Morgunblaðið - 05.11.1976, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976
Bráðabirgðalög um sjómannasamninga rædd utan dagskrár:
Lögin fylgdu í kjölfar
breytinga á sjódakerfínu
— sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra
VIÐ upphaf fundar ( sameinuðu Alþingi á þriðjudag kvaddi Sighvatur
Björgvinsson (A) sér hljóðs utan dagskrár og var tilefnið undirskrifta-
söfnun Samtaka um frjálsan samningsrétt sjómanna til að mótmæla
setningu bráðabirgðalaga um kjarasamninga sjómanna. Ræða Sig-
hvats varð upphaf að rúmlega tveggja klukkustunda umræðum utan
dagskrár og gagnrýndu þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem til
máls tóku setningu bráðabirgðalaganna en sjávarútvegsráðherra og
forsætisráðherra bentu á þær ástæður sem gert hefðu setningu
laganna nauðsynlega. Það bar helst til tfðinda f þessum umræðum að
þingmenn Alþýðuflokksins fyrtust mjög við er Magnús Kjartansson
(Abl.) lét þau orð falla að næsta furðulegt væri að heyra þingmenn
Alþýðuflokksins hafa uppi stór orð f þessum umræðum, þvf enginn
flokkur hefði jafn oft gripið inn f vinnudeilur með setningu bráða-
birgðalaga og Alþýðuflokkurinn.
Sighvatur Björgvinsson (A)
sagðist kveða sér hljóðs vegna
óska forsvarsmanna undirskrifta-
söfnunarinnar um að hann kæmi
á framfæri sjónarmiðum þeirra.
Gagnrýndi þingmaðurinn
setningu umræddra laga og sagði
þau vera i andstöðu við stjórnar-
skrána. Sighvatur sagði að lögin
væru í raun að engu orðin, þar
sem búið væri að semja um önnur
kjör en lögin kvæðu á um á Vest-
fjörðum.
Matthfas Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra kvaddi sér næstur
hljóðs og furðaði sig í upphafi
máls síns á hvers vegna fulltrúar
sjómanna hefðu valið þann
þingmann, sem hóf umræðurnar,
til að tala máli sínu. Sennilega
væri það vegna þess hversu mikil
sjónvarpsstjarna hann væri. Ráð-
herrann sagði það óneitanlega
skjóta nokkuð skökku við að
fulltrúi Alþýðuflokksins á
Alþingi hæfi þessar umræður, þvf
enginn stjórnmálaflokkur hefði
jafn oft gripið inn í kjaradeilur
með setningu braéðabirgðalaga
eins og Alþýðuflokkurinn.
Varpaði ráðherrann fram þeirri
spurningu hvar hefðu verið mót-
mælin þegar ráðherra Alþýðu-
flokksins setti brágðabirgðalögin
í kjaradeilunni á síldveiðiflotan-
um 1965.
Ráðherra gerði að umtalsefni
tildrög þess að brágðabirgðalögin
um kjarasamninga sjómanna
voru sett og sagði að þau hefðu
fylgt í kjölfar breytinga á sjóða-
kerfi sjáarútvegsins. Sú breyting
hefði verið gerð með samkomu-
lagi við fulltrúa sjómanna og út-
gerðarmanna en ein forsenda
þearra hefði verið að samningar
næðust milli sjómanna og út-
gerðarmanna um kjör sjómanna.
Með breytingum á sjóðakerfinu,
sagði ráðherrann að 400 milljónir
hefðu verið færðar til innan
sjávarútvegsans og skapaði það
grundvöll fyrir hækkuðu fisk-
verði. Sagði Matthías að við þá
breytingu hefði skiptaveð
hækkað um 33% að meðaltali.
Matthías spurði hvort það hefði
verið eðlilegt að sumir sjómenn
og útgerðarmenn yrðu að bera
þann kostnað sem af breyttu
sjóðakerfi hefði leitt einir, en aðr-
ir aðeins notið hagnaðarins. Með
breytingunum á sjóðakerfinu
hefði fiskverð verið hækkað og
forystumenn sjómanna, bæði
núverandi formaður og fyrr-
verandi formaður Sjómannasam-
bandsins hefðu skrifað undir það
samkomulag. Sjómenn hefðu hins
vegar fellt þá kjarasamninga sem
gerðir voru í kjölfar breytinganna
en mjög léleg þátttaka hefði verið
í atkvæðagreiðslunni. Á sama veg
hefði farið með tillögu sátta-
nefndar og þá höfðu sjómenn 1
mánuð til að greiða um hana at-
kvæði.
Þessi brágðabirgðalög voru gef-
in út af illri nauðsyn, sagði
Matthías. Sjö mánuðir voru liðnir
frá þvi að slitnað hafði upp úr
samningaviðræðum og verkfall
gat hafist hvenær sem var á flot-
anum, því verkfall hafði aðeins
gufað upp en aldrei verið aflýst.
