Morgunblaðið - 10.09.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976
7
Framboðsraunir
l Alþýðuflokks
Þjóðviljinn fjallar I gær
| um framboðsmál Alþýðu-
■ flokksins, sem virðast
vera komin á ákvörðunar
I stig og alla vega til alvar-
| legrar umræðu I sumum
| kjördæmum landsins,
• enda þótt tvö ár séu til
þingkosninga. Um stöð-
I una I framboðsmálum Al-
| þýðuflokksins segir Þjóð-
| viljinn I gær: „Alþýðu-
, flokkurinn hefur að und-
j anförnu verið að undirbúa
I framboðsmál sln. Mun
| ætlunin. að Finnur Torfi
| Stefánsson, lögfræðingur,
I skipi fyrsta sæti á lista
Alþýðuflokksins I Norður-
I landi vestra, Magnús
| Magnússon, fyrrverandi
| bæjarstjóri, efsta sæti á
■ Suðurlandi. Benedikt
Gröndal þorir ekki aftur I
I framboð á Vesturland og
þangað á að senda Vil-
| mund Gylfason. Benedikt
ætlar sér fyrsta sæti I
Reykjavlk. en Gylfa annað
sæti. Kjartan Jóhannsson
| ætlar að sparka Jóni Ar-
| manni Héðinssyni úr
| fyrsta sætinu á Reykja-
nesi. Það ætlar Karl
I Steinar Guðnason llka að
I gera og báðir telja þeir
| Kjartan og Karl Steinar
sig sjálfkjörna I sætið. Jón
Ármann vill sitja sem fast-
ast. Þessum framboðs-
raunum fylgja mikil innri
átök I flokknum. Þing-
flokkurinn, sem er fimm
manna, er klofinn I nokk-
urn veginn jafn marga
hluta I þessum málum.
Jón Ármann rær einn á
báti, Benedikt einn, Gylfi
einn, Sighvatpr einn, en
Eggert hvergi."
Stefnuleysi
Benedikts í
efnahagsmálum
Alþýðublaðinu þykir að
vonum mikið til þess
koma. að Morgunblaðið
hefur varið tveimur rit-
stjórnargreinum til þess
að ræða við Benedikt
Gröndal, formann Alþýðu-
flokksins, um það hver
stefna hans I efnahags-
málum kunni að vera. Svo
mikið verður Alþýðublað-
inu um, að sérstaklega er
til þess tekið i forystu-
grein I gær og er það út af
fyrir sig skiljanlegt. Þaðer
þvi miður allt of sjaldgæft
nú orðið, að menn eigi
orðastað við forystumenn
Alþýðuflokksins um al-
menn þjóðmál og er það
kannski nokkur visbend-
ing um það lággengi, sem
á flokknum er um þessar
mundir og hefur verið um
nokkurt skeið. í þessum
umræðum Morgunblaðs-
ins og Alþýðublaðsins hef-
ur eftirfarandi komið
glögglega fram. i fyrsta
lagi hefur Benedikt
Gröndal borið af sér, að
skrif hans um efnahags-
stefnu rikisstjórnarinnar
megi túlka á þann veg, að
hann hafi viljað gripa til
sömu ráða og jafnaðar-
mannastjórnir I Dan-
mörku, Þýzkalandi og
Bretlandi og framkalla
stórfellt atvinnuleysi til
að ná meiri árangri i bar-
áttunni gegn verðbólg-
unni. I öðru lagi hefur
Benedikt Gröndal reynzt
ófáanlegur til að lýsa
hvaða leið hann hefði vilj-
að fara I efnahagsmálum
á siðustu tveimur árum,
þótt hann gagnrýni þann
kost sem islenzka rikis-
stjórnin hefur valið en ber
af sér, að hann hefði vilj-
að fara þá leið, sem jafn-
aðarmannastjómir til-
greindra nágrannalanda
fóru. Þar með liggur fyrir,
i þriðja lagi, að Alþýðu-
flokkurinn hefur enga
stefnu i efnahagsmálum
og atvinnumálum þjóðar
innar og kemur engum á
óvart.
í forystugrein Alþýðu
blaðsins i gær, segir:
„Sjálft sýnir Morgunblað-
ið manndómsleysi að
endurtaka sömu atriði,
sem hnekkt hefur verið.
