Morgunblaðið - 05.10.1976, Side 18

Morgunblaðið - 05.10.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÖBER 1976 Reiðhjólarall KFUM á laugardag: Fálkinn átti tvo af þremur fyrstu A LAUGARDAG fór fram í fyrsta skipti hér á landi svo nefnt reið hjólarall. eins og sagt hefur verið frá hér • blaðinu. Það voru ung lingadeildir KFUM i Reykjavik sem stóðu fyrir keppninni og var hún firmakeppni, til styrktar nýkeyptum skála unglinda deildanna við Hafrayatn. Klukkan 14 á laugardaginn biðu um 80 drengir við kaupfélagið í Mosfellssveit tilbúnir að fara af stað en þeir voru ræstir 3 í einu með minútu m illibili. Rok var nokkurt og greinilegt að drengirnir áttu eftir að hjóla á moti vindi mikinn hluta af leiðinni. Þeir létu það þó ekki á sig fá heldur biðu eftir að fá að hefja keppnina og þeystu af stað um leið og merkið var gefið. Áður en þeir lögðu af stað fengu þcir Tropicana sem Sól h/f gaf. Það tók nærri hálfa klukkustund að koma öllum af stað og mátti sjá langa röð hjólreiðamanna suður eftir Vesturlandsveginum stefna í átt til Reykjavfkur. Á leiðinni áttu þeir að leysa ýmsar þrautir og var það gert öðrum þræði til að drengirnir myndu ekki sprengja sig I keppninni, með þvi móti gafst færi á að hvfla sig örlítið á milli. Þrautirnar gáfu Ifka tilefni til að sýna hæfni sína í meðferð hjóls- ins. Stundum áttu þeir að hjóla eftir þröngum stfgum, merktum með kaðli, hjóla á planka yfir læk, hjóla milli kubba og fleira sem ekki er rúm fyrir að telja upp hér. Eins og fyrr sagði var veðrið ekki upp á það bezta, nokkur fjöldi fólks fylgdist með því sem þarna var að fara fram enda f fyrsta sinn sem slfk keppni er haldin hér. Voru það aðallega foreldrar piltanna en sá háttur var hafður á að safnazt var saman f Reykjavfk við nokkur félagshús KFUM fyrir kl. eitt og þar var reiðhjólunum komið fyrir á bfl sem flutti þau upp f Mosfellssveit og aftur var hjól- unum safnað á bfla að lokinni keppni Leiðin sem farin var hófst við kaupfélagið f Mosfellssveit og í átt til Reykjavfkur og beygt út af Vesturlandsveginum við Korpu. Síðan var farið upp með Úlfars- fellinu og framhjá afleggjaranum til Hafravatns og niður f Mosfells- sveitina aftur þar sem keppnin endaði í námunda við kaupfélagið. Framhald á bls. 46 Vmsar þrautir þurfti að leysa á leiðinni og var t.d. nokkuð erfitt að stýra í hrautirnar hér f mestu vindhviðunum. Hér sjást nokkrir þeirra sem lentu f fyrstu sætunum. Gunnar örn Jónsson mótsstjóri útbýtir Tropicana áður en keppnin hefst. Strákarnir spyrntu vel í þegar rásmerkið var gefið. Greinargerd frá menntamálaráðherra MORGUNBLAÐINU barst f gær eftirfarandi greinargerð frá menntarnálaráðherra: Þann 17. september s.l. var Rögnvaldur Sæmundsson skóla- stjóri í Keflavík settur aðstoðar- skólastjóri við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Sú ákvörðun var í samræmi við tillögur skólameist- ara þar, fræðslustjórans í Reykja- vík og minnihluta (1) fræðslu- ráðs. Meirihluti fræðsluráðs (5) mælti með öðrum umsækjanda. Vegna blaðaskrifa og bókana hjá fræðsluráði og borgarráði þykir mér rétt að gera örlítið nán- ari grein fyrir viðhorfi mínu en ég hef áður gert opinberlega. Inntak þeirrar umræðu, sem fram hefur farið er annars vegar