á stúfana. Hafði hún upp á manninum, sem reyndist vera blásaklaus. Aftur á móti saknaði hann bibliunnar eftir frekari athug- un. Það var svo á dögunum að bílþjófnaðurinn upplýstist þegar nokkrir unglingspiltar játuðu á sig allmarga slíka. Höfðu þeir stolið bílnum og biblíunni, en ekki fylgdi sög- unni hver átti klámblaðið. Hitaleiðarakistan þar sem 152 stiga heit gufa úr hrauninu hitar I upp vatn í 96 rúmm. hitaleiðurum og skilar því 85—90 gráðu heitu, en varmaskiptinn hannaði Sig- mund Jóhannsson uppfinninga- maður i Eyjum. Ljósmvnd Mbl. Sigurgeir. RIKISSAKSÓKNARI hef- ur sent Alþýðuhankamálið svonefnda aftur til saka- dóms Reykjavíkur með kröfu um ítarlegri rann- sókn. Að því er Sverrir Einars- son, sakadómari, sem hefur með mál þetta að gera, tjáði Morgunblaðinu Sauðburður „Sauðburður er nú vfðast hvar hafinn um land allt og eftir því sem við höfum frétt hefur hann gengið vel og frjósemi virðist vera i góðu meðallagi," sagði Árni G. Pétursson, sauðfjár- ræktarráðunautur f samtali við Morgunblaðið f gær. Árni sagði, að veðráttan nú hefði verið fremur hagstæð sauð- burðinum, og menn oft vanir verra vori en þessu. Þó væri frem- ur kalt norðanlands, frost á hverri nóttu en hér sunnanlands í gær, barst honum krafa ríkissaksóknara skömmu fyrir lokun á föstudag og væri hann því ekki búinn að kanna bréfið nánar nema hvað þar væri beðið um að aflað væri töluverí fleiri gagna og upplýsinga um málið ásamt frekari I yfirheyrslum í því sam- I bandi. Alþýðubankamálið: Aftur til sakadðms í ítarlegri rannsókn Framleiðsla 6 búa 30 þúsund skinn á sl. ári og söluverðmætið um 90 millj. UPPBOÐ á minkaskinnum verður haldið f London hinn 26.—28. maí nk. og frá íslenzku minkabúunum verða þar einkum Geirfinnsmálið: jar upplýs- ingar kannaðar RANNSÓKNARMENN Geir- finnsmálsins hafa að undan- förnu fengið nokkrar ábend- ingar frá fólki, og hafa þeir verið að kanna þær. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, er ekki talið að þessar upplýsingar muni hafa stór- vægilegar þvðingu fvrir rannsóknina. Þeir menn, sem sakadómur lýsti eftir í frétta- tilkvnningu sinni á dögunum, hafa ekki gefið sig fram. Friðrik-Karp ov KLUKKAN 12 í gær settust þeir að tafli i Van Gogh-safninu Frið- rik Ólafsson og Karpov heims- meistari. Vegna þess hve blaðið fór snemma í prentun í gær, lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um skákina. 1 dag teflir Friðrik við Browne frá Bandarikjunum og á þriðjudaginn hefst 2. umferð Euwe-skákmótsins. seld svonefnd eftirpelsuð skinn og afgangur af vetrarskinnum. Að sögn Skúla Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra, hefur verðlag á minkaskinnum verið mjög gott allan þennan vetur og þau farið stighækkandi í verði. Megnið af fslenzku skinnaframleiðslunni var selt á febrúaruppboðinu í London og reyndist meðalverðið á skinnunum yfir landið f heild vera um 9 og 'A sterlings- pund, sem Skúli kvað mjög gott. Skinnin sem seljast á uppboðinu nú verða þó væntanlega ekki f svo háum verðflokki, þar sem þau eru í lakari gæðaflokki. Skúli sagði að gifurleg eftir- spurn væri eftir flestum skinnum um þessar mundir, svo að ekki væri hægt að anna henni. Hér á landi eru nú rekin 6 minkabú, þar af er eitt búanna raunverulega með tvö bú, þannig að þau eru í allt 7 talsins. Heildarskinnafram- leiðsla þeirra var á sl. ári um 30 þúsund skinn og er söluverðmæti þeirra samtals milli 85 og 90 milljónir króna. Skúli kvað gotið hafa gengið yfirleitt vel á öllum búunum nú, en það væri forsendan fyrir rekstri búanna. Hann kvað rekstur búanna norðanlands hafa gengið sérstaklega vel — þ.e. i Grenivik og Dalvik en þar væru bú með um og yfir 2 þúsund læð- ur, og sagði Skúli að einsýnt væri að það væri heppilegasta stærðin af búum til og að þau gæfu eitt- hvað af sér í aðra hönd. Búið á Sauðárkróki væri hins vegar helmingi minna eða því sem næst og hagkvæmni þess þar af leið- andi ekki hin sama, enda þótt útkoman af rekstri þess hefði komið mjög bærilega út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.