Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 43 Hert barátta gegn tóbaksreykingum Frá aðalfundi Sambands norðlenzkra kvenna AÐALFUNDUR Sambands norð- lenzkra kvenna var haldinn á Þórshöfn dagana 28. og 29. júnf 1976, f boði Sambands norður- þingeyskra kvenna. Fundinn sátu fulltrúar frá öllum sjö kvenfé- lagasamböndum frá N.-Þing. til A.-Hún. Mörg málefni voru til umræðu á fundinum, og voru ýmsar ályktan- ir samþykktar. Meðal þeirra voru tvær ályktanir varðandi tóbaks- auglýsingar og tóbaksreykingar. Sú fyrri er f formi áskorunar á samgönguráðuneytið og hljóðar þannig: „Aðalfundur Sambands norð- lenzkra kvenna skorar á sam- gönguráðuneytið að banna algjör- lega reykingar í serleyfisbifreið- um og flugvélum á innanlands- leiðum. Fundurinn bendir á, að ekki er nægilegt að setja upp spjöld með banni við reykingum, heldur þarf starfsfólk þessara far- artækja að sjá til þess að banninu verði framfylgt." Hin ályktunin hefur verið send Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, og er hún svohljóð- andi: „Aðalfundur Sambands norð- lenzkra kvenna telur að reynslan sýni, að núgildandi lagaákvæði um bann við tóbaksauglýsingum séu hvergi nærri fullnægjandi, og skorar því á heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra að hlutast til um að lögfest verði fortakslaust bann við hvers konar tóbaksaug- lýsingum, beinum og óbeinum. Bendir fundurinn á tóbakslöggjöf Norðmanna og Finna sem fyrir- mynd f þessu efni. — Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt og sjálfsagt að lögfesta skyldu til að merkja tóbaksvörur með greini- legum upplýsingum um skaðleg efni í tóbaki og tóbaksreyk og aðvörun um heilsutjón, sem af neyzlu þess geti hlotizt." Þá samþykkti fundurinn m.a. eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur Sambands norð- lenzkra kvenna skorar á konur f Norðlendingafjórðungi að láta ekki undir höfuð leggjast að fara á tveggja ára frest í krabbameins- skoðun. Einnig bendir fundurinn konunum á að notfæra sér til myndatöku á brjóstum röntgen- tækni í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ekkjan var ekki ekkja Rio de Janeiro, 31. júlí. Reuter. ÞEGAR Antonio Manuel Borges kom heim eftir dvöl I fangelsi komst hann að þvf að Maria Gisela kona hans hélt hún væri ekkja. Þegar Antonio hvarf að heiman leitaði fjölskyldan að honum f fangelsum, sjúkrahúsum og í lfk- húsi. Mágur hans taldi sig bera kennsl á lfk hans í líkhúsinu. Ut- för hans var gerð. Lagalega séð er Antonio látinn. Hann verður að fá ný skilrfki. Tryggingastofnun borgaði fyrir útförina og krefst endurgreiðslu. Larsen enn í 1. sæti Bienne, 31. júlf. Reuter. BENT Larsen er enn efstur á millisvæðamótinu f Bienne f Sviss eftir 14. umferð með 10 vinninga. Smyslov og Tal eru með 8'/4 vinning. Hiibner er með 8 vinninga og biðskák. Petrosjan og Byrne eru með 8 vinninga. Urslit úr 14. umferð: Larsen — Smyslov jafntefli. Byrne — Petr- osjan jafntefli. Diaz — Castro jafntefli. Tal — Portisch O. Rog- off — Andersson jafntefli. Aðrar skákir fóru I bið. Akureyri, en þetta tæki er hið eina sinnar tegundar á Norður- landi." Á vegum sambandsins hafa húsmæður undanfarið átt kost á orlofsdvöl á Laugalandi f Eyja- firði. Sfðastliðið sumar dvöldust þar rúmlega 100 konur á þriggja vikna tfmabili, þannig að orlofs- dvöl hverrar konu stóð í sjö daga. Sambandið gekkst fyrir þátt- töku norðlenzkra kvenna f garð- yrkjunámskeiði í Hveragerði og styrkti alls 14 konur til farar þangað. Þá gekkst sambandið fyrir f jár- söfnun á sambandssvæðinu til styrktar Sólborgarhælinu á Akur- eyri. Alls söfnuðust kr. 1.234.500.