Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 Gengið norður íland á fðstunnl Nýlega birtist í Mbl. frásögn af göngu pilta úr Flugbjörgunarsveit- inni yfir hálendið frá austri til vesturs. En á sama tima voru eldri félagar úr sama flokki, D-sveit Flugbjörgunar- sveitarinnar á sams konar gönguferð þvert yfir Iandið, frá Gullfossi yfir Hofsjökul og norður í Eyjafjörð. Þeir voru sex saman, á aldringum frá 37 ára til 43ja meðalaldur hópsins 41 ár, og kváðust aldrei hressari en eftir 8 daga göngu í þungu færi og erfiðu veðri yfir landið þvert. Þetta voru þeir Leifur Jónsson, læknir, Magnús Hallgrimsson, , verkfræðingur, Guðmundur Sigvalda- son, jarðfræðingúr, Halldór Ólafsson, rennismiður, Helgi Ágústsson, múrari, og Stefán Bjarnason, trésmiður. Þar sem ferðamáti þeirra og útbúnaður reyndist á margan hátt til fyrirmyndar, og gæti orðið öðrum að gagni, hitti fréttamaður Mbl. fjóra þeirra að máli | eitt kvöldið og festi frásögn af ferðinni á blað. Upphaf þessa máls er að fyrir 20 árum fóru þeir Leifur og Magnús í sams konar gönguferð þvert yfir | landið, og þar sem ferðin sú reyndist mjög ánægjuleg en veður ekki alls staðar bjart, höfðu þeir ákveðið að endurtaka hana og bæta þar úr. Síðan bættust í hópinn félagar þeirra, flestir úr Flugbjörgunarsveitinni. Lagt var af / stað þriðjudaginn 6. apríl kl. 7.30 með útbúnaðinn í bíl Flugbjörgunarsveitar- innar að fjallaskilagirðingunni ofan við Gullfoss, þar sem gangan hófst. Ekki var mikið um æfingar áður, nema hvað allir fóru í hina hefð- bundnu 30 km göngu björgunarsveitar- innar á Hellisheiði, auk venjubund- inna helgargönguferða og farið var í tjaldútilegu í snjó til að reyna út- búnaðinn. Áður en þeir Magnús og Leifur lögðu upp fyrir 20 árum, lagðist Magnús, sem þá var í háskólanum út á hjarn eina nóttina milli Stúdentagarð- anna, til að reyna svefnpokann sinn við þær aðstæður. Um miðja nótt var Bald- ur Jónsson vallarvörður, ræstur út af balli, þar sem gengið hafði verið fram á mann í hrakningum, líklega hálfdauð- an Hann kom og ýtti við Magnúsi, sem reis upp og spurði hvort maður maetti ekki .sofa út á sunnudagsmorgpi i friði. Fyrsta daginn ætluðu ferðalangarnir að fara rólega, aðeins að ganga 15 km og gista í skálanumvið Grjótá. Gangan varð 40 km, því haldið var áfram að Hvítárvatni yfir vatnið og tjaldaó við Svartá. Bezta veður var en farið var að dimma, og þar sem ekki var tunglsljós, sáust ekki handaskil. Þeir sáu því ekki skálann fyrr en þeir vöknuðu morgun- inn eftir. Þá reyndist hann vera í 500 m fjarlægð. Magnús Hallgrímsson er morgunhani mikill og vaknaði alltaf kl. 6 til að kveikja á bensínprímusinum. Þeir félagarnir sögðu að bensínprímus væri feikilega góður í slíkum ferðalögum, þar sem hann er léttur og tekur fljótt við sér. 10 lítrar af bensíni voru með í ferðinni og reyndist meira en nóg, því 5 lítrar voru eftir að ferðalokum. Aðal- uppistaðan í fæðunni voru 180 flat- kökur, 3 kg af smjöri, 2 hangikjötslæri, 2 steifet læri, 3'/í kg af kæfu, 20 súpur og súputeningar að auki, 2 kg af skinku, 3 kg af sykri, þar af 2 af púðursykri, 20 sítrónur, 2 pakkar af tei, 2'/í kg af súkkulaði 4 kg af rúsínum og 6 pakkar af þrúgusykri. — Þetta fæði var alltaf jangott og engan langaði nokkru sinni í neitt annað, sögðu þeir. Aftur á móti drukku þeir fjóra potta af mjólk þegar þeir komu niður að Hólsgerði í Eyjafirði og ómælt kaffi og vatn, þó alltaf hefðu þeir næga vökvun á leiðinni. Þar sem ekki þurfti að spara eldsneytið, var ætið hægt að bræða snjó í áningarstað. Borðað var vel kvölds og morgna, en aðeins flat- kökusneið með kæfu í vásanum í nesti yfir daginn. Létu þeir félagar mjög vel af því hve góður kostur flatkökur eru i slíkri ferð, alltaf eins, þó þær böglist og blotni, og molna ekki við hnjask eins og brauð. Og ekki þe.rf að skara þær niður. Á miðvikudag var ferðinni heitið í Árskarðsskála í Kerlingarfjöllum. En eftir að farið var frá Hvítárvatni, varð nær alltaf að ganga eftir kompás, því dimmt var yfir. Var stundum heið- myrkur, svo að ekki sáust handa skil niðri við jörðu, þó grillti í bláan himin uppi yfir. Nú gengu menn og gengu, en