Morgunblaðið - 01.08.1976, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. ÁGUST 1976
„Tryggvi Gunnarsson" (81, Magnús Ólafsson)
.Sólarlag viS höfnina" (Magnús Ólafsson)
mynd seldist á sex milljónir
króna.
Gamlar myndir, vel teknar og
með mikið heimildargildi, eru
t.d. mun verðmætari en nýrri
myndir því það gefur auga leið,
að ekki er hægt að taka fleiri
myndir þegar um liðna tíð er að
ræða. Af þessum sökum eru t.d.
gömlu myndirnar á sýningunni,
er Oskar hefur unnið upp af
miklum dugnaði, furðulega
ódýrar, en hann verðleggur all-
ar myndirnar á sama hátt, ■sem
ég á bágt með að skilja. Allir
geta t.d. tekið myndir af fólki í
sundlaugunum í dag, en enginn
getur tekið mynd af Erlingi
Pálssyni í gömlu sundlaugun-
um forðum daga!
Þetta ætti að vera auðvelt að
skilja . . .
Sumar myndanna á sýning-
unni eru með afbrigðum hrif-
margar gerðir af Ijósmyndum
að ræða og vafalítið vantar ým-
islegt inn í myndina til að allt
komi til skila.
Það vakti sérstaka athygli
mína og varð mér öðru frekar
til umhugsunar hvað mikið hef-
ur verið fyrir hendi af góðum
og mjög gildum viðfangsefnum
fyrir málara í næsta umhverfi
þeirra á þessum tímum; þeir
þurftu sannarlega ekki að þjóta
um byggðir og óbyggðir í leit að
gildu myndefni. En það er önn-
ur saga, sem hér skal ekki
tíunduð...
Áhugi er mikill fyrir þessari
sýningu, svo sem verðskulduð
aðsókn sýnir. Ber að þakka Ösk-
ari Gíslasyni mikillega fyrir
frumkvæðið, en það undirstrik-
ar að hann er í hópi frumkvöðla
íslenzkrar ljós- og kvikmynda-
gerðar.
„Einar Benidiktsson" 1935 (Óskar Gíslason)
Að Kjarvaldsstöðum stendur
yfir um þessar mundir yfir-
gripsmikil ljósmyndasýning er
hinn velkunni ljósmyndari og
kvikmyndagerðarmaður Óskar
Gíslason stendur fyrir. Er hér
um að ræða 242 ljósmyndir er
Óskar hefur safnað saman og
eru þær flestar eftir hann sjálf-
an og Magnús Ölafsson, en
einnig eftir Sigfús Eymunds-
son, Pétur Brynjólfsson og Ölaf
Magnússon. Svo sem fyrirsögn-
in gefur til kynna þá eru þær
allar frá Reykjavík, daglegu lífi
þar, minnisstæðum atvikum og
þekktum borgurum. Sýningin
er sett upp í tilefni hálfrar ald-
ar afmælis Ljósmyndarafélags
tslands.
Það liggur mikil vinna að
baki þessarar umfangsmiklu
sýningar, þvf að til viðbótar eig-
in myndum fékk Óskar lánaðar
filmur frá Þjóðminjasafninu
eftir félaga sína og voru þær
sumar m.a. á gömlum máðum
glerplötum frá því um aldamót
og reyndust margar gallaðri en
ætlað var. Reyndist því mjög
mikið starf að fullvinna þær og
standa við áætlaðan sýningar-
tíma, en þeim tíma varð ekki
haggað vegna sóknar í sýning-
arhúsnæðið.
Að sjálfsögðu geldur sýning-
in hins knappa undirbúnings-
tíma, en þó minnst hvað varðar
vinnslu sjálfra ljósmyndanna,
en það atriði virðist einatt með
ágætum. Hins vegar saknar
skoðandinn mjög ártala í sýn-
ingarskrá ásamt nauðsynlegum
skýringum og er hér t.d. baga-
legt, að ekki skuli fylgja nafna-
listi fundarmanna á stofnfundi
Ljósmyndarafélags íslands. Má
hér fleira tína til í kringum
sýninguna, sem betur hefði
mátt fara, en margt má hér
afsaka, enda er þetta fyrsta
einkasýning er Óskar stendur
að og hér skortir því reynslu.