—, sem hefur verið af- hent stofnuninni. Auk þess gáfu ýmis einstök kvenfélög og margar konur fatnað og fjárupphæðir til hælisins. Ákveðið var að halda þessari söfnun áfram næsta ár. Fengin höfðu verið að láni frá Gefjun og Álafossi sýnishorn af heimaunnum ullarvörum til að sýna á aðalfundinum. Voru þetta vörur, sem þessi fyrirtæki hafa til sölu í verzlunum sfnum, og þótti konunum forvitnilegt að skoða þær. 1 sambandi við fundinn var einnig efnt til heimilisiðnaðarsýn- ingar, og mátti þar sjá margt fag- urra muna, sem Norður- þingeyingar höfðu unnið. Fundarkonur nutu hinnar beztu gestrisni hjá heimakonum, og f lok fyrri fundardags var hald- in kvöldvaka, þar sem margt var til skemmtunar. Að henni lokinni óku fundarkonur út á Heiðarfjall, og var útsýni þaðan vítt og fagurt. Emma Hansen, sem verið hefur formaður sambandsins um skeið, er nú flutt af sambandssvæðinu og lét því af formennsku. Voru henni þökkuð ágæt störf. Stjórn Sambands norðlenzkra kvenna er nú þannig skipuð: Elfn Aradóttir, Brún í Reykjadal, formaður, Guðbjörg Bjarnadóttir, Akureyri, gjaldkeri og Sigríður Hafstað, Tjörn í Svarfaðardal, rit- ari. — 60 raðhús Framhald af bls. 44 samanburðar má geta að 254 sóttu um 106 fjögurra herbergja fbúðir. I næsta áfanga verða 18 ein- staklingsíbúðir, 72 tveggja her- bergja íbúðir, 108 þriggja her- bergja fbúðir og 60 raðhús. — Tveir á leið Framhald af bls. 2 Austfjörðum i byrjun hverrar loðnuvertíðar að vetri til. Hann sagði að þvð væri misjafnt milli ára. Veturinn 1973 hefði fituinni- haldið komizt upp í 15% er loðn- an kom á miðin, en sfðan lækkað um 1% á viku að meðaltali, en loðnan missir þá fitu á viku er hún kemur upp að landinu til að hrygna. Jónas Jónsson, framkvæmda- stjóri Sfldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar, sagði i samtali við Mbl. f gær, að nú gengi ágætlega að bræða loðnuna sem barst til Reykjavíkur f fyrradag. — Aðal- atriðið er að bræða loðnuna um leið og hún kemur í þrærnar og við munum bræða yfir helgina og ljúkum bræðslu á mánudags- kvöld. Því miður höfum við ekki nægan mannskap til að bræða á vöktum, en ef hann væri fyrir hendi, þá myndum við ljúka bræðslu f kvöld. í verksmiðjunni á Kletti er brætt frá 8 á morgnana til kl. 10 á kvöldin. Að sögn Jónasar er það nú mjög mikilvægt ef loðnuskipin fá veru- lega veiði að dreifa aflanum á sem flestar verksmiðjur, því kom- ið hefur f ljós að ef loðnan er brædd sem fyrsf, þá gengur bræðslan sæmilega. Þá er einnig mikilvægt, sagði Jónas, að skip- verjar á loðnubátunum dæli loðn- unni það hægt um borð að enginn sjór komist-meó henni f lestarnar. — Mestur fjöldi Framhald á bls. 43 flugvél í gærmorgun til að fylgj- ast með í sínu umdæmi, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að mjög mikið af ferðafólki hefði farið í gegnum Selfoss, en allt gengið stórvandræðalaust. Þó valt bíll við