Morgunblaðið - 01.08.1976, Síða 44

Morgunblaðið - 01.08.1976, Síða 44
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JW«rjBunbl«bi& Gert er ráð fyrir norðvestlægri átt f dag, sunnudag og á morgun. 1 dag á að létta eitthvað til Sunnan- iands, en þá má búast við smá- skúrum á Norðurlandi. Á Austur- landi er búizt við að létti til sfðari hluta dags. SUNNUDAGUR 1. ÁGUST 1976 Embættistaka r forseta Is- lands í dag Dr. Kristján Eldjárn byrj- ar þriðja kjörtímabil sitt EMBÆTTISTAKA forseta tslands fer fram f dag og hefur dr. Kristján Eldjárn þar með þriðja kjörtfmabii sitt, en hann var fyrst kjör- inn til forseta árið 1968. Sfðan hefur dr. Krist- ján verið kjörinn án mótframboðs. Embættis- taka dr. Kristjáns Eldjárns verður með hefð- bundnum hætti en upp úr kl. 16 f dag mun forsetinn flytja minni fósturjarðarinnar af svöl- um Alþingishússins eftir að hafa tekið við kjör- bréfi áínu. Embættistökuathöfnin f dag hefst með þvf að ýmsir boðsgestir svo sem handhafar forseta- valds, biskupinn yfir tslandi, forsetaritari og skrifstofustjóri Alþingis safnast saman á skrif- stofu forseta Alþingis ásamt dr. Kristjáni Eld- járn og frú Halldóru en sfðan verður gengið yfir að Dómkirkjunni um heiðursvörð. t Dómkirkjunni hefst kirkjuleg athöfn kl. 15.30 að viðstöddum boðsgestum, svo sem full- trúum erlendra rfkja, embættismönnum og full- trúum ýmissa félagasamtaka, og er áætlað að athöfnin standi f um hálfa klukkustund. Þar mun biskupinn flytja ávarp, blandaður kór syngur undir stjórn Ragnars Björnssonar dóm- organista og Sigurður Björnsson syngur einsöng við undfrleík Agnesar Löve. Að þvf búnu verður gengið úr kirkju og yfir f Alþingishúsið en á meðan leikur Lúðrasveit Reykjavfkur á Austurveili „Yfir voru ættar- landi“ og „tsland ögrum skorið“. Gestir munu safnast saman f sal neðri deildar, en ki. 16 ganga handhafar forsetavalds og forsetinn f salinn. Dómkórinn syngur við þennan þátt athafnar- innar en sfðan mun forseti hæstaréttar Magnús Torfason, setja dr. Kristján Eldjárn inn f emb- ætti. Lýsir hann forsetakjöri, les upp eiðstaf þann sem forsetinn undirritar og veitir sfðan kjörbréfi viðtöku. Að þessu loknu eða upp úr kl. 16 mun dr. Kíistján Eldjárn ganga fram á svalir Aiþingis- hússins og minnast fósturjarðarinnar. Sfðan gengur hann aftur f salinn og flytur stutt ávarp en athöfninni lýkur með þvf að sunginn verður þjóðsöngurinn. Tveggja metra land- •• sig í Oxarfirðinum MARGVlSLEGAR rannsóknir eiga sér stað f sumar á jarðskjálftasvæð- unum fyrir norðan — f öxarfirði og við Kröflu. Bæði innlendir og erlendir vfsindamenn hafa verið og eru á þessum slóðum, og bera rannsóknir þeirra allar að sama brunni — að þarna hafa orðið gffurlegar breytingar á mælikvarða jarðfræðinnar. Ljóst er að mikið rask hefur orðið á jarðvegi f Öxarfirði og geta menn sér til að t.d. f kringum Asbyrgi hafi land hækkað upp undir hálfan til einn metra, og sfðustu athuganir þýzkra vísindamanna á þessu svæði benda til þess að gliðnun eigi sér enn stað á þessum slóðum. Þá