Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976
17
„Geisli hugsuðar
er slokknaður”
að horfa á fregnir af láti Maos f sjðnvarpi.
Símamynd AF
„Lát Maos breytir ekki
stefnu Bandaríkjanna”
Washington 9. september
— Reuter.
LEIÐTOGAR Bandaríkjanna lof-
uðu Mao Tse-tung á fimmtudag og
kváðust vona að andlát hans hefði
ekki áhrif á sambúð Klna og
Bandarfkjanna. Sagði Henry
Kissinger, utanríkisráðherra, að
lát Maos hefði engin áhrif á þá
stefnu Bandarfkjastjórnar að
bæta sambúðina við Kfnverja.
Ford, forseti, lýsti Mao sem
miklum manni, sem hafði „fram-
sýni og hugmyndaflug til að opna
dyrnar fyrir samstarfi Kína og
Bandaríkjanna."
Kissinger, sem vann, undir Nix-
on forseta, mest að því að koma
sambúð landanna tveggja í eðli-
legt horf hældi Mao sem stórkost-
legum manni.
Hann sagði við fréttamenn að
það væri of snemmt að segja fyrir
um áhrif láts Maos á stefnu
Pekingstjórnarinnar, en hann
kvaðst álíta að engin grundvallar-
breyting yrði á afstöðu hennar til
Bandaríkjanna né Sovétríkjanna.
En hann bætti því við að hann
efaðist um að einu sinni Kinverj-
ar sjálfir vissu hvaða áhrif lát
Maos hefði fyrir þá og því væri
ómögulegt fyrir hann að segja
fyrir um vilja eftirmanna hans.
Kissinger endurtók það álit sitt,
sem hann hefur látið í ljós marg-
sinnis, að sambúð Kfna og Banda-
ríkjanna mundi stjórnast af sam-
eiginlegum hagsmunamálum en
ekki einstaklingum.
Kissinger sagði Mao hafa verið
„eitt af stórmennum vorra tíma,
sem olli meiri breytingum en
nokkur annar samtíðarmaður
okkar“. Sagði hann að eins og
margir byltingarsinnar hefði Mao
unnið mörg afrek, jafnframt því
sem hann skapaði þjáningar.
Dauði Maos er talinn auka á
óvissuna um hvernig sambúð
Bandaríkjanna og Kína muni þró-
ast. Margir Bandaríkjamenn, sem
komið hafa til Kfna að undan-
förnu, þar á meðal öldunga-
deildarþingmaðurinn Hugh Scott,
segja að kínverjar séu orðnir
óþolinihóðir yfir hvað hægt geng-
ur að koma á stjórnmálasambandi
milli landanna. Kínverskir leið-
togar hafa einnig gefið í skyn í
samtölum við Bandaríkjamenn
hugsanlega frelsun Formósu með
hervaldi. Það hefur lengi verið
eitt af stefnumálum kínverska
kommúnistaflokksins og erfitt er
að segja hvort þeirri stefnu kann
að vaxa ásmegin í yfirstandandi
átökum á milli róttækra og hæg-
fara afla.
New York, Moskvu, London og
vfðar
9. september — AP, Reuter
LÁT Mao Tse-tungs, formanns
kfnverska kommúnistaflokksins,
er um allan heim álitið marka
endalok skeiðs og byrjun óvissrar
framtfðar fyrir 800 milljónir fbúa
Kfna. Formannsins hefur verið
minnzt vfða um lönd, bæði af leið-
togum og alþýðu manna. Ford,
Bandarfkjaforseti, kallaði Mao
merkilegan og mikinn mann.
Moskvustjórnin hefur ekki birt
opinber ummæli um andlát Maos,
sem hún hefur lengi álitið vera
sinn versta óvin. Sovézki
kommúnistaflokkurinn sendi þó
samúðarskeyti f dag til kfnverska
kommúnistaflokksins, að sögn
Tass-fréttastofunnar. Hljóðaði
skeytið svo: „Vinsamlegast takið
við djúpum samúðarkveðjum
okkar á andlátsdegi formanns
miðstjórnar kínverska
kommúnistaflokksins. Við lýsum
einnig samúð okkar með fjöl-
skyldu og vandamönnum hins
látna.“ Skeytið var sent i nafni
miðstjórnar kommúnistaflokks-
ins, án undirritunar einstakra
meðlima hennar. Hvorki Kreml-
arstjórn né miðstjórn flokksins
gaf út umsagnir um Mao.
