Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976 31 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar £ til sölu i Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, simi 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. Frúarkápur til sölu í flestum númerum upp í 54. Kápur úr ullarefnum í litlum númerum, ódýrar. Kápusaumastofan Diana, sími 18481 Miðtúni 78. Ný kjólasending í stærðum 36—48. Dragtin Klapparstíg 37. Keflavik Til sölu glæsilegt 2ja hæða hús við Tjarnargötu með verksmiðjugleri, nýjum gólf- teppum og innréttingum. Hvor hæð er 3ja herb. og eldhús með sér inngangi. Fasteignasalan Hafnargötu 2 7, Keflavík sími 1420. Ný, ódýr dönsk teppi. Teppasalan, Hverfisg. 49, s. 19692. Arinhleðsla — Skrautsteinahleðsla Uppl. í síma 84736. Skápasmiði í svefnherb. og böð, Vönduð vinna og efni. Teikna og geri tilboð. Smíðastofan, Miðbraut 1 7. Lúðvík Geirsson s. 19761. Mæðgur óska eftir vinnu við ræstingu. Uppl. í síma 14125. Seljum Mustang Mack 1 motor, breið dekk. Scout II með styrktu húsi. Ný nagladekk '74. Henschel vörubifreið á tveim drifhásingum góður stálpallur traustur bíll 20 tonna málaravagn. Ferguson ámokstursvél. Viljum kaupa stóra dráttarvél og gamla bíla eldri en '40. Sími 1 9842. Lagerhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu 50—70 ferm. lager- húsnæði. Uppl. í síma 15102 og 35836. 2ja herb. íbúð til leigu á Víðimel frá og með 1. des. Uppl. í síma 10154 eftir kl. 5. I.O.O.F: Rb. 1 1261 198’/2 = 9.I □ EDDA 59761 197-2 Atkv. □ EDDA 59761 197 = 2 Filadelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Einar J. Gislason. Kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar Munið afmælisfundinn miðvikudaginn 10. nóv. kl. 20.30. Söngur, glens og gaman. Einnig verða seldar jólavörur. Takið með ykkur 9es,i Stjórnin Sálarrannsóknarfélag íslands vegna forfalla brezka miðils- ins Margaret Wilson heldur Guðmundur Einarsson. erindi að Hallveigarstöðum fimmtudaginn 1 1. nóv. kl. 20.30 sem hann nefnir „Hlutskyggni og fornleifar". Rætt um fornminjafund. sem getur breytt íslendinga- sögunni. Félagsmenn geta tekið með sér gesti. Stjórnin KFUK Reykjavtk Fimm ungar félagskonur sjá um fundinn í kvöld kl. 20.30. Allar konur velkomnar. Stjórnin Hjálpræðisherinn Kvöldvaka í kvöld þriðjudag kl. 20.30. Gestur kvöldsins, Major Ingrid Hjort frá Noregi syngur og talar. Veitingar og happdrætti. Mikill söngur og hljóðfærasláttur. Allir vel- komnir. SÍMAR. 11798 og 19533. Miðvikudag 10. nóv. kl. 20.30 Myndasýning (Eyvakvöld) í Lindarbæ niðri, Tryggvi Halldórsson, og Þorsteinn Bjarnar sýna. Ferðafélag íslands. | raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast fbúð óskast til leigu Hef verið beðinn að útvega 3ja herb. íbúð til 6 mánaða. Aðeins góð íbúð kemur til greina, helst með öllum húsbúnaði. Atli Vagnsson lögfrædingur, s/mi 84433. Fyrir erlend hjón með eitt barn óskum við eftir að taka á leigu íbúð með húsgögnum í ca. 9 mán. frá og með 1. des. n.k. íbúðin þarf að vera í vesturbænum. Upplýsingar í síma 1 51 59 og 1 2230, frá kl. 9 — 6, eftir þann tíma í síma 