Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 12
MORLUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 12 Þeir spurðu 1 Portúgal: 7. grein „Af hverju getum við ekki fengið meira af saltfiski?” eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR „Af hverju getum við ekki fengið meira af saltfiski?“ var spurning, sem kvað við, þegar þeir heyrðu f Portúgal hvaðan ég væri ættuð. Saltfiskurinn er sjaldséður sögðu margar hús- mæður mér, sést ekki í verzlun- um nema með höppum og glöppum. A veitingahúsum er saltfiskur matreiddur á portú- galska vfsu, steiktur og borinn fram með lauk, tómat og olfvum og stundum hrlsgrjðn- um, dýrari en eðlar nautasteik- ur. Þungbærast finnst fólki ef það nær ekki f saltfisk fyrir jólin: þar f landi hefur saltfisk- urinn sömu þýðingu f hugun- um og hangikjötið hjá landan- um. Og skýringin á þvi af hverju skemmti sér og Coimbra syngi. Coimbra er háskólaborg i mið Portúgal. Þeir höfðu lika fyrir satt að það væri kominn tölu- verður kurr í þá í norðurhluta landsins, ekki vegna þess hve mikið þeir vinna, heldur vegna þess að þeim finnst þeir vinna fyrir suðurhlutann líka. Skóframleiðsla Portúgaia er einnig að verða með þvi bezta sem gerist I Evrópu. Framleiddar eru allar gerðir af skótaui og eru þar ýmsar teg- undir sem mér sýndist að hent- uðu vel íslenzkum aðstæðum, svo sem loðfóðruð stigvél, sterklegir gönguskór, bráðfall- egir rúskinnsskór og svo mætti lengi telja. Vegna þess hve mik- hefja byggingu nýrrar verk- smiðju, hafa látið teikna hana og biða eftir grænu ljósi að byrja. Þá vænkast hagur þeirra og framleiðslan mun þá geta stóraukist. Framleiðsla Ajax er nú sem svarar 18 millj. ísl. króna á ári, en reiknað er með að verðmæti verði um 60 milljónir þegar nýja verksmiðj- an er komin í gagnið. Nú eru framleidd þarna 8 þús. pör á mánuði af kvenskóm og Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð hafa sýnt áhuga á vænum rúskinns- skóm sem framleiddir eru þarna. Þá var mér tjáð að danskur umboðsmaður hefði tekið að sér að koma þessum skóm á framfæri hérlendis. I löngum ranghölum Ajaxverk- smiðjunnar og ýmsum útihús- um vinna nú um 70 manns. Þeir bræður tóku við verksmiðjunni árið 1958 og höfðu áður unnið þar um árabil, þar sem faðir þeirra kom henni á laggirnar fyrir æðilöngu. Síðar þennan sama dag var brunað til Aveiro, sem er all- stór bær fyrir sunnan Oporto. Þar er vefnaður og fataiðnaður í þó nokkrum mæli og við fór- um þar I eina verksmiðju, Pim- arlan, þar sem framleiddur er fatnaður af öllu tagi á konur og karla. Þar hittum við einn af framkvæmdastjórunum sem heitir því algenga nafni Soares. Hann sagði að hann hefði kom- ið til íslands og gist á Hótel Sögu. Það hefði verið í júní- mánuði og honum hefði fundist afskaplega sérkennilegt að aldrei varð dimmt á íslandi. Pimarlan fyrirtækið hefur nú fengið allgóða pöntun frá Is- lenzku fyrirtæki og sagðist Soares frkv.stj. vonast eftir að þau viðskipti myndu síðan auk- ast. I verksmiðjunni vinna um eitt hundrað manns við að sauma, sníða og hanna karl- manna- og kvenfatnað af öllu tagi. Aðallega er flutt- út til Bandaríkjanna og Kanada en fyrirtækið er einnig að komast inn á Norðurlandamarkaðinn. Soares segir, að Norðurlanda- búar séu töluvert miklu kröfu- harðari en til dæmis Portúgalar sjálfir hvað snertir vörugæði og Frarnhald á bls. 47 Þriðju verðlaun fékk mynda- stytta af Puskhin. Önnur verð- laun fékk stytta af Puskhin að lesa bók eftir Lenin. Og fyrstu verðlaun fékk stytta af Lenin að lesa bók eftir Puskhin. Til Oporto komumst við heil- ar á húfi, en þangað er oft erfitt flug, ókyrrt loft en það er bót í máli að ferðin tekur ekki nema um fjörutíu mínútur. Við hófum rannsóknir okkar með því að fara í nokkrar skó- verksmiðjur. I þeirri fyrstu var aðstaðan einna bezt, verksmiðj- an var til húsa I