Morgunblaðið - 01.08.1976, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.08.1976, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Islenzkar atvinnu- greinar verða ekki skýrt afmarkaðar hver frá annarri. Tengsl þeirra á milli eru mörg og lífræn. Ef samlíking er notuð má segja að þær hafi sameigin- legt æða- og taugakerfi. Morgunblaðið hefur oft- sinnis bent á þá staðreynd, að iðja og iðnaður, með og ásamt þjónustugreinum ýmiss konar, verði að taka við bróðurpartinum af því viðbótarvinnuafli, sem leit- ar á íslenzkan vinnumark- að á næstu árum og áratug- um. Veiðiþoli fiskstofna okkar og afrakstursgetu moldarinnar eru takmörk sett. Með nútíma tækni er hægt að fullnýta þessa frumatvinnugjafa, sjávar- útveg og landbúnað, án þess að þeir taki til sín umtalsvert viðbótarvinnu- afl í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Engu að síður verða þeir áfram tvær af helztu stoðum íslenzks atvinnu- og efnahagslífs, og sem hráefnagjafar undirstaða þess iðnaðar og þeirra þjónustugreina marghátt- aðra, sem verða að skapa sívaxandi fjölda vinnandi landsmanna afkomuskil- yrði. Svo tengdar eru þess- ar þrjár meginstoðir ís- lenzks atvinnu- og efna- hagslífs og háðar hver ann- arri. Sú atvinnugrein, sem tengir atvinnuþætti okkar saman, flytur inn hráefni og nauðsynjar þeirra og þjóðarinnar og út fram- leiðsluafurðir hvers konar, er verzlunin. Hún er því ein af þýðingarmestu und- irstöðugreinum þjóðarbú- skaparins. Þetta skildu þeir bezt, sem hófu fyrstir á loft merki íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Verzl- unarfrelsið var þeirra helzta stefnuskráratriði; það að flytja verzlunina inn í landið; að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um verzlun og vöruflutninga til og frá landinu. Krafan um frjálsa og óháða verzlun gengur eins og rauður þráður gegn um líf og starf Jóns Sig- urðssonar, sem leiddi og mótaði sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á örlagatímum í sögu hennar. Því miður loðir enn við þjóðina rangt mat á gildi íslenzkrar verzlunar. Þetta stafar sumpart af geymd þjóðarinnar á gamalli allt að því hefðbundinni af- stöðu til erlendrar verzl- unareinokunar, sem löngu er úr sögunni. Það er að vísu rétt, sem máltækið segir, „að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja.“ En það er hins vegar rangt að horfa ein- vörðungu um öxl en alls ekki fram á veginn. í ann- an stað stafar þetta ranga mat af pólitískum áróðri, sem sífellt er á loft haldið á hendur verzlunarstéttinni, en verður gegnsærri með hverju árinu sem líður. Af þessum sökum hefur ís- lenzk verzlun aldrei búið við það frelsi, sem frum- herjar sjálfstæðisbarátt- unnar sau fyrir. Á henni hafa allar götur hvílt éin- hver óþarfa bönd, sem hafa meinað henni að sýna til fulls kosti frjálsra við- skiptahátta. Fá lönd, ef nokkurt, í okkar heimshluta, er jafn háð milliríkjaverzlun, út- flutningi og innflutningi, sem tsland. Þar af leiðandi hefur verzlunin hlutfalls- lega meiri þýðingu fyrir okkur en nokkra aðra þjóð. Verzlunin er ekki einvörð- ungu bundin þeim stóra hópi fólks, sem framfæri hefur af vinnu sinni við afgreiðslu í verzlunum eða sinnir tilheyrandi skrif- stofustörfum víðsvegar um landið. Innan vébanda verzlunar er sá hópur manna, er sinnir vöru- flutningum til og frá land- inu og milli staða innan- lands. Verzlunarfloti okkar á vegum Eimskipafélags ts- lands, Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Hafskips og annarra skipafélaga er hlekkur í starfi verzlunar- innar. Sama máli gegnir um vöruflutninga á landi og í lofti. Allt eru þetta þættir í þeirri þjónustu sem verzlunin byggist á. Ómissandi þættir, ef þjóðin á að vera sjálfri sér nóg og öðrum óháð. í hönd fer svokölluð frí- helgi verzlunarmanna. í reynd er þessi helgi al- menn ferðahelgi, sem flest- ir nýta til þess að fara af bæ. Vonandi ganga þær ferðir allar vel, þann veg, að menn brosi ekki ein- vörðungu í umferðinni, heldur hafi