Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 Dr. Björn Sigtirbjörnsson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnadarins: YLRÆKTARMÁL Ylræktarmál hafa verið ofar- lega á baugi að undanförnu og allt útlit fvrir, að brátt verði að hrökkva eða stökkva í þeim mál- um. Þó er þetta gömul saga og gamall draumur. tslendingar eru brautrvðjendur f notkun jarð- varma til húsahitunar og ræktun- ar. Við erum enn í fararbroddi f húsahitun en vlræktin hefur ekki aukist og elfst sem hjá mörgum nágrannaþjóðum og langt þvf frá, að hér sé á boðstóinum það magn og úrval gróðurhúsaafurða og á jafn hagstæðu verði og hjá mörg- um öðrum þjóðum. Það er t.d. engin augljós ástæða fvrir því að tómatar ræktaðir f gróðurhúsum hér þurfi að vera dvrari en tómat- ar í gróðurhúsum erlendis. Það sem við einblínum á í sam- bandi við framtið ylræktar á ís- landi er hin, að því er virðist, ótæmandi auðlind jarðgufu og hveravatns. Þetta hefur oft gefið hugmyndafluginu lausan taum- inn og menn sjá fyrir sér heilu landssvæðin hulin gleri og gróð- urhúsin full af grænmeti, ávöxt- um og skrautjurtum til heima- neyslu og útflutnings. Ylræktar- afurðir til útflutnings er ein að- ferðin til þess að flytja út orkuna svipað og kísilgúr, ál eða jafnvel járnblendi. Verksmiðjur gróðurhúsafyrirtækisins Voskamp en Vrijland f Hollandi. Ylræktarmál Erindi flutt hjá Rotary 5. maí s.l. ÞÁTTUR RANNSÓKNARÁÐS Margt hefur verið ritað og rætt um ylrækt í stórum stil og árið 1970 var haidin hér ráðstefna til að fjalla um þessi mál. Það mun hafa verið á sama ári, sem starfshópur á vegum Rann- sóknaráðs ríkisins hóf athuganir á valkostum í sambandi við notk- un jarðvarma. Þessi starfshópur vann geysi merkilegt starf og skýrslan, sem gefin var út er merkilegt og mjög vel unnið skjal. Helstu niðurstöð- ur starfshópsins voru þær, að hag- kvæm notkun jarðvarma væri í stóru ylræktarveri, þar sem rækt- aðar væru skrautjurtir og græn- meti til útflutnings. Var stungið upp á að reisa gróðurhús 33,5 ha að stærð, og voru hagkvæmustu afurðir til útflutnings taldar aspargus, anthurium og chrys- anthemum græðlingar og eitthvað af matjurtum. Var lagt til, að yl- ræktarver þetta yrði reist í Ölfus- dal við Hveragerði og yrði afl borhola i dalnum beislað í þessu skyni til framleiðslu á rafmagni og varma. Aflþörf versins var áætluð 14 megawött en afl stærstu holunnar er um 8 mega- wött. TÆKNILEGIR ÖRÐULEIKAR Við athugun starfshópsins komu ýmisleg tæknileg vandamál í Ijós, sem rannsaka þurfti. Eitt gróðurhús er í sjálfu sér öðru líkt hvað inniloftslagið snertir, hvort sem annað er staðsett á íslandi og hitt á suðlægum slóðum. í því sambandi má nefna, að gróðurhús eru notuð til ræktunar plantna jafnvel i eyðimörkum Saudi Arabiu og Abu Dabi, en þau hús eru að sjálfsögðu kæld. Það er sameiginlegt öllum stöðum á jarðríki, að til þess að hafa stjórn á loftslagi fyrir jurtagróður er nauðsynlegt að nota gegnsæjan hjúp úr gleri eða plasti. Gegnsæj- an vegna þess, að án ljósorku geta grænar plöntur ekki þrifist og án grænna plantna getur ekkert lff þrifist á þessari jörð. Og þar erum