Það segir að jafnaðar
menn i Danmörku, Þýzka-
landi og Bretlandi hafi vis-
vitandi kallað yfir þjóðir
sinar atvinnuleysi til þess
að vinna bug á verðbólg-
unni. Benedikt Gröndal
hefur þó bent á, að I Bret-
landi, Danmörku og öðr-
um atvinnuleysislöndum
Evrópu hafi verðhækkanir
verið svo miklar á þessu
ári, að þar hafi verðbólgu
alls ekki verið haldið i
skefjum með atvinnu-
leysi. Vandamál Breta og
Dana rista miklu dýpra og
verða ekki leyst með at-
vinnuleysi.
i Þýzkalandi er hagvöxt-
ur nú mestur allra Evrópu-
rikja og enn eru þar
hundruð þúsunda af er-
lendum verkamönnum.
svo að ekki er heldur rétt
að miða við það. Morgun-
blaðið fæst ekki til að
ræða efnahagsstjórn jafn-
aðarmanna i Noregi og
Sviþjóð, þar sem bæði at-
vinnuleysi og verðbólgu
er haldið i lágmarki."
Allt er þetta tóm vit-
leysa. Þótt verðbólgu hafi
ekki verið útrýmt i þeim
löndum, sem jafnaðar-
menn stjórna, sem
Morgunblaðið hefur bent
á. er það engu að siður
staðreynd, að þar hefur á
siðustu árum tekizt að
draga geysilega mikið úr
verðbólgunni, á kostnað
atvinnuástandsins.
Auðvitað verða efnahags-
vandamál þessara rikja
ekki leyst eingöngu með
þvi að skapa atvinnuleysi.
en öllum er þó Ijóst. að á
það lagið hafa jafnaðar
mannastjórnir i þessum
löndum gengið til þess að
draga mjög verulega úr
verðbólgunni og náð
árangri i þeirri baráttu. en
keypt þann árangur dýru
verði. Ástandið i Noregi
og Sviþjóð er hins vegar
ekki sambærilegt við
efnahagsástandið i þess-
um löndum og á íslandi,
eins og Morgunblaðið hef-
ur raunar bent á. Þannig
hafa Norðmenn leyst sin
efnahagsvandamál á
undanförnum árum með
stórfelldri skuldasöfnun
erlendis, sem þeir hafa
hins vegar engar áhyggj-
um af, vegna þess mikla
oliugróða, sem þeim mun
hlotnast á næstu árum og
verður notaður til þess að
greiða niður þessa er-
lendu skuldasöfnun. Það
þýðir ekkert fyrir formann
Alþýðuflokksins á islandi
að leita skjóls I náðar-
faðmi jafnaðarmanna i
Noregi og Sviþjóð, eftir að
hafa hafnað skoðana-
bræðrum sinum i Dan-
mörku, Þýzkalandi og
Bretlandi. Hann hlýtur að
standa fyrir máli sinu hér
heima fyrir og hefur
reyndar nú þegar gert það
á þann veg að gefast upp
við að gera grein fyrir þvi i
hverju stefna flokks hans
I efnahags- og atvinnu-
málum þjóðarinnar er
fólgin.
A miðri myndinni er fyrirhugað glerhýsi. Vinstra megin neðst sést I
hið nýja bankahús Búnaðarbankans, þar fyrir ofan hús Egils Vil-
hjálmssonar h.f. Efst fyrir miðju er hús Sveins Egilssonar. Hægra
megin á myndinni er nýja lögreglustöðin.
Valdimar Kristinsson:
Strætisvagnarnir
og farþegaskýlin
Reykjavík er orðin nokkuð stór
og svo dreifð, að borgarbúar
þurfa mjög á samgöngutækjum að
halda. Farartækin eru fyrst og
fremst fólksbílar og strætisvagn-
ar. Þrátt fyrir alla einkabílana
hefur tekist að halda uppi víð-
tæku kerfi strætisvagna í borg-
inni, en að vísu með miklum styrk
af almannafé. Þessi þjónusta
batnaði mjög þegar nýtt leiða-
kerfi var tekið upp vorið 1970.
Þrátt fyrir tiltölulega gott
skipulag gengur reksturinn ekki
vel, eins og sjá má af þvl, að talið
er nauðsynlegt að greiða að jafn-
aði niður um helming kostnaðar
fyrirtækisins. Farþegar þyrftu að
vera verulega fleiri til þess að
útkoman batnaði.