ástæðu til þess einnig heimkomnir. En fyrst og fremst ætti þessi helgi að minna okkur á gildi frjálsrar verzlunar og þýðingu þeirra starfa sem verzlunarfólk sinnir. Við skulum gera okkur glögga grein fyrir því að verzlunin er ein af okkar undirstöðu atvinnugreinum og sú, sem tengir hinar allar saman í þjóðarbúskapnum. Án þeirrar þjónustu, sem verzlunin sinnir, væri ekki urn neitt nútíma þjóðfélag að ræða. Morgunblaðið sendir verzlunarfólki um land allt hamingjuóskir á degi verzlunarinnar. Megi þessi helgi verða því og þjóðinni allri ánægju- og hvíldar- tími. En fyrst og fremst þarf þessi dagur að minna allt verzlunarfólk á þá stað- reynd, að brýn þörf er á að kynna þýðingu atvinnu- greinarinnar í þjóðar- búskapnum, til að hamla gegn þeim pólitíska áróðri, sem gegn verzluninni er rekinn, og þar með at- vinnuöryggi alls þess fólks, sem þar hefur hazlað sér starfsvettvang og afkomu- grundvöll. Þýðing verzlunar í þjóðarbúskapnum [ Reykjavíkurbréf Laugardagur 31. júlí Svör sérfræðinganna SVÖR efnahagssérfræðinganna átta við spurningu, sem Morgun- blaðið lagði fyrir þá sl. sunnudag, hafa vakið athygli. Spurningin var þessi: Hvert er mat þitt á ástandi og horfum í íslenzku efna- hagslífi í dag, með tilliti til erfið- leika undanfarinna ára? Sérfræð- ingarnir eru sammála um að veru- legur efnahagsbati sé á næstu grösum, við séum á leiðinni úr öldudal og ástæða til þó nokkurr- ar bjartsýni. Kreppan sé á undan- haldi. Þó nokkuð stöðugt verðlag sé á helztu vörum, sem við flytj- um inn. Olíuverð hafi náð há- marki o.s.frv. En aftur á móti hafi verðlag sífellt farið hækkandi á helztu útflutningsvörum okkar, og þvf sé ástæða til að ætla, að metin verði jöfnuð. Endar nái senn saman og viðskiptakjör verði almennt hagstæðari en und- anfarið. Annar prófessoranna, sem spurningunni svaraði, Guðmund- ur Magnússon, getur þess, að síð- ustu tölur um þróun viðskipta séu uppörvandi og bendi til, að við- skiptahallinn verði 5—6% f ár, á móti 12—13% í fyrra, miðað við þjóðarframleiðslu. Forstöðumaður áætlanadeildar Framkvæmdastofnunarinnar, Bjarni Bragí Jónsson, bendir aft- ur á móti á, að viðskiptahallinn gagnvart útlöndum muni væntan- lega ná 57 milljörðum króna á tímabilinu 1974—1976, enda er augljóst að tslendingar verða að axla miklar skuldabyrðar á næstu árum og auknar erlendar tekjur fara m.a. í að greiða erlendar skuldir. Hann segir að láta muni nærri að fimmta hver króna gjaldeyristekna fari í lánagreiðsl- ur. Unnt hefur verið að draga úr áhrifum lækkandi þjóðartekna á lífskjörin með þvf að fjármagna umframeyðslu þjóðarinnar með erlendu lánsfé og hefur það verið gert á undanförnum erfiðleikaár- um. Hagsýslustjóri ríkisins, Gfsli Blöndal, bendir á, að rekja megi þessa miklu skuldaaukningu er- lendis að undanförnu að hluta til fjárfestingar f þágu útflutnings- framleiðslu og þá framleiðslu, sem kemur í stað innflutnings f framtíðinni og er þar átt við tog- arakaup og raforkuframkvæmdir, framkvæmdir til sparnaðar á olfu o.s.frv. Þessar ákvarðanir hafa m.a. orðið til þess, að hér á landi hefur verið full atvinna — eða eins og forstöðumaður áætlanadeildar Framkvæmdastofnunarinnar kemst að orði: „Atvinnuástandið (hér á landi) er nánast það sem kalla má fulla atvinnu á víðtekinn alþjóðlegan mælikvarða og skerð- ing lífskjara lítt tilfinnanleg." Er við verðum að greiða þessa skuld því verði, „að mikil enduF- greiðslukvöð erlendra skulda mun á næstu árum krefjast þess, að Islendingar verji hærri hundr- aðshluta útflutningstekna sinna til þessara endurgreiðslna, sem þýðir, að öðru jöfnu, að þjóðin verður á næstu árum að sætta sig við rýrari lífskjör en þjóðartekjur gefa tilefni til, vegna umfram- eyðslu sfðustu ára,“ eins og hag- sýslustjóri-kemst að orði. Kjarasamningar — blikur á lofti í svörum sérfræðinganna kem- ur fram, að þeir eru í aðalatriðum sammála um, að ef undan er skil- in óvissa, sem rfkir um framtfð nokkurra helztu fiskstofna við landið, sé tiltölulega bjart fram- undan f efnahagslegu tilliti. Aftur á móti dregur það úr möguleikum á stórbættum lffskjörum, þó að sjávarafurðir okkar hafi hækkað verulega f verði, að óvfst er um aflamagn á næstunni og ef spár fiskifræðinga reynast réttar, er þvf ekki að neita að ofveiðin við strendur landsins hefur þau áhrif, að minnkandi aflamagn get- ur einungis haldið í horfinu.