Hitt er hér einnig mun þyngra
á metum sem vel hefur tekizt
og vísa ég þar um til margra
velgerðra og bráðskemmtilegra
mynda á sýningunni. Einnig er
það, þvi miður, engin nýlunda
að ártöl gleymist á yfirlitssýn-
ingum, sem er sérfslenzkt fyrir-
bæri, svo sem ég hefi oft vikið
að en með litium árangri þó,
enn sem komið er. Þegar um
málverk látins málara er að
ræða getur einatt verið útilokað
að ákveða ártal með fullri
vissu, en hér hefðu fróðir menn
getað gefið upplýsingar um
flesta atburði er myndaðir
voru.
Ég hef haft mikla skemmtun
og fróðleik af að reika um vest-
ursal Kjarvalsstaða og skoða
þessa sýningu, fylgjast með
þenslu borgarinnar úr ósjálegu
smáþorpi fyrir og um aldamót í
höfuðborg á gelgjuskeiði. Þarf
vart glöggt auga til að sjá, að
hér hefur ekki ævinlega verið
skipulega haldið á málum né af
útsjónarsemi, enda mun fáum í
upphafi hafa komið til hugar að
þetta smáþorp ætti eftir að
vaxa svo ört sem raun varð á.
Jafnvel sá, er hér ritar og var
unglingur á stríðsárunum, varð
forviða er hann leit myndir frá
Við Bergstaðastræti" (Oskar Gislason, 135).
þeim árum — því að þótt þeir
tímar séu honum í fersku minni
er þetta svið í dag með nokkr-
um forneskju- og frumbýlis-
brag, — slikar hafa breyting-
arnar orðið. Er sennilegt, að
flesta erfiðleika þjóðfélagsins í
dag megi rekja til hinna hröðu
breytinga, sem engin dæmi eru
til um áður í okkar sögu, og
hugtakið framfarir er æði af-
stætt þegar öllu er á botninn
hvolft. Það er t.d. hægt að taka
fullkomnari myndir með nú-
tíma myndavélum þótt þekk-
ingin á faginu sé að öðru leyti í
lágmarki. Myndavélarnar eru
m.ö.o. orðnar fullkomnarí, en
enginn skyldi segja mér að aug-
að og mannsheilinn hafi þrosk-
azt að sama skapi né að maður-
inn se fullkomnari á því herr-
ans ári 1976 en t.d. við upphaf
aldarinnar. — Myndir Sigfúsar
Eymundsen eru t.d. margar
hverjar mjög vel gerðar með
rikri kennd fyrir viðfangsefn-
unum, þótt með frumstæðri
tækni sé, — hér réð haldgóð
þekking og næm kennd fyrir
viðfangsefninu þeim góða ár-
angri sem fram kemur.
Athyglisverðasti þáttur sýn-
ingarinnar þykja mér vera
myndraðir og samanburðar-
myndir t.d Skólavörðustfgur-
inn, þar sem sextíu ár ber á
milli. Hefði ég óskað eftir fleiru
í þessum dúr, svo og úr ýmsum
þáttum leiklistarsögunnar, en
það er t.d mjög áhugavert að
líta ljósmyndir af Stefaníu Guð-
mundsdóttur og Árna Eiríks-
syni. Fleiri slíkar myndraðir
hefðu gert sýninguna mun
skipulegri í heild, en uppheng-
ing hennar er nokkuð sundur-
laus, eldri og nýrri myndum er
blandað saman án nokkurs sjá-
anlegs heildarsamhengis.
Ljósmyndun er ekki einungis
iðn heldur viðurkennd listgrein
þegar vel er á haldið sbr. frétt í
Mbl. sl. miðvikudag frá uppboði
á ljósmyndum þar sem ein
andi og minnisstæðar t.d. „Sól-
arlag við höfnina“ (71) og „Sól-
arlag við Tjörnina" (88, Magn-
ús Ölafsson), „Hús við Berg-
staðastræti" (135) og „Hljóm-
skálagarðurinn“ (139 Óskar
Gíslason) og mynd Magnúsar
Ólafssonar af Tryggva Gunn-
arssyni í Alþingishúsgarðinum
(81) er óborganleg, mættu nú-
tfma alþingismenn draga af at-
höfn hans nokkurn lærdóm!!
Að sjálfsögðu er slík upptaln-
ing sem þessi vafasöm vegna
þess að allir þessir Ijósmyndar-
ar eiga ágætar myndir, en ákaf-
lega mismargar, og erfitt er að
gera upp á milli þeirra á þess-
ari sýningu, enda mun ekki til
þess ætlazt. Hér er um fjöl-
Reykjavík
líðínna daga
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON