Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, PRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 47 Ljósmynd Mbl. RAX. I. SNORRI Hafsteinsson, einn fjórmenninganna sem hrapaði f Gfgjökli s.l. laugardag. Snorri rotaðist f fallinu niður 8 m djúpa jökulsprunguna og fékk blóð inn á hnjáliði, þannig að hann liggur rúmfastur um sinn. Að öðru leyti kenndi hann sér ekki alvarlegs meins. — Við flugum Framhald af bls. 48 axirnar héldu ekki, en þó hefur ekki munað miklu því strákarn- ir nær stöðvuðust. Eftir þetta fórum við allir á feiknahraða niður brekkuna, sem var eins og fínpússað íssvell. Sá neðsti rann stytzt að sprungunni, um 20 metra, en ég rann lengst, um 60 metra. Við fórum á það mikilli ferð hrein- lega flugum fram af sprungu- veggnum, sem er 8 m. hár, að við köstuðumst í vegginn hin- um meginn og hröpuðum síðan niður á sprungubotninn. Kjart- an missti strax meðvitund við höggið, en sjálfur lenti ég undir Snorra bróður mínum sem hafi rotast í hrapinu. Ölafur Lárus- son slapp hins vegar ómeiddur og gat hann látið vita af okkur, því skammt var til annarra hjálparsveitarskáta. I hrapinu flæktumst við Snorri i böndun- um og vorum þannig á sprungu- botninum, en þó gat ég haldið höfði Snorra uppi þann tlma sem hann lá f roti, 10—15 mln- útur. Rétt áður en þetta varð hafði rignt nokkuð og var ísinn I brekkunni þvl eins og spegill, enda svo sléttur að það sást ekki á fötunum okkar eftir brunið niður brekkuna. Strax barst hjálp frá hinum hjálpar- sveitarskátunum og hlynntu þeir að okkur þar til þyrla varn- arliðsins kom á vettvang. Ég tel t.d. að þeir hafi hrein- — Sjópróf Framhald af bls. 2 sonar, Benedikt Sveinsson hæsta- réttarlögmaður, hefur, að sögn fulltrúa lögfræðingsins, það mál til athugunar. Áhöfn n.s. Sögu hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna blaðaskrifa varðandi viðurværi Nígeríumannanna um borð I skip- inu: „Við undirritaðir áhafnarmeð- limir m.s. Sögu viljum taka fram eftirfaranda vegna óvandaðra blaðaskrifa um dvöl tveggja Nigeriumanna um borð I m.s. Sögu á leið skipsins frá Port Har- court til Reykjavíkur: 1. Umræddir Nigeriumenn höfðu hvor sinn sérklefa um borð og var aðbúnaður þeirra og fæði hið sama og fslenzkra áhafnarmeð- lima. 2. Nigeriumennirnir voru aldrei beittir llkamlegu ofbeldi og er fullyrðingum þeirra um slíkt mót- mælt sem ósönnum söguburði. 3. Blaðaskrif um að umræddum Nigeriumönnum hafi verið ógnað með skotvopnum eru algjörlega ósönn enda engin byssa um borð I skipinu og hefur ekki verið. 4. Við lýsum undrun okkar og vanþóknun á þvl, hvergjg vissir fjölmiðlar og hinn nýi forseti Sjó- mannasambands Islands hafa haldið á máli þessu. 5. Okkur er kunnugt um að út- gerð m.s. Sögu hefur ákveðið að óska eftir að haldin verði sjópróf til þess að leiða sannleikann I ljós I máli þessu. Reykjavlk, 6.11.1976 Ragnar Eyjólfsson stýrimaður, Haukur Glslason vélstjóri, Stefán Brynjólfsson, Kjartan Már Ben, H. Steinsson 1. stýrimaður, Magn- ús Birgisson bátsmaður, Ingi Bóasson 1. vélstjóri, Guðmundur Jóhannesson háseti, Jóh Haukdal Kristjánsson háseti og Sigurður Markússon skipst jóri. Vegna frétta um að skipstjóri m.s. Sögu hygðist fara I meiðyrða- mál gegn forseta Sjómannasam- bands Islands, Óskari Vigfússyni, vegna meintra ummæla I sinn garð á blaðamannafundi, hafði Mbl. samband við Sigurð og innti lega haldið llfinu i Kjartani, en þeir voru þarna með allan út- búnað til fyrstu hjálpar, sjúkra- börur, teppi og annað. Þyrlan kom slðan þarna til okkar við mjög erfiðar aðstæður. Hún gat ekki lent þarna en kom niður við jökulvegginn þannig að að- eins voru nokkrir metrar i vegginn og þar héldu flug- mennirnir þyrlunni á lofti með- an við vorum hífðir um borð. Það var furðulegt að sjá hvern- ig þetta var hægt. Síðan var flogið niður I Þórsmörk til að taka menn og búnað úr vélinni sem þeir höfðu losað sig við til að geta athafnað sig betur