25830. ísól Skipholti 1 7. Byggingarfélag verkamanna Reykjavik Til sölu tvær þriggja herbergja íbúðir í 4. bygg- ingarflokki við Stórholt og í 10. bygg- ingarflokki við Stigahlíð. Félagsmenn skili umsóknum sínum til skrifstofu félagsins að Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 15. nóvembern.k. Félagsstjórnin. Nýkomið kögur og snúrur í mörgum litum einfalt, og tvöfalt. Frönsk áklæði í sérflokki á Roccoco og Renesíans stóla. Húsgagnabólstrarinn Njálsgötu 5 Sími 13980 fundir — mannfagnaöir ÐJ 3* Félag starfsfólks í veitingahúsum ^xvXv 2 OOO a Félagsfundur verður haldinn fimmtudag 11. nóv. n.k. kl. 20.30 að Óðinsgötu 7 Dagskrá: Stefnuskrá A.S.Í. Ólafur Hannibaldsson framsögu. Stjórnin. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? #2 ÞU ALGLYSIR UM ALLT l.AND ÞEGAR ÞU ALGLYSIR I MORGLNBLAÐINL Guðbjörg Vilhjálms- dóttir - Attrœðisafmœli Hvorki gleði, hryggð né hagur heitir takmark Kfs um skeið. Heldur það, að hver einn dagur hffi oss lengra fam á ieið Stgr. Th. Það geta verið svo sérstæðir sólskinsmorgnar i oktober. Fjöllin falda hvítu. Blómin anda ilmi, sem ber í sér alla angan vors og sumars. Koldimm ský verða gullkögruó af skini upprennandi sólar sem ósýnileg í austri skapar sólskinsbletti bæð fjær og nær eins og himinninn hafi stigið niður á jörðina. Einn slíkur sólskinsblettur upp- ljómaói heiðina okkar innan við Hálogalandskirkju einn laugar- dagsmorgun í haust. Borgin var enn í svefnrofum. Enginn bíll á ferð. Blokkin ekki vöknuð. Sólheimagatan beið eftir fyrsta vagni morgunsins. En í miðjum sólskinsblettinum var gangandi kona og bar í báðum höndum. Hún var klædd dökk- blárri kápu, með höfðinglegt höfuðfat, ofurlítið ábogin í fasi. Sporin ákveðin. Stefnan viss. Ferðin hröð, hver hreyfing tígu- leg, líkt og þar færi tignarhús- freyja islenzkrar sveitar úr sagn- auðgri sveit. Þetta var hún Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. Jafnvel nöfnin hennar hljóma eins og ljóð frá liðnum dögum, sigilt ljóð. „Góðan daginn vinur, og þökk fyrir síðast,“ segir hún um leið og hún gengur léttilega, en þó fast upp dyraþrepin. „Ég er að fara austur I Hveragerði, og kom hérna með nokkrar druslur á bazarinn eins og ég er vön. Verst ég skammast min fyrir þetta allt, ekki sízt núna, af því ég hand- leggsbrotnaði þarna í vetur eins og þú rnanst" „Á bazarinn núna,“ segi ég undrandi. Hann er ekki fyrr en i nóvember. „Uss ég verð svo lengi, elskan min, Og nú verða þær að virða viljann fyrir verkið, eins og vant er, blessaðar konurnar i Kvenf. En það hafa nú sumar dæturnar og dótturdóttir lagt mér dálitið lið,“ bætir hún við og gott var að fá nú aftur kraftana til að bera þetta þótt litið sé.“ Og hún litur á töskurnar. Og hvorug hafði reynzt nógu stór til að rúma draslið, sem hún kallaði. Þar yddi á eina skartflíkina annarri snið- ugri og snotrari. Og nú birtist húsfreyjan til aó líta á varninginn. Barnaföt, peys- ur treflar, vettlingar, sokkar skyrtur allt úr listil'egu efni með enn listilegra handbragði og lita- samsetningu. Margar vinnustund- ir að baki. „Þetta er mest búið til úr afgöngum og alls konar prufum, sem átti að henda“, brosir hún hvíslandi . . „Það er margt sem til fellur á prjónastof- unni. Ég tek það og set það saman eftir minu höfði. Mér hefur alla tíð þótt svo gaman að gera eitthvað helzt sem fallegast úr þvi, sem aðrir töldu ónýtt og einskisvirði.