bendir flest til þess að ekki séu öll kurl komin til grafar á Kröflusvæðinu og þar hefur undanfarið verið vaxandi jarðskjálftavirkni. Verzlunarmannahelgin: Mestur fjöldi við Úlf- ljótsvatn og í Húsafelii Fólk dreifir sér vítt og breitt um landið ÞAÐ SEM af er þessari mestu ferðamannahelgi ársins hefur allt farið vel og lítið verið um óhöpp. Mikill fjöldi fólks hefst við f tjöldum og húsvögnum víða um iand, en mestur er mannfjöldinn á Ulfljótsvatni þar sem 4000 manns voru um hádegi í gær og f Húsafelli, en þar voru um 2000 manns á sama tíma. Morgunblaðinu var aðeins kunnugt um tvö umferðarslys á hádegi í gær frá því á föstudag og nokkrir höfðu verið teknir grun- aðir um ölvun við akstur. Mikil löggæzla er á þjóðvegum landsins og reyndar einnig í lofti, því lög- reglan á Selfossi hefur notaðflug- vél til að flytja sig á milli staða. Að sögn þeirra Arnþórs Ing- þórssonar og Sigurðar Ágústsson- ar hjá Umferðarráði var mjög mikil umferð frá Reykjavík í fyrrakvöld. Sögðu lögregluþjón- ar, sem voru við gæzlu fyrir utan Reykjavík, að samfelld röð bfla hefði verið eftir Suðurlands- og Vesturlandsvegi. Það hefur vakið athygli að fólk virðist lítið hópast á ákveðna staði, nema þá helzt Úlfljótsvatn og Húsafell, og er dreift víða um land. Þeir Arnþór og Sigúrður sögðu, að samkvæmt upplýsingum, sem þeir hefðu fengið, væri allsæmi- legt veður um allt landi og víðast hvar hefði verið alveg úrkomu- laust. Jón Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn á Selfossi, sem notaði Framhald af bls. 44 Morgunblaðið ræddi við Eystein Tryggvason, dósent en hann er nýkominn frá athugun- um á þessum tveimur svæðum en hann hefur í nokkur ár stundað mælingar á þessu sprungusvæði. Eysteinn sagði, að norður í Keldu- hverfi hefðu t.d. þýzkir vfsinda- menn raðað mælitækjum í mikla gjá hjá Lyngási til að kanna hvort hún héldi áfram að breikka, en það var einmitt yfir þessari gjá sem vegurinn seig hvað mest í vetur sem leið. Hafa mælingar þessar sýnt hæga gliðnun. Festist í fjöl- fætlu og slas- aðist mikið BÓNDINN að Gröf 1 Skilmanna- hreppi slasaðist mikið ( fyrra- morgun er hann var að vinna við rakstur með svokailaðri fjöl- fætlu. Bóndinn var fluttur f sjúkrahúsið á Akranesi, en hann er ekki talinn Ufshættulega sias- aður. Bóndinn var að vinna við rakst- ur úti á túni þegar hann með einhverjum hættr festist í fjöl- fætlunni. Tókst honum ekki að losa sig og leið nokkur stund þar til að fólk sá hvar maðurinn var fastur við vélina. Þegar að var komið, var hann illa farinn á hnjálið og lærisvöðva á öðrum fæti. Auk þessa var bóndinn lftil- lega meiddur og marinn vfða um lfkamann. Eysteinn sagði, að það helzta sem hann hefði sjálfur athugað og markvert gæti talizt, væri að stöð- ugt væri að lækka vatnið í Ás- byrgistjörn. Eysteinn kvaðst túlka þetta þannig, að landið þar umhverfis hefði risið en lækkaði að sama skapi í grennd við Lindarbrekku og hjá Hóli. Þarna hefðu því greinilega orðið miklar hreyfingar, enda þótt aldrei yrði hægt að segja með vissu