Morgunblaðið - 10.09.1976, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976
Bættur rekstur Eddu-hótela
vegna skipulagsbreytinga
Undanfarin sumur hafa verið
gerðar ýmsar merkilegar breyt-
ingar á rekstrarskipulagi nokk-
urra Eddu-hðteia, sem rekin
eru á sumrin á vegum Ferða-
skrifstofu rikisins. Þessi hðtei
hafa síðast iiðin tfu ár ekki
farið varhluta af þeim eftið-
leikum, sem fylgja rekstri af
þessu tagi úti á landsbyggðinni
og þar til f fyrra hefur reyndin
verið sú að gjöfd hafa verið
tafsvert umfram tekjur á flest-
um þeirra staða, þar sem Ferða-
skrifstofan hefur rekið sumar-
hðtel. Árið 1975 varð hins vegar
fyrsta rekstrarárið sem hðtel-
rekstur fyrirtækisins varð
hallaalus, en það sumar varð
gjörbreyting á afkomu nokk-
urra hðtela, og raunar ári fyrr á
einu þeirra. Hér er um að ræða
áhrif rekstrarbreytinga, sem
Ingölfur Pétursson veitinga-
maður, er nú starfar hjá Ferða-
skrifstofunni, hefur unnið að.
Sem dæmi um bætta afkomu
nokkurra hótela, þar sem
rekstrarformi hefur verið
breytt, má nefna að á Eddu-
hótelinu á Krikjubæjarklaustri
voru gjöld umfram tekjur á
sumrinu 1973 um 650 þúsund
krónur, en það sumar var hótel-
ið rekið á hefðbundinn hátt.
Arið eftir, þegar rekstrarformi
þess hafðí verið breytt, urðu
tekjur umfram gjöld tæplega
2.4 milljónir króna. Gætir hér
vafalaust að einhverju aukinn-
ar umferðar á Krikjubæjar-
klaustri vegna opnunar hring-
vegarins sumarið 1974, en sum-
arið 1975 varð afkoman á þessu
hóteli einnig góð, en þá urðu
tekjur umfram gjöld rúmlega
1.4 milljónir.
Á Eddu-hótelinu í Skógum
var hið nýja rekstrarfyrirkomu-
lag tekið upp sumarið 1975. A
því hóteli urðu gjöld umfram
tekjur sumarið 1974, siðasta ár-
ið, sem hótelið var rekið með
hefðbundnum hætti, samtals
1,07 milljónir, en árið eftir,
þegar búið var að breyta rekstr-
inum, urðu tekjur umfram
gjöld alls 1,74 milljónir. Af-
komusvjflan nemur þvi 2,7
milljunum króna milli þessara
tveggja ára.
Sumarið 1975 var rekstri
Eddu-hótelsins í menntaskólan-
um á Laugarvatni einnig
breytt. Afkoma hótelsins sum-
arið 1974 varð sú að gjöld um-
fram tekjur námu alls tæplega
950 þúsund krónum. Árið eftir
uðru tekjur umfram gjöld sam-
tals tæplega 2,3 milljónir króna
og er afkomusveiflan á þessu
hóteli því um 3,25 milljónir
króna milli ára.
Ofannefndar tölur hefur
blaðið fengið hjá Kjartani
Lárussyni aðstoðarforstjóra
Ferðaskrifstofu ríkisins og eru
þær úr reikningum hótelanna
fyrir þau rekstrarár, sem til-
greind eru.
Þess er rétt að geta að starfs-
fólk hótelanna, þar sem um-
ræddar breytingar hafa verið
gerðar á rekstri, er yfirleitt
mjög ánægt með sinn hlut,
enda hafa launatekjur þeirra
sem við hótelin vinna aukizt
verulega með hinni breyttu til-
högun. Þá mun það nokkuð
samdóma álit viðskiptavina, að
þjónusta hafi batnað með hinni
nýju skipan.
í sumar var hið nýja rekstrar-
form tekið upp á Eddu-
hótelunum í Reykholti, á Eið-
um og í nýja hótelinu á Isafirði
og er þá búið að breyta rekstri
sex Eddu-hótela af tíu í hið
nýja form. Það sem af er þessu
sumri hefur afkoma þessara
sex hótela verið góð.
Til að forvitnast frekar um
þennan breytta hótelrekstur
sneri Mbl. sér til Ingólfs
Péturssonar veitingamanns, en
hann varð ráðgjafi um hótel-
“eksturinn á árinu 1974 fyrir
tilstilli Sigurðar Magnússonar,
sem þá var forstjóri fyrirtækis-
ins. Áður hafði Ingólfur annazt
•ekstur veitingahússins á Flúð-
um og þar áður rekið City hótel
I Reykjavík og Hótel Borgar-
nes.