við komin að aðal- vandamáli vetrarræktunar í gróð- urhúsum á íslandi: 4 — 5 mánuð- ir ársins, október til mars, eru svo ljóssnauðir, að erfitt er að rækta markaðshæfar plöntuafurðir á þessum tima nema með notkun gerfilýsingar. Græn planta getur ekki tekíð til sín orkurík næring- arefni og þrifist á þeim eins og sveppir, dýr og menn. Græn planta notar sólarorku til að vinna vetni (H 2) úr vatni og not- ar vetnið til að framleiða orkurík efnasambönd úr ólífrænum kol- tvfsýring (Co 2) andrúmsloftsins. Ef ekki er fyrir hendi nægilegt magn Ijóss af ákveðnum bylgju- lengdum verður vöxtur plantna mjög ófullnægjandi. tslenska skammdegið er svo dimmt, að ein- ungis gjörlýsing diigar til að fá fullan vöxt. UNDIRSTÖÐURANNSÓKNIR Starfshópyrinn komst að því, að hvergi væri hægt að fá upplýsing ar um framleiðslu á markaðshæf- um plöntum með raflýsingu einni Dr. Björn Sigurbjörnsson saman. Því lagði hann til að byrj- að yrði á rannsóknum á lýsingu. Sótti Rannsóknaráð ríkisins um og fékk um $ 50.000 styrk frá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNDP) til þess að kaupa fyrir tilstilli FAO ýmsar gerðir gróðurhúsalampa, kosta ferðir sérfræðinga til landsins og veita íslendingum námsstyrki. Rannsóknaráð fól Rannsókna- stofnun landbúnaðarins fram- kvæmd þessara tilrauna og eru þær framkvæmdar i samvinnu við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykj- um f Öifusi. Við lýsingu plantna eru venjulegar ljósaperur gagns- litlar. Fluorescent ljós eru miklu hagkvæmari, en bestar eru sér- stakar perur með háþrýstu kvika- silfurs- eða natríumgasi, svipað þeim, sem notaðar eru til götulýs- ingar. Plöntunni er sama af hvaða uppruna ljósið er — sólargeisli eða peruljós — bara að bylgju- lengd Ijóssins nýtist til efna- vinnslunnar. Bláa og rauða litasviðið er gagn- legast. Veturinn 1974/75 komu hingað sérfræðingar frá S.Þ. bæði bresk- ir og einn sænskur til að aðstoða við að skipuleggja tilraunirnar. Veittar voru um kr. 3.500.000 á fjárlögum og var gerð undirbún- ingstilraun þann vetur en áætlun gerð um aðaltilraunina fyrir vet- urinn 1975/76. Kom þá í ljós, að Garðyrkjuskólinn átti ekkert gróðurhús nógu vel úr garði gert fyrir þessar tilraunir og reyndist nauðsynlegt að reisa nýtt 300 fm hús. Utreikningar á kostnaði við þessar tilraunir fyrir árið 1976 sýndu um kr. 8.000.000. Fjárveitingavaldið skar þessa upphæð niður í 3.000.000 og er okkur, sem að þessu stöndum, það óleysanleg ráðgáta, hvernig við eigum að gera tilraunir sem kosta 8 milljónir fyrir aðeins 3 ! Svo bættist það við snemma á þessu ári, að Þróunarstofnun S.Þ. lenti í fjárhagsörðugleikum og var okk- ur tilkynnt, að ekki kæmi frekari aðstoð úr þeirri átt. Við erum að því leyti verr á okkur komnir en bretar, að yl- ræktarrannsóknirnar eru hala- klipptar bæði að aftan og framan. Við munum því brátt ljúka þess- um óverurannsóknum, sem í gangi hafa verið og hætta þessu á miðju sumri, nema að kraftaverk- ið gerist. Hins vegar hafði verið gert ráð fyrir því, að næsta skref yrði til- raunaframleiðsla til útflutnings 1 nægilega stórum stfl — 0,2 — 2,0 ha — til þess að unnt yrði að reyna til hlýtar aðra þætti fram- leiðslunnar, flugflutning til út- landa og sölu á vörunni þar. ÞÁTTUR HOLLENDINGA Nú vikur sögunni að því, að þegar sérfræðingar S.