Morgunblaðið - 05.11.1976, Side 33

Morgunblaðið - 05.11.1976, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NOVEMBER 1976 33 Ásgeir Guðmundsson frá Æðey — Minning Fæddur 5.11.1887 Dáinn 23.10.1976. Með Asgeiri frá Æðey er fallinn í valinn mikill merkismaður og gæðamaður, sem vildi leysa vanda allra manna, er til hans leituðu. Ásamt systkinum sinum, Halldóri og Sigriði, bjó hann um áratugi í Æðey. Tóku þau systkini við búi eftir móður sina, Guðrunu Jónsdóttur frá Arnardal. Faðir þeirra Guðmundur Rósinkarsson frá Æðey andaðist 16.5.1906, en móðir þeirra hinsvegar 19. jaúuar 1931. Ásgeir ólst upp í Æðey í stórum hópi systkina, undir handleiðslu góðra og vel gefinna foreldra, sem veittu honum gott veganesti á lifs- leiðina. Einnig mótaðist hugur hans af handleiðslu gömlu kvenn- anna i Æðey, sérstaklega „Imbu hans Geira“, sem hann minntist oft á. Hann fór sjálfur um kynni sín af gömlu konunum þessum orðum: „Af öllum, sem ég umgekkst í mínu ungdæmi, eru mér minnis- stæðastar blessaðar gömlu kon- urnar. Sú, sem mestu ástfóstri tók við mig hét Ingibjörg og var Jónsddóttir, fædd i Ólafsvík á Snæfellsnesi. Hún var ekkja eftir Magnús Petursson, sem um tíma var sýsluskrifari. Hún var fædd 1815, og dó 21.5 1900. Hún kom til foreldra minna um sextugt og sel- ráðskona fyrir þau meðan hún gat. Þá var haft í seli uppi á landi í ssvonefndu Bergseli, er það hér beint upp af eyjunni. Hún var mér svo góð sem nokkur móðir getur verið barni sinu, og játa ég það, að þegar hún dó fannst mér ég missa móður. Hún vakti yfir hverri minni hreyfingu, og lét allt eftir mér, sem hún taldi mér hollt. Foreldrar mínir báðir hvöttu mig til þess að vera henni sem bestur og þægastur, og svo fór, að fjögur sfðustu árin, sem hún lifði, var hún blind og kreppt, og gat ekki haft fótavist. En aldr- ei stóð svo á, að ég væri ekki látinn hlýða hennar kalli, þvi hún vildi helst snúa mér fyrir sig. Meðan hún var selráðskona fékk ég einn af börnunum að fara upp f sel á hverju sumri, og var þá látinn færa henni rjólbita og eitt og annað, sem mamma vissi að hana vanhagaði um. Svo var það vorið 1900 að hún fékk vfst in- flúensu, og lágu margir í rúminu, en ég hef aldrei fengið þá veiki svo ég muni, og var þvi vel frisk- ur. Um hádegisbilið 21. maí gerði hún boð eftir mér. Hafði hún mér þá sögu að segja, að sfnir dagar væru taldir. Mér brá í brún og spurði; hvers vegna hún segði þetta. Þá segir hún: „Taktu á höndum mínum og fótum, þær eru að verða kaldar. Nú er hjartað að gefast upp.“ Svo hélt hún áfram: „Farðu nú fyrir mig út í kistuna mína og kondu með klútinn, sem ég á und- ir handraðanum. Hann á að verða sveitadukurinn minn. Hann er frá Pétri rnínurn." Það var son- ur hennar, sem fór til Amerfku, en dó þar rétt á eftir. Svo hélt hún ræðu nokkra á þessa leið: „Þú verður nú að athuga, hvað ég er orðin gömul og reyna að taka þessu vel. Mig langaði að lifa þar til þú yrðir fermdur, en set það ekki fyrir mig, veit það verð- ur gert á sínum tima. Svo áttu að bera foreldrum þínum, systkinum og öllu fólkinu kveðju mina og þakka því innilega fyrir mig. En þegar ég er komin yfir, ætla ég að biðja minn góða guð að gefa mér það, að ég megi gera þér aðvart, ef þú ert I hættu staddur. Þú reynir að veita því eftirtekt. Það er aðeins eitt. Þú hefur lofað mér því, að vera ekki við á meðan ég dey, af því þú er enn barn að aldri." Svo dró hún hringinn ofan af fingri sér og sagði ég skyldi