STARFSFÓLKIÐ
BEINN AÐILI AÐ
REKSTRINUM
„Þetta nýja rekstrarform
byggist á því að hver aðili að
rekstrinum fær ákveöinn
hundraðshluta af heildartekj-
um viðkomandi hótels fyrir
sinn skerf,“ sagði Ingólfur.
„Þannig fer viss hundraðshluti
til starfsfólksins, sem síðan
skiptir honum á milli sín eftir
nánara samkomulagi, viss hluti
rennur beint til Ferðaskrif-
stofu ríkisins, annar er ætlaður
til hráefnisöflunar, enn annar
II ■ ..........
] ■ ..........._
Kirkjubæjarklaustur
til greiðslu launa- og söluskatts
o.s.frv. Með þessu hefur tekizt
að gera starfsfólkið sjálft bein-
an aðila að rekstrinum, þannig
að það á sjálft hagsmuna að
gæta í því, að þjónusta sé sem
bezt og viðskiptin sem mest.
Þetta hefur orðið til þess, að
þeir sem að rekstrinum starfa
eru reiðubúnir til að haga
vinnutíma sinum og fríum
þannig að ekki komi illa við
reksturinn. Með þessu móti hef-
ur viðast hvar tekizt að fækka
starfsliði um 35—40% frá þvi
sem áður var og að sama skapi
auka tekjur þeirra sem eftir
eru til mikilla muna, en þó
þannig að eigandinn, þ.e.
Ferðaskrifstofan, hefur einnig
fengið stórlega aukinn hlut. Ég
held það megi segja að allir
þeir sem við þetta hafa starfað
taki þetta nýja fyrirkomulag
fram yfir hið eldra, a.m.k. hafa
ekki komið fram óskir um að
snúa aftur til hins eldra forms
eða breyta þeim hundraðshluta
sem miðað er við að renni til
hvers rekstrarþáttar. Við höf-
um líka haft það þannig að ef
innkaup til hótelanna eru gerð
af það mikilli hagsýni, að nýt-
ingin verður góð og umfram-
eyðsla lítil, kemur það starfs-
fólkinu sjálfu til góða að hálfu,
þegar gert er upp á haustin.
Fær fólkið þá launauppbót,
sem hefur numið frá 10—25%
af sumarlaunum þess.“
NVJA kerfið FYRST
REYNT A FLUÐUM
„Upphaf þess að ég fór að
beina huganum að því hvernig
bæta mætti rekstur af þessu
tagi má rekja til þess er sam-
starf hófst milli veitingahúss-
ins á Flúðum og Loftleiða um
veitingasölu til viðdvalarfar-
þega félagsins sem voru I skoð-
unarferðum sunnan lands.
Þetta var sumarið 1968, en Sig-
urður Magnússon sem þá var
hjá Loftleiðum hafði áhuga á
þvf að þessir farþegar gætu
fengið hádegisverð í ferðum
sinum til Gullfoss og Geysis á
viðunandi kjörum. Þessir föstu
hópar skiptu miklu um afkomu
staðarins og þá var farið út í að
ráða starfsfólk til vinnu hluta
úr degi, þegar annir voru mest-
ar, upp á prósentur, en fast
starfslið var fátt. Síðan hefur
þetta þróazt smátt og smátt, en
ég man enn þá eftir því að
sumarið 1968 urðu heildar-
tekjurnar á Flúðum 575 þúsund
krónur, en hagnaðurinn varð
149 þúsund og reksturinn hefur
verið fjárhagslega öruggur síð-
an.“
NAUÐSYNLEGT AÐ
HAFA VAKANDI AUGA
FYRIR NYJUM
MÖGULEIKUM
„Ég hef aldrei getað séð að
nokkrum væri greiði gerður
með því að halda endalaust úti
taprekstri á sumarveitingastöð-
um úti á landi, hvorki eigend-
um, sem oft eru hreppsfélög,
starfsfólkinu né viðskiptavin-
unum. Það var orðið nauðsyn-
legt að finna leið til að bæta
hag allra þessara aðila. Hið
nýja rekstrarform hefur skapað
meira aðhald í rekstrinum og
það er jafnan vinsælt að tala
um aðhald f opinberum rekstri,
en minna er um það í fram-
kvæmd. Eddu-hótelin eru rekin
af ríkinu og þetta aukna aðhald
í rekstrinum kemur því til góða
jafnt sem starfsfólkinu. En auð-
vitað er þetta kerfi sem við
höfum notaö í sambandi við
rekstur Eddu-hótelanna ekki
nein endanleg lausn á öllum
vanda f svona rekstri. Það er
nauðsynlegt að vera alltaf á
verði og endurskoða alla
rekstrarþætti með aukna hag-
ræðingu í huga, þannig að bæði
rekstraraðilar og viðskiptavinir
fái notið þess sparnaðar sem af
henni leiðir."
