Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 19 neins, og ekki verður sagt, ao við nefnd- armenn, að formanni undanskildum, hefðum ýkja mikið að gera þá dagana Enginn vissi þá, hvað um Evensens- textann yrði, né yfirleitt um nokkuð annað, þótt við hefðum á tilfinningunni, að hagsmuna okkar yrði gætt með ein- hverjum hætti. Spennan fór vaxandi, eftir því sem þögnin var meira hróp- andi, og um klukkan 10.30 á föstudags- morgun, síðasta dag ráðstefnunnar, stóð- um við við dyr fundarsalar allsherjar- þingsins og nerum hendur okkar þar til við festum þær á hinum endurskoðaða texta. Og mikil varð gleðin, þegar við sáum, að engin af breytingartillögunum, sem þær þjóðir höfðu barizt fyrir, sem annarra hagsmuna eiga að gæta en við, höfðu hlotið náð fyrir augum formanns- ins. Hann sagði raunar í inngangi, að þrátt fyrir að mikið hefði verið rætt um hugsanlegar breytingar þessa þáttar málsins, hefðu engar tillögur til breyt- inga hlotið verulegan stuðning og skoð- un sin væri sú, að sérhver meiriháttar breyting í þessu efni gæti splundrað öllum frekari samningatilraunum. Þetta var að sjálfsögðu það bezta, sem fyrir gat komið. Textinn hafði gengið í gegnum eldskírnina, svo til óbreyttur. (Aðeins var um orðalagsbreytingar að ræða, sem heldur voru okkur til hagsbóta). Þar með var Evensens-textinn auðvit- að að engu orðinn og þótt hann tryggði okkar hagsmuni, var það með öðrum hætti og samþykkt hans líklegri til að vekja áframhaldandi deilur en sú niður- staða, sem varð. Atkvæðagreiðslur gætu orðið 5000 talsins — Hvernig skiptust þjóðirnar í hópa í megindráttum á þessari ráðstefnu? 1 fréttum er stundum talað um 77-hópinn og hóp 50 landluktra og landfræðilega afskiptra rfkja. — Það er augljóst, segir Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, að því fer fjarri, að allt starf ráðstefnunnar fari fram á formleg- um fundum. Raunar eru ræður þær, sem þar eru fluttar, oft hálfgerð ráðgáta. Stundum gera menn meiri kröfur en þeir hafa nokkru sinni gert sér vonir um að ná fram, og ekki er örgrannt um, að maður hafi það jafnvel á tilfinningunni i einstaka tilvikum, að fulltrúar tali þvert um hug sinn, þegar reynt er að fiska eftir stuðningi einstakra rikja eða ríkja- hópa. En reynt er að þrýsta þjóðum, sem svipaðra hagsmuna hafa að gæta, saman í starfshópa, þannig að einn geti talað fyrir allra munn, enda vonlaust að ráð- stefnunni lyki nokkurn tíma, ef allar 150 þjóðirnar þyrftu að tala um hvert ein- stakt atriði. I annan stað er heiminum skipt upp í svæðahópa, t.d. eru Afríku- þjóðir i einum hóp, en okkar svæðishóp- ur er nokkuð kyndugur, þvi að hann heitir „Evrópuþjóðir og aðrir“, þar sem m.a. er að finna Kanada, Nýja Sjáland og Ástralíu. Þá eru líka aðrir hópar, sem mér skilst, að ýmist séu sjálfskipaðir eða valdir af stærri hópum til forvinnslu má!a,>og svo mætti lengi telja. Allt kem- ur þetta kynduglega fyrir sjónir fyrst í stað, en skýringin á fyrirbærinu er sjálf- sagt tviþætt, annars vegar eru hrossa- kaupin alræmdu, en hins vegar sú stað- reynd, að allt mundi fara úr böndum, ef ekki væri reynt að þjappa mönnum sam- an í hópa, sem siðan reyndu að koma fram sem heilsteyptur samningsaðili. Mergurinn málsins er sá, að enn sem komið er, eru menn að gera sér þær Sendinefnd