það hvort ráðherra sé skylt laga- lega — eða a.m.k. siðferðilega að hlýta tillögum meirihluta fræðsluráða. Hinsvegar er svo spurningin um það, hvort rétt hafi ráðist um skipan nefndrar stöðu efnislega. Fleiri atriði hafa dregist inn í þessa umræðu, eins og gengur, en þau skipta minnu. „Réttindi og skyldur“ ráöherra. Alþýðublaðið tilfærir í leiðara 24. september lagagrein, sem seg- ir að ráðherra veiti stöður ,,að fengnum tillögum fræðsluráðs“. Síðan fullyrðir ritstjórinn að það sé „skýrt tekið fram að ráðherra skuli fara að tillögum fræðslu- ráðs“. Þar sem þessi lögskýring hefur mér vitanlega aldrei sést áður né nokkur undir hana tekið, virðist þarflaust að eyða orðum að henni. — Veitingavaldið f þessu tilviki er hjá ráðherra. Þá er að meta hvort ráðherra sé samt sem áður siðferðilega skylt að veita stöður samkvæmt tillög- um umsagnaraðila. Ellegar þá að eðlilegt verði að teljast að hann geri það, og þá jafnvel án þess að leitast við að meta aðstæður sjálf- ur. Um þetta segir fyrrverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason I greinargerð árið 1960: „Ef fræðsluráð og skólanefnd hafa einróma mælt með umsækj- anda i skólastjóra- eða kennara- stöðu og fræðslumálastjóri hefir einnig lagt til, að sá umsækjandi hlyti stöðuna, hefi ég ávallt farið eftir þeim tillögum, þótt ráðherra sé slfkt að vfsu ekki skylt, þar eð hann einn ber ábyrgð á veiting- unni og valdið er óskorað i hans hendi en aðeins um tillögurétt að ræða hjá fræðslumálastjóra og fræðsluráði eða skólanefhd. Hins vegar er mjög algengt, að fræðslu- ráð eða skólanefndir séu ekki sammála í umsögnum sínum. Ég hef heldur aldrei veitt skóla- stjóra- eða kennarastöðu gegn sameiginlegum tillögum fræðslu- málastjóra og meirihluta fræðslu- ráðs eða skólanefndar, þótt til þess beri ráðherra enn síður skylda en þegar fræðslumála- stjóri og allt fræðsluráð, eða skólanefnd eru á einu máli. Á hinn bóginn hefur það oft gerst, að tillögur fræðslumálastjóra og fræðsluráðs eða skólanefndar hafa ekki farið saman, eins og átti sér stað I þvi tilviki sem hér er um að ræða, og hlýtur ráðherra þá að vega sérstaklega og meta þau rök, sem iiggja að baki hvorri tillög- unni um sig, einkum þó og sér í lagi ef fræðsluráð eða skólanefnd er ekki sammála, svo sem einnig átti sér stað f þessu tilviki". Það er af tveimur ástæðum að ég tilfæri þessi ummæli fyrrver- andi menntamálaráðherra. Ég tel það skipta máli hvernig aðrir menn litu á þessa hluti þegar þeir stóðu í mfnum sporum. Og ég treysti mér ekki að orðfæra betur mína eigin skoðun á þessu sviði. Venjur og frávik Þrátt fyrir þetta hef ég fylgt þeirri starfsvenju að hlýta tillög- um umsagnaraðila nema mér hafi sýnst nokkuð sterk rök hníga í gagnstæða átt. Skal ég nefna tvö dæmi því til skýringar hvenær ég tel nauðsynlegt að bregða vana að þessu leyti. I fyrra dæminu hafði skóla- nefnd raðað umsækjendum um skólastjóra stöðu þannig: 1) íþróttakennari við skólann. 2) Skólastjóri með langan starfsferil að baki og full réttindi. 