Að sögn AP-fréttastofunnar
vantaði aftur á móti ekki umsagn-
ir almennings á götum Moskvu og
voru þær flestar á einn veg: „Það
var tími til kominn" og „Guði sé
lof“. Með tilkynningu sovézkra
fjölmiðla um lát Maos fylgdi sú
athugasemd að núverandi stefna
Pekingstjórnarinnar endur-
speglaði á engan hátt vonir og
áhugamál kínversku þjóðarinnar.
„Þessari döpru síðu í sögu Kína
verður óhjákvæmilega flett af
kínversku þjóðinni sjálfri."
Embættismenn i utanríkisráðu-
neyti Suður-Kóreu, sem skýrði
ekki frá opinberum viðbrögðum
voru órólegir yfir að nánara sam-
band á milli Kina og Sovét-
ríkjanna gæti styrkt Norður-
Kóreu. Háttsettur embættis-
maður í Seoul sagði að landar
hans gætu aldrei gleymt því að
það var með hjálp kinverskra her-
manna, sem Norður-Kóreumenn
gerðu innrás I Suður-Kóreu 1950,
og sem kostaði hundruð þúsunda
manna lífið.
I Indlandi, sem reynt hefur að
koma á eðlilegu sambandi við
Kína eftir landamærabardaga
þeirra 1962, sagði Indira Gandhi,
forsætisráðherra, að Mao hefði
verið mikill stjórnmálamaður,
sem hefði staðið í fararbroddi fyr-
ir endurreisn og framförum
kinversku þjóðarinnar. Mao lézt
daginn áður en fyrsti kínverski
sendiherrann i Indlandi i 15 ár
átti að komatil Nýju-Delhi.
Italski kommúnistaflokkurinn
sem löngum var gagnrýndur af
kínverjum, lýsti sinni dýpstu
samúð.
I Taipei, höfuðborg Formósu
urðu fagnaðarlæti á götum úti
þegar fréttin um lát Maos barst.
Venjuleg dagskrá útvarps og sjón-
varps var rofin og löng ræða flutt
um Mao þar sem hann var for-
Maos yfirleitt
minnzt sem eins
mesta manns
sögunnar, en
léttir í
Moskvu og Taipei
dæmdur sem „mesti glæpamaður
sögunnar".
Mobuto Sese Seko, forseti
Zaire, sagði að hann hefði orðið
snortinn af andlegri snerpu og
greind Maos og sagði að frelsi
þjóða sem enn væru undir oki
nýlendustefnu og kynþátta-
haturs, hefði verið hans mesta
áhugamál.
Forsætisráðherra Japans,
Takeo Miki, sendi samúðarskeyti
til ekkju Maos, Chiang Ching,
kínverska forsætisráðherrans,
Hua Kuo-fengs og heimsótti
kínverska sendiráðið í Tokyo til
að lýsa samúð stjórnar sinnar.
Fyrrverandi forsætisráðherra
Japans, Kakuei Tanaka, þakkaði
Mao það að Japan og Klna tóku
aftur upp stjórnmálasamband
1972 og sagði að með þeirri
ákvörðun hans hefði hann stofnað
eilífan frið milli landanna
tveggja.
Forseti Vestur-Þýzkalands
sendi skeyti, þar sem sagði meðal
annars, að Mao Tse-tung hefði átt
mikinn þátt í að skapa sögu
vorrar aldar. Willy Brandt, fyrr-
um kanslari sagði Mao hafa verið
„sögulega mikilvæga persónu,
sem hefði leitt Kínverja úr efna-
hagslegri eymd og gert þá að
einni áhrifamestu þjóð veraldar".
Forseti Frakklands Valery
Giscard d’Estaing, sagði að með
láti Maos „slokknaði geisli
hugsuðar". Mao dró Kína upp úr
fortíðinni „með styrk gerða sinna
og dirfsku hugsana sinna.“
Leiðtogi franska kommúnista-
flokksins, Georges Marchais, sem
beint hefur flokknum undan
áhrifum sovétstjórnarinnar, sagði I
að Mao hefði „dregið meir en 800
milljónir upp úr eymd, ungri og
vanþekkingu" og haft mikil áhrif
á þróun heimsins.