Þ. voru hér, fékk landbúnaðarfulltrúi hollend- inga við Sendiráð þeirra í Lond- on, Douwe Vries, sem var áður garðyrkjustjóri f hollenska land- búnaðaráðuneytinu, nasaþef af áformum okkar og fyrir tilstilli aðal ræðismanns hollendinga á ís- landi, kom hann hingað og skoð- aði aðstæður hér með sérfræðing- unum. Fannst Vries mikið til koma um ótæmandi orkulindir okkar á þeim tíma sem olía og gasverð hækkar í verði hérumbil mánaðarlega. Ræddi hann í Hollandi við eitt stærsta gróðurhúsafyrirtæki í heimi, Voskamp og Vrijland, raf- magnsfyrirtækið Philips og Chrysanthemumfyrirtækið Horti- flora um möguleikana á því að reisa á íslandi tilraunaylræktar- ver af stærðargráðunni 3,5 hekt- arar (= 35.000 m1 2 3 ) þar sem fram- leiddir væru ca. 50 milljón græð- lingar árlega, sem svarar til um 2 tonna flugfarms af græðlingum vikulega til Hollands. Þess má geta, að við framleiðslu afskor- inna Chrysanthemum blóma þarf fyrst að taka af móðurplöntum 10—15 cm græðlinga. Taka má af hverri plöntu um einn græðling vikulega. Þessir græðlingar eru siðan seldir þeim sem setja þá I mold við hátt rakastig og „róta“ þá. Rótaðir græðlingar eru síðan seldir þeim sem rækta blómið sjálft til sölu. Okkar hlutverk væri að framleiða fyrsta skrefið þ.e.a.s. órótaða græðlinga. í apríl s.l. komu hingað full- trúar allra þessara fyrirtækja til að kynna sér málin og ræða við okkur til að fá sem mestar upplýs- ingar um aðstæður, orkuverð o.fl. Sfðan hafa hollendingar lagt gífurlega vinna í þetta og 4. maí kom Vries til landsins með út- reikninga á öllum kostnaðar- og tekjuliðum þessa stóra tilrauna- verkefnis og raunar einskonar út- tekt á möguleikum okkar til yl- ræktar í stórum stíl til útflutn- ings. Þótt ekkert frekara eigi sér stað í málinu er þetta tillegg hollend- inga ómetanlegt fyrir framþróun ylræktarmála á tslandi á hvorn veg sem þau munu koma til með að þróast. NÁTTÚRULEG SKILYRÐI A ISLANDI TIL YLRÆKTAR TIL UTFLUTNINGS En áður en ég lýsi nánar tilboði hollendinga, skulum við athuga betur forsendur fyrir slíkri yl- rækt á íslandi og virða fyrir okk- ur suma og kannski helstu kosti og galla tslands að því er viðkem- ur ylrækt til útflutnings. KOSTIR. 1. Hitakostnaður er mjög lágur miðað við notkun gass eða olíu, en á móti kemur að vísu lengri upp- hitunartími og meiri hitaþörf en víðast annarsstaðar. Likur eru á þvi, að verðmunur þessara orku- gjafa muni aukast verulega jarð- varma í hag. 2. Hreint loft og lítil mengun. Gnægð af hreinu vatni. Þetta eru þættir sem margar erlendar þjóð- ir meta í auknum mæli, enda hafa þeir líka áhrif á plöntuvöxt. 3. Lítið um plöntusjúkdóma og meindýr. Ytri Ioftlagsskilyrði eru þannig, að þótt kvillar berist í gróðurhúsin utanlands frá, er til- tölulega auðvelt að losna við þá úr húsunum og litil sem engin hætta á, að þeir geti þrifist utan dyra. Kannsóknir a gjoriysingu' við fram IWP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.