3) Reyndur skólastjóri en án réttinda. — Allir umsækjendur höfðu ágæt meðmæli. Mér virtist númer 2 hafa ótvíræða yfirburði og veitti honum stöðuna. Síðara dæmið sem ég nefni er af öðru skólastigi. Við atkvæða- greiðslu um lektorsstöðu fékk bandarískur gistilektor flest at- kvæði, enda hafði hann getið sér gott orð sem kennari. Islendingur með doktorsgráðu fékk færri at- kvæði. Hann hafði áður sótt um prófessorsstöðu í sömu grein og dómnefnd metið hann hæfan til þess starfa. Ég taldi rétt hans meiri og hann fékk veitingu. Stjórnmálaskoðanir réðu engu í nefndum tilvikum. Þeir sem stöð- ur hlutu eru ekki skoðanabræður ráðherra á stjórnmálasviðinu. Flest orkar tvímælis þá gert er. En mat þess sem veitingavald hafði að lögum og bar ábyrgð sam- kvæmt þvi réði hér úrslitum. — Mér er annars nær að halda að ef grant væri eftir gáð teldist ég fremur ámælisverður fyrir að fara of oft eftir tillögum umsagn- aðaðila við embættaveitingar heldur en hið gagnstæða. Var rétt ráðið í Breiðholti? Það er mergurinn málsins og um það eru skiptar skoðanir. Ágreiningur virðist einkum eða einvörðungu snúast um það hvor sé hæfari af tveimur Bragi Jósefs- son eða Rögnvaldur Sæmundsson. Það verður að meta sjálfstætt. Fjöldi umsókna um aðrar stöður skiptir ekki máli í þessu tilviki. Báðir umsækjendur hafa tilskilda menntun og þar með réttindi. Virðist þá eðlilegt að huga að starfsferli. — Rögnvaldur Sæ- mundsson hefur stýrt stórum skóla um langa hríð. Hann hefur reynst traustur starfsmaður og farsæll stjórnandi. Samstarf við skólanefnd, sveitarstjórn og ráðu- neyti hefur verið gott. — Bragi Jósefsson hefur kennt í Banda- ríkjunum en ekki stjórnað skóla á íslandi. Aftur á móti var hann deildarstjóri i menntamálaráðu- neytinu i tvö ár og hefur víða komið við sögu eins og flestum er kunnugt, m.a. af blaðaskrifum fyrr og nú. Að fengnum umsögnum og að gerðum samanburði á ferli þess- ara tveggja umsækjenda ákvað ég að setja Rögnvald Sæmundsson aðstoðarskólastjóra við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, þar sem ég taldi þá lausn hagkvæmari fyrir stofnunina. Fræðsluráð, blöðin og borgarráðið. Nokkur dagblöð og meirihluti fræðsluráðs og borgarráðs virðast telja það hneyksli og valdníðslu m.m. ef ráðherra fer ekki að vilja meirihluta fræðsluráðs um veit- ingu embætta. Þessir aðilar vita þó betur. — Ég vitna til þess sem að framan segir, m.a. til greinar- gerðar fyrrverandi menntamála- ráðherra og visa slíkum fullyrð- ingum gersamlega á bug. Samn- ingur ríkis og borgar um fjöl- brautaskólann breytir í engu gild- andi lögum um embættaveitingar. Það er og fráleitt sem fram kemur í einni „bókuninni" að ráðherra sé nánast óheimilt að leita um- sagna fleiri aðila en fræðsluráðs. Slikt tekur engu tali og er ekki svaravert. Eg árétta að lokum: Ráðherra er eigi aðeins rétt heldur skylt að leitast við að meta sjálfur aðstæð- ur er veita skal stöður. Ótvirætt er þó skylda hans til þess ef uppi er ágreiningur, bæði innan fræðsluráðsins sjálfs og milli meirihluta þess annars vegar og fræðslustjóra og viðkomandi skólastjóra hins vegar, eins og hér átti sér stað. Það er eðlilegt að menn greini á og kynni skoðanir sinar með ýms- um hætti og hagi orðavali eftir smekk. En giumrugangur nokk- urra kunningja minna á nokkrum dagblöðum að undanförnu sýnist mér ekki þungur á metum i efnis- legri umræðu. Vilhjálmur Itjálmarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.