Einkabllar eru að sjálfsögðu
skæðustu keppinautar strætis-
vagnanna, en þeir geta þó aldrei
komið alveg I stað þeirra. Talið er,
að um þriðjungur íbúa vestrænna
borga sé að miklu leyti háður
strætisvögnum. Það eru börn,
gamalmenni, öryrkjar og heima-
vinnandi konur, sem ekki hafa
yfir bílum að ráða. En þessi fjöldi
dugir ekki til að halda uppi stræt-
isvagnarekstri með bærilegri fjár-
hagsafkomu. Þess vegna þarf að
laða fleiri að strætisvögnunum og
minnka umferóarálagið á götun-
um um leið.
Rysjótt veðrátta hér vinnur
þarna mest á móti. Fólk veigrar
sér við að bíða eftir vögnum, oft í
roki og rigningu, ef það á annarra
kosta völ. Fjölgun og endurbætur
á biðskýlum skipta þvl meginmáli
til úrbóta.
Viðkomustaðir í borginni munu
vera um þrjúhundruð og biðskýli
um eitt hundrað. Víða er erfitt að
koma þeim fyrir, en allviða er
dágóð aðstaða til að bíða I skjóli
við hús. Augljóst er, að biðskýlum
þarf að fjölga mjög og þau, sem
eru mikið notuð, ættu að hafa
rafmagnsupphitun (geislalampa)
til að hlýja fólki í vetrarnæðingn-
um. Þyrfti það ekki að verða mjög
dýrt fyrir rafmagnsveituna nema
skemmdarskríllinn eyðilegði þæg-
indin. Þá gæti verið við ramman
reip að draga.
Vlðast hvar duga tiltölulega
einföld skýli, þótt þau væru sums
staðar búin nokkrum þægindum,
eins og að framan getur. En á
helstu skiptistöðvunum þarf að
gera miklu betur, enda bíður fólk
þar eftir öðrum vögnum, jafn-
framt þvf sem það hittist þar af
margvíslegustu ástæðum. Helstu
umferðarstöðvarnar eru Hlemm-
ur, Lækjartorg og i minna mæli
Grensásstöð.
Strætisvagnafarþega, sem dag-
lega eiga leið um Hlemm og Lækj-
artorg, má telja ekki aðeins i þús-
undum heldur I tugum þúsunda.
Þrátt fyrir það hefur þessum
fjölda ekki verið boðið upp á skjól
fyrir veðri og vindum fyrr en á
siðustu árum, eftir að tekin hafa
verið i notkun heldur óhrjáleg
smáhýsi miðað við þarfirnar á
þessum stöðum. Hvað haldið þið
að jafnstór hópur „íþróttaáhuga-
manna“ væri búinn að fá reistar
margar hallir yfir sig á undan-
förnum áratugum?
Stundum er litið á það sem gott
dæmi um velferðarstig borgar-
búa, hvernig búið er að farþegum
almenningsfarartækja. Forráða-
menn borga aka um í einkabílum
og hafa þvi litla persónulega
reynslu af aðstöðu hinna. Það sýn-
ir því vakandi áhuga forystu-
manna, ef borgin þeirra stendur
framarlega á þessu sviði. Reykja-
vík hefur aðstöðu til að verða hér
í fremstu röð, jafngóðan vagnkost
og SVR ræður yfirleitt yfir, enda
er til mikils að vinna að stuðla að
auknum strætisvagnaferðum
fólks.
Lengi hefur staðið til að reisa
myndarlegan áningarstað með
ýmiss konar þjónustu á Hlemmi,
þótt ár eftir ár hafi ekkert orðið
Framhald á bls. 25
SÉRLEGA HAGSTÆTT VERÐ
* TIMBURVERZLUNIN VðLUNDUR hf.
Klapparstíg 1. Skeifan 19.
Simar 18430 — 85244
Vélarnar eru með ollum nauðsynlegum fylgihlutum ásamt
skrúfubúnaði.
Auk þess höfum við á lager 3 hestafla Petter fyrir rafal eða gír
VÉLAR og SKIP hf.
Grandagarði 1b simi 27544.
Eru komnir
aftur — vinsælu
kuldaskórnir
sem ná upp á
miðja fótleggi—
gerðir úr ekta anilín
skinnimeð
hrágúmmísólum,
hlýfóðraðir og fótlaga
Pantanir óskast sóttar sem allra fyrst.
Einnig ný komnar margar gerðir af fótlagaskóm
háum og lágum hlýfóðraðir og án fóðurs.