Lúðvlk Jósepsson (Abl) sagði
Matthlas
Bjarnason
Geir Hall-
grfmssoa
Gylfi Þ. Sighvatur
Gfslason BJörgvinsson
Karvel UJóvfk
Pálmason Jósepsson
að þingmenn Alþýðubandalagsins
tækju fyllilega undir þau mót-
mæli sem sett væru fram á undir-
skriftalistunum, Gagnrýndi
Lúðvík að lög þessi hefðu verið
gefin út aðeins mánuði áður en
Alþingi kom saman en ekki beðið
þess að það kæmi saman. Sagði
Lúðvík að lög þessi væru eins-
dæmi og þarna hefði ráðherra
gripið inní að ástæðulausu.
Karvel Pálmason (Sfv.) sagði
að þeir 12500 einstaklingar, sem
skrifað hefðu undir listana væru
úr öllum stjórnmálaflokkum. í
ræðu sinni gagnrýndi Karvel
setningu laganna og sagði að áður
hefði ekki verið gripið til
setningar brágðabirgðalaga af
þessu tagi nema til að koma at-
vinnutækjum af stað á ný og til að
forða stórvandræðum. Sagði Kar-
vel að slíku ástandi hefði ekki
verið til að dreifa, þegar þessi lög
voru sett og sagði lagasetninguna
forkastanlega.
Gylfi Þ. Gislason (A) sagði það
skoðun sína að 2. grein laganna,
þar sem lagt er bann við verkföll-
um og verkbönnum til að knýja
fram aðra skipan launamála en
lögin kveða á um, brot á 28. grein
stjórnarskrárinnar og beindi þvi
til forseta efrideildar að hann
kannaði þetta og vísaði málinu frá
ef það reyndist rétt. Gylfi vék
þessu næst að setningu bráða-
birgðalaganna sem Emil Jónsson
gaf út f síldveiðideilunni 1965 og
sagði ð ekki væri hægt að líkja
ástandi þá við ástandið I sumar.
Sagði Gylfi lögin vera árás á
frjálsan samningsrétt verkafólks.
Matthfas Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra sagði að eitthvað
virtist sagnfræðin hafa skolast til
hjá Gylfa, þegar hann ræddi Um
bráðatirgðalögin frá 1965, því
flotinn hefði siglt I höfn þegar
sett voru lög um verðjöfnun á
flutningum, en verkfall hefði
ekki verið til staðar. Matthías
sagði það athyglisvert við mál-
flutning stjórnarandstöðunnar að
sumir þingmenn teldu lögin öll
brjóta í bága við stjórnarskrána
en aðrir aðeins aðra greinina. Alit
lögfróðra manna hefði verið I þá
átt að lögin samrýmdust fyllilega
stjórnarskránni. Itrekaði
Matthías að verkföllum hefði ekki
verið aflýst og sagði það skrítinn
málflutning að segja að fiskverð
skipti engu í þessu sambandi.
Sighvatur Björgvinsson (A) og
Lúðvík Jósepsson (Abl.) gerðu
báðir stuttar athugasemdir en þá
tók Geir Hallgrímsson forsætis-
ráðherra til máls og ræddi ráð-
herrann forsendur sjóðabreyting-
anna og sagði að þær hefðu verið
gerðar til að rekstur sjávarútvegs-
ins yrði hagkvæmari. Meira kæmi
til skipta og þegar Olíusjóðurinn
var felldur niður hlaut að koma
að því sagði Geir, að breyta yrði
skiptahlutföllunum. Tók Geir
fram að allt hefði þetta orðið til
að bæta kjör sjómanna en bráða-
birgðalögin hefðu verið sett til að
hindra að allur kostnaðarauki
sem af þessum breytingum leiddi
lenti aðeins á þeim aðilum, sem
samið hefðu um kjör sin en hinir
sem ekki vildu semja fengju
aðeins hagnaðinn.
Geir sagði að siðustu að það
væri von hans að sjómannasam-
tökin mættu eflast þannig að sú
staða sem upp kom við atkvæða-
greiðslurnar um samningana ætti
ekki eftir að endurtaka sig. Tók
Geir fram að breytingar á sjóða-
kerfinu hefðu verið gerðar með
vilja bæði sjómanna og útgerðar-
manna og báðir aðilar hefðu þvi
getað gert sér grein fyrir að þá
varð jafnframt að breyta kjara-
samningum.
Benedikt Gröndal (A) sagði að
ástæða þess að menn fóru að huga
að breytingum á sjóðakerfinu
hefði verið að farið var að gera út
á kerfið. Sagði Benedikt að enga
nauðsyn hefði borið til að gefa út
bráðabirgðalögin og taldi rétt að
forseti efrideildar visaði frum-
varpi að þessum lögum frá.
