Morgunblaðið - 01.08.1976, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.08.1976, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 Pálína Þ. Waage við búðarborðið í verzlun sinni „Byrjaði ósköp smátt” • ! GÖMLU HUSI á Seyðisfirði er verzlun og hefur svo verið um árabil. Vezlunin, sem ber nafn EJÍ. Waage, er ef til vill merkileg- ust vegna þess, að hún mun vera elst allra verzlana á Seyðisfirði og jafnvel á öllum Austfjörðum, en hún var stofnuð árið 1907. Húsið, sem verzlunin hefur verið 1 frá upphafi, ber aldurs sfns merki, og á leið okkar um Seyðisfjörð nú nýverið litum við þar inn og spjölluðum við núverandi eig- anda, Pálfnu Þ. Waage: — „Þetta byrjaði nú ósköp smátt,“ sagði Pálína. — „Stofn- andinn E.J. Waage, var sjómaður hér á Seyðisfirði og hóf hann þennan verzlunarrekstur í hjá- verkum. Hann byrjaði hér í hús- inu, sem var jafnframt íbúðarhús og með verzluninni rak hann ein- hvers konar kaffihús. Seinna var húsið svo stækkað og umsvifin smájukust." Við spurðum Pálfnu um rekst- urinn og hvers konar vörur hefðu aðallega verið á boðstólunum í gegnum árin: — „1 byrjun voru þetta alls konar vörur en smátt og smátt þróaðist það upp í að vera vefnað- arvörur nær eingöngu. Viðskiptin hafa gengið svona og svona, en ekki kvarta ég,“ sagði Pálína. Nú kom viðskiptavinur inn í verzlunina og Pálína þurfti að bregða sé að bak við efnisstrang- ana sem þarna voru í öltum stærð- um og gerðum upp um alla veggi. Verzlað með blóm undir ber- um himni • A FIMMTUDAGINN sl. gat að !íta sjaldgæfa sjón á einni aðal- götunni í Neskaupstað, — blóma- búð undir berum himni. Við nánari athugun kom f ljós £ að þarna var á ferðinni Finnbogi .g Hermannsson eigandi blómabúð- '3 arinnar Míru í Reykjavík, en Finnbogi var í þriggja vikna sölu- túr um Austfirði. Aðspurður kvaðst Finnbogi hafa selt vel á Austfjörðum og mjög vel á Vest- fjörðum er hann var þar á ferð fyrr í sumar. Var ekki annað að sjá en Norðfirðingar kynnu vel að meta blómin hans Finnboga, a.m.k. var örtröó við afgreiðslu- borðið þann stutta tíma sem við Finnbogi Hermannsson við afgreiðsluborðið og bílinn sem stöldruðum við. hann notar á söluferðum sínum um landið. m DAGUR VERZLUNAR- FÚLKS „í upphafi var það krambúð” % RÉTT VIÐ símstöðina í Nes- kaupstað stendur Utið hús og sér- kennilegt. Þar verzlar Sigurður Armannsson með nýlenduvörur og þegar við litum inn hjá honum var hann önnum kafinn við að afgreiða eina húsmóðurina f bæn- um um helztu vörur til heimilis- haldsins. Við spjölluðum við Sig- urð um viðskiptin, verzlunina sjálfa og spurðum hann hversu lengi hann hefði rekið þar við- skipti: — „Ég er tiltölulega nýbyrjað- ur með þessa búð,“ — sagði Sig- urður, „en að því er ég best veit mun þetta vera ein elsta verzlun bæjarins. Pétur L. Waldorf stofn- aði hana en ég þori ekki að fara með ártalið. Ég held örugglega að þetta hafi verið krambúð í upp- hafi og sjálfsagt hefur verið verzl- að með ýmislegt hér í gegnum árin en ég er eingöngu með ný- lenduvörur." Við gátum ekki tafið Sigurð lengur frá afgreiðslustörfunum, en áður en við fórum leysti hann okkur út með fullum poka af súkkulaði harðfiski, tómötum og öðru góðgæti sem kom sér vel á leiðinni i áætlunarbílnum frá Neskaupstað til Egilsstaða. Sigurður að afgreiða einn af viðskiptavinum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.