eiga hann. „Líka áttu að eiga öskjurnar, sem maðurinn minn átti, og skorna kistilinn." Svo kyssti hún á hönd mina, eins og hún gerði daglega, og bað guð að blessa mig og okkur öll. Þetta var um hádegisbil, en hún dó um miðaftan.. . Svo var lik hennar flutt vestur að Eyri i Seyðisfirði og jarðað þar hjá manni hennar... Þegar piltarnir voru orðnir það frískir, að pabbi treysti þeim til þess með sér. Hann hefði átt hægra með að láta jarða hana hér i hreppi, en for- eldrar minir létu sér aldrei nægja að gera annað en það, sem þau álitu réttast. Síðan hefur þessi kona oftast verið köllum Imba hans Geira til aðgreiningar frá öðrum Ingibjörgum. Núna í vor voru 52 ár liðin siðan hún flutti, og oft hefur hún aðvarað mig í draumi og bent mér á betri leiðir en ég mundi annars hafa farið, og þar með afstýrt ýmsum óhöppum. Svo var hér önnur kona, sem líka kom hingað um sextugt og var hér i tuttugu og tvö ár. Hún hét Hólmfríður og var Jónsdóttir. Hún kom norðan úr Reykjarfirði, Kúvikum, frá Jakobi Thor- arensen, afa Jakobs skálds. Hún var ein sú fróðasta kona í íslend- ingasögum og Heimskringlu Snorra, sem ég hefi kynnst. Ég held hún hafi kunnað sumar ættartölurnar í Njálu utan að og margar sögur Heimskringlu. Hún var dauðþyrst í sögur og fróðleik, og var oft gaman að heyra þær, mömmu og hana, spyrja hvor aðra um söguleg efni, ættartölur, visur o.fl. Báðar kunnu þær mikið af kvæðum, rímum og lausavisum, einkum heilræðavísum. Það mátti heita að þær kynnu visur eða vers upp á allt, sem fyrir kom, eða svo fannst mér. Þær kunnu mikið í Hávamálum og var oft gripið til erinda þaðan eftir því, sem við átti. Líka Odysseifskviðu. Mig iðr- ar það nú, hvað fátt ég lærði af þeim, en það sannast það gamla: Að það er seint að iðrast þess í ellinni, að hafa ekkert lært í æsk- unni.“ Það sést af þessum minninga- orðum Asgeirs, hvert hann hefur sótt hina miklu ástriðu til þekk- ingar og ást á ljóðum og visum. Þar varð hann með aldri einhver kunnáttusamasti maður. Sérstak- lega var Einar Benediktsson hon- um kær. A mannfundum var hann boðinn og búinn að flytja kvæði höfuðskáldanna islensku, en einkum þó Einars. A mynd, sem fylgir þessum linum, er hann að flytja forseta Islands Einræður Starkaðar. Ásgeir byrjaði snemma að vinna bústörfin, bæði til lands og sjávar. En eyjarbúskapurinn út- heimtir störf til lands og sjávar, og er oft og tíðum erfiður, einkum þó ef illa áraði. Þannig sótti Hall- dór bróðir Asgeirs upp á Strönd 900 hesta af heyi árið 1918. Allur sauðfénaður var fluttur til Iands að vorinu og út i eyna að haust- inu. Mó varð að sækja til lands, og allar kaupstaðarferðir varð að fara á sjó, og auk þess voru sjó- róðrar til fiskjar. Við mikla erfið- leika var oft að stríða, en þá hvarflaði hugur Ásgeirs til visu, sem faðir hans hafði oft yfir: Hafdu maður létta lund, linast rauna-tetur. Eigi hann bágt um einastund, aðra gengur betur. Enn er eitt ótalið, sem heimti til sin mikla vinnu og natni. Það var dúntekjan. Mikið verk var að safna dúninum leitirnar voru þrjár, en versta verkið var hreins- unin. Meðan eftirtekjan var enn 75—100 kg. af hreinsuðum dún má nærri geta að mörg handtök þurfti til þess að gera dúninn að góðri verslunarvöru. Það þurfti margar hendur til þess að vinna bústörfin bæði vetur og sumar. I tíð foreldra Asgeirs mundi hann flest eftir 8 vinnukonum og'átta vinnumönnum. I búskapartíð þeirra Æðeyjarsystkina var vinnufólk ekki svo