Magnús Kjartansson (Abl).
sagði það furðulegt að hlýða á
málflutning þingmanna Alþýðu-
flokksins við þessar umræður því
enginn stjórnmálaflokkur hefða
jafn oft gripið til þess ráðs að gefa
út bráðabirgðalög í kjaradeilum
eins og Alþýðuflokkurinn. Sagði
Magnús að það væri að sínum
dómi til muna alvarlegara að gefa
út slik lög þegar verkfall væri
skollið á. Tók Magnús fram að
þrátt fyrir orð sín væri hann á
móti þessum bráðabirgðalögum.
Gylfi Þ. Glslason (A) sagðist
ekki hafa átt von á stuðningi við
sjávarútvegsráðherra úr þessari
átt og Magnús hefði með þessu
verið að rjúfa þá samstöðu, sem
verið hefði í málflutningi
stjórnarandstöðunnar við þessar
umræður.
Sighvatur Björgvinsson (A) tók
fram að honum hefði ekki komið
á óvart að heyra þessi orð
Magnúsar, því þar sem þau stjórn-
völd ríktu er Magnús hefði mest
dálæti á væru verkföll og kjara-
deilur bannaðar.
Magnús Kjartansson (Abl)
ítrekaði að hann væri á móti þess-
um lögum en fagnaði þvi að
Alþýðuflokkurinn væri greini-
lega farinn að endurhæfa sig.
Benedikt Gröndal (A) og
Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra töluðu siðastir við
þessa umræðu.
Magnús Kjartansson flytur tillögu um ferdafrelsi:
íslendingar eiga ekki ad takmarka
ferðafrelsi þó aðrar þjóðir geri það
— sagði Ellert Schram við umræður um tillöguna
VERULEGAR umræður urðu um þingsályktunartillogu Magnúsar Kjartans
sonar (Abl.) um ferðafrelsi á fundi sameinaðs Alþingis I gær. í tillögunni er
kveðið á um að Alþingi álykti að skora á utanríkisráðherra að tryggja fulla
gagnkvæmni í samskiptum við önnur ríki að því er varðar ferðafrelsi. Segir í
tillögunni að stefna íslenskra stjórnvalda eigi að vera sú að ryðja úr vegi
ollum hindrunum á ferðafrelsi og vilji önnur rfkr ekki fallast á þá skipan,
heldur leggi hömlur á ferðir íslendinga, skulu þegnar þeirra rikja sæta sömu
‘álmunum ef þeir kjósa að ferðast til íslands.
Magnús Kjartansson (Abl.) mælti
yrir tiliögunni og sagði hana flutta
vegna þess misræmis, sem gilti á
erðafrelsi manna Þannig þyrftu
iandaríkjamenn, sem sækja ísland
heim, ekki að fá vegabréfaáritun en
hins vegar yrðu íslendingar að sækja
um sérstakt leyfi og svara mjög per-
sónulegum spurningum til að fá leyfi
til að ferðast til Bandaríkjanna ef þeir fá
þá leyfi Rakti flutningsmaður sögur af
ferðum sinum til Bandaríkjanna og
víðar Sagði hann það skoðun sína að
ef Bandaríkjamenn vildu ekki létta af
þessum takmörkunum ætti að taka upp
hliðstæðar skorður við ferðum banda-
ríkjamanna hingað
Einar Ágústsson utanrikisráðherra
tók fram að hafa yrði í huga að þegar
rætt væri um ferðafrelsi Bandaríkja
nanna hér á landi þá gilti sú regla að
þeir gætu komið hingað til 3 mánaða
dvalar án sérstaks leyfis, og sú regla
hefði verið upp tekin vegna þeirrar
stefnu Sameinuðu þjóðanna að auka
ferðalög milli landa Sagði ráðherrann
að það væri ekki rétt, sem komið hefði
fram í máli flutrAngsmanns að hliða-
stæðar reglur og giltu fyrir ferðir ís-
lendinga til Bandaríkjanna giltu ekki
hjá öðrum þjóðum Nefndi ráðherrann
að Ástralíumenn gætu komið hingað
án vegabréfsáritunar en íslendingar
yrðu hins vegar að sækja um vega
bréfsáritun, ef þeir ætluðu að halda til
Ástralíu.