hve mikl- ar þær væru en Eysteinn kvaðst geta sér til að sigið væri ekki minna en tveir metrar þarna á miðjunni og við Ásbyrgi væri þetta hálfur til einn metri sem landið hefði risið eftir tjörninni að dæma. Allar athuganir sýna að á þessu svæði hefur átt sér stað gliðnun og hreyfingar á landi, sem nema Framhald á bls. 43 Mikil ölvun á Akureyri Akureyri, 31. júlí. MIKIL ölvun var hér f nótt að sögn lögreglunnar og þurfti hún að hafa afskipti af mörgu fólki og flytja sumt f fangageymslu. Eink- um bar mikið á ölvun á skemmti- stöðunum, en einnig nokkuð á tjaldstæði bæjarins. Lögreglan sagði, að gífurleg umferð hefði verið bæði I bænum sjálfum og nágrenni hans f morgun og hefði straumurinn legið nokkuð jafnt, bæði austur og vestur. SvP. 60 raðhús verða í næsta áfanga Verkamannabústaða NÆSTI áfangi Verkamannabú- staða f Reykjavfk er nú á teikni- borðinu. Að sögn Eyjðlfs K. Sig- urjónssonar, formanns stjórnar Verkamannabústaða f Reykjavfk, verður þessi áfangi byggður f efra Breiðholti f Reykjavfk og er ráð- gert að f honum verði alls 258 fbúðir. ! þessum áfanga verður farið inn á alveg nýjar brautir f byggingu verkamannabústaða, eða byggingu 60 raðhúsa f stað fjögurra herbergja fbúða f blokk- um, sem ráðgert hafði verið að byggja. Vonir standa til þess að byggingarframkvæmdir við þenn- an áfanga Verkamannabústaða hef jist f haust. Þetta verður 2. áfangi Verka- mannabústaðanna, en sem kunn- ugt er verða íbúðir f 1. áfanga brátt afhentar. Eyjólfur sagði að þegar stjórnin hefði yfirfarið um- sóknir um fbúðir í 1. áfanga hefði komið í ljós mikil þörf fyrir litlar fbúðir. Til dæmis sóttu 157 um 32 einstaklingsfbúðir, 270 sóttu um 32 tveggja herbergja íbúðir en til Framhald á bls. 43 Réttarhöldin á Isafirði: Ber ekki saman um staðarákvarðanir RÉTTARHÖLDUM yfir skipstjór- anum á færeyska togaranum Polarborg I frá Færeyjum, var framhaldið hjá bæjarfógetanum á tsafirði klukkan 10 f gærmorg- un. Réttarhlé var gert klukkan 12.30 en áfram var haldið með réttarhöldin klukkan 14. Að sögn Þorvarðar K. Þor- steinssonar bæjarfógeta á ísafirði hafa yfirmenn Landhelgisgæzl- unnar og færeyski skipstjórinn komið fyrir réttinn og gefið skýrslur. Ber þeim ekki saman um staðarákvarðanir. Færeyski skipstjórinn telur sig hafa veri á veiðum fyrir utan friðaða svæðið á Hornbanka en Bjarni Helgason skipherra á TF-SÝR hefur !agt Framhald af bls. 44 Ljósm. Bjarni Helgason. Færeyski togarinn Polarborg I við bryggju á Isafirði f gærmorgun. 8% aukning á framleiðslu SH FRAMLEIÐSLAN hjá frysti- húsum innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna frá áramót- um til 15. júlf sl. var orðin 38.700 tonn en var á sama tfma f fyrra 35.800 tonn. Hefur þvf orðið íiðlega 8% aukning á framleiðslunni nú f ár. Framleiðendur innan Sölu- miðstöðvarinnar eru nú sam- tals 70, en það frystihús sem er með mestu framleiðsluna í ár er Útgerðarfélag Akureyringa, sem 15. júlf sl. var búið að framleiða 2627 tonn af fiski.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.