Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 41

Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 41
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKT0BER 1976 21 JÚDÓMENN HELGUÐU VINUM Á NORÐUR- LÖNDUNUM MÓT SITT „VINÁTTUMÓT Norðurlanda f júdó“ nefndist júdómót sem júdó- samband Islands efndi til f Laug- ardalshöllinni á sunnudaginn og var mót þetta haldið f stað Norð- urlandameistaramóts unglinga, sem fram átti að fara f Laugar- dalshölfinni á þessum tfma, en varð að aflýsa sökum þess að Finnar og Svfar afboðuðu þátt- töku sfna á mótið og báru við peningaleysi. Gerðist það aðeins 10 dögum áður en mótið átti að hefjast. Á mótinu á sunnudaginn var keppt f tveimur aldursflokkum, eins og gera átti á Norðurlanda- mótinu. Annars vegar kepptu unglingar 15—17 ára og hins veg- ar piltar 18—20 ára. í sfðarnefnda flokknum fengu einnig að keppa karlar sem ekki höfðu hærri gráðu en 4. kyu. (Jrslit f mótinu urðu þau að f yngri flokki, 15—17 ára, sigraði Egill Ragnarsson, JFR, I þyngri flokknum. Þar varð Stefán Högnason frá Isafirði annar og Sigurður Hauksson, UMFK þriðji. I léttari flokknum urðu úrslit þau að Þórarinn Ólafsson, UMFK, varð sigurvegari, Ketilbjörn Tryggvason, JFR, varð annar og Rúnar Guðjónsson, JFR, þriðji. i eldri flokknum var keppt f þremur þyngdarflokkum. 1 flokki þeirra sem eru 88 kg eða þyngri sigraði Jóhann Guðmundsson, JFR. Kristmundur Baldursson, UMFK, varð annar og Karl H. Gfslason, JFR, þriðji. 1 flokki 80—88 kg sigraði Viðar Guðjohn- sen, Á. Finnur M. Finnsson frá Isafirði varð annar og Jón B. Bjarnason, JFR, varð þriðji. 1 flokki þeirra sem eru undir 80 kg sigraði Jónas Jónasson, A, Guðni Georgsson, UMFK, varð annar og Hilmar Jónsson, Á, varð þriðji. Mynd þessi var tekin á júdómótinu f Laugardalshöllinni og hefur sá er horfir til Ijósmyndarans greinilega náð góðu taki á andstæðing sfnum. ISLANDSMOTIÐ HAFIÐ Islandsmótið f handknatteik hófst með fjórum leikjum f 1. deildar keppni karla á sunnudags- kvöldið og var þá bæði leikið f Iþróttahúsinu f Hafnarfirði og f Laugardalshöllinni. Mótið sem hófst með þessum leikjum er fjölmennasta lslandsmót f handknattleik sem fram hefur farið til þessa, en áætlaður fjöldi keppenda er um 3800. Alls verða leikir f mótum á vegum HSI f vetur um 670 talsins. Meðfylgjandi mynd er úr leik Vals og Þróttar f fslandsmótinu en þann ieik vann Valur 21—16 og skipaðist þvf fljótt veður f Iofti hjá Þrótturum sem á föstudagskvöldið hlutu sinn fyrsta Reykjavfkurmeistaratitil f handknattleik. Það er Steindór Gunnarsson, Valsmaður sem þarna skorar framhjá Kristjáni markverði Þróttar, en aðrir leikmenn sem á myndinni sjást eru Þróttararnir Gunnar Gunnarsson og Konráð Jónsson. Sjá umsagnir um leiki helgarinnar á bls. 23, 24 og 25. Vilmundur jafnaði íslandsmetið í 200 m hlaupi - hljóp á 21,3 sek. „ÞAÐ býr vafalaust meira f Vil- mundi en þetta og þvf leitt til þess að vita að hann skuli ekki geta keppt meir. Nú er hann búinn að brjóta fsinn svo það má búast við verulegri framför þegar næsta sumar ef allt gengur að óskum f vetur hjá honum." Þetta sagði Jón Diðriksson þegar við ræddum við hann f gær. Þeir félagarnir kepptu á frjáls- íþróttamóti f Menden í V- Þýskalandi á laugardaginn, og þar gerði Vilmundur sér litið fyrir og jafnaði íslandsmet Hauks Clausen og Hilmars Þorbjörns- sonar f 200 m hlaupi. Hljóp Vilmundur á 21,3 sekúndum, en á þeim tíma hljóp Haukur árið 1950, og Hilmar 1956. Jón Diðriksson jafnaði svo sinn bezta árangur f 1500 m hlaupi með því að hlaupa á 3:52,1. alveg keppnislaust. Sigraði hann með nokkrum yfirburðum í því hlaupi, þar sem næsti maður fékk um 3:55 mín., en Jón leiddi hlaupið frá upphafi. „Þegar mótið fór fram var ágætisveður, næstum logn og um 20 stiga hiti en það hafði þó rignt um daginn og þvf voru brautirnar nokkuð blautar. Það hefur þó sennilega ekki haft nokkur áhrif á árangur," sagði Jón. Jón sagði okkur að mótstaða Vilmundar hefði verið fremur lítil, sérstak- lega í 200 m. „Villi hljóp 100 m á undan og vann það á 10,5 sek., og næsti maður var þar með 10,6 1 200 metrunum var hann langt á undan þegar komið var út úr beygjunni og því ekki um neina keppni að ræða þar, sem var nokkuð bagalegt því með ein- hverri keppni hefði hann kannski getað pressað sig neðar. Það var Islandsvinurinn Hanno Rheineck sem varð f öðru sæti í þessu hlaupi, en hann fékk 21,9 sek.