Morgunblaðið - 05.11.1976, Page 32
32
MOHGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBEK 1976
Faðir okkar og tengdafaðir,
HALLDÓRJÓHANNSSON
Syðri-Úlfsstöðum.
Verður jarðsunginn laugardagmn 6 nóvember frá Akureyjarkirkju kl
1 4 Ferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl 1 1
Börn og tengdabörn.
+
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför,
JÓNS BJARNASONAR
trésmiðs.
Sérstakar þakkir til starfsfó'ks á hjúkrunardeild Hrafnistu
Dætur,
tengdasynir
og barnabörn.
+
Þokkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
INGIBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR
frá Heykolsstoðum
Aðstandendur.
+
Maðurinn mmn og faðir
OLVER FANNBERG
andaðist á Landspitalanum 3 nóvember
Þóra Fannberg
Ólafur Fannberg.
Eiginmaður mmn, +
ARNI GUÐMUNDSSON
bakarameistari,
lést í Borgarspítala lum miðvikud 3 nóv
Karólína Stefánsdóttir.
+
Útför móður okkar
RÓSU GUÐMUNDSDÓTTUR
LitluDrageyri
Skorradal
fer fram frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, laugardaginn 6 nóvember kl
14
Einar Jónsson
Oddgeir Jónsson.
Eiginmaður minn +
JÓN BRYNJÓLFSSON
endurskoðandi
Rauðalæk 40,
verður jarðsungmn frá Frikirkjunni laugardaginn 6 nóvember kl
1 0 30 árdegis
Fyrir hönd vandamanna.
Guðrún Sigúrðardóttir.
Sigurður Waage
forstjóri- Minning
Fæddur 25. desember 1902
Dáinn 31. október 1976
KvedjuorÖ frá Kariakórn-
um Fóstbræðrum.
Við lát Sigurðar Waage sjá
Fóstbræður á bak góðum og
trygglyndum vini og félaga. Hann
hóf að syngja með kórnum árið
1920, tæpra átján ára að aldri og
starfaði síðan óslitið til 1958. Sem
söngmaður var hann ávallt hinn
traustasti liðsstyrkur vegna tón-
vísi sinnar og góðrar söngraddar.
Hann var að auki kjörinn til fjöl-
margra trúnaðarstarfa fyrir félag-
ið, sat i mörgum nefndum þess og
í stjórn átti hann sæti um 25 ára
skeið, lengst allra félagsmanna
fyrr og síðar, þar af var hann
formaður í 6 ár. Um langt árabil
leysti hann húsnæðisvanda
félagsins með því að ljá þvi sal til
æfinga í húsum fyrirtækis sins.
Af þessu má sjá, að Sigurður var
einn mesti athafna- og áhrifamað-
ur um starf kórsins í áratugi. Öll
störf sín vann hann af einstakri
alúð og ósérhlífni og urðu þau
kórnum bæði til framdráttar og
farsældar.
Þegar beinum afskiptum
Sigurðar af málefnum félagsins
lauk, studdi hann það og styrkti á
marga lund og lét sér mjög annt
um veg þess og viðgang. Hann
starfaði i félaginu Gömlum Fóst-
bræðrum frá stofnun þess árið
1959 og átti þar drjúgan hlut að
mikilsverðu starfi þess félags fyr-
ir Fóstbræður. Hann tók af alhug
þátt í sameiginlegu starfi þessara
félaga og hélt tengslum og kynn-
um við Fóstbræður allt til hinztu
daga sinna. Hann þekkti því nán-
ast alla félaga kórsins frá stofnun
1916 og Fóstbræður þekktu hann
og muna sem góðan söngmann,
atorkusaman forystumann og
hollan og einlægan vin. Fóstbræð-
ur votta eftirlifandi eiginkoriu
Sigurðar svo og ættingjum öllum
innilegustu samúð sina.
A.Ó.
Siðla dags föstudaginn 29. októ-
ber varð ég tengdaföður mínum
Sigurði Waage samferða út úr
verksmiðjubyggingunni við Köll-
unarklett. Nokkra stund dvaldist
okkur á lóð verksmiðjunnar og
ræddum áriðandi málefni sem
biðu úrlausnar. Var þvi fastmæl-
um bundið að við skyldum hittast
næsta dag og ráða málum okkar.
Kvöddumst við að svo búnu og
Sigurður ók heim á leið. Örstuttri
stundu síðar var ég hastarlega
minntur á, að skammt er jafnan
milli lifs og dauða, þvi að þá var
mér færð sú frétt að Sigurður
hefði nær samtímis því að hann
náði til heimilis síns veikzt mjög
alvarlega. Var hann i ofboði færð-
ur á sjúkrahús. Lá hann þar unz
yfir lauk um hádegisbil sunnu-
daginn 31. október sl.