Þá eru einnig ýmsar blikur á lofti og ekki sízt sú, sem hagsýslustjóri varar við, þ.e. að eitt helzta ein- kenni efnahagsmála hér á landi hefur verið og er, „að í kjara- samningum hefur jafnan verið ákveðin meiri almenn launa- hækkun en nokkrar skynsamleg- ar lfkur hafa bent til, að þjóðar- tekjur gætu aukizt á samsvarandi tímabili", eins og hann kemst að orði, enda er það forsenda heil- brigðs þjóðlífs, að í kjarasamning- um sé tekið mið af getu þjóðar- búsins til að bæta lffskjör þegn- anna. Ef ofþensla fylgir í kjölfar óeðlilegrar kaupgjaldshækkunar og mikillar verðbólgu, getur það orðið fslenzku þjóðinni skeinu- hætt á sama tíma og mikil endur- greiðslukvöð erlendra skulda krefst þess, að Isíendingar verji hærri hundraðshluta útflutnings- tekna sinna en áður til að greiða erlendar skuldir. Það hefur að sjálfsögðu í för með sér, að þjóðin verður að sætta sig við rýrari lífs- kjör en þjóðartekjur gefa tilefni til. „Halli verður á viðskiptunum f ár... sem eykur á þá skuld, sem fyrir er og erlendur skuldabaggi mun sníða batnandi lífskjörum næstu ára þröngan stakk", segir próf. Guðmundur Magnússon. Samt horfur á hagstæðari þróun Ólafur Björnsson prófessor seg- ir, að ekkert álitamál sé, að verzl- unarárferði hafi farið verulega batnandi frá s.l. áramótum. „Við- skiptahalli á þessu ári verður til muna minni en á árinu 1974—75,“ segir hann. „Kemur þar til talsverð verðhækkun á mörgum útflutningsafuröum, nokkur aukning á útfluttu magni, samdráttur á innflutningi, eink- um f járfestingarvöru. Góðar horf- ur er á áframhaldandi hagstæðri þróun í þessu efni.“ Fiskstofnar og efnahagsmál En prófessorinn minnist einnig á ástand fiskstofnanna og þá fyrst og fremst þorskstofnsins. Hann segir, að fyrr hefði mátt hlusta á aðvaranir fiskifræðinganna um yfirvofandi eyðingu fiskstofn- anna. Hann bendir á að þeim geti skjátlazt eins og öðrum og að spár þeirra hafi ekki alltaf staðizt. Hann segir, að ákvörðun um frið- un fiskstofnanna „verður að taka á efnahagslegum grundvelli ein- vörðungu, ef skynsemi ræður." Og ennfremur: „Ef það á að sitja fyrir öllu öðru að koma þorskstofninum upp f ákveðinn tonnafjölda á sem skemmstum tíma, bæri að stöðva allar þorsk- veiðar þegar f stað. Tæplega dett- ur þó nokkrum slfkt í hug í alvöru. Það verður að vega það og meta á grundvelli upplýsinga frá fiskifræðingum, hvaða fórnir það kosti að draga úr bæði innlendri og erlendri sókn og hvað líklegt sé að fáist sfðar f aðra hönd og taka síðan ákvarðanir, sem hljóta að verða liður f þeirri heildar- stefnu í efnahagsmálum, sem mörkuð er. Slíkt hlýtur að verða verkefni stjórnmálamanna, en ekki sérfræðinga. í rauninni ættu þetta að vera svo sjálfsagðir hlut- ir, að óþarfi sé að minnast á þá, en vegna annarlegra sjónarmiða, sem allmjög hefur gætt f mörgu því, sem undanfarna mánuði hef- ur verið sagt og ályktað um þessi mál, tel ég fulla ástæðu til þess að þetta komi frarn." 1 framhaldi af þessu má benda á það, sem hagsýslustjóri hefur um þetta mál að segja: „Um hug- myndir eða jafnvel kröfur fiski- fræðinga um mjög verulega minnkun sóknar í þorskstofninn er það að segja, að þær eru nokk- uð gott dæmi um þá hvatvísi, sem of oft hefur mótað gerðir okkar Islendinga og virðist sverja sig í ætt við þær óstöðugu ytri aðstæð- ur, sem áður er að vikið. Það er auðvelt að gera róttækar tillögur, einkum ef þær kynnu að firra viðkomandi aðila ábyrgð í fram- tiðinni, en mikil má sú vissa vera um ástand fiskstofna, sem réttlæt- ir þær efnahagslegu afleiðingar,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.