Svínavatn. Tvennt var í bflnum og skrámaðist fólkið lítillega, en hins vegar er bíllinn illa útleikinn, sagði Jón. Enn- fremur sagði hann að árekstur hefði orðið á Austurvegi á Sel- fossi, en þar hefði fólk svo til alveg sloppið við meiðsli. Að sögn Jóns höguðu ökumenn sér yfirleitt vel, en sumir hafa haft lögg með í ferðina, og í gær- morgun var lögreglan í Árnes- sýslu búin að taka sjö ökumenn grunaða um ölvun. Á mótsstöðun- um sjálfum hefði hins vegar lítið borið á ölvuðu fólki, nema þá helzt á Laugavatni. „Ég er bara nokkuð ánægður með framkomu fólks og vona að það verði alla helgina," sagði Jón. Erna Elín, ritari Rauðhettu- mótsins á Ulfljótsvatni, sagði þegar Mbl. hafði samband við hana í gærmorgun að þangað væru komin 4000 manns og væri ennþá að bætast við fólk. „Mest er hér af ungu fólki,“ sagði hún, „en þó nokkuð er af fjölskyldum í sérstökum fjölskyldubúðum." Lögreglan þurfti að hafa af- skipti af nokkrum ungmennum á Ulfljótsvatni í fyrrinótt. Skátar á Ulfljótsvatni könnuðu bíla á bílastæðinu þar í gær- morgun. Utkoman varð sú, að um 65% bílanna voru með R-númer, en hins vegar gat að finna bíla úr öllum umdæmum landsins þar. Séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, sagði að þar væri allmargt fólk, en heldur ekkert fleira en um venju- lega helgi, — „og við höfum þá sérstöðu að hér er mest um fjöl- skyldufólk." Margt fólk býr í hjól- hýsum og hjólhýsamenn verða með einhverja tilbreytni um helg- ina. Á Eiðum fékk Mbl. þær upp- lýsingar að á mótsvæði Ung- menna- og íþróttasambands Austurlands væri allmargt fólk komið, en vitað væri um margt fólk sem tjaldaði annað hvort f Egilsstaðarskógi eða Hallormsstaðarskógi. Ófeigur Gestsson r Húsafelli sagði að þar væru komin 2000 manns og væri veður mjög gott, logn og engin úrkoma. Hann sagði að enginn hefði þurft að leita til lækna eða björgunarsveita það sem af væri og hrein undan- tekning væri ef maður sæist ölvaður á mótssvæðinu. „Við vor- um með stranga leit í bflum og langferðabílum í gær og fundum eina og eina flösku. Aðeins þurfti að færa einn mann í fanga- geymslurnar í nótt,“ sagði Ófeigur. Um hádegisbil í gær var talið að á milli 300 og 400 tjöld væru á Laugarvatni og ennfremur var fjöldi fólks búinn að tjalda við Árnes og i Þjórsárdal. Frá Húsavík var það að frétta að margt fólk væri í tjöldum að Laugum og i Breiðamýri. Hins vegar var talið að óvanalega fátt væri við Mývatn. 1 Galtalækjarskógi var talið, að aðeins væru um 700 manns komin þangað á mót, sem íslenzkir ung- templarar sjá um. Er það álíka margt og er þar venjulega um helgar. Margt manna lagði leið sína inn í Þórsmörk, en samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Hellu var Krossá mjög viðsjárverð í gærmorgun, þar sem áin var í örum vexti. Skoraði lögreglan á fólk að leggja ekki í Krossá nema á mjög traustum bflum. Frá Stykkishólmi bárust þær fréttir í gærmorgun að mesti ferðamannastraumurinn virtist liggja út f Flatey. 