Þessi tiðindi urðu okkur venzla-
mönnum og starfsmönnum Sig-
urðar mjög þungbær. Við höfðum
þrem dögum áður heimt hann af
sjúkrahúsi þar sem hann dvaldist
í vikutíma til rannsóknar. Hafði
þar komið i ljós, að ekki var allt
sem skyldi um heilsu hans. Eigi
að síður kom hann af sjúkrahús-
inu sæmilega hress að því er virt-
ist, og væntu vinir hans þess fast-
lega, að fá enn um hrið að njóta
samvista við hann. Svo fór því
miður ekki. Er okkur vinum Sig-
urðar og þeim sem næst honum
stóðu reyndar að vissu leyti þakk-
iæti í huga að umskiptin urðu svo
skjót i stað þess að lifa þrotinn að
heilsu og kröftum. Slíkt hlut-
skipti hefði trúlega orðið manni
með hans skapgerð ofraun.
Sigurður Waage var fæddur i
Reykjavík 25. desember 1902.
Foreldrar hans voru hjónin Sig-
urður Waage kaupmaður og kona
hans Hendrikka Jónsdóttir. Sig-
urður var þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Kristin Helga Vil-
hjálmsdóttir, f. 3. maí 1906, d. 28.
april 1938. Börn þeirra eru Sig-
urður f. 2. nóv. 1927, Ellen f. 7.
mai 1930 og Hulda f. 10. júní 1933.
Önnur kona Sigurðar var Stein-
unn Vilhjálmsdóttir f. 1. sept.
1901, d. 29. okt. 1962. Börn hennar
frá fyrra hjónabandi og jafnframt
uppeldisbörn Sigurðar voru
Jakobina f. 16. marz 1924, d. 2. jan
1952, og Vilhjálmur f. 24. júní
1926, d. 16. marz 1966.
Þriðja og eftirlifandi kona Sig-
urðar er Lára Ágústsdóttir, f. 9.
okt. 1908.
Ungur missti Sigurður föður
sinn og mátti hann því skjótt
leggja sig allan fram að sjá sér og
sínu fólki farborða. Hann gekk í
Verzlunarskóla íslands og lauk
þaðan burtfararprófi. Hann gekk
snemtna i þjónustu Gisla heitins
Guðmundssonar gerlafræðings,
þess mikla frömuðar Islenzks iðn-
aðar, er meðal annars stofnaði
Sanitas árið 1905. Vann Sigurður
mörg ár i Sanitas fyrst hjá Gísla
en síðan hjá Lofti ljósmyndara
Guðmundssyni bróður Gísla, er
rak fyrirtækið um hríð.
Arið 1924 keypti Sigurður Sani-
tas og gerðist framkvæmdarstjóri
þess og einkaeigandi. Hélzt sú
skipan til ársins 1939, er Sanitas
var gert að hlutafélagi. Varð Sig-
urður þá forstjóri og stjórnarfor-
maður félagsins og gegndi þeim
störfum til dauðadags. Sigurði
var alla tíð mjög annt um fyrir-
tæki sitt. Fram til siðustu stundar
lagði hann fram allt það er hann
orkaði til þess að vöxtur þess og
gegni yrðu sem mest.
Islenzkur iðnaður átti jafnan
mjög sterk itök í huga Sigurðar.
Hann var einn af stofnendum Fé-
lags íslenzkra iðnrekenda árið
1933 og sat i stjórn þess félags um
nokkurra ára bil. Hann trúði á
vaxtarmöguleika iðnaðar hér á
landi og var sannfærður um að
iðnaður væri það bjarg sem við
íslendingar yrðúm að byggja á, ef
við vildum keppa að góðum lífs-
kjörum og traustum efnahag á
landi voru.
Sigurður taldi sig vera gæfu-
mánn, mátti hann þó i einkalífi
+
Sonur okkar, bróðir og unnusti
REYNIR FINNBOGASON
símritari
andaðist í Landspítalanum 3 þ.m
Foreldrar,
systkíni
og unnusta.
Grindavík — Keflavik — Njarðvík — og Gullbringu
sýsla.
Skrifstofur embættisins í Grindavík, og Keflavík verða
lokaðar frá hádegi föstudaginn 5 nóv. 1976, vegna
jarðarfarar Karls Einarssonar, fulltrúa.