HÖTELÞJÓNUSTA
HÉRLENDIS að verða
OFDÝR FYRIR
ALMENNING
„Verðlag á hótelþjónustu hér
innan lands er að verða of hátt
miðað við kaupgetu almenn-
ings. Eins og málum er nú kom-
ið er það alveg á mörkunum að
almenningur geti veitt sér að
gista á hótelum úti á landi eða f
Reykjavfk, enda eru gestirnir
flestir erlendir ferðamenn eða
þeir, sem starfs sin vegna verða
að gista á hótelum á ferðalög-
um. Ég tel að það sé hættulegt
fyrir þessi fyrir tæki að fjar-
lægjast svo markaðinn með háu
verðlagi að Islendingar geti
ekki notfært sér hótelin I land-
inu. Við verðum að stefna að
þvf hérlendis að verðlag á
hótelþjónustu fari hlutfallslega
lækkandi á næstu árum,“ sagði
Ingólfur Pétursson að lokum.
1 x 2 — 1 x 2
2. leikvika — leikir 4. sept. 1976
Vinningsröð: X 11 —1X1—211 —1 IX
1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 37.000.00
4483 30635 31125 31173 40077
2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 1.800.00
76 + 1941 30175+ 30963 + 31169 + 31560 + 40077
483 3111 30415 30971 + 31366 31778+ 40077
978 3672 30525 30995 31405 40006 40077
1108 3874 30649 + 31073 31441 40056 40206
1281 4781 30682 31087 31481 40059 40437
1315 5304 30731 31125 31483 40077 40470+
1409 5694
+ nafnlaus
Kærufrestur er til 27. sept. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð
fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vínningsupphæðir geta lækkað ef kærur
verða teknar til greina. Vinningar fyrir 2. leikviku verða póstlagðir eftir 28. sept.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvfsa stofni eða senda stofninn og fullar
upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
Ath. A getraunaseðli nr. 3 hefur misritast leikur nr. 8 (Norwich — Manch.utd.) og fellur
sá leikur út af seðlinum.
GETRAUNIR — tþróttamidstöðin — REYKJAVtK
Simar
Einbýlishús
til sölu
á Suðureyri.
Uppl. í síma 94-6120 milli kl. 7 —10 á
kvöldin.
Byggingaréttur
Til sölu er réttur til að byggja 600 ferm. hæð á
mjög góðum stað í iðnaðar- og verzlunarhverfi í
Reykjavík. Iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæði. Öll
gatnagerðagjöld greidd. Tilboð merkt „Bygg-
ingaréttur — 2148" sendist Morgunblaðinu
fyrir 1 8. sept. n.k.
Blaðburðarfólk óskast
í eftirtalin hverfi:
VESTURBÆR
Garðastræti, Grenimelur, Barðaströnd,
Reynimelur 1 —56, Ásvallagata hærri tölur.
AUSTURBÆR
Bergstaðastræti, Laufásveg 58 — 79. Skip-
holt 1—50, Ingólfsstræti.
ÚTHVERFI
Breiðagerði, Teigasel, Akrasel, Álfheimar
43— Langholtsvegur 71—108. Hraun-
teigur, Sólheimar, Álfheimar 2—42. Aust-
urbrún 1, Blesugróf, Akurgerði, Kambsveg-
ur, Safamýri 11—95, Laugarnesvegur
34—85, Ármúli, Rauðagerði.
Uppl. í síma 35408
SÍMAR 21150 - 21370
til sölu og sýnis m.a.:
Rishæð við Bólstaðarhlíð
4ra herb. rúmir 90 fm. Góð samþykkt. Eldhús og bað
endurnýjað. Svalir. Útsýni
í Kópavogi
4ra herb. nýleg og góð íbúð á 1 hæð við Efstahjalla um
100fm. Sameign innanhúss fullgerð. Útsýni.
Þurfum að útvega góða 4ra herb. íbúð með bllskúr f
Kópavogi.
*
I Laugarneshverfi
góð 5 herb. íbúð á 3. hæð um 1 18 fm. Góð fullgerð
sameign. Mikið útsýni. Lausstrax.
Þurfum að útvega 3ja herb. fbúð f Laugarneshverfi
eða nágrenni.
Einstaklingsíbúð í Túnunum
2ja herb. séríbúð fremur lítil en góð Teppalögð með
góðu sturtubaði og geymslurisi. Laus strax.
Einbýlishús við Lágafell
úrvals eign 1 70 fm ein hæð með 6 herb. ibúð. Stór
bílskúr. Glæsilegur trjá og blómagarður. Útsýni.
2ja herb. íbúð gegn útb.
helst við Háaleitisbraut, Stóragerði eða i nágrenni óskast
2ja herb. íbúð verður borguð út.
Ný söluskrá heimsend ALMENNA
FASTEIGNASALAM
LAUGAVEGI49 SIMAR 2T150 - 21370
L.Þ.V. SÖLUM JÓHANN Þ0RÐARS0N H0L.