Morgunblaðið - 05.11.1976, Page 18
18
MOHCUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUH 5. NÓVEMBER 1976
Lesið fyrir börn — um börn II
Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi:
„Mörg 11-13 ára börn
þekktu ekki naf nið á
þumalfingri sínum”
Málþroski barna hefur mikil-
væg áhrif fyrir persónuleika-
þroska þeirra. Barn sem fer á mis
við eðlilegt samband, samtöl og
tjáskipti við foreldra sína eða
aðra fullorðna fer á mis við mjög
mikilvægan þátt í uppeldinu, sem
síðar getur valdið barninu mikl-
um erfiðleikum i öllum samskipt-
um þess við annað fólk.
Nýlegar rannsóknir í einu af
úthverfum Óslóborgar sýndu, að
mörg börn á aldrinum 11—13 ára
voru að heita mátti ólæs og mörg
þeirra þekktu ekki einu sinni
nafnið á þumalfingri sínum, daga-
heiti eða mánuði. 1 nýlegri
skýrslu frá UNESCO segir, að
nær 800 mill. manna séu ólæs og
þrátt fyrir góða viðleitni og mark-
vissa uppfræðslu á mörgum stöð-
um fjölgi í þessum hópi um 25
millj. á ári hverju.
í Sviþjóð er talið að um 100 þús.
manns á fullorðins aldri skorti
leshæfni eða skriftarkunnáttu
t.þ.a. geta komist sæmilega áfram
í þjóðfélaginu.
Margar ástæður kunna að vera
fyrir þessu mikla vandamáli en
menn beina sífellt stærri og meiri
athygli að truflun og röskun á
persónuleikaþroska þessa fólks,
og erfiðleikum og tapi í skóla,
þegar það átti að læra að lesa og
skrifa. Mörg þessara barna og
fullorðinna hafa sæmilega meðal-
greind og ættu því að öllu öðru
jöfnu að geta lesið og skrifað eins
og flestir aðrir.
Fyrstu mánuðir og ár í uppeldi
barna eru þvi mjög mikilvægir og
nauðsynlegt, að gert sé allt sem í
okkar valdi stendur til þess að
örva börnin, tala við þau, lesa
fyrir þau, benda þeim á hluti og
atvik, svo að þau fái næg tækifæri
og möguleika til þess að efla og
auka málþroska sinn. Ekki með
þvf að þvinga þau eða þrýsta til
þess að læra að lesa sem allra
fyrst, heldur fyrst og fremst með
því að skapa hlýtt og öruggt um-
hverfi þar sem þau fá möguleika
til þess að spyrja, tala og ræða við
aðra þeim eldri og þroskaðri.
Það eru ekki svo ýkja mörg ár
síðan við sem strákar Ieituðum
athvarfs hjá tveimur skósmiðum,
sem bjuggu í nágrenninu. Þeir
tóku okkur opnum örmum,
Leyfðu okkur að fylgjast með
starfi sínu og meira að segja að
negla, bera lím á fleti og setja
reimar í skó, auk þess sem þeir
ræddu við okkur um landsins
gagn og nauðsynjar. Við lærðum
að þegja og hlusta og draga okkur
i hlé, þegar hann þurfti að sinna
viðskiptavinum sinum, og við
yfirgáfum hann, þegar hann sagð-
ist ekki geta rætt við okkur meira
að sinni. Þeir sögðu okkur gjarna
sögur og oft vildum við fá að
heyra sömu sögurnar aftur og
aftur. Enda staðreynd, að börn
þurfa á síendurtekningu að halda
og við verðum vör við, að þau
biðja um sömu sögurnar enda-
laust og alltaf haft jafn gaman af
þeim. Þau skilja ekki öll orðin og
orðasambönd undireins, þau
þurfa alltaf að spyrja um eitthvað
nýtt og þvi oftar sem þau heyra
sömu sögurnar þeim mun betur
þekkja þau persónurnar, verða
vinir þeirra og ímundunaraflið
verður frjórra og auðugra.
En nú er öldin önnur það er
hægara sagt en gert á okkar dög-
um að taka sér góðan tíma til
þessara hluta. — Við getum ekki
horfið aftur til eldri tíma en það
Ulpurnar eftirspurðu
nýkomnar
Terelynebuxur margar gerðir verð frá 23 70. Riffl. flauelsbuxur
2.285.— Regnúlpur barna, unglinga og kvenstærðir kr. 2050.
Skyrtur — Peysur — Nærföt — Sokkar lágt verð. Opið föstudaga til kl.
7, laugardaga til kl. 1 2.
Andrés, Skólavörðustíg 22A
I
I
I
I
I
I
Áskjör
Ásgarði 22 Sími 36960
10 kg. sykur kr. 1.200.—
5 Ibs. hveiti kr. 265.—
Enskt tekex 95 kr. pk.
