Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976 5 Hinn nýi dómprófastur ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Ebba, Skúli Sigurður, séra Ólafur. Bak við foreldra sína standa þær Sigríður t.v. og Guðrún Ebba. Ólafur Skúla- son kjörinn dóm- prófastur 1 Reykjavík SÉRA Ólafur Skúlason, sóknar- prestur f Bústaðasókn, fékk flest atkvæði presta f Reykja- víkurprestakalli um dóm- prófastsembætti, en alls eru 19 prestar í Reykjavfkurprófast- dæmi, sem nær yfir Reykjavfk og Kópavog. Ólafur er fyrsti presturinn f Reykjavík, sem kjörinn er dómprófastur, en gegnir ekki þjónustu við Dóm- kirkjuna. Reykjavík var hluti af Kjalarnesprestakalli allt til ársins 1941, er borgin varð sér prestakall. Ólafur Skúlason sagði í samtali við Morgun- blaðið f gær, að embætti dóm- prófasts fylgdi að vfsitera söfnuðina f prófastsdæminu, ennfremur að fylgjast með eignabreytingum hjá söfnuð- unum, halda félagsfundi og sitja f forsæti f safnaðarráði o.fl. Þá sagði séra Ólafur, að prófastur tæki á móti öllum fæðingarskírteinum og dreifði þeim eftir búsetu móður. Þá sæi hann um alla skýrslugjörð til biskups. Morgunblaðið spurði séra Ólaf hvernig honum litist á að taka við hinu nýja starfi sam- hliða prestskapnum. Sagðist hann aldrei mundu hafa tekið í mál að gerast dómprófastur nema hann hefði langað til að spreyta sig í embættinu. Að vísu væri hann svolítið skelfd- ur. Prófastur hefði enga aðstoð, og ekki væri gert ráð fyrir því að hann hefði nein útgjöld. „Við prestar höfum oft talað um, að koma upp miðstöð fyrir prófastdæmið, þar sem við höf- um hvergi aðstöðu." N orðursjávarskipin: Haf a selt fyrir 845 millj. króna UM HELGINA voru fslenzk skip búin að selja sfld fyrir 844,6 millj. kr. f Danmörku það sem af er þessu ári, en á sama tfma f fyrra var búið að selja fyrir 780,2 millj. kr. Á síðasta ári var búið að selja alls 18 þús. lestir af sfld, en það sem af er þessu ári er aðeins búið að selja 11.502 lestir. Hins vegar hefur fengist miklu hærra meðalverð nú en f fyrra. Fyrir hvert kfló af síld fram til þessa hafa fengist 73.43 kr. fyrir kflóið en í fyrra var meðalverðið kr. 43.22. í síðustu viku seldu síldarskip- in alls 16 sinnum eða dagana 1. og 2. nóvember. Alls seldu skipin 1.336 lestir fyrir 92 millj. kr. og var meðalverð kr. 68.39. Hæsta meðalverð vikunnar fékk Óskar Halldórsson, sem seldi 82.4 lestir þann 2. nóvember fyrir 5.8 millj. kr. en meðalverðið var þá kr. 71.42. Hæstu heildarsölu vikunnar var Hákon ÞH með, sem seldi 114.5 lestir fyrir 7.7 millj. kr. 1. nóvember s.l. Þrjú íslenzk sfldveiðiskap seldu afla í Hirtshals i gær: Albert GK seldi 90.6 lestir fyrir kr. 7.6, meðalverð var kr. 84.40, Sæbjörg VE seldi 78.6 millj. kr. fyrir kr. 6.2, meðalverð kr. 79.87 og Örn KE seldi 20,3 lestir fyrir 1,7 millj kr., meðalverð kr. 85.74. „Farið í einu og öllu eftir fyrirmælum sérfræðinga” VEGNA fréttar f Morgunblað- inu síðastliðinn sunnudag um háhyrninga f Sa*dýrasafninu hafði formaður safnsins, Hörð- ur Zöphaníasson, samband við blaðið og bað fyrir eftirfar- andi athugasemd: „Um meðferð og umhirðu á þeim háhyrningum, sem voru í Sædýrasafninu nú fyrir skömmu, er það að segja að þar var farið í einu og öllu eftir þeim fyrirmælum, sem þeir erlendu sérfræðingar, sem hér voru vegna þessara veiða mæltu fyrir um og í engu út af brugðið i þeim efnum. Þessir sérfræðinger eru dr. Dudok Van Heen, sem er hollenskur dýrafræðingur og hefur samið doktorsritgerð um hvali og hvalalíf, og trúnaðarmenn og fulltrúar Seaword f San Diego, en það er sædýrasafn, sem þekkt er víðs vegar um heim fyrir góða starfsemi á þessu sviði og hafði hu§'á þvi að fá annan háhyrninginn í safn sitt.