Islands á hafréttarráðstefnunni. Talið frá vinstri: Þórarinn Þórarinsson, Evjólfur Konráð Jónsson, Jón Arnalds. Jón Jónsson, Hans G. Andersen, Gils Guðmundsson, Jón Ármann Iféðinsson, Ilaraldur Henrýsson og Már Elísson. vonir, að hafréttarsáttmáli verði gerður án þess að til atkvæða þurfi að koma, heldur verði um að ræða málamiðlun. En hins vegar er gert ráð fyrir því, að á fundinum, sem hefjast mun 2. ágúst og standa til 17. september í New York, verði einungis fyrstu þremur vikunum varið til úrslitatilrauna í þeim tilgangi að ná samkomulagi, en takist það ekki eða sýnt verði að þeim tíma liðnum, að það muni ekki takast, er hugmyndin að ganga til atkvæða og telja sumir, að atkvæðagreiðslur gætu jafnvel orðið allt að 5000 talsins. Auðæfi hafsbotnsins — Nú hefur þú eingöngu fjallað um þann þátt hafréttarráðstefnunnar,, seni snýr að hagsmunamálum okkar islend- inga. En vitað er, að meginverkefni þéss- arar ráðstefnu eru kannski allt önnur, það er spurningin um auðæfi hafsbotns- ins og þær raddir hafa hevrzt, að jafnvel þótt samkomulag næðist um fiskveiði- lögsögumál, vrði enginn hafréttarsátt- máli að veruleika, ef samningar takast ekki um aðra þætti viðfangsefna ráð- stefnunnar. Hvernig er staðan í þeim málum? — Það er rétt, að hér að framan hef ég af eðlilegum ástæðum fyrst og fremst rætt um þau málefni, sem okkur varða mestu, en ekki nægir þó að samkomulag náist um þau, því að um mörg önnur atriði — og þau ekki veigaminni að annarra dómi — verður að nást sam- komulag, þvi að allt hangir þetta saman. í fyrstu nefndinni, sem fjallar um auú- æfi úthafs og hafsbotns var ósamkomu- lagið enn meira en nokkru sinni i 2. nefndinni, einkum um það, hvernig hátt- að skyldi stjórn þessara mála og um skiptingu afraksturs. Segir mér svo hug- ur um, að þröunarrikin mörg telji ekki saka, þótt einhver dráttur verði á stór- framkvæmdum við öflun auðæfa af hafs- botni og óttist, að stórveldin muni þar öllu ráða og ekki leynir sér, að Kínverjar ýta undir, enda kunna þeir þá list að biða, þvi að með þeim vinnur timinn. Að visu segja allir, að þróunarríkin eigi fyrst og fremst að njóta þessa auðs, en tortryggnin er mikil. Hins vegar má ætla, að samkomulag geti náðst í þriðju nefndinni um mengunarvarnir og vis- indalegar rannsóknir. Þá er enn um það að ræða, sem siglingaveldin og þ.á m. Bretar leggja vafalaust á meiri áherzlu en fiskveiðar, og það er óskorað siglingafrelsi innan efnahagslögsögu upp að 12 mílum og siglingafreisí um sund og innhöf. Þessi ríki óttast, að svo kunni að fara, ef enginn sáttmáli yrði gerður, að fleiri eða færri riki tækju sér 200 milna landhelgi, en ekki eingöngu auðlindalögsögu, og teldu sig þá hafa rétt til að stöðva kaupskip á megin sigl- ingaleiðum. Þótt auðlindalögsagan sé að minu mati orðin að alþjóðalögum eins og ég gat um áðan, standa enn deilur um það, hve víðtæk réttindi annarra en strandríkja innan þessara marka skuli vera. Ríkisstjórnir taka af skarið — Hvað gerist, ef samkomulag næst ekki, f fvrstu nefnd um skiptingu auð- æfa hafsbotnsins? — Já, menn telja, að samjcomulag verði að nást í öllum þáttum til að haf- réttarsáttmáli verði gerður. Mín skoðun er samt sú, að menn vilji frekar gera sátt mála um einn þátt eins og efnahagslög- söguna, þegar út