lágreistu húsi á stærð viðtvöfaldan bílskúr. Þar var sem annars staðar mjög hreinlegt þótt aðstaðan væri fjarskalega þröng. Þessi verk- smiðja heitir Pontual og þar er lögð áherzla á margar gerðir af léttum sandölum, og einnig Ijómandi snotrir kuldaskór úr skinni. Þarna unnu um sextlu manns, stúlkur voru i meiri- hluta. Fyrirtækið flytur út til Sovétríkjanna, Brasilíu og Eng- lands og er nýburjað að reyna að koma sér á framfæri í Dan- mörku og Svíþjóð. Eigandinn sagði að sýnishorn hefðu verið send til íslands, en svar hefði ekki borizt. Um fimmtíu pró- sent framleiðslunnar fer til út- flutnings, en hitt á innanlands- markað. Þeir geta framleitt eitt þúsund sandala á dag, en mun minna af kuldastígvélunum. I næstu verksmiðju sem heitir Kolibri er aðaláherzlan lögð á uppreimaða leðurklossa og gönguskó sem fara í útflutning. Danir, Norðmenn og Svíar eru farnir að sækja töluvert í að fá slíkt skótau. Þarna unnu um 50 manns og þar var kvartað und- an því að vegna þröngs húsa- kosts væri ekki unnt að auka framleiðsluna svo að neinu næmi. Þar af leiðandi hefur ekki verið hægt að anna eftir- spurninni erlendis frá, en nú er verið að hefja undirbúning nýrrar verksmiðju. Fram- kvæmdastjóri Kólibrí sagði að hver verkamaður gæti fram- leitt sem svaraði fjórtán pörum af kulda- og gönguskóm á dag. A þriðja staðnum, Ajax, réðu ríkjum fjórir bræður, og þar eru einvörðungu framleiddir kvenskór, gönguskór og spari- skór. Húsakosturinn þar er ekki upp á marga fiska, en það er bót I máli að þeir bræður hafa fengið leyfi fyrir því að Skóverksmiðjan Protual. er ekki meira á boðstólunum af saltfiski um þessar mundir er meðal annars sú, að tslendingar kaupa fjarska lítið af varningi frá Portúgal og því hafa þeir ekki treyst sér til að auka kaup- in, þar sem gjaldeyrissjóðir eru til þurrðar gengnir og efna- hagsástandið erfiðara en orð fá lýst. En litlum vafa er undir- orpið að tækist að kynna hér og koma á framfæri varningi frá Portúgal myndu möguleikar okkar á meiri saltfisksölu auk- ast stórlega og það hlýtur vissu- lega að vera okkar hagur, ekki síður. Á það ber og að Hta að fráleitt er í rauninni að við hundsum þetta ágæta við- skiptaland okkar en verzlum þess I stað við lönd, sem fást ekki til að líta við okkar vörum. Því var meðal annars tilgangur- inn með boði frá þeim í Portú- gal að reyna að kynna ýmsar þær vörur, sem líklegar væru tíl að geta náó hér nokkurri sölu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Portúgalar fram- leiða ákaflega göfug vín, sem eru á við það bezta sem gerist í heiminum. Það eru einkum borðvín, svo og portvínið sem á vitahlega sinn uppruna þar. Nú munu framleidd um þrjú þús- und merki portvíns í landinu og hefur verið ákveðið að reyna að sameina eitthvað af vörumerkj- unum, þar sem það hefur verið sérstaklega útflutningssölu nokkur fjötur hversu möfg púrtvínsmerkin eru. Aðalfram- leiðslusvæði vínsins er í Douro- dalnum í norðurhluta landsins. Douro rennur um Oporto riæst stærstu borg landsins og um- hverfis hana blómstrar iðnaður frá gamalli tlð. Þeir hafa fyrir satt að Oporto vinni, Lissabon ill hluti iðnaðarframleiðslunn- ar, sérstaklega I vini, skóm og vefnaði er þarna I norðurhlut- anum er ákveðið að ég fari i Oporto I nokkra daga og bregði mér I skoðunarferð I nokkrar verksmiðjur. Með mér var yfir- maður Fundo de Fomento de Exportacao, Eva Blovsky, sem reyndist hin mesta hjálpar- hella. Hún reyndist vera flug- hrædd eins og ég og það tengdi okkur strax góðum böndum. Hún er gift tékkneskum manni sem sagði okkur nokkra létta Rússabrandara frá Tékkóslóva- kíu meðan við biðum þess að verða kallaðar út í flugvélina. Einn var á þá leið að einhverju sinni var ákveðið I Sovét að láta gera myndastyttu af Puskhin og veita þrenn verðlaun fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.