Morgunblaðið - 10.09.1976, Síða 24

Morgunblaðið - 10.09.1976, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 — Skákin Framhald af bls. 40 tókst honum þó að villa svo um fyrir Tukmakov að hann náði að komast inn í taflið á ný með því að vinna upp tapaðan mann. Þess er skemmst að minnast að svipaðir atburðir áttu sér einnig stað þeg- ar Friðrik og Tukmakov tefldu slðast saman hérlendis, en það var á árinu 1972. Þá fórnaði Friðr- ik einnig manni og komst út úr vandræðum eftir mikinn darrað- ardans tímaskort og tókst að sigra. Spennan í mótinu er nú alger- lega í hámarki því eftir 12 um- ferðir eru þeir Friðrik, Najforf, Timman og Tukmakov jafnir og efstir með S'A vinning. Enginn þeirra á biðskák, en Najdorf gaf skák sína gegn Friðrik áður en 12. umferðin hófst í gær. Hér kemur skák Tukmakovs og Friðriks, en skýringar verða i blaðinu á morg- un: Hvftt: V. Tukmakov Svart: F. Ólafsson 1. Rf3 — d5, 2. g3 — g6, 3. Bg2 — Bg7, 4. 0-0 — Rf6, 5. d3 — 0-0, 6. c3 — b6, 7. Da4 — h6, 8. e4 — dxe4, 9. dxe4 — Bb7, 10. e5 — Re4, 11. Hdl — Dc8, 12. Be3 — Ra6, 13. Dc2 — Rac5, 14. b4 — Re6, 15. Rh4 — R6g5, 16. f3 — Rh3+, 17. Bxh3 — Dxh3, 18. Rxe4 — Bxe5 19. Bxh6 — Hfd8, 20. Hxd8+ — Hxd8, 21. Rd2 — Bf6, 22. Rdf3 — Dg4, 23. e5 — Bxh4, 24. Rxh4 — g5, 25. Df5 — Hdl+, 26. Hxdl — Dxdl +, 27. Dfl — Dxfl+, 28. Kxfl — gxh4, 29. gxh4 — Bd5, 30. a3 — a5, 31. Bg5 — axb4, 32. cxb4 — b5, jafntefli. Staðan í mótinu er nú þessi: 1.—4. Friðrik, Najdorf, Timman og Tukmakov: 8'/5 vinningur. 5. Westerinen: 7 vinningar, 6. Antoshin, 6'A vinn. + 2 biðskákir, 7.—8. Guðmundur og Keene: 6'A vinn. 9. Ingi R.: 6 vinn. + 2 biðskákir 10.—11. Matera og Vukcevic: 5'A vinn. 12. Haukur: 4'A vinn. 13. Helgi: 3'A vinn. 14.—15. Björn og Margeir: 3 vinn. + biðskák. 16. Gunnar: l'A vinningur. — Samræmdir kjara- samningar Framhald af bls. 40 Þetta er algjörlega mál sjó- mannasamtakanna og aðildar- félaga vinnuveitenda. Jafn- framt var það ekki ætlunin að þeir sem ekki samþykktu samn- ingana nytu þeirra hagstæðu kjara, sem sjóðakerfið veitti. Þarna varð að vera um sam- ræmdar aðgerðir að ræða.“ Sjávarútvegsráðherra sagði að bráðabirgðalögin væru þannig úr garði gerð að þau bönnuðu sjómönnum og útvegs- mönnum ekki að halda áfram samningsgerð. Menn gætu sam- ið þrátt fyrir lögin. Þau bönn- uðu aðeins verkföll, en skertu ekki hinn frjálsa samningsrétt. Lögfest er síðasta sáttatillagan, þannig að þeir, sem þegar höfðu samið og nutu viðbótar- kjara, geta notið þeirra áfram. Tregara hjá reknetabátum VEIÐI reknetabáta frá Höfn i Hcrnafirði var með tregara móti í gær. Þá komu bátarnir aðeins með um 700 tunnur að landi og var Skógey með langmestan afla, 200 tunnur. Aðrir bátar voru með frekar lítið. Síldin sem barst að landi i gær fór svo til öll í salt og nú er búið að salta nokkuð á sjötta þúsund tunnur á Höfn. tfeultiurik / 2 3 Y 0 7 $ 9 /2 fíti /2 ti tf ttl /inn 1 Helgi ölafsson X 'b- % % ‘k o 0 'k D % o! o [k 2 Gunnar Gunnarsson X 0 0 O 0 1 Q 0 V o\ 0 0 3 Ingi H. Jóhannsson •h- i X I 0 >k 'k % 0 1 1 y Margeir Pétursson <k i 0 X fL Jl O Vz 0 V •h f M. R. Vukcevie 'k / I I X 1(l 0 0 0 ‘h ‘k 0 % 6 H. Westerinen I i 'h ! % I '/* 0 ‘k o •h % 1 7 R. D. Keene I 0 ‘Iz i ! X 1 0 'h 0 ‘h ‘tz ft S. Matera ‘lz I ‘Iz ‘lz 1 X ‘U l 0 'k 0 0 0 9 V. S. Antoshin I I 'L X !k\ ‘h 'lz !k 'Ll Vz 1 /ó Björn Porsteinsson % I 0 0 ‘Iz X % 0 0 •k 0 0 f/ J. H. Timman l ! 