“ Það má með sanni segja að þetta hafi verið góður endir á keppnistímabili Vilmundar. Eftir að það hafðí verið frekar hljótt um hann fyrrihluta sumars hefur honum farið stöðugt fram og er hann með langbezta árangur Islendings í 100, 200 og 400 m hlaupum í ár og hefur slfkum árangri ekki verið náð um árabil. Hann hefur nú hlaupið umræddar vegalegndir á 10,4—21,3 og 47,3 sek., en hans besti árangur frá fyrri árum var 10,6—21,7 og 48,5. Fastlega má gera ráð fyrir að Vilmundur bæti þennan árangur þegar næsta sumar, því hann hefur verið í stöðugri framför. Ætli hann sér þó að verða hlaupari á heimsvfsu verður hann að fara að gera upp við sig hvort hann einbeiti sér að 100 og 200 metrum eða þá miði sinn undir- buning við 400 m fyrst og fremst. Menn hafa þó engu að kvíða f þessu sambandi þvf vafalaust getur Vilmundur náð stóraf- rekum hvort sem er f styttri vega- lengdunum eða lengri. Með þennan árangur að baki hlýtur Vilmundur að setja markið hátt og stefna á Ólympíuleikana í Moskvu 1980, en með sama áfram- haldi ætti hann að geta náð fram- bærilegum árangri þar. OVIÐURKVÆMILEG FRAMKOMA LEIK- MANNA OG STUÐNINGSMANNA FH AGANEFND sú sem stjórn Handknattleikssambands Islands ætlar sér að skipa á næstunni þarf ekki iengi að bfða eftir sfnu fyrsta verkefni. Það liggur þegar fyrir. Eftir leik Víkings og Hauka f 1. deildar keppninni á tsunnu- daginn lenti einn leikmanna Vfkingsiiðsins, Viggó Sigurðs- son, f orðaskaki við dómarana og bókuðu þeir f leikskýrslu að „Viggó Sigurðsson hefði verið útilokaður f lok leiksins." Ekki liggur fyrir hvort Viggó hlýtur refsingu né þá heldur hver hún verður, þar sem aganefnd mun ekki enn hafa ákveðnar reglur til að vinna eftir. Og aganefndin hefði raunar átt á fá annað verkefni eftir leikina i Hafnarfirði á sunnu- dagskvöldið. Framkoma leik- manna FH eftir tapleik þeirra við IR bar ekki mikilli íþrótta- mennsku vott. Einstakir leik- menn gerðu sig líklega til þess að ráðast á annan dómara leiksins, Björn Kristjánsson, og sýndu honum fádæma ókurteisi og þeirri venju að hrópa húrra fyrir andstæðingnum f leikslok var líka sleppt. Það er ákaflega auðskilið að sárt var fyrir FH- inga að tapa þessum leik, en jafnvel þótt þeir kenni dómur- unum um ófarir sinar eiga leik- menn þessa liðs að vera það leikreyndir og miklir íþrótta- menn að þeir eiga að kunna að taka þvf sem að höndum ber. Líta í eigin barm og leita þar orsaka ósigursins. Framkoma leikmannanna virtist svo æsa upp áhorfendur, sem gerðu hróp að dómurunum og köstuðu í þá smápeningum. Eina svarið við slíkri fram- komu ætti að vera að heima- leikir væru teknir af FH í óákveðinn tfma, en það mun því miður ekki hægt vegna hinna miklu húsnæðisvandræða. Yfir- leitt eru áhorfendur í Hafnar- firði hinir skemmtilegustu og taka virkari þátt í leiknum og styðja sfna menn betur en gerist og gengur annars staðar. Er því leitt að nokkrir menn sem gleyma sér f hita leiksins og vonbrigðanna skuli setja leikðinlegan stimpil á fylgis- menn FH. Unglingalandsleikur við Noreg á Laugar- dalsvellinum í dag KL. 17.00 í dag hefst á Laugar- dalsvellinum landsleikur ungl- inga 16—18 ára í knattspyrnu milli Islendinga og Norðmanna og er leikur þessi liður i Evrópumóti unglinga. Má ætla að leikur þessi geti orðið hinn skemmtilegasti, þar sem bæði liðin hafa búið sig af kostgæfni undir hann. Þjálfar- ar fslenzka liðsins eru þeir Lárus Loftsson og Theódor Guðmunds- son og sáu þeir einnig um val liðsins. Verður það þannig skip- að: Markverðir: Rúnar Sverrisson, Þrótti Guðmundur Baidursson, Fram Aðrir leikmenn: Guðmundur Kjartansson, Val Börkur Ingvarsson, KR Ottó Hreinsson, Þrótti Sverrir Einarsson, Þrótti (Jlfar Hróarsson, Val Rafn Rafnsson, Fram Sigurður Björgvinsson, IBK Þórir Sigfússon, ÍBK Hilmar Hilmarsson, Val Einar Ólafsson, IBK Jón Orri Guðmundsson UBK Pétur Pétursson, lA Magnús Jónsson, KR Helgi Helgason, Völsung.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.