1 fyrradag fór Baldur með um 200 manns og í gær fór hann með um 100 manns. Fjöldinn allur kemur úr Reykja- vik og víðs vegar að og virðist Flatey vara orðin vinsæll staður. Með færra móti fór í Húsafell, eða sarafátt miðað við árin á undan. En mestur fjöldinn er þó heima og vill heldur vera í rólegheitum en fara út í svona ofsaumferð, að sögn fréttaritara Mbl. — Landsig Framhald af bls. 44 talsvert miklu á belti sem nær austur fyrir Öxarfjörð og vestur fyrir Kelduhverfi, að sögn Eysteins. Land hefur t.d. lyftzt á Leirhöfn eftir því sem bændur þar segja og jafnvel um einn metra og Orkustofnun hefur ver- ið að gera mælingar á þessu svæði og í ljós komíð hreyfing austan við Jökulsá. Sjálfur kvaðst Eysteinn hafa mælt á Reykja- heiði, þar sem hann hefði verið búinn að mæla áður og þar hefðu komið í ljós lóðréttar hreyfingar lands, sem væru miklu meiri en áður hefðu mælzt en þó ekki nærri eins miklar og við Kröflu. Eysteinn kvaðst einnig hafa far- ið að Kröflu, aðallega til að undir- búa mælingar á nokkrum undir- stöðum þar til viðbótar til að sjá hvað landið væri að hreyfast, þannig að engar niðurstöður væru komnar ennþá. Hins vegar kvað hann liggja fyrir, að jarð- skjálftar hefðu heldur verið að aukast á þessu svæði síðustu vik- ur og landið væri stöðugt að rísa. Mesfværi risið hjá sjálfu stöðvar- húsinu eða um nokkra millimetra á dag. Eysteinn sagði, að hreyfingarn- ar á þessu svæði væru óvenjuleg- ar og menn vissu ekki hvert stefndi, og ástæða væri til að vera nokkuð uggandi yfir framhaldi þarna, hvað sem yrði. En mæl- ingarnar sýndu að landið lyftizt um 6 og 'á millimetra við stöðvar- húsið og þá væri ákaflega ör hreyfing á jarðfræðilegan mæli- kvarða og svo ör að hætta væri á eitthvað meira yrði úr þessu en nú er orðið. Reyndar sagði Eysteinn að allt svæðið frá Kröflu og norður úr væri mikið breytingasvæði, en þessar breytingar ættu sér senni- lega stað f áföngum „ og hreyfingarnar nú frá þvf í fyrra væru sennilega einn áfanginn. Hvað hann stæði lengi væri ekki vitað en ef dæma mætti af göml- um heimildum þegar Mývatnseld- ar stóðu yfir, þá hafi eldvirkni verið á Kröflusvæðinu í fimm ár. Hvort það væri hins vegar eðli- legur tími fyrir breytingaáfanga af þessu tagi væri auðvitað ekki ljóst en menn gætu vel látið sér detta það f hug sem möguleika. Þegar Mývatnseldar voru uppi, hófst eldvirknin 1724 í Víti með sprengigosi í maf en sfðan hófst smávaegilegt hraungos í Leir- hnjúki 1725. Eftir það er ekki greint frá hraungosi en mikilli leirhveravirkni þar til árið 1927 að hraun tekur að renna I miklum mæli, þannig að þá liðu rúm tvö ár milli þess að fyrst varð vart við gos þar til teljandi hraungos byrjaði. Jarðfræðilegar breyt- ingar á Kröflusvæðinu nú sýndu að engan veginn væru búnar allar hreyfingar á þessu svæði, þótt ekki væri unnt að segja fyrir um á þessu stigi hvort þær leiddu til afvarlegri atburða. Þá eru þýzkir landmælinga- verkfræðingar nú með viðamiklar mælingar norður í öxarfirði um þessar mundir, að sögn Svein- björns Björnssonar, jarðeðlis- fræðings, sem haft hefur sam- band við þjóðverjana. Þjóð- verjarnir hafa enn ekki gert nákvæma grein fyrir mælingum sfnum, enda sagði Sveinbjörn að sumar þeirra væru ákaflega flóknar og þörfnuðust mikilla út- reikninga áður en niðurstöður lægju fyrir. Þjóðverjarnir hafa stundað mælingar af þessu tagi um árabil hér á landi, en þeir eru fyrst og fremst á sviði land- mælingaverkfræði en ekki jarð- fræði, og sagði Sveinbjörn að það hafi stundum háð þeim við að túlka