“ Og auðmýktin og stórmennskan brima af rödd hennar, brosum, svip og orðum, í þessu listaverki Guðs, sem hún er sjálf þarna í sólskini haustmorgunsins sigur- glöð og fagnandi, ung kona sem hlakkar til að njóta hvildar og hressingar í Hveragerði. Hún hefur ekki tekið sér fri síðan I fyrrasumar, nema þessar vikur sem hún átti í beinbrotinu og annarri smávegis byltu, sem hefði nú getað tafið eitthvað fyrir örðu verksmiðjufólki og skrif- stofumeyjum. En hún Guðbjörg Vilhjálms lætur enga smámuni tefja sig lengi. Hún vinnur á prjónastofu sleitulaust frá þvi árla að morgni til síðasta, hættu- tíma að kvöldi. Og þar eru nú ekki slegin blindhöggin né slakað á. Fyrirmyndariðnaður og hand- bragð. Þetta er vinnustaður Guðbjarg- ar Vilhjálms. Og svo gengur hún oft heim að kvöldi að dagsverki loknu, en fer með strætisvagni að morgni og þegar veður er verra. Þeim er ekki fisjað saman iðn- verkamönnunum á prjónastof- unni. Var kannski einhver að segja að eldra fólkið gæti ekki unnið líkt og hið yngra? Nei, þetta eru allt ungar konur. En snúum okkur að efninu. Með svona varning hefur hún Guðbjörg Vilhjálms komið með á bazarinn hjá Kvenfélagi Lang- holtssafnaðar I meira en tvo ára- tugi. Hún er nefnilega að byggja kirkju. Og hún vinnur að þvi sem margra tuga maki. Og skal þó sízt varpað skugga á þær og þá sem vinna á sama hátt. Hún er nefnilega heill söfnuður að eðlisfari í anda og krafti, for- ingi meðal þeirra sem leggja grunn og byggja helgidómakristi- legrar menningar i landinu. Það er ekki blásið i básúnur fyrir slikum Guðbjörgum og þeim dettur vart í hug sjálfum verð- mæti sitt I andlegu gulli íslenskrar menningar. En hvað væri Island án þess krafts, sem býr og starfar í hinum kyrrlátu í landinu. Og það er kannski sjaldnast með Krist á vörunum, til þess er þeim nafn hans og heilagt, það lifir sinn Krist. Það er ekki aðeins fé til kirkju- byggingar, sem Guðbjörg vinnur að til að veita. Aldrei er sá söfnunardagur tii allslausra og þurfandi erlendis eða hérlendis, að hennar gjöf sé ekki meðal hinna stærstu. Þær eru margar safnanirnar í islenzku kirkjunum sé þeim sinnt. Svo að segja hver helgi að vetrinum er helguð einhverju verkefni á vegum kærleikans í fjarlægð eða nálægð: Blindum, fötluðum, hungruðum, særðum o.fl. o.fl. Guði sé lof að reynt er að vera með til að bæta úr þörf og neyð. Og alltaf kemur kona með fram- rétta hönd I Langholtssöfnuði, hljóðlega lokaðri, sem opnast með blessun hinum bágetadda, stuðn- ingi hinum lamaða, ljós hinum blinda, huggun hinum sorgum slegna. Þeir eru margir þúsundkall- arnir úr höndu Guðbjargar sem faldir eru í Minningarsjóði og varla færri fimmþúsund króna seðlarnir, sem komið hafa til kirkjubyggingar og líknastarfa. Framhald á hls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.