Morgunblaðið - 01.08.1976, Síða 1
44 SÍÐUR
167. tbl. 63. árg.
SUNNUDAGUR 1. ÁGUST 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sænskur læknir í Tel al-Zaatar:
„Verðum öll dauð
innan þriggja daga”
Beirút, 31. júlí. AP.
KRISTNIR hægri menn f Beirút
settu f dag ný skilyrði fyrir tak-
mörkuðu vopnahléi til að leyfa
brottflutning særðra úr Tel Al-
Zaatarflóttamannabúðunum og
varð alþjóða Rauði krossinn að
hætta við að senda lest sjúkrabfla
inn f búðirnar á sfðustu stundu.
Ekki var f morgun ljóst hvaða
skilyrði var um að ræða, en þau
voru eitthvað f sambandi við tak-
mörkun á ferðum sjúkrabflanna.
Sænskur læknir, sem hefur
starfað innan flóttamannabúð-
anna, sagði í símtali við frétta-
mann i morgun, að um 30 þúsund
manns væru í búðunum þar af
4000 særðir og sjúkir. Sagði
læknirinn að ef hjálp bærist ekki
yrðu allir dauðir innan þriggja
sólarhinga. Vatnslaust hefur ver-
ið í búðunum um 3 vikna skeið og
ástandið ógnvænlegt.
Járnsýringur eða
mýrrarrauŒ á Mars
Með flesta borgabúa út og suður njóta þeir sem eftir eru að hvilast í kyrrð og ró.
Ljósm. RAX
Pasadena, 31. júlf. Reuter.
VÍSINDAMENN f Pasadena
segja að fyrstu niðurstöður rann-
sókna á jarðvegssýnum frá Vfk-
ingi I útiloki ekki þann mögu-
leika að Iff f einhverri mynd
fyrirfinnist á Mars.
Dr. Gerald Soffen, einn vísinda-
mannanna, sagði blaðamönnum:
„Mars er lituð eyðimörk." Dr.
Priestley Toulmin sagði að helztu
efnin í jarðveginum væru járn,
kalsium, kisill, títanium og ál.
Jarðveginum lýstu þeir þannig
að hann væri annað hvort mýrar-
rauði eða þakinn þunnu ryðbrúnu
lagi af járnsýringi, það er efna-
sambandi járns og súrefnis.
Dr. Benton Clark sagði að tæki
Víkings hefðu ekki fundið efni
eins og vanadium og molyden sem
Framhald á bls. 43
Óttast nýjan risa-
skjálfta um helgina
Peking, 31. júlí. AP.
UTANRlKISRAÐUNEYTIÐ f
Peking varaði f dag við að nýr
jarðskjálfti allt að 7 á Richter-
kvarða væri yfirvofandi og gæti
Rússar hóta
að hætta
Montreal, 31. júlf. AP.
ER Mbl. fór I prentun siðdegis I
gær var ekki ljóst hvort Sovét-
menn ætluðu að gera alvöru úr
þeirri hótun sinni að hætta þátt-
töku f Ólympíuleikunum, ef
Kanadamenn skiluðu ekki aftur
17 ára dýfingamanni, sem baðst f
gær hælis sem þólitfskur flótta-
maður í Kanada. Sökuðu Sovét-
Framhald á bls. 43
komið innan 48 klst. með upptök
sfn f námunda við borgina Tang-
shan, sem er f rústum eftir
skjálftana fyrr f vikunni. f þessu
sambandi má benda á að Kfnverj-
ar mældu stóra skjálftann 7.2 á
Richterkvarða, en jarðskjálfta-
fræðingar á vesturlöndum mældu
hann 8.2.
Hafa kfnverskir ráðamenn var-
að milljónir manna, sem búa á og
í grennd við jarðskjálftasvæðið að
halda sig utan dyra. Kfnverjum
hefur á undanförnum árum tekist
einstaklega vel að segja fyrir um
jarðskjálfta þótt þeir hafi ekki átt
von . á stóra skjálftanum svo
snemma, sem raun bar vitni, en
vísindamenn þar f landi höfðu
spáð stórum skjálfta fyrir 1980.
Sérfræðingar á Vesturlöndum
telja nú, að jarðskjálftinn á mið-
vikudag, sem lagði Tangshan f
rústir hafi verið mestu og mann-
Framhald á bls. 43
Tokyo dýrasta
borg í heimi
Genf. 31. júlf. AP. .
MATUR er dýrari f Tokyo en f
nokkurri annarri borg f heim-
inum og dýrari f Stokkhólmi og
Genf en f nokkurri annarri
borg f Evrópu samkvæmt rann-
sókn sem hefur verið gerð á
vegum ráðgefandi kaupsýslu-
fyrirtækis f Genf. New York er
f sjöunda sæti og Róm og Lond-
on næst á eftir.
í Tokyo kostar 46,368 fsl.
krónur að kaupa 50 dæmigerð-
ar matartegundir til heimilis-
neyzlu, 33.672 krónur í Stokk-
hólmi, 32.200 í Genf, 30.544 í
Ólsó, 28.152 f Frankfurt, 26,128
í Parfs, 21.528 í New York,
20.056 f Róm og í London.
Samkvæmt vfsitölu sem er
100 stig f New York er matar-
kaupavfsitalan f Tokyo 180.8,
samgönguvísitala 134,6 og vfsi-
tala skemmtana- og afþreyfing-
arkostnaðar 153,7 stig. Það eina
sem er ódýrara í Tokyo en i
New York er föt: vísitala fatn-
aðarkostnaðar er 93.5 stig f
Tokyo.
Föt eru dýrust f Genf: 20.4%
dýrari en í New York og tæp-
lega 40% dýrari en í Stokk-
hólmi. Samgöngur eru dýrastar
f Aþenu þótt hún sé annars
ódýr borg á mörgum sviðum.
Verðlag f veitingahúsum er
hæst í Stokkhólmi og Genf.
Þriggja rétta máltíð fyrir fjóra
á ffnu veitingahúsi með léttum
vínum, kaffi og sterkari drykkj-
um kostar frá 33.488 krónum til
39.744 í Stokkhólmi og 25.576
til 32.200 í Genf.
Framhald á bls. 43
Hafréttarráðstefnan
hefst á ný á morgun
London 31. júlí AP — Reuter.
AREIÐANLEGAR heimildir í
London hermdu f dag, að þegar
Hafréttarráðstefna Sameinuðu
þjóðanna hefst á ný f New York á
morgun verði lögð fyrir fulltrúa
uppkast að samkomulagi f 4 lið-
um, sem muni verða grundvöllur
nýrra og flókinna samningavið-
ræðna um nýjan hafréttarsátt-
mála. Heimildirnar töldu ólfklegt
að þessi fundur ráðstefnunnar,
sem standa á til 17. september,
næði lokasamkomulagi, en vonast
til að árangur yrði það mikill að
öruggt yrði, að nýr hafréttarsátt-
máli yrði undirritaður f sfðasta
lagi á næsta ári.
Um 1500 fulltrúar frá 156 lönd-
um sitja þennan fund og er verk-
efni þeirra að fullvinna 397 grein-
ar nýs hafréttarsáttmála, sem
fjallar um 200 mílna auðlindalög-
sögu, rannsóknir og nýtingu
náttúruauðæfa á hafsbotni meng-
un og kerfi til að setja niður deil-
ur, sem kunna að rfsa vegna 'sátt-
málans.