i alvöruna kemur, held- ur en að enginn sáttmáli verði gerður og eigi það bæði við um siglingaveldin og hin svonefndu landluktu og landfræði- lega afskiptu ríki, því að annars er alveg augljóst, að strandríki um heim allan taka sér 200 mílna efnahagslögsögu eða 200 mílna landhelgi. Embættismenn og sérfræðingar leggja áherzlu á, að ekkert geti orðið að veruleika nema samkomu- lag náist i öllum greinum, en auðvitað ráða þeir ekki, þegar úrslitaákvarðanir eru teknar. Þá eru það rikisstjórnir, sem taka af skarið bæði fyrir sínar sendi- nefndir og eins þrýsta þær á aðrar. Þannig var alveg ljóst, að undir lok þessa fundar höfðu sendinefndir fjölmargra rikja og þar á meðal Afríkuhópurinn ákveðið að sætta sig ekki við nýjan fund í sumar. og á fundum í almennu nefndinni morgun- inn fyrir lokadag ráðstefnunnar lýsti hver af öðrum yfir andstöðu við slíkan fund, en þá fóru hjólin að snúast á æðstu stöðum, og að morgni föstudags kom i ljós, að hver sendin jfndin af annarri át ofan i sig stóru orðin og samkomulag náðist um að halda fund i sumar. að. vísu ekki i Genf heldur í New York. 0 0 Ahrif Islands — „Vegur“ Island eitthvað á svona ráðstefnu? — Það er auðvitað mesti misskilning- ur, að á þessum fundum snúist allt um ísland. Hver þjóð tekur afstöðu með sina hagsmuni i huga. Hitt er annað mál, að allir eru áreiðanlega gjörkunnugir okk- ar sérstöðu og sérstöku vandamálum og vilja taka tillit til þeirra, þar á meðað meginlandsþjóðir Evrópu, eins og áður hefur verið gerð grein fyrir, en okkar ,,vigt“ byggist held ég öðru fremur á hæfileikum Hans G. Andersen, for- manns islenzku sendinefndarinnar, og þeim nánu tengslum, sem hann hefur við alla þá, sem áhrifamestir eru í þess- um málum vegna áratuga reynslu og samskipta við þessa menn. — Vakti landhelgisdeilan við Breta og fréttir af átökunum á fiskimiðum hér við land einhverja athvgli á ráðstefn- unni? — Ég varð því miður ekki var við að það vekti mikla athygli eða menn hefðu af því sérstakar áhyggjur nema við og fulltrúar Breta. Ekki hætta á verulegum breytingum — Hvað viltu svo segja að lokum um horfurnar á ráðstefnunni og möguleika á því, að hafréttarsáttmáli verði sam- þvkktur, sem við íslendingar getum un- að við? — Á lokafundi ráðstefnunnar afhenti Karl Wolf, Austurríkispiaðurinn, sem er formaður eða talsmaður hóps hinna landluktu og landfræðilega afskiptu ríkja, yfirlýsingu, sem dreift var til allra fulltrúa, þar sem hann lýsti miklum von brigðum yfir störfum fundarins og taldi, að við fyrstu yfirsýn hefði enginn sýni- legur hljómgrunnur fengizt í annarri nefnd fyrir sjónarmiðum þessara rikja i sambandi við breytingar á gamla textan- um til hagsbóta þeim, en hann kvað þau samt mundu halda áfram þátttöku i störfum ráðstefnunnar. Þetta hygg ég. að svari spurningu þinni, að vísu óbeint. Málin hafa verið þrautrædd i átta vikur, og textinn kemur tær úr eldskírninni. Ég hygg ekki að hætta sé á verulegum breytingum hans á næsta fundi, enda verður þar ekki rætt um hverja grein fyrir sig. Þetta gera ríkin, sem Karl Wolf talar fyrir, sér áreiðanlega ljóst, en þau vilja samt halda áfram að starfa, þvi að það kæmi þeim verst, ef enginn sáttmáli sæi dagsins ljós. Það segir sína sögu. St.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.