Olof Palme, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sagði Mao hafa verið
einn „mesta leiðtoga frá upphafi
vega. Nafn hans og gerðir verða
alltaf tengd baráttu kínversku
þjóðarinnar fyrir frelsi. Undir
leiðsögn hans var þjóðinni lyft
upp úr niðurlægingu nýlendu-
stefnu og átthagafjötra. Áhrif
Maos eru ekki bundin við Kína.
Hugsanir hans um getu mannlegs
vilja til að breyta lifsskilyrðum
okkar hafa áhrif á fólk um allan
heim“.
Danski forsætisráðherrann,
Anker Jörgensen, sagði að liklega
væri það mesta afrek Maos að
hann hefði getað boðað allri kin-
versku þjóðinni hugsanir sínar og
skapað þannig þjóðarmeðvitund
og samstöðu.
Malcolm Fraser, forsætisráð-
herra Ástraliu, sagði Mao hafa
verið arkitekt og innblástur end-
urreisnar fjölmennustu þjóðar
heims sem legið hefði í sárum
eftir innrásarheri og strið.
Við aðalstöðvar Sameinuðu
þjóðanna i New York blöktu fán-
ar i hálfa stöng vegna andláts
kinverska leiðtogans. Talsmaður
samtakanna sagði að Kurt Wald-
heim, aðalritari þeirra, hefði
hringt til sendiherra Kína hjá
S.Þ. og vottað honum samúð.
Rússar gera sér litlar
vonir um skiótar sættir
Tókíó, Moskvu og London 9. september
AP—NTB—Reuter.
ÓLÍKLEGT er talið að
nokkur breyting verði á
næstunni f samskiptum
Kína og Sovétríkjanna eft-
ir fráfall Maos Tse-tungs,
hver sem kann að bera sig-
ur úr býtum í baráttunni
um sæti hans í kínverskum
stjórnmálum. Rússar hafa
bundið vonir sfnar við, að
þeir, sem taki við af Mao,
endurskoði ástæðurnar,
sem leiddu til þess að sam-
búð rfkjanna fór stöðugt
versnandi árið 1956!
Stjórnmálafréttaritarar
segja að ólfklegt sé að svo
verði því að bæði róttæku
og hægfara öflin innan kfn-
verska kommúnistaflokks-
ins séu svo andstæð Sovét-
ríkjunum, að hugsanlegt
sé að það djúp verði aldrei
brúað. Hins vegar hafa
dyrnar alltaf verið opnar
fyrir einhvers konar sam-
skiptum á rfkisstjórnar-
grundvelli. Hiki Banda-
ríkjamenn við að efla
tengsl við Sovétríkin geti
það orðið til þess að Kfn-
verjar gefi Rússum undir
fótin til að minna á að þeir
geti einnig tekið þátt f
pólitfsku valdatafli.
A 20 árum féll Mao Tse-tung úr
sessi hjá Rússum sem einhver
fremsti postuli kommúnismans
niður í djúp djöfuls hugsjóna-
legra svika. Það sem valdamenn í
Kreml velta nú mest fyrir sér er
að hve miklu leyti Mao tókst að
móta skoðandir hugsanlegra eftir-
manna sinna. Talið er að það
muni taka sovézka ráðamenn
marga mánuði ef ekki ár að skipu-
leggja stefnu sina gagnvart Kína
að nýju, að Mao látnum. Sovézkir
fjölmiðlar hafa frá þvi að Chou
En-lai lézt I janúar látið í ljós þá
von við almenning í Sovétrikjun-
um að einhvern tíma muni „sann-
ir kinverskir föðurlandsvinir"
endurvekja vináttu Sovétrikj-
anna og Kina. Hafa sovézkir fjöl-
miðlar túlkað fréttir að ókyrrð og
andófi í Peking og öðrum borgum
sem ákvörðun um að brjóta á bak
aftur veldi Maos og snúa aftur á
braut „vísindalegs sósíalisma" og
áherzla er lögð á að Mao hafa
verið helzta hindrunin í vegi fyrir
sáttum milli þessara stórvelda
kommúnismans.
Fréttamenn I Moskvu, sem rætt
hafa nýlega við helztu Kinasér-
fræðinga Sovétrikjanna, segja að
Rússar geri sér litlar vonir um
skjótar sættir I nánustu framtíð.
ERLENT