Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. ÁGUST 1976 23 Verzlunarmannahelgi á íslandi. Lopapeysur, gFtarog kók. Bjarni Bjarnason fyrir framan bygginguna þar sem verzlun hans er til húsa. „Mönnum er beinlín- is hegnt fyrir hagstæð innkaup” um væntanlega byggingu á henni. Viö byrjuðum að byggja vorið 1973, og húsið var tæp tvö ár í smíðum. Seinna árið þótti mér verkið ganga of hægt, svo að ég seldi Brekku og vann sem verk- stjóri við bygginguna til áramóta. Verslunin, sem nú heitir Kjör- búð Bjarna, var svo opnuð 21. mars 1975. Sjálf verslunin er á 167 fm gólffleti, en með geymsl- um og öðru aukarými er húsnæð- ið 300 fm. I haust keypti ég annað eins pláss á efri hæð, svo að nú hef ég 600 fm til umráða. Hug- myndin er að stækka búðina í 300 fm, en þá get ég haft kjötvinnslu, kæliklefa og alls konar geymslur ásamt vistarverum starfsfólks á efri hæðinni. Nú vinna 15 manns við verslunina. — Hvernig það er að reka versl- un núna? Ég tel það alveg sæmi- lega gott fyrir duglega menn, en það krefst afar mikillar vinnu. Það þarf að fylgjast vel með og gera hagstæð innkaup. Nærri helming af öllum vörum verslun- arinnar flyt ég frá Reykjavík, og þess vegna þarf ég mikið geymslurými. Um þriðjungur af vörunum, sem ég hef til sölu, fæst ekki annars staðar hér I bænum. Jú, maður fékk náttúrulega bölv- aða skelli í fyrra, þegar sykur- verðið var að hlaupa upp og nið- ur, en nú er orðin meiri ró yfir verðlaginu. — Já, ég er bjartsýnn á framtfð- ina, ég get ekki annað sagt. Mig dreymir náttúrulega um. að þess- um löngu úreltu verðlagsákvæð- um, sem við búum við enn, verði breytt í skynsamlegra horf. Mönn- um er beinlfnis hegnt fyrir hag- stæð innkaup. Eftir þvf sem ég kaupi inn dýrari vöru, því hærri álagningu fæ ég í krónutölu sam- kvæmt þessari vitleysu, sem gild- ir í dag. — Svo gótti ég um þessa lóð hérna og fékk hana. Það taldist til tíðinda, því að ég veit ekki betur en það hafi verið í fyrsta og eina skiptið, sem kaupmanni hefur verið úthlutað verslunarlóð, sem KEA hefur jafnframt sótt um. Hún er 10 þús. fermetrar, og við vorum 7 aðilar, sem stofnuðum hlutafélagið Verslunarmiðstöðina • KAUPANGUR heitir eitt af stærstu verslunarhúsunum á Akureyri og stendur á stórri lóð á horni Þingvallastrætis og Mýra- vegar. Þar eru nú ekki færri en 10 fyrirtæki og stofnanir, en stærsta verslunin f húsinu heitir Kjörbúð Bjarna. Eigandi hennar, Bjarni Bjarnason, er einnig einn af aðal- eigendum hússins og frumkvöð- ull að byggingu þess, góður full- trúi ungra athafnamanna á Akur- eyri. — Hann hefir þetta að segja um starf sitt og starfsferil: i — Ég byrjaði verslunarrekstur með þvf að stofna Brekku vorið 1967, og þar seldi ég aðallega mat- vörur og hreinlætisvörur. Hús- næðið var nú ekki stórt, en mér gekk vel. Vinnutfminn var vitan- lega langur, ekki sfst meðan ég var að vinna verslunina upp, yfir- leitt alltaf frá því klukkan átta á morgnana og til tólf á kvöldin. Það var opið alla daga og þar að auki hafði ég kvöldsölu, svo að þetta var mikið álag. vWW/..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.