Morgunblaðið - 05.11.1976, Side 5

Morgunblaðið - 05.11.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1976 5 Greinargerð barnakennara: Leita svara við áleitnum spurningum n.k. mánudag MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft irfarandi greinargerð frá Stéttarfé- lagi barnakennara í Reykjavík varð- andi aðgerðir félagsins nk. mánudag: Á fundi í fulltrúaráði Stéttarfélags barnakennara i Reykjavik, mánudaginn 1 nóv. sl. þar mættir voru fulltrúar frá öllum barnaskólum borgarinnar, auk aðal- og varastjórnar félagsins, var ein- róma samþykkt, að fella niður kennslu í öllum deildum 1 2 ára barna og yngri við barnaskóla Reykjavíkur, mánudag- inn 8. nóv. n.k í þess stað mæta kennarar á venjulegum starfstíma i skólunum til fundarhalda og könnunar á kjörum sínum og stöðu Á þessum fundi lýstu allir fulltrúarnir yfir því, að þessi mál hefðu verið rædd i skólunum næstu daga á undan og fundarsam- þykkt lægi fyrir hjá svo til öllum kennarafélögunum, að efna til aðgerða sem þessara En hversvegna grípa kennarar til svona ðgerða, kynni margur að spyrja? Undanfarin ár og áratugi hafa ýmsar spurningar brunnið á vörum kennara varðandi stöðu sina og kjör. Augu þeirra hafa smátt og smátt verið að Ijúkast upp fyrir því, að ýmislegt er þar með öðrum hætti en skyldi, og ýmis- legt er haft i frammi við kennarastétt- ina, af valdhöfum, sem ekki er beitt við aðra, einkum og sér i lagi við þá kennara, sem annast uppfræðslu nemenda í barnaskólum landsins. Þann 8 nóv. n.k. munu kennarar gera alvarlega tilraun til að leita svara við þeim spurningum, sem hvað áleitn- astar eru. Hversvegna er þeim kennurum, sem kenna 1 2 ára börnum eða yngri ætlað að kenna 4 stundum lengur á viku fyrir sömu laun, en þeim kennurum sem kenna 13—15 ára nemendum, enda þótt þeir kenni við sömu stofnun og allir á grunnskólastigi? Hversvegna er sömu kennurum ætlað 10% lægra álag á yfirvinnu? Kennarar skilja það vel, að Háskóli íslands nýtur sérstakrar virðingar hjá þjóðinni. Flest embættisstörf á vegum hins opinbera eru eingöngu skipuð mönnum, sem hafa tekið embættispróf frá Háskóla íslands og ekki á færi annarra að fá rétt til að gegna þeim störfum. Þannig eru mörg prestaköll óveitt, því enginn guðfræðingur sækir um þau. Læknishéruð eru óveitt með- an enginn læknismenntaður maður sækir um starfið, þótt líf og heilsu fólksins i því héraði sé stefnt i voða og enginn ólöglærður maður myndi voga sér að sækja um embætti sýslumanns eða dómara, þótt nóg væri af slikum störfum á lausu En hvað um kennara starfið? í landinu er Kennaraháskóli, sem menntar kennaraefni sin f þrjú ár eftir stúdentspróf Mætti því ekki ætla að sömu kröfur væru gerðar til þeirra, sem taka að sér kennslu og uppfræðslu æskunnar, og til þeirra, sem ráðast til starfa við stofnanir, er krefjast embætt- isprófs frá Háskóla íslands? En því er ekki að heilsa Á sama tíma og Kenn- araháskóli íslands útskrifar kennara með háskólapróf B Ed., eru fjölmargar af kennarastöðum við grunnskóla setn- ar mönnum, sem enga kennaramennt- un hafa hlotið, en hafa fengið ráðningu til starfsins hjá sömu aðilum og hafa yfirumsjón með Kennaraháskóla ís- lands og um leið mótað starfshætti þar. Þetta ástand eiga kennarar erfitt með að skilja Hversvegna er kennara- skorturinn leystur með ráðningu fólks án starfsréttinda, fremur en í önnur embættismannastörf? Er þetta það, sem koma skal? Er þá öll kennara- menntun og allt tal um nauðsyn vel menntaðs kennaraliðs eintómt skrum? Sú spurning er all áleitin í hugum kennara, hvers vegna verið sé að skipta menntun þeirra f ákveðna flokka eftir stigum. Hvers vegna er kennara próf, sem tekið var l gamla kennara- skólahúsinu við Laufásveg metið á 90 stig? Var það próf ekki mesta kennara- menntun, sem völ var á þá? Æðsta kennaramenntun, nú B.Ed gráða frá Kennaraháskóla íslands er metin á 1 40 stig. Eitt ár við kennslu er metið á 4 stig Hversvegna þarf kennari með gamla kennaraprófið að kenna i meira en áratug til að fá jafnmörg stig og nýútskrifaður kennari? Hversvegna gildir 4ra vikna námskeið eða 80 nám- skeiðsstundur það sama og eins vetrar kennslustarf eða 4 stig? Kennarar munu einnig velta þeirri spurningu fyrir sér, hvernig beri að skilgreina ákvæði reglugerðar frá sl. vori um starfstíma grunnskóla að því er varðar breytingu á frídögum Þannig munu kennarar nota tímann mánudaginn 8 nóv n.k Ef til vill tekst þeim að finna viðhlýtandi svör við þessum spurningum og fjölda mörgum öðrum, sem þörf er að fjalla um, en ekki hafa verið nefnd hér. Ef til vill verða kennarar ánægðir eftir þessa könnun og sætta sig við sinn hlut. En ef til vill fást ekki fullnægjandi svör og ýmislegt komi þá upp á yfirborðið, sem nú er hulið sjónum okkar, en krefst afdráttarlausra svara Kannske verður þá að grípa til nýrra aðgerða og krefj- ast nýrra svara Hver veit? Stjón Stéttarfélags barnakennara I Reykjavlk. Húsmæður halda basar Á MORGUN, laugardg, heldur Húsmæðrafélag Reykjavfkur árlegan basar sinn á Hallveig- arstöðum og hefst hann klukk- an tvö e.h. Að undanförnu hafa félagskonur komið vikulega saman i félagsheimili Hús- mæðrafélagsins og unnið að gerð basarmuna, en auk þess hafa þær einnig unnið að þeim heima hjá sér. Á basarnum verður mikill fjöldi muna, ýmsar ullarvörur, sængurver, dúkar o.fl. Einnig verður á boðstólum mikið úrval jólahandavinnu. Hluti basarmunanna. VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á: Nýkomiö: HVITAR BLÚSSUR □ FLAUELS BLÚSSUR □ DÖMU- OG HERRAPEYSUR □ GALLABUXUR M/ LEÓURBRYDDINGU □ BOLIR □ HERRASKYRT- UR □ HERRAFÖT □ DÖMUFÖT □ NÝTT SNIÐ □ HERRAULLARFfiAKKAR □' KULDAJAKKAR HERRA Q DÖMUJAKKAR „SAILOR" □ STAKIR RIFFLAÐIR FLÁUELSJAKKAR MIKIÐ ÚRVAL AF TERYLENE/ULLAR HERRA- OG DÖMUBUXUM □ MARGIR LITIR OG SNIÐ □ KLÚTAR □ KJÓLAR pDÖMUFRAKKAR □ HÚFUR OG TREFLAR □ GRÓFRIFFLAÐAR FLAUELSBUX- UR OMFL. Komið og skoðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.