1 1 / ‘h 'k X / •/z O 0 1 /2 Guðm. Sigurjónsson I / 'k ‘h 'k •fl I 0 X ‘h 0 'íz 'h /3 Priórik Ólafsson 'lz 'lz 1 1 1 'h. i % ‘k X h ‘k ty Miguel Najdorf I 1 ‘k >/z >lz 1 Vz Vz 1 1 X / ts V. Tukmakov / 0 í 1 ‘íz Vz 1 % / ! lk ’/z X ÍL Haukur Angantýsson !L / 0 ‘Jz Vz 0 O / 0 'h A 0 X — Mikil óvissa Framhald af bls. 1 kommúnistaflokksins í kvöld sagði að engum erlendum þjóð- höfðingja yrði boðið að vera við útför Maos, sem fram fer laugar- daginn 18. þessa mánaðar. Á með- an hefur verið fyrirskipuð þjóðar- sorg í Kína. Einnig hefur verið fyrirskipað, að er útförin hefst skuli allir Kínverjar hvar sem þeir eru standa kyrrir og þögulir í þrjár minútur og þangað til skuli öll tómstundaiðkun í landinu liggja niðri. Lík Maos mun liggja á viðhafnarbörum í Höll þjóðar- innar í Peking frá morgundegin- um til föstudagsins 17. Ekki hefur verið gefið upp hver dánarorsök Maos var, en erlendir sérfræðingar telja mjög margir að Mao hafi þjáðst af Parkinson- veiki, auk þess, sem hann hafi fengið nokkrar aðkenningar að heilablóðfalli. Síðasti erlendi þjóðarleiðtoginn, sem hitti Mao, var Bhutto, forseti Pakistans, og sagði hann þá að Mao hefði verið illa haldinn af kvefi og veikburða, en virzt halda andlegum kröftum óskertum. MIKIL STJÖRNMÁLALEG ÓVISSA FRAMUNDAN Fráfall Maos er mikið áfall fyr- ir kínversku þjóðina og mun mörgum finnast nær óhugsandi að takast megi að fylla upp í það skarð, sem hann skilur eftir sig. í yfirlýsingu miðstjórnarinnar um lát hans er loforð um að stefnu Maos verði áfram fylgt í hvívetna og jafnframt hvatt til einingar meðal þjóðarinnar. Núverandi forsa-tisráðherra og varaformað- ur flokksins, Hua Kuo-feng, sem skipaður var i embætti, er Teng Hsiao-ping, varaforsætisráðherra, var sviptur embætti fyri á þessu ári, er talinn hugsanleg málamiðl- un milii róttækra afla flokksins, sem Chiang Ching, ekkja Maos, veitir forystu, og hægfara afl anna, sem Chou En-Iai heitinn, fyrrum forsætisráðherra, veitti forystu, en Teng var einn nánasti samstarfsmaður Chous. Það vakti athygli í tilkynningunni um lát Maos að miðstjórnin hvatti kín- versku þjóðina til að herða og dýpka gagnrýni sína á Teng. Vmislegt hefur á undanförnum mánuðum bent til þess að inn- byrðis deilur hafi valdið kín- verskum ráðamönnum áhyggjum. I ritstjórnargrein í Dagblaði al- þýðunnar á mánudag var fjallað um slíkar deilur á mjög óljósan hátt, m.a. talað um að gera upp gamlar sakir og vopnaða baráttu. Þá hefur einnig í ritstjórnargrein- um verið varað við skemmdar- verkum „stéttaróvinanna", en aldrei talað um nein ákveðin at- vik og engar skýringar gefnar. 