Morgunblaðið - 05.11.1976, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.11.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1976 29 uppátæki okkar, þegar við lögðum undir okkur útvarpsstöð skipsins og fluttum dagskrá í beinni útsendingu inn á hvert herbergi. Ég er viss um að magnaraverðirnir sem voru á vakt hafa haldið að við værum snarvitlausir, þar sem við sátum við hljóðnemana og létum öllum illum látum. En þetta gerði stormandi lukku þarna úti á miðju Atlantshafi í 10—12 vinstiga fárviðri. Kalli átti allan heiðurinn af því hversu vel til tókst, því satt að segja hef ég ekki verið upplitsdjarfari, ræfillinn, meira og minna sjóveikur, en Kalli bætti þetta allt upp og var óspar á að upplýsa hlustendur um líðan mína, en sjálfur var hann aldrei sprækari en þegar skipið lét sem verst. — í síðari ferðinni með Völkerfreundschaft var Kalli. aftur með og kom þá reynsla hans úr fyrri ferð að góðum notum, enda þótt allir væri lausir við sjóveiki, enda blíðskaparveður alla ferðina. 547 farþegar voru með skipinu, svo að nærri má geta að í ýmsu var að snúast hjá farar- stjórum, skemmtikröftum og öðru starfsfólki. Við tókum íslenzkan mat með okkur í ferðina svo serh hangikjöt, saltfisk og lax og sáu þeir Kalli og Magnús bryti á Hrafnistu um að þýzkir skips- bræður þeirra handfjötluðu matinn rétt. Á kvöldin skemmti Kalli gestum ásamt Gunnari, Bessa, Emilíu, Alla Rúts o.fl. Nú síðustu missirin hitti ég Kalla sjaldan, enda flutti hann og fjölskylda hans úr höfuðborginni. Þó starfaði hann nokkuð með mér við gerð skemmtiþátta fyrír útvarp og er nokkuð af þvi efni sem hann flutti í útvarp varðveitt í segulbandasafni stofnunar- innar. Karl kvæntist kornungur æsku- vinu sinni sem staðið hefur við hlið hans sem klettur í blíðu og stríðu. Þau eagnuðust stóran barnahóp, sem nú sér á bak elskandi föður sem þau voru ætíð mjög hænd að, enda var hann óvenju barngóður. Ég kveð Karl með þökk fyrir samfylgdina og bið góðan Guð að vaka yfir Evu og börnunum. Foreldrum og bræðrum sendi ég samúðar- kveðjur. Jón B. Gunnlaugsson. Það kom mér á óvart að frétta lát vinar mins, Karls Einarssonar fulltrúa. Að vísu vissi ég að hann gekk ekki heill til skógar, hafði fengið aðkenningu af hjartabilun fyrir rúmu ári, en bar það þannig að maður mundi það ekki. Hann var allra manna glaðværastur, en duldi með sér ef hann átti við einhverja örðugleika að striða. Og þó að hann væri tilfinninganæm- ur og vafalítið geðrikur undir niðri, hygg ég að fáir hafi séð hann skipta skapi. Hann var æðrulaust prúðmenni, og það leið öllum vel i návist hans. Karl var ekki nema 41 árs þegar hann lést, fæddur 7. júni 1935. Hann fór á sjóinn veturinn eftir ferminguna, og var síðan lengst af á sjó, meðal annars á varðskip- unum, og sem bryti á m.s. ,,Herjólfi“. Eigi að síður lagði hann gjörva hönd á margt í landi. Um ára bil var hann til dæmis einhver vinsælasti skemmtikraft- ur okkar. Honum var gefið að geta hermt eftir hverjum manni, svo allir höfðu gaman af. Eftir- hermur hans voru lausar við alla rætni og illkvittni, og kom þar fram smekkvísi hans og tillits- semi, en um leið næmt skopskyn. Það var á þessu sviði sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Við