10 stk. W.C. pappír
Regin kr. 600.—
Sendum heim
H U RÐ I R hfSkeifanlJ
i i" mMMW* tt* W® M
Hjólbarðaverkstæði
Höfum verið beðnir að útvega húsnæði fyrir
hjólbarðaverkstæði í Reykjavík. Húsnæðið þarf
að vera 300 — 500 ferm. ásamt góðu athafna-
svæði utandyra.
Uppl. hjá
Rolf Johansen og Co.
Laugavegi 1 78, sími 86700.
»PRENTVÉLAVIKA«
rafisk
maskinservice a/s
Bjódum yður og samstarfsfólki
yðar til að koma og skoða
brautryðjandi nýjungar á Hóte/
Loftleióum
9.—11. nóvember.
Við höfum opió frá
kl. 09.oo ti/ 17.oo
- VELKOMIN -
grafisk
maskinsen/ice A/s
Biskop Jens Nielssons gate 5 — Oslo 6 — Tlf. (02) 67 69 82
Kong Oscars gate 45 — 5000 Bergen — Tlf. (05) 21 92 1 0
Postadresse: Postboks6198 Etterstad — Oslo6
UTRÍK OG HAGKVAM HEIMILISSAMSTÆÐA^ FYRIR VIÐRÁÐANEGT VERÐ
novi/
HÚSGAGNAVEKZLUN
KRISTIÁNS SIGGEIKSSONAR HF.
Lauuavegi I3 Keykjavik sími 25870
Þórir S. Guðbergsson
ætti að vera keppikefli okkar, að
tímarnir breyttust og okkur gæf-
ust fleiri og betri tækifæri til þess
að vera með börnum okkar, gefa
þeim meira af okkur sjálfum,
upplifa eitthvað með þeim og
ræða við þau eins og maður við
mann. Og þrátt fyrir það að þjóð-
félagið geri margt gott til þess að
koma til móts við þarfir barna á
mörgum sviðum, hvílir samt aðal-
ábyrgðin á herðum okkar sjáifra
sem einstaklinga og fjölskyldna
og foreldra. Öryggi, hlýja, kær-
leikur og manneskjulegheit eru
þættir sem sífellt eru á undan-
haldi á þessari tækniöld.
Aður en langt um líður hefst
jólavertíð í bóksölu. Margt verður
á boðstólunum bæði frumsamið
og þýtt. Margir velja af handahófi
og hugsa hvorki um veró né gæði,
en æ fleirum verður það vonandi
ljóst, hversu mikilvægt það getur
orðið fyrir þroska barnsins, hvað
þau lesa og hvað er lesið fyrir
þau. Það kann að vera, að fólk
gefi sér litinn tíma t.þ.a. velja
bækur, kynna sér innihald þeirra
og orðaforða og velta þannig fyrir
sér, hvort þær séu hentugar fyrir
þann aldur sem um er að ræða
hverju sinni. Sumir fara gjarna
eftir auglýsingum einum saman
og kaupa það, sem börnin biðja
um. Og oft er það svo, að börnin
bera nokkurt skynbragð á það,
hvað þau geta lesið orðaforða
vegna, en þetta verður mun
vandasamara eftir því sem börnin
eru yngri og fátt sérhæft starfs-
fólk í bókabúðum, sem getur leið-
beint fólki i þessum efnum. En
hvernig sem við annars förum að
því að velja út bækurnar er það
okkar að taka lokaákvörðun ( mál-
inu, að vega og meta hvaða bækur
við teljum að geti orðið börnum
okkar til vænlegs þroska i kröfu-
harðri baráttu nútímaþjóðfélags.
Ég ætla að ljúká máli mínu með
þvi að benda enn einu sinni á
mikilvægi þess að lesa með börn-
unum sínum og fyrir þau, og ekki
hvað sist að ræða við þau og vera
með þeim. Sifellt fleiri börn fara
á mis við nálægð og nærveru for-
eldra sinna og vina bæði líkam-
lega og andlega — og þessi fjar-
lægð sem sífellt eykst i tjáskipt-
um manna á millum getur svipt
þau því öryggi, þeim kærleika og
hlýju, sem þeim annars er svo
nauðsynlegt á þessum þýðingar-
miklu fyrstu árum ævinnar.
Lýst yfir sam-
stöðu með kjara-
baráttunefnd
Á ALMENNUM fundi nemenda-
félaga Véiskólans og Stýrimanna-
skólaos var lýst yfir algjörri sam-
stöðu við aðgerðir kjarabaráttu-
nefndar. Skorar fundurinn á
menntamálaráðherra að draga
nýju reglugerðina til baka og að
úthlutun verði hafin samkvæmt
gömlu reglunum með kostnaðar-
mati frá árinu 1973 og 100% brú-
un.
(Fréttatilkynning)
ASIMINN ER:
22480