1 tilkynningu miðstjórnarinnar i dag var einnig sagt að ekki mætti trufla járnbrautarsamgöngur í iandinu, en þessu var sleppt, er kínverska fréttastofan Hsinhua útvarpaði tilkynningunni á ensku. Finnst mörgum stjórn- málafréttariturum hið einkenni- lega orðalag benda til þess að einhvers staðar sé ekki allt með felldu. AUKIN GAGNRVNI A TENG Lát Maos ber að á þeim tíma, sem kínversk blöð eru i óða önn við að auka gagnrýni sína á Teng Hsiao-ping og fregnir hafa borizt af því að ýmsir hópar hafi notað gagnrýnisherferðina á hendur Teng til að ráðast á sína óvini. Þegar litið er á það, að Hua hefur aðeins verið við völd í 5 mánuði og raunar ekki markað nein spor í kínverskum stjórnmálum, og að keppinautar hans um starfið eru margir og framgjarnir, er ekki fjarri lagi að ætla að baráttan um formannsstarfið geti orðið hörð og löng. Ein ábending um þetta er ofbeldisaldan, sem fór um Peking og aðrar stórborgir í landinu í april, er Mao rak Teng úr embætti. Stjórnarskrá Kína kveður svo á um að miðstjórn kommúnista- flokksins, sem skipuð er 195 mönnum, skuli velja formanninn, en að öðru leyti er ekkert, sem gefur ákveðna vísbendingu um hver kunni að hljóta valdamesta embætti Kína. Hua, sem er 57 ára, var öllum á óvart gerður að for- sætisráðherra og hann er alger- lega óþekkt mynd í kínverskum stjórnmálum. Hann var fyrrum öryggismálaráðherra, er nokkuð vel að sér í landbúnaðarmálum, en var algerlega óþekktur er Mao varpaði honum fremst í sviðsljós kínverskra stjórnmála. Hann er talinn vera miðja vegu milli róttækra og hægfara afla, en menn efast um að honum hafi gefizt nægilegur timi til að hasla sér öruggan völl. HÖRÐUSTU KEPPINAUTARNIR Meðal annarra keppinauta um sæti Maos er ekkja hans, Chiang Ching, sem er 62 ára og á sæti í framkvæmdastjórn flokksins, þrir af nánustu samstarfs- mönnum hennar í róttækari armi flokksins, þeir Wang Hung-wen, 40 ára, sem Mao tók úr færibanda- vinnu í Shanghai og setti í fremstu röð stjórnmála, Chang Chun-chiao, 58 ára, fyrsti að- stoðarforsætisráðherra og einn af varaformönnum flokksins, og Yao Wen-yuan, 51 árs, meðlimur fram- kvæmdastjórnarinnar og harður gagnrýnandi, en bitur gagnrýní hans á kerfið hratt af stað menningarbyltingunni 1966. Ur hópi hægfara afla má nefna Yeh Chien-ying, 78 ára sem er varafor- maður og varnamálaráðherra og einn nánasti vinur Chou En-lais, Li Hsien-min, aðstoðarforsætis- ráðherra, og Chen Hsi-lien, yfir- maður Pekingdeildar kínverska hersins. Þeir Yeh og Chen eru taldir hafa mikinn stuðning innan hersins, en aldur þeirra og slæm heilsa minnkar möguleika þeirra. Mao er þriðji maðurinn af stofnendum kínverska alþýðulýð- veldisins, sem fellur frá á þessu ári. Cho En-lai lézt í janúar sl. og Chu Teh, sem stofnaði Rauða herinn, lézt í júlí. Yeh Chien-ying er nú sá einn, sem eftir lifir af leiðtogunum, sem stjórnuðu strið- inu gegn Kuomintang árið 1949. Nú eru aðeins 4 meðlimir eftir af 10 í fastanefnd framkvæmda- stjórnar flokksins, en þeir eru Hua, Wang, Yeh