“ Ullarvörur til Sovét- ríkjanna fyrir rúm- lega 1,2 milljarða kr. IÐNAÐARDEILD Sambands fs- lenzkra samvinnufélaga hefur undirritað við tvö sovézk fyrir- tæki sölusamning á fslenzkum ullarvörum, sem afgreiða á á ár- inu 1977 samtals að upphæð 840 milljónir króna, en jafnframt hafa verið lögð drög að viðskipta- samningi við annað fyrirtækið á ullarvörum og mokkakápum að upphæð 380 milljónir króna. Samanlagt eru samningarnir því að verðmæti 1.220 milljónir króna. Ullarvörusamningurinn, 840 milljónir, er um 280.000 peysur og rúmlega 120.000 ullarvoðir. Peys- urnar verða framleiddar í Fata- verksmiðjunni Heklu á Akureyri, svo og á nokkrum öðrum prjóna- stofum víðs vegar um land. Værð- arvoðirnar eru framleiddar í Ull- arverksmiðunni Gefjun á Akur- eyri. Samningurinn var nýlega undirritaður í Moskvu. Er hann við V/0 Raznoexport og sam- vinnufyrirtækið V/O Soju- zkoopeneshtorg. í samninganefnd iðnaðardeildarinnar voru Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri, Andrés Þorvarðarsonviðskipta- fulltrúi og Hreinn Þormar verk- smiðjustjóri. Andrés Þorvarðarson sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að megnið að peysunum væri af sömu gerðum og Sambandið hefði áður selt til Sovétríkjanna. Reyndar kvað hann nú heldur meira vera af hnepptum peysum en áður og peysur prjónaðar úr lopagarni. Þá náðust nú samning- ar um nýja gerð af barnapeysum og munu um 80 fyrirtæki vinna að því að prjóna þær eingöngu. Andrés sagði að verðið að þess- um vörum væri eitthvað lægra en ef varan væri seld til Vestur- landa, en í móti kæmi það hag- ræði að um langtímasamning væri að ræða. Þá kvað hann erfitt að bera saman verð við peysur, sem seldar væru til Vesturlanda, þar eð hér væri um aðrar gerðir að ræða en þangað færu. Ein gerðin, sem seld er-til Sovétríkj- anna er mjög lík peysu, sem seld er til Ameríku en á henni er þó sá munur að ameriska peysan er 50% ull og 50% DuPont-efni, sem gerir að verkum að hún þófnar ekki, þött hún virðist hafa sömu eiginleika og alullarpeysan. Verð þessarar peysu til Ameríku er ei- lítið hærra, en um 15 til 16% hækkun varð á samningnum við Sovétrikin frá því í sumar. Sagði Andrés að Sambandsmenn teldu það mjög viðunandi. Þá sagði hann einnig að hráefnið og vinn- an við gerð áðurnefndrar peysu með DuPont-blöndunni væri nokkuð dýrara en þegar unnin væri aluliarpeysan. Gert er ráð fyrir að það verk- efni, að vinna upp í þennan samn- ing, sé fyrir allt næsta ár. Verður nýtíng verksmiðja Sambandsins mjög góð með þennan samning — sagði Andrés. Flugumferðarstjóriim hefur starf á vöktum að loknu eftirlitstímabili í FRÉTT f Mbl. fyrir helgi um þat tvik, er tværrþotur mætttttttttust fyrir noran ísland nær hvor annarri en reglur mæla fyrir um, var farið rangt með tvö atriði eftir Leifi Magnússyni, varaflugmála- stjóra, þ.e. að starfsmanni hefði verið vikið úr starfi og hinir erlendu sérfræðingar hefðu komið til landsins strax eftir atvikið. Hið rétta er, að umræddur flugumferðarstjóri var tekinn af reglubundnum vöktum i flugstjórnarmiðstöð á meðan rannsókn fór fram og tillögur gerðar til úrbóta. Slíkt er í sam- ræmi við alþjóðlegar venjur, er hliðstæð atvik verða. Starfs- maður þessi á að baki sér lang- an og flekklausan feril við þessi störf og mun i samráði við til- lögur frá rannsóknarnefnd hefja störf á vöktum að loknu tilskildu eftirlitstímabili. Hinir erlendu sérfræðingar komu til landsins 25. október til að vera flugmálastjórn til ráð- gjafar við rannsókna þessa máls. Annar þeirra fór af land- inu 27. október, en hinn 1. nóv- ember. Niðurstöður þeirra stað- festa í öllum meginatriðum niðurstö-u frumrannsóknar flugmálastjórnarinnar. Farseóill, sem vekur fögnuó erlendis Félög með fastar áætlunarferðir ( desember bjóöum viö sérstök jóla- fargjöld frá útlöndum til íslands. Þessi jólafargjöld, sem eru 30% lægri en venjulega, gera fleirum kleift aö komast heim til íslands um jólin. Ef þú átt ættingja eöa vini erlendis, sem vilja halda jólin heima, þá bendum viö þér á aö farseðill heim til (slands er kærkomin gjöf. Slikur farseðill vekur sannarlega fögnuö. FLUGFÉLAG LOFTIEIDIR ÍSLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.