Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 25 Er enginn hér sem viil bera byrðarnar mfnar? Jónatan Einarsson 4 ,yiðskipta- vinirnir kunna að meta það að verzla í nýtízku- legri búð” • FERÐAMENN, sem koma til Bolungarvfkur, reka oftast upp stór augu þegar þeir koma f verzl- un Einars Guðfinnssonar hf. Hafa ófáir haft á orði, að ekki hafi þeir búizt við að finna slfka verzlun f 1000 manna sjávarþorpi á Vest- fjörðum, verzlun sem Ifkist helzt svonefndum „stórmagasfnum" f erlendum stórborgum. Forstjóri verzlunar Einars Guðfinnssonar hf. er Jónatan Einarsson og rabb- aði Morgunblaðið stuttlega við hann nú f vikunni. — Þessi nýja verzlun var tekin f notkun 1972, sagði Jónatan í upphafi samtalsins. Þá byrjuðum við með matvörudeild en árið 1974 var opnuð vefnaaðarvöru- deild, þar sem einnig eru seldur skófatnaður og snyrtivörur. Sjálft fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. stofnaði faðir minn árið 1924 eða fyrir röskum 50 árum og hóf þá strax verzlunarrekstur. Verzlunarhúsnæðið er nú alls um 1000 fermetrar að gólffleti og er þá meðtalinn elzti hluti hú .ms, sem var byggður fyrir u.þ.b. 20 árum en þar eru seld búsáhöld, glervörur, heimilistæki og sport- vörur. Einnig er meðtalið í fer- metrafjöldanum húsnæði kjöt- vinnslu og bakarís, sem rekin eru samhliða verzluninrti. A neðri hæð eru rafmagns- og veiðarfæra- verkstæði. — Voruð þið ekki ragir við að fara út í byggingu á svona stóru verzlunarhúsnæði? — Vissulega veltum við þessu mikið fyrir okkur en það hefur komið á daginn að þetta var rétt ráðið. Viðskiptavinirnir hafa kunnað að meta það að geta verzl- að í nýtfzkulegri búð og við erum nú komnir yfir erfiðasta hjallann. Það hefur lfka komið i ljós að fólk f nálægum byggðalögum hefur komið og verzlað hjá okkur í auknum mæli, það vill verzla í svona myndarlegri búð þar sem vöruúrval er mikið. Þetta hefur því einnig þýðingu fyrir byggðar- lagið. — Er aðstöðumunur verzlunar í Reykjavík og úti á landi mikill? — Þjónusta heildverzlunar- innar er minni en við Reykja- vfkurverzlanir. Heildsalinn flytur þar vörur til verzlana þeim að kostnaðarlausu. En flutnings- kostnaður vöru út á landsbyggð- ina er hár og ósanngjarnast af öllu er að ríkið skuli skattleggja þennan viðbótarkostnað með inn- heimtu söluskatts. Með útsölu- verði vörunnar, borgum við 20% ofan á flutningskostnað og þetta lendir auðvitað á neytandanum. Strjálar ferðir yfir vetrarmánuð- ina þegar nær eingöngu er um sjóflutninga að ræða valda þvf að verzlanir úti á landsbyggðinni hafa að öðru jöfnu stærri vörulag- er en verzlanir á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þetta þýðir minni veltuhraða vörubirgða og þarafleiðandi meiri vaxtakostnað. Þrátt fyrir allt tal um byggða- stefnu, er reyndin sú að flestir kostnaðarliðir sem að ríkinu snúa eru mun hærri f dreifbýlinu. Má þar nefna síma og rafmagn. Flest- ar okkar pantanir eru t.d. gerðar i síma. Við getum hringt í 1000 fbúa í Bolungarvík á sama verði og Réykvíkingar geta hringt í 100.000 þúsund íbúa. Við hér I Bolungarvfk leggjum áherzlu á margvíslega aðstöðu til að halda uppi öruggu mennangar og atvinnulífi og verzlunin er einn þáttur í því. Stjórnmála- menn og ráðamenn þjóðfélagsins þurfa að hafa opin augu fyrir þýðingu þess að byggja Island allt en gæta þess að þéttbýlissvæðin, Reykjavfk og nágrenni, hafi ekki jafnan forgang um nýja atvinnu- og þjónustuhætti. Enda þótt dreifbýlið hafi upp á marga góða hluti að bjóða, þá verðum við að gera okkur ljóst, að fólk býr ekki í hinum strjálu byggðum nema þvf sé tryggð hliðstæð aðstaða á við aðra þjóðfélagsþegna á sem flest- um sviðum. Landið allt verður að byggja, svo að hægt sé að nýta gögn þess og gæði. Ég hefði ekki sfður viljað tala um loðnuveiðar. Ef loðnan færi að veiðast hér út af Vestfjörðum að sumri til gæti það haft stórkostlega þýðingu fyrir Vestfirði og þjóðfélagið og þegar ég tala um að byggja landið allt má minna á það að út af Vestjörðum eru fengsæl fiskimið og skuttogarar okkar Vestfirðinga hafa staðfest það að byggð á Vest- fjörðum er mikilvægur liður f rekstri þjóðfélagins. — Hvað vilt þú Jónatan segja um gildi verzlunar? „Verzlun er þjónustugrein, at- vinnuvegur, sem yfir 18% þjóðar- innar vinnur við samkvæmt hag- skýrslum. Til samanburðar má nefna að í sjávarútvegi, við fisk- veiðar og vinnslu, starfa 13% þjóðarinnar og í iðnaði starfa einnig færri en við verzlun og viðskipti. Við setjum að sjálf- sögðu sjávarútveg númer eitt, en ég held að við ættum að lfta meira á það að verzlunin er atvinnulega séð þýðingarmikil, jafnframt þvf að vera þjónustugrein-fyrir alla landsmenn. Stundum finnst okk- ur að hlutverk verzlunarinnar sé misskilið af stjórnvöldum og þeim sem reka áróður gegn verzlun. Ymsir reka lfka óafvitandi áróður gegn þeim stóra hópi manna, sem vinnur verzlunarstörf. Benda má á, að á ýmsum sviðum er verr búið að verzlun en öðrum atvinnu- greinum, eins og t.d. í sambandi við lánamál. Stórt hagsmunamál verzlunarinnar, og raunar allra landsmanna að mínum dómi, er frjáls verzlun. Ég er þess fullviss, að með frjálsri samkeppni i verzl- un fær kaupandinn lægsta vöru- verðið og beztu þjónustuna. Verðlagsákvæðin bjóða þeirri hættu heim, að ekki sé hugsað nóg um hagkvæm innkaup, þar sem álagning er hlutfallsleg. Þetta þýðir í raun og veru meiri álagningu fyrir verzlunina eftir því sem innkaupin eru hærri. —SS. Verzlun Einars Guðfinnssonar Bolungarvík. L|ósm Sigtr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.