margt, en þar var mikið „barnaheimili”. Flest urðu tökubörnin yfir sumarið átján. Systkinin skiptu með sér verk- um eftir því, sem níeð þurfti, og hentaði. Sigríður hafði alla bú- stjón innan bæjar, og var þar I mörg horn að lita, svo allt færi vel. Halldór stjórnaði aðallega öll- um búverkum. Var hann stjórn- samur og áhugamikill og fórst allt vel úr hendi, er að verkhyggni laut. Ásgeir sinnti meira störfum út á við, og hafði mikil afskipti af hrepps- og héraðsmálum, og stundaði dýralækningar um langt skeið. Var hann ólatur að sinna kvaðningum manna. Séra Jón- mundur gerði einhverntíma þess- ar gamansömu hendingar um um- svif Ásgeirs og ástsæld: Hann er lýða hreppst jóri, hrepps- og sóknar oddviti, öllum mönnum ástkærri, Ásgeir dýra bartskeri. Einnig var Ásgeir sýslu- nefndarmaður um langt skeið. Honum fórust öll störf vel úr hendi og var allra manna vinsæl- astur, því að hvers manns vand- ræði vildi hann leysa. Þau Æðeyjarsystkin voru sam- taka í öllum hlutum. Þau voru jafnan svo vel birg af heyjum, þó búið væri stórt, að þau gátu hlaupið undir bagga með sam- sveitungum, ef illa stóð á fyrir þeim. Ég kynntist Æðeyjarsyst- kinum fljótlega eftir að ég kom vestur 1943 og hélst sú vinátta siðan. Eftir að við vorum öll kom- in hér til Reykjavikur bar fund- um okkar oft saman. En ánægju- legast var að heimsækja þau í Æðey um hávarptima æðarfugls- ins og annarra fugla. Var unun að ganga með þeim um varpið á fögr- um sumardegi og fylgjast með umgengni þeirra við „sumargest- ina“ og hlusta á hin hlýju orð þeirra um fuglinn. Svo var um- hyggjan mikil og hlýjan, að fugl- inn verpti heima á bæjarhlaði, jafnvel við gangstíginn upp að húsinu og teistan vappaði um stéttina og átti sér hreiður inn á milli stéttarsteinanna. Nú er Sigríður ein eftir hinna mörgu Æðeyjarsystkina. Hún liggur á sjúkrabeði og sendi ég henni innilegar samúðarkveðjur bæði vegna veikindanna og bróðurmissisins. Ég vil enda þessi minngarorð mín með afmælisvfsu, hinu mesta sannmæli, sem Sigurður á Lauga- bóli sendi Ásgeiri, vini sínum: Fegurst byggd við f jörð og vo, f jöll með ilm af birki og vfði. Perla Djúps er Æðey og Asgeir lands- og héraðsprýði. Jóh. Gunnar Ólafsson Látinn er Ásgeir Guðmundsson ráðsmaður og lengi síðan bóndi í Æðey á Isafjarðardjúpi. Hann var fæddur 5. nóvember 1887 og því nálega 89 ára, er hann lézt. For- eldrar hans voru Guðmundur Rósinkarsson bóndi og hrepps- stjóri I Æðey og kona hans, Guðr- ún Jónsdóttir frá Arnardal. Ásgeir var gagnmerkur maður. Auk þess að veita forstöðu stóru búi í 55 ár, var hann hreppsstjóri Snæfjallahrepps I 18 ár, sýslu- nefndarmaður um sama tima, oddviti hreppsnefndar 23 ár, bún- aðarfélagsformaður 33 ár og sím- stöðvarstjóri 31, póstafgreiðslu- maður 27 ár. Hann var sjálflærður dýralækn- ir í fremstu röð og frábærlega heppinn i þeirri grein, enda var hans þráfaldlega vitjað og víða af Vestfjörðum. Hann var heiðurs- félagi Búnaðarfélags Islands. Hann var mikill bókamaður, hafði frábært dálæti á ljóðum og kunni sæg kvæða utan að. Þeim er þetta ritar eru ógleym- anleg kynni hans af Ásgeiri. Hon- um þótti svo vænt um visur, að vel kveðin vísa gat orðið hans æviförunautur og glatt hann fölskvalaust, jafnskjótt og hún var numin, enda var hann ekki lengi að læra þær, að minnsta kosti sizt, á meðan hann var ung- ur. Ég tala af reynslu. Það var 5. nóvember 1947. I útvarpinu hafði verið sagt frá sextugsafmæli Ásgeirs í Æðey. Ég var