Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 Sjópróf hefjast í dag: íslenzk áhöfn m.s. Sögu neitar ásökunum Stjórn Sjómannasambandsins styður formann sinn AÐ ÓSK útgerðar m.s. Sögu hefj- ast í dag sjópróf I máli Nígerlu- mannanna tveggja, sem hafa ásakað skipstjóra og áhöfn skips- ins um slæman aðbúnað og ómannúðlega meðferð á ferð skipsins frá Port Ilarcourt I Nfgerlu til Islands. Þá hefur Sig- urður Markússon, skipstjóri m.s. Sögu, lýst þvl yfir að hann hyggist höfða meiðyrðamál á hendur Ósk- ari Vigfússyni, formanni Sjó- Fyrrverandi bæjar- lögmaður ákærður fyrir brot i starfi EMB/ETTI rfkissaksóknara hefur fyrir nokkru slðan gefið út ákæru á hendur Ingvari Björnssyni, fyrrverandi bæjarlögmanni I líafnarfirði, fyrir brot f opinberu starfi og fyrir að hafa misnotað aðstöðu sfna sem embættismanns. Hefur Sverrir Einarsson saka- dómari verið settur dómari I málinu. Málavextir eru þeir, að fyrir allmörgum mánuðum bauð lög- maðurinn sjálfur í húseign á nauðungaruppboði í Hafnarfirði, en hann átti að vera við uppboðið til að gæta þar hagsmuna Hafnar- fjarðarbæjar. Urðu miklar deilur um þetta mál á sínum tima og var bæjarlögmanninum vikið úr starfi og krafizt opinberrar rann- sóknar á gerðum hans. Að rann- sókn lokinni var málið sent ríkis- saksóknara, sem nú hefur ákveðið málshöfðun á hendur Ingvari Björnssyni. Ljósm. Mbl.: RAX. Starfsmaður einnar bensfn- stöðvarinnar með pakka af eitrinu, sem nú hefur verið inn- kallað. mannasambands Islands, vegna ærumeiðandi ummæla, sem hann telur Óskar hafa viðhaft á blaða- mannafundi, er hann efndi til, þegar sambandið tók kvartanir Nfgerfumannanna f sfnar hendur. Lögfræðingur Sigurðar Markús- Framhald á bls. 47 Brú yfir Ölfusárósa næsta stórverkefni í brúargerd hér HALLDÓR E. Sigurðsson samgöngumálaráðherra lýsti þvf yfir á samkomu við opnun nýju Landshafnarinnar f Þorlákshöfn s.l. sunnudag að næsta stórverk- efni f brúargerð hlyti að vera brúargerð yfir Ölfusárósa, tenging Suðurlands og Reykja- ness með vegasambandi við sjó fram, tenging Eyrarbakka og Stokkseyrar við Landshöfnina f Þorlákshöfn. I samtali við Mbl. í- gærkvöldi sagði samgönguráðherra: „Mín skoðun er sú að þegar Borgar- fjarðarbrúin verður fullgerð, eigi að hefjast handa við brúarfram- kvæmdir við Ölfusárósa í beiriu framhaldi. Það er mikið af mótum og stöplum frá Borgarfjarðar- brúnni sem myndi koma að full- um notum í sambandi við brúar- gerð yfir Ölfusárósa og ég tel að sú reynsla sem Vegagerðarmenn, . m.a. Helgi Hallgrímsson, Jónas verkstjóri og fleiri, hafa fengið við gerð Skeiðarárbrúarinnar og Borgarfjarðarbrúarinnar, sé svo mikilvæg og þjóðin hafi ekki efni á að láta þetta liggja á milli hluta. Ég mun gera tillögu um þessa Framhald á bls. 47 Auðar kennslustofur Melaskólans f gær. Neðri myndin sýnir nokkra nemendur skólans, sem voru að koma af kóræfingu. Kórinn fékk að æfa sig fyrir jólaskemmtun, þrátt fyrir að kennsla félli niður f skólanum. Um 95% barnakennara lögðu niður vinnu í gær „Kann enga töfraformúlu til að koma í veg fyrir að svona hlutir gerist,” segir menntamálaráðherra KENNSLA féll niður í langflestum barnaskólum lands- ins og sumum framhaldsskólum f gær vegna þess að kennarar mættu ekki til kennslu til að leggja áherzlu á kjarabaráttu sína. Að sögn Valgeirs Gestssonar, for- manns Sambands fslenzkra barnakennara, er talið að um 1300 kennarar innan sambandsins hafi tekið þátt f þessum aðgerðum eða nærri 95% allra meðlima sam- bandsins. Héldu kennarar fundi í gær, þar sem kjaramál voru rædd og ályktanir samþykktar. „Þessi gífurlega þátttaka í að- hafi ekki verið skipulögð af sam- það væri skylda hvers og eins þegns í lýðræðisrfki að fylgja lög- um og reglu. „Hitt er svo það,“ sagði ráðherra, „að ég kann enga töfraformúlu til að koma í veg fyrir að svona hlutir gerist.“ Og hann bætti því við, að hann teldi rétt fyrir kennarasamtökin að móta sína stefnu i kjaramálum á heild og vinna að þeim innan ramma laga, t.d. nýsettra laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. gerðum dagsins þrátt fyrir að þau Skordýraeitur innkallað Innflytjandanum láðist að hafa samband við eiturefnanefnd IIEILBRIGÐISEFTIRLIT rfkis- ins hefur nú ákveðið að kalla inn skordýraeitur, sem um nokkurt skeið hefur verið á boðstólum f verzlunum og bensfnstöðvum vfðs vegar á landinu. Nefnist skor- dýraeitur þetta „Vapona Cass- ette“ og er hér um að ræða hylki úr ljósu plasti með fjórum striml- um er hafa að geyma hið virka efni. I fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu barst I gær frá Framhald á bls. 47 bandinu sýnir ljóslega hver hug- ur barnakennara er til kjaramál- anna,“ sagði Valgeir. Og hann bætti við: „Stjórn stéttarfélags, með slíkt lið að baki sér, hlýtur að standa vel að vlgi.