sáu ekkert frá sér. Undir kvöld hafði skyggni enn versnað. Taldist þeim þá svo til að þeir mundu vera komnir 4 km fram hjá skálanum i Kerlingarfjöllum og slógu upp tjöldum. En morguninn eftir, fimmtudag, var kominn 2ja stiga hiti og slydduhríð, þegar tjöldin voru tekin upp. í ferðinni voru tvö tjöld, eitt fjögurra manna jöklatjald og annað lftið og létt þriggja manna tjald. Var ætlunin að komast upp úr rigningunni og upp á Hofsjökul. Og var haldið áfram 10 km með það fyrir augum. Eftir rúma klukkustund var komið að gljúfri, sem reyndist vera Jökulfallið og brú þar yfir. Sáu ferðalangarnir þá að þeir höfðu tjaldað 5 km sunnan við skálann, en ekki norðan við hann. Nú hafði veðrið versnað, komin suð- austan rigning og varla þurr þráður á ferðalöngunum. Þó allir væru vel regn- gallaklæddir, pískaði inn um ermar og hálsmál. Þreifuðu þeir sig áfram að skálanum og settust þar að til að þurrka af sér. í ferðinni var lítil talstöð, sem Carl Eiriksson, verkfræðingur, hafði smiðað fyrir flugbjörgunarsveitina úr labb- rabb tæki, sem hann setti á bílabylgju, og við það 50 m langt loftnet, er spóla má upp á veiðihjól. Með þessu tæki, sem er létt og handhægt, höfðu þeir félagar alltaf samband við Hveravelli eða Sandbúðir einu sinni á dag eftir 2 fyrstu dagana. Og með þessu tæki náðu þeir meira að segja sambandi við Reykjavík frá Laugafelli, og ræddu við Carl Eiríksson heima hjá honum á Rauðalæknum. Á föstudag var lagt á Hofs.iökul. Skaf- renningurinn hafði gengið niður um morguninn. Og nú var hægt að þjóta þöndum seglum yfir hjarnið að Blá- gnípu. Dregnir voru upp þrír pokar er áttu að vera þrautavarabúnaður, ef menn yrðu að leggja sig úti. Þá gátu tveir skriðið í svefnpokunum sínum i hvern vatnsþéttan poka. í enda þessara poka mátti þræða skíðastafina og búa úr þeim segl. Bar þessi útbúnaður þá félaga áfram á góðri ferð í heilan klukkutíma. # Fyrir þöndum seglum frá Kerlingarfjöllum að Blágnípu. Svo vel gekk aðeins í 1 klst. á 8 dögum. Skíðastafir eru þrædd- ir f endana á vatnsþéttum „þrautavarapokum“, sem tveir og tveir geta skriðið ofan í í svefnpokum sínum, ef liggja verður úti. Utbúnaðurinn á sleðunum reyndist lika mjög hagkvæmur. Hver maður dró sinn farangur á trefjaplastsleða sem Plastiðjan í Hafnarfirði hafði búið til en sleðinn og frágangurinn á honum var gerður eftir sleðum Lappa. í sleðunum voru útbúnir kjálkar úr bambus, til þess að þeir rynnu ekki á hælana á göngumönnum, þegar hallaði undan. En á sleðunum var segldúkur, saumaður allan hringinn á þá og fald- aður að ofan i vopna en þar mátti smeygja grannri bambusstöng. Upp á hana mátti vinda segldúkinn, þegar opnað var, en loka með tveimur hand- tökum bambusstöngunum, svo að allt yrði fast og þétt. En slíkt er mikill kostur. Sleðarnir reyndust stöðugir mjög, allt var vind- og vatnsþétt, og því var hægt að geyma allan farangurinn úti. Farangur hvers manns var 37 kg með sleða og öllu tilheyrandi og skið- um. Þar er allt talið nema fötin sem hann stóð í. Þegar átti að halda upp á Blágnípu, reyndist jökullinn svo sprunginn að þræða varð milli jökuls og hliðar. En leiðin upp var svo erfið að selflytja þurftu sleðana. Var farið með Blágnipu upp að vatnaskilum, og síðan beint upp á jökulinn. Þetta var mjög erfiður kafli. Sumir áttu erfitt með að ná festu með skíðunum í þessari háu brekku, en aðrir höfðu tekið með sér skinn á skíð- in og gekk mikiu betur. Dúnalogn var á, eftir að komið var upp á jökulinn. En þegar þeir félagar höfðu paufazt upp í 1300 metra hæð yfir sjávarmál, skall á stórhrhV Hríðin brast á eins og hendi væri veifað, svo ákveðið var að tjalda Varð að grafa smágeil i jökulinn til að setja tjaldið niður og með sameiginlegu átaki tókst við illan leik að koma upp stærra tjaldinu. Inn i það skriðu allir. Veðrið var svo slæmt að tjaldið barðist og skókst, og ekki var óhætt að kveikja á hitatækinu eða taka upp mat. Spændu menn þvií sig feita hálffrosna kæfu, og létu vel að slíku fæði. — Maður þarf á góðri fitu að halda við svona aðstæður, og þá reynist kæfan vel, sögðu þeir. Þeir pökkuðu sér svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.