þá frétta- ritari þess við Djúp. Sem oft endra nær sat ég við simann á skrifstofu skólastjórans í Reykja- nesi, sem um leið var simastofa, og beið eftir símasambandi við einhvern stað. Af nokkurs konar rælni fór ég að hnoða saman vísu. Og fyrr en varði, var ég búinn að senda Asgeiri hana. Síðar komst ég að raun um, að ég hafði unnið svo þakklátt verk með vísunni, að til ævilangrar vináttu leiddi. Ás- geir sendi mér oft afmælisskeyti uþp frá því, ekki aðeins á stóraf- mælum, heldur og miklu oftar. Ásgeir unni mjög ljóðum, svo sem áður er að vikið, og kunni reiðinnar ósköp utan bókar af þeim. Mest nam hann eftir Einar Benediktsson, er var eftirlætis- skáld hans, og þuldi margt upp úr sér eftir hann og fleiri skáld á samkomum, fólki til skemmtunar. Þess má geta hér, að þeir voru vinir, Einar og Asgeir, og var vin- áttan gagnkvæm. Svo mjög dáði Einar þennan sjálfmenntaða bónda. í Æðey va eins konar barna- heimili á sumrin. Auk Asgeirs drógu systkin hanS börnin að sér meó alúð sinni. Þeim líkaði og leið leið þar vel, nutu lífsins með- al dýra og blóma, sem margt er af, allt sem nöfnum tjáir að nefna,, svo sem æðarfuglinn, sem eyjan dregur nafn sitt af. Þar verpir hann þúsundum saman og er ná- lega taminn, enda var vel um hann hugsað, að minnsta kosti í tið Asgeirs og systkina hans. Þau voru dýravinir, svo að af bar, Sig- ríður, Ásgeir og Halldór. Búið var og er þar stórt og arð- samt, gnægtir gæða, skarfakál, sem er læknislyf, hvað þá annað Eitt sinn gisti ég í Æðey. Um morguninn gengu þeir bræður með mér um eyna og sýndu mér alla hennar fjölbreytni og fegurð. Barst í orð, að einn vetur hefði Halldór tekið krankleika nokk- urn. Hann brá sér suður til Reykjavíkur á læknis fund. En ekkert fannst að honum, og for hann heim við svo búið. Þegar vora tók, reikaði Halldór um eyna I öngum sinum. Varð þá fyrir hon- um í gróindunum skarfakál. í ein- hverju hugsunarleysi brá hann blöðunum upp f sig. Fannst hon- um blöðin vera sér til hressingar og hélt uppteknum hætti, frisk- aðist og fór brátt að batna. Að honum hafði þá verið skyrbjúgur. Er þetta dæmi táknrænt fyrir þá hollustu, sem eyjan býr yfir, og sýnir jafnframt, hvílík gagnsemi oft og einatt er við garð vorn, oft án þess að athygli sé veitt. Það sýnir og að náttúrufegurð og gagnsemi geta þráfaldlega farið saman. Vér leitum stundum langt yfir skammt. Æðeyjarsystkinin hédu saman eftir að þau fluttu til Reykjavík- ur, eins og reyndar jafnan áður. Sigriður var þeim bræðrum sin- um sem verndarvættur. Nú er hún ein eftir. Ég votta henni sam- úð og þakka þeim öllum trú- mennsku og tryggð. Þóroddur Guðmundsson. Ásgeir frá Æðey er látinn. — Hann fæddist 5. nóv. 1887 og hefði því orðið 89 ára i dag. Foreldrar hans voru merkis- hjónin Guðmundur Rósinkarsson og Guðrún Jónsdóttir, að þeim báðum stóðu merkar ættir. Traustleiki og tryggð hefur fylgt þessu fólki, sem dæmi um átthagatryggðina má nefna að Æðeyjarsystkini voru 4. ættliður- inn, sem sat Æðey. Þar áður höfðu fimm forfeður þeirra búið á Ljárskógum í Dölum hver fram af öðrum. Föðurætt þeirra fluttist að Djúpi þá er Jón Arnórsson gerðist sýslumaður á ísafirði (1740— 1796). Hann var sonur Arnórs sýslumanns í Borgarfjarðarsýslu, en faðir hans var Jón Arnórsson lögsagnari i Ljárskógum (1665— 1726) og var hann síðastur þeirra fimm, er sátu I -beinan karllegg í Ljárskógam. Árni Jónsson konungsjarðaum- boðsmaður, sonur Jóns Arnórs- sonar sýslumanns