“ Þá ræddi Mbl. einnig við Vil- hjálm Hjálmarsson menntamála- ráðherra f gær og spurði um það hver yrðu viðbrögðin við þessum aðgerðum kennaranna. Ráðherr- ann sagði að þessar aðgerðir hefðu ekki verið ræddar ennþá innan ráðuneytis og ríkisstjórnar. Hann sagði það sína skoðun, að Ungir síbrota- menn í gæzlu UNGIR afbrotamenn voru staðnir að þjófnaði í þvottahúsinu Fönn við Langholtsveg um helgina. Voru þeir þrir saman. Einn slapp en eigandinn gat handsamað tvo þeirra með hjálp leigubílstjóra af Bæjarleiðum, sem eru í nágrenni þvottahússins. Menn þessir hafa margsinnis áður verið staðnir að þjófnuðum og öðrum afbrotum. Voru þeir því báðir úrskurðaðir í gæzluvarðhald, annar í 60 daga og hinn í 30 daga. Annar þeirra var nýsloppinn úr gæzluvarðhaldi fyrir þjófnaði þegar hann var tek- inn á nýjan leik. N orðurlandsvirk jun: Framleiðsluverð mun hærra en heildsöluverð Landsvirk junar Holberg Másson f loftbelg sfnum TF-HOT yfir Reykjavfk s.l. sum- ar. - skapist ekki verulegir nýir markaðir I.JÓST er aó til aó geta staðió undir beinum rekstrarkostnaói ásamt afborgunum og vöxtum af iánum, verður framleiósluverð á raforku frá Noróurlandsvirkjun, eftir að Kröfluvirkjun hefur verið tekin f notk- iin, töluvert miklu hærra en núverandi heildsöluveró Landsvirkjunn- ar, ef ekki koma til verulegir nýir markaóir. Má gera ráð fyrir að það geti oróió allt aó átta sinnum hærra en veró I.andsvirkjunar til Suóur og Suó-vesturlands. Kemur þetta fram f skýrslu Framkvæmdastofnun- ar ríkisins um ástand og horfur f orkumálum Norðlendinga. í skýrslunni, sem unnin er af áætlanadeild Framkvæmdastofn- unar og Ráðgjafaþjónustu Kjart- ans Jóhannssonar, er lýst orku- markaði Noróanlands eins og hann er í dag og eins og hann getur hugsanlega vaxið. Núver- andi markaður Norðurlandsvirkj- unar á Norðurlandi er um 200 gígawattstundir, en með raforku- sölu til Austurlands inn á Gríms- árvirkjunarsvæðið er hann áætl- aður um 250 gwst árið 1978, sam- kvæmt orkuspám, en 300 gwst ár- ið 1980. Að auki er svo möguleg raforkusala til verksmiðja Sam- bandsins og KEA á Akureyri á bilinu 20 til 40 gwst. Miðað við þessa markaði verður framleiðsluverð þvf að vera á bil- inu krónur 3.90 til 6.80 á kíiówatt- stund næstu sjö árin til staðið sé undir útgjöldum, ef lánin til Kröflu eru til 15 ára og með 8 til 914% vöxtum, en það er sam- kvæmt svonefndum fram- lengingarlánskjörum. Sé hins vegar miðað við núgildandi láns- kjör og lán til 7 ára með 9t4% vöxtum verður verðið á bilinu krónur 5.30 til 9.25 krónur fyrir hverja kílówattstund á síðast liðnu ári, en meðalverð allrar sölu Landsvirkjunar var um eina krónu og fimmtíu aura fyrir kíló- wattstundina. Sé hins vegar gert ráð fyrir verulegri stóriðju á veitusvæði Norðurlandsvirkjunar á jafnaðar- verð næstu sjö ára að geta orðið frá 1.80 krónum upp í 3.70 eftir því um hve orkufreka stóriðju er að ræða og eftir lánskjörum. Lægri talan gerir ráð fyrir stór- iðju, sem notaði um 400 gwst, en það er tvöfaidur núverandi orku- markaður Norðurlandsvirkjunar. Samkvæmt skýrslunni má þó gera ráð fyrir að þessar verðtölur séu fremur of lágar en of háar, þar sem þær byggja á of lágum kostnaðaráætlunum. Samkvæmt áætiunum Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen, er fastur kostnaður vegna framkvæmda við Kröflu um 6 milljarðir króna. Er þar innifalinn kostnaður vegna véla, byggingaframkvæmda og borunar, en ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna annarra fjárfest- inga eins og dreyfikerfi. Þá gerir áætlunin ráð fyrir borun 15 hola, sem gefa eiga 60 megawött. Hafa þegar verið boraðar 11 holur og aðeins lítill hluti orkunnar náðst. Framhald á bls. 46 Holberg reyn- ir við heims- metið í loft- belgjaflugi HOLBERG Másson loftbelgsflug- maóur er nú staddur 1 Albuqer- que f New Mexico f Bandarfkjun- um meó loftbelg sinn TF-HOT. Þar mun hann freista þess í lok mánaðarins aó setja nýtt heims- met í tímalengd flugs f loftbelg. I samtali við Mbl. f gær sagðist Holberg hafa flogið TF-HOT 20 sinnmn þarna að undanförnu við Framhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.