Jóhann Hafstein (S) sagði tillöguna
ekki nógu víðtæka Allur málflutningur
flutningsmanns hefði verið í þá veru að
Bandarikjamenn væru hér einu svörtu
sauðirnir. Minnti Jóhann á hversu
ferðafrelsi manna í Austur-
Evrópulöndunum væri takmarkað* og
meir að segja sendiherra íslands í
Moskvu hefði í raun ekki fullt ferða-
frelsi Spurði þingmaðurinn hvort það
væri gagnkvæmt ferðafrelsi, sem flutn-
ingsmaður væri að óska eftir. ef is-
lenskir foreldrar yrðu að bíða í átta ár
til að fá heimild til að heimsækja börn
sín, sem væru búsett í Sovétrikjunum
Magnús Kjartansson (Abl.) tók aft-
ur til máls og ítrekaði þá skoðun sína
að íslendingar ættu að beita hliðstæð-
um reglum varðandi ferðafrelsi og þeir
væri beittir Og ef sendiherrar landsins
nytu ekki ferðafrelsis i dvalarlöndum
sinum þá ætti að hefta ferðafrelsi
sendiherra þessara landa hér á landi
Ellert Schram (S) sagði málflutning
flutningsmanns ekki hafa verið í sam-
ræmi við heiti tillögunnar Ellert tók
fram að reglur Bandaríkjamanna væru
hálf hlægilegar og ástæðulausar að
hans dómi Málflutningur framsögu-
manns hefði hins vegar að mestu verið
bundinn við reglur Bandaríkjamanna
en þvi mætti ekki gleyma að ríkin í
Austur-Evrópu hefðu ekki hreinan
skjöjd i þessu sambandi. Minnti Ellert
á að þessar umræður færu fram á þeim
degi, þegar 20 ár væru liðin frá innrás
sovéska flotans i Ungverjaland og ef til
vill væri réttara að ræða almennt um
mannréttindabaráttu þeirrar þjóðar í
tilefni dagsins Ellert sagðist ekki vera
þvi fylgjandi að íslendingai færu að
taka upp takmarkanir á ferðafrelsi er-
lendra manna hér á landi, þó aðrar
þjóðir sæju sig knúnar til að gera það
Svava Jakobsdóttir (Abl.) greindi
frá slæmri meðferð, sem islensk þing-
mannasendinefnd hefði orðið fyrir af
hálfu bandarískra yfirvalda vegna
skorts á vegabréfsáritun Að síðustu
sagði þingmaðurinn að þó að íslend-
ingar gætu ekki lagfært ófrelsi annars
staðar i heiminum mætti ekki koma í
veg fyrir að sú sjálfsagða regla yrði
tekin upp að leggja hömlur á ferðir
landsmanna þeirra ríkja, sem hindruðu
með einhverjum hætti ferðir íslendinga
til landa sinna
Guðmundur H. Garðarsson (S)
sagðist ekki vera kominn i ræðustól til
að verja reglur Bandaríkjamanna en
sjálfsagt væru þær byggðar lögum þar
í landi Tillagan, sem hér væri til
umræðu væri hins vegar ekki nógu
viðtæk Tók Guðmundur fram að menn
mættu ekki einblína á Bandarikin, því
til að mynda væri ekki um að ræða
ferðafrelsi, þegar íslendingar sæktu
heim Sovétríkin og þess væru dæmi að
menn væru beðnir um að koma á
skrifstofur sovéska sendiráðsins i Tún-
götu til að svara ýmsum spurningum
sendiráðsfulltrúa áður en vegabréfs
áritun væri veitt Guðmundur sagði að
full þörf væri á að skoða þessi mál
ýtarlega, því Ijóst væri að í fjölmörgum
atriðum væri þarna gengið i berhögg
við Helsinkisamkomulagið
Þórarinn Þórarinsson (F) sagðist
vera sammála þeirri meginstefnu tillög-
unnar að fullt ferðafrelsi ætti að rikja í
samskiptum þjóða en hann væri ekki
sammála þvi, sem tillagan hljóðaði upp
á, að leggja hömlur á ferðafrelsi íbúa
þeirra landa, sem ferðalög eru hindruð
til Grundvallaratriðið ætti að vera
ferðafrelsi milli landa og á þeim grund-
velli ættu íslendingar að berjast Þórar-
inn tók fram að hann hefði sjálfur orðið
fyrir vandræðum vegna takmörkunar á
ferðafrelsi erlendis og sennilega væri
hann i sömu skúffu og Svava Jakobs-
dóttir í bandariska sendiráðinu
Gylfi Þ. Gíslason (A) lýsti sig sam-
mála megin tilgangi tillögunnar um
ferðafrelsi en ekki vera sammála því að
íslendingar ættu að taka upp takmark-
anir á ferðafrelsi fyrir þá sök að aðrar
þjóðir gerðu það S gði Gylfi að sér
fyndist ekki óeðlilegt að i tillögu sem
þessafi væri skorað á rikisstjórnir ann-
arra ríkja að leggja ekki kvaðir á ferða-
frelsi á sína þegna
Þingmennirnir Magnús Kjartansson,
Ellert Schram, Svava Jakobsdóttir og
Einar Ágústsson utanrikisráðherra tóku
aftur til máls en að umræðum loknum
var umræðunni frestað en tillögunni
visað til utanríkismálanefndar