á Isafirði, var fyrsti ættliðurinn, sem hóf bú- skap I Æðey, Guðrún Lárusdóttir, systurdóttir þeirra Æðeyjarsyst- kina, er fimmti ættliðurinn, sem situr þar nú. Æðey er mjög fögur, fjöl- breytni lífríkisins í eyjunni og við strendur hennar er með eindæm- um. Þarna ólst Ásgeir upp í for- eldrahúsum ásamt mörgum syst- kinum. Heimilið var fjölmennt, oftast um eða yfir 40 manns, sennilega fjölmennasta heimilið á Vestfjörðum í þann tíma: Sýslan var þar mörg, þvi ásamt þvi að faðirinn var bóndi, útgerðarmað- ur og formaður, var hann einnig hreppsstjóri, oddviti og sýslu- nefndarmaður. Mjög var gestkvæmt í Æðey og gestrisni þar viðbrugðið. Margur leitaði þángað með sinn vanda og fór enginn bónleiður til búðar. 1 þessu umhverfi ólst Ásgeir upp, og hinn gáfaði og góðlyndi piltur naut sín þarna vel. Þessi bjarti drengur varð allra hugljúfi, þó mun gamla fólkið hafa dáð hann mest. Kom þannig fljótt fram fórnfýsi hans og umhyggja fyrir þeim, er minna máttu sin, bæði mönnum og málleysingjum, og fylgdu þeir eiginleikar honum alla tíð, átti hann slíkt ekki langt að sækja, því góðmennska og hjálpsemi eru einkenni Æðeyjar- fólksins. Æskuárin liðu fljótt. 19 ára þurfti hann, ásamt tveimur yngri systkinam sínum, Halldóri og Sig- riði, að axla lifsbyrðina af fullum þunga, faðir þeirra lést 1906 að- eins 54 ára. Timarnir voru erfiðir og ekki árennilegt fyrir ekkju að reka svo slórt og margþætt bú. En Guðrún var gáfuð, dugmikil kjarkkona, hún ákvað að reka búið áfram með þrem yngstu börnunum, og önnuðust þau búreksturinn með móður sinni í 25 ár, frá 1906— 1931. Eftir lát móður þeirra bjuggu þau á eyjunni í 30 ár frá 1931 — 1961. Búskapurinn fór þeim systkin- um vel úr hendi. Sigríður var mikilhæf húsmóðir, og þeir bræð- ur fyrirmyndarbændur. Hvað þrifnað, reglusemi og umhriðu snertir voru þau á undan sinni samtíð. Myndarskapur þeirra og gestrisni var tiltekinn. Nákvæmni þeirra bræðra við búskapinn var sérstök. í bókum þeirra var ætt hverrar kindar skráð og réð ætt- færslan ásetningi á haustin. Með ættfræðinni og góðri hirðu náðu þeir þeim þáttum og eiginleikum, sem þeir vildu fá hjá fénu. Heyleysi var erlent orð i Æðey, það þekktist aldrei í þeirra bú- skapartið. Aftur á móti áttu þeir jafnan fyrningar, lítið stóð þó stundum eftir af þeim á harðinda- vorum, því þeir leystu hvers manns vanda meðan fært var, og mikið hey var oft flutt frá Æðey á erfiðum árum. Æðarvarpinu sinntu þau syt- kini af sömu alúð og búpeningn- um og jókst það mjög í þeirra tíð. Opinber störf tóku nokkuð af tíma Ásgeirs, hann var hrepps- stjóri og einnig sýslunefndarmað- ur frá 1943—1961, oddviti frá 1938—1961. Hann annaðist dýra- lækningar i ísafjarðarsýslu og fleiri þjónustustörf féllu honum á hendur. Ásgeir var léttur í lund og hrók- ur alls fagnaðar, skemmti hann oft með kvæðaflutningi og þurfti þá hvorki á bók eða blaði að halda. Víða varð það kunnugt að hann kunni kvæði Einars Bene- diktssonar utan að, en kvæða- þekking hans var ekki aðeins bundin við Ijóð Einars, hann kunni mikið af kvæðum Gríms Thomsen og Bólu Hjálmars, auk margra annarra Ijóða. Þau Æðeyjarsystkin giftust aldrei og eignuðust ekki börn, en þau ólu upp nokkur börn og er undirritaður eitt þeirra. Þegar ég lít til baka til a'skuár- anna hjá þeim Æðeyjarsystkinum verða minningarnar margar. Af tilviljun kemur mynd upp á myndflötinn, hún segir nokkura sögu. Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.