Bæjarfógetinn i Keflavík, Grindavik og Njarðvik,
sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
+
Þökkum hjartanlega vmsemd og samúð við andlát og jarðarför föður
okkar, tengdaföður og afa
GUÐMUNDAR EINARSSONAR
Merkigarði, Stokkseyri
Sveinbjörn Guðmundsson, Ingibjörg Sigurgrímsdóttir,
Asgeir Guðmundsson, Jóna Þórarinsdóttir,
Konráð Guðmundsson, Edda Lovdal,
Björgvin Guðmundsson, Kristfn Jósteinsdóttir
og barnaborn
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð, hjálp og vinarhug við andlát og
útför
KRISTVINS GUOBRANDSSONAR
frá Kaldrananesi
Hringbraut 63. Keflavík
Ólafla Kjartansdóttir,
Ingibjórg Kristvinsdóttir, Stefán Jónsson,
Kristln Kristvinsdóttir,
Guðbrandur Kristvinsson,
og barnabörn
sínu þola mikið andstreymi. Hann
varð tvisvar ekkjumaður og mátti
auk þess sjá á bak fósturbörnum
sínum tveim og tengdasyni á
bezta aldri, ýmist af völdum slys-
fara eða veikinda. Er mér minnis-
stætt hve karlmannlega hann
jafnan brást við er sorgin kvaddi
dyra. Sigurður var skapmaður
mikill og ör í lund. Hann var
framar öllu drenglyndur og heið-
arlegur. Fals og ódrengskapur
voru honum víðsfjarri. Allra
manna var hann sáttfúsastur og
það vissi ég af langri viðkynningu
við Sigurö, að ekkert tók hann sér
nær en héldi hann sig hafa gert
samferðamanni rangt með orði
eða athöfn.
Sigurður gaf sér ekki mikinn
tima til tómstundaiðkana um dag-
ana. Skyldan við sitt fyrirtæki og
fólk var honum ofar öðru. Jafn-
framt átti hann önnur hugðar-
efni. Hann var söngmaður með
ágætum. Allt frá ungum aldri var
hann félagi í karlakór, fyrst
Karlakór KFUM og síðan karla-
kórnum Fóstbræðrum. Jafnframt
söng hann í kór Dómkirkjunnar í
Reykjavík í áratugi. Laxveiðimað-
ur var hann frábær og stundaði
þá iþrótt svo lengi sem kraftar
entust.
Að leiðarlokum þökkum við
starfsmenn Sanitas hf. húsbónda
okkar leiðsögn hans á liðnum ár-
um. Við minnumst þess, að hann
gerði kröfur til okkar um heiðar-
leik, stundvísi og vinnusemi.
Jafnframt minnumst við þess, að
hann gerði fyrst kröfur til sjálfs
sín, síðan til annarra.
Tengdaföður mínum og vini
þakka ég langa samfylgd og
ógleymanleg kynni.
Björn Þorláksson.
Það kom yfir mig sem reiöar-
slag, er mér var tilkynnt, andlát
míns kæra vinar Sigurðar Waage
forstjóra Sanítas. Að visu var mér
kunnugt um vanheilsu hans
undanfarið, en ekki að svona
snögg umskipti yrðu í bráð.
Kynni okkar hófust í karlakór
K.F.U.M. seinna Fóstbræður, og
átti ég þvi láni að fagna, að eign-
ast vináttu þessa öðiings og fram-
úrskarandi góða drengs. Þetta
leiddi svo til vináttu milli heimila
okkar, og bar þar aldrei skugga á.
Við hjónin munum ætíö minnast
gleðistunda á heimili Siguröar á
jóladag, en það var afmælisdagur
hans.
Margar ánægjustundir áttum
við saman í sambandi við kórsöng-
inn, bæði á æfingum og samkom-
um. Einning í ferðalögum utan-
lands og innan. Sigurður Waage
var afbragðs söngmaður, enda ein
styrkasta stoðin í sinni rödd, sem
var annar tenor. Hann bar ávallt
hag kórsins fyrir brjósti og vann
honum allt, af sinum hyggindum
og dugnaði. Fyrir allt þetta hlaut
hann traust og virðingu allra kór-
félaga.
Nú, þegar samvistum okkar er
lokið hér í heimi, kveð ég kæran
vin og bið honum Guðs blessunar
á vegferð sinni annars heims.
Blessuð veri minning hans.
Eftirlifandi umhyggjusamri og
góðri konu hans og öðrum ástvin-
um sendum við hjónin og fjöl-
skylda okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
'Magnús Pálmason.
Afi minn Sigurður Kristinn
Waage andaðist fyrir hádegi þann
31. október. Hann var fæddur 25.
desember 1902. Hann var faðir
föður mins. Hann var forstjóri
Sanitas, i Karlakór Fóstbræðrum
var hann I mörg ár, og einnig
dómkirkjukórnum. hann söng
Framhald á bls. 35