og Chang. Auk Maos, Chous og Chus áttu sæti þar Teng Hsiao-ping sem var rekinn, Li Teh-sheng, sem einnig mun hafa verið rekinn, og Tung Pi-wu, sem lézt í apríl 1975. Sézt á þessu hve mikil skörð hafa myndazt í leiðtogahóp landsins á undanförn- um tveimur árum og þessi skörð gera óvissuna um framtíðarskip- un stjórnmálaforystunnar ennþá alvarlegri. Baráttan um sæti hans getur einnig orðið til að skera úr um hvort hans útgáfa á kommúnisma heldur velli i Kína. — Portúgal Framhald af bls. 1 áætlun væri i smiðum um orku- sparnað á öllum sviðum. Upphaflega átti Soares að flytja þessa ræðu í fyrrakvöld, en hann varð að fresta henni vegna póli- tískrar ólgu innan flokks sins. Var sagt að Soares gæti ekki flutt ræðuna, þar sem hann væri hálf lasinn. Heimildir í Lissabon herma, að Soares eigi í erfiðleik- um innan flokksins og að jafnað- armenn óttist að ef efnahagsað- gerðirnar komi of mikið við hinar vinnandi stéttir kunni Soares að verða sakaður um að hafa brugð- izt baráttu vinstrimanna sl. 2 ár og þeim áföngum, sem náðst hafa á því tímabili. Slíkt gæti skapað óróa meðal þeirra 25% kjósenda, sem styðja kommúnista og rót- tæka vinstriflokka. 1 ræðu sinni lofaði Soares að koma á aga meðal iðnverkafólks og sagði að verkföll mætti ekki nota nema sem neyð- arúrræði og að verkamenn, sem færu í verkföll, gætu ekki fengið laun. Talið er að framleiðni í iðn- aði hafi minnkað um 35% vegna lélegra afkasta og mikilla fjar- vista verkafólks. — Bjargráða- sjóður Framhald af bls. 2 búnaðardeildinni verða þær i ár á bilinu 83 til 93 milljónir. Heildar- ráðstöfunartekjur beggja deilda sjóðsins 1976 eru þvi áætlaðar 111 til 121 milljón króna. Á tímabilinu frá 1. janúar til ágústloka hafa styrkir og lánveit- ingar úr sjóðnum verið úr al- mennri deild 625.000 krónur í styrki og 24.835.000 krónur í lán- veitingar eða samtals 25.460.000 krónur. Styrkir og lán til 56 aðila nema 24.875.000 krónum, þar af til 49 aðila vegna óveðurstjóns að upphæð 22.270.000 krónur. Ur búnaðardeildinni eru styrkir og lán 87.232.000 krónur. Vegna bú- fjártjóns fóru I styrki og lán 41.282.000 krónur og I uppskeru- tjón á kartöflum fóru 25.650.000 og i óþurrkalán 20.300.000 krón- ur. AIls eru þvi styrkir og lán úr báðum deildum á timabilinu frá 1. janúar til 2. september 1976 122.871.788 krónur. Af þessu sést að þegar er búið að ráðstafa öllum áætluðum ráð- stöfunartekjum almennu deildar sjóðsins til næstu áramóta og raunar hefur verið gengið á vara- sjóð hans, séreignadeild, um 30" milljónir króna. Tekjur sjóðsins hafa innheimzt illa. Af framangreindu er ljóst að sjóðurinn er fjárvana og þess ekki megnugur af eigin fé að veita aðstoð vegna tjóns af völdum óþurrkanna í sumar. Ekki er ljóst enn, hve mikil þörf er fyrir hendi í landbúnaði, þar sem umsóknir um styrki og lán hafa ekki borizt sjóðnum. Hlutverk bjargráðasjóðs skipt- ist i tvennt eins og deildaskipting hans gefur til kynna. Hlutverk almennu deildarinnar er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum fjárhagsaðstoð til þess að bæta meiriháttar tjón á fasteignum og lausafé af völdum náttúruhamfara, óveðurs, flóða, vatnavaxta, skriðufalla, snjóflóða jarðskjálfta og eldgosa. 