skemmtum oft saman og tókst þá með okkur traust vinátta. Eftir að ég tók að reka sjálfstæða bílasölu, vann Karl hjá mér um nokkurt skeið. Varð þá náin vinátta með okkur hjónum og Karli og eigin- konu hans, Evu Pétursdóttur, og heimsóttu þau okkur oft og við þau. Karl og kona hans fluttust síðan til Grindavíkur, og vann Karl sem fulltrúi hjá bæjarfóget- anum í Grindavík. Þau hjón eignuðust snoturt einbýlishús í Grindavík, og undu vel hag sín- um. Ekki alls fyrir löngu eignuð- ust þau fyrstu barnabörnin og fleiri gleðilegir atburðir urðu í fjölskuldunni. Og svo kom gestur- , inn óboðni þann 28. okt. siðastlið- inn.. . Það er alltaf sárt að kveðja góð- an vin. Þó er það huggun að aldrei er kvaðst nema um stundarsakir. Það er von mín og vissa að það verði glatt og bjart í kring um okkur Kalla, þegar fundum okkar ber saman aftur, eins og jafnan var þegar við átt- um stundir saman, áður en við kvöddumst. Kallið er komið, kominernú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. vinir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn sfðasta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. gekkst þú meðGuði, Guð þér nú fylgi. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Alli Rúts. Karl Einarsson hefur kvatt okk- ur að sinni. List hans léttir Islend- ingum ekki lengur amstur dag- anna, en vinir hans eiga minning- una. Árið 1959 fluttu Karl og kona hans, Eva Pétursdóttir í næsta hús við foreldra mína á Sel- tjarnarnesinu. Eitthvað var það I fari þessara ungu hjóna, sem lað- aði að stelpu í næsta húsi, einhver hlýleiki, einhver þokki. Karl og kona hans voru f fyrstu um- burðarlyndir þolendur bernsku- HAMRABORG 3, SIMI:4 20U, KOPAVOGI GERIÐ GÓÐ KAUP — KAUPIÐ JÓLAGJAFIRNAR NÚNA MARKAÐUR Svölurnar, félag fyrrver- andi og núverandi flug- freyja, heldur markað í Kristalsal á Hótel Loftleið- um á morgun laugardag kl. 2. GAMALT Úrval af gjafavörum fatnaður OG búsáhöld NÝTT leikföng húsgögn MEST körfur með ýmsu NÝH krukkur með sælgæti og fjölda margt annað Strætisvagnaferðir 10 mln. fyrir heila timann úr Lækjargötu. Allur ágóðinn rennur til styrktar þroskaheftum börnum. breka, síðar vinir, traustir og holl- ráðir, ekki bara mínir, heldur manns og barna. Sextán ár er ekki langur túmi, en langur tími í ævi manns. Á sextán árum skiptast á skin og skúrir. En vinátta Karls og fjöl- skyldu hans hefur yljað og vermt öll þessi ár og gefið döprum dög- um lit. Karl fór víða, hann var önnum kafinn, en hann hafði allt- af tíma fyrir vini sína og gleymdi ekki. Einn daginn stóð hann kannski i dyrunum og allt lifnaði við. Næsta dag hringdi hann og sagði: „Getið þið ekki komið?“ Þannig var hann, hlýr í lund og örlátur á fé sitt og sjálfan sig. Mótlæti sleppur enginn við, Karl ekki fremur en aðrir, en þeir eru fáir, sem geta veríð beygðir hið innra, en samt miðlað öðrum gleði og ánægju. Og nú er hann allur I þessari jarðvist. I mínu lífi og fjölskyldu minnar er tófn. En hvað er það hjá sorg i>eirra, sem áttu hann og þekktu hann bezt, konunni hans og börnunum. Megi góður Guð veita þeim styrk og hjálp. Gógó -passar á þig #' ADAffl LAUGAVEGI 47 Þaðpassarfiá Lecr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.