niðurstöður mælinga sinna. Fyrir gosið f Leirhnjúki höfðu komið fram á tækjum þeirra all- verulegar breytingar á þessu svæði, sem þýzku vísinda- mennirnir höfðu þó ekki trú á að gætu verið réttar fyrr en þeir fengu fréttirnar af gosinu. — Kína Framhald af bls. 1 skæðustu náttúruhamfarir okkar tfma. Nýjar tölur benda til að fbúar Tangshan og nágrennis séu um 1.6 milljónir og flestir þeirra voru í fasta svefni er borgin hrundi. Er talið líklegt að yfir 100 þúsund manns hafi beðið bana, en ákaflega erfitt er að gera sér ná- kvæma grein fyrir ástandinu, þar sem kínversk yfirvöld gefa jafnan litlar upplýsingar um náttúru- hamfarir. Hafa þau aðeins sagt að mikið og alvarlegt mann- og eignatjón hafi orðið í Tangshan. Fréttamenn f Peking segja að allt starf Kfnverjanna í kjölfar náttúruhamfaranna hafi verið einstaklega vel skipulagt og fólk- ið rólegt. öll sjúkrahús í Peking eru þéttsetin sjúklingum, en vegna yfirvofandi skjálfta er að- eins unnið á neðstu hæðum sjúkrahúsanna og þvf aðeins hægt að taka við þeim sem mest eru slasaðir. Fjöldi erlendra þjóða hefur boðið Kfnverjum aðstoð, en ekki munu hafa borist svör við boðun- um nema að fregnir herma að Kínverjar hafi afþakkað vinsam- lega boð Japana um aðstoð. Unnið er nú allan sólarhringinn í lyfja- og hjúkrunargagnaverk- smiðjum og stöðugar bflalestir flytja nauðsynlegustu hjálpar- gögn til jarðskjálftasvæðisins. Matvæladreifing í Peking er með eðlilegum hætti þrátt fyrir að mikið magn af matvælum sé flutt til Tangshan. — Rússar hóta Framhald af bls. 1 mennirnir Kanadastjórn um að hafa rænt drengnum, Sergei Nemtsanov, og heimtuðu að hon- um yrði skilað, annars myndu Sovétmenn telja sig hafa frjálsar hendur um að hætta þátttöku síðustu tvo daga leikana og einnig að mæta ekki til heimsmeistara- keppninnar f fshokkf, sem fara á fram í september nk. i Kanada. Kanadastjórn vísaði kröfum Sovétmanna á bug og sagði að öllum væri heimilt að leita hælis í landinu, hins vegar lofuðu þeir að leyfa sovézkum þjálfara drengsins að ræða við hann í viðurvist kanadískra embættis- manna. — Ber ekki. . . Framhald á bls. 43 fram þrjár mælingar, sem sýna togarann tvær mílur inná friðaða svæðinu. Að sögn Þorvarðar K. Þor- steinssonar var dóms að vænta seint f gærkvöldi. Verjandi fær- eyska skipstjórans er Haraldur Blöndal. — Mars Framhald af bls. 1 eru talin lffsnauðsynleg plöntulffi á jörðinni. En hann sagði að þar með væri ekki útilokað að þau efni fyrirfyndust á Mars. Með tækjunum hafa heldur ekki fundizt arsenik eða önnur efni sem gera jarðveg ófrjóan. „Niðurstöður okkar eru f sam- ræmi við lff á jörðinni og útiloka ekki þann möguleika að lff f ein- hverri mynd fyrirfinnist," sagði dr. Clark. Um helgina er von á fyrstu niðurstöðum þriggja lfffræðitil- rauna sem gætu veitt svar við þvf hvort finna megi smálffverur f jarðveginum. — Tokyo Framhald af bls. 1 I Róm kostar sambærileg máltfð 10.360 til 13.320 krónur. t Róm er einnig hóflegt verð á karlmannafötum og áfengi Húsaleiga er hæst í Ziirich. Leiga fyrir tveggja herbergja íbúð án húsgagna I góðu hverfi er á bilinu 88.430 til 132.645 krónur á mánuði. Leiga fyrir svipaða íbúð i Dyflinni er 35.280 til 44.160 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.