1 huga verður að hafa að um er að ræða lög sjóðsins, þegar rætt er um hlutverk hans og var viðlaga- trygging ekki til, þegar þau voru samin 1972. Hlutverk búnaðar- deildarinnar er að veita einstakl- ingum og sveitarfélögum fjár- hagsaðstoð til að bæta meiri hátt- ar tjón vegna búfjárdauða, af völdum sjúkdoma eða af slysum — verði gáleysi eigenda ekki um kennt. 1 öðru lagi vegna fóður- kaupa vegna grasbrests af völd- um kulda, kals eða óþurrka til að afstýra óeðlilega mikilli slátrun búfjár. Einnig er sjóðnum ætlað að bæta uppskerubrest á garð- ávöxtum og loks að veita fjárhags- aðstoð vegna verulegs afurðatjóns á sauðfé og nautgripum. Fjárhagsaðstoð sjóðsins, þ.e. beggja deilda, getur falizt í styrk- veitingum eða veitingu vaxta- lausra lána, þar sem lánstíminn er að jafnaði 5 ár. — Form. L.I.U. Framhald af bls. 5 sæta með tilliti til þess sem að framan er rakið. Illa fyndist mér ég þekkja sveitunga mina af Vestf jörðum, ef þeir hafa ætlazt'til þess, einir sjómanna á landinu, að fá notið sjóðakerfisbreytinganna án þess að taka þátt í þeim breyt- ingum á hlutaskiptum, sem óumflýjanlega fylgdu I kjölfar breytingarinnar. Að lokum vil ég taka fram, að með sjóðakerfisbreytingunni var hægt að bæta launakjör sjó- manna umfrám launabreyting- ar annarra stétta og voru þeir vel að þvi komnir vegna sinna þýðingarmiklu starfa fyrir þjóðarskútuna. — Rækja Framhald af bls. 40 tíma og 12 manns hafa unnið við vinnslu aflans í Rækjuveri hf. Frá þvi í september i fyrra hefur engin vinna verið á Bildudal nema við rækjuvinnslu hjá Rækjuveri fram eftir vetri og um nokkurt skeið við vinnslu á hörpudiski, en frá 15. júlí sl. hef- ur ekkert verið að gera þar til nú. Hannes sagði að miðin, sem Vis- ir hefði veitt á i Tálknafirði, virt- ust vera mjög góð, en sjávarút- vegsráðuneytið hefði ekki enn tekið ákvörðun um áframhald- andi veiði. Sagðist hann vita um tvo báta frá Patreksfirði og tvo frá Tálknafirði, sem búnir væru að sækja um leyfi til þessara veiða, ef þeir fengju veiðiheimild mætti búast við að einhverjir þeirra eða allir myndu landa á Bíldudal. — Það sem veldur þessu mikla atvinnuleysi hér, sagði Hannes, er hvað uppbyggingu frystihússins miðar hægt áfram, það er í sífellu verið að tala um að það sé að verða tilbúið en ekkert gengur, og rekstur þess virðist ekki í sjón- máli enn. Héðan eru gerðir út margir bátar, en verða allir að landa annars staðar, þar sem ekki er hægt að taka á móti fiskinum hér. Hann sagði að aðalatvinna manna á Bíldudal hefði I sumar og einnig í fyrrasumar verið bygg- ingavinna. Þar hefðu verið byggð 10 hús í fyrra og annað eins i sumar. — Því er ekki að neita að nú er kominn uggur i fólk, þar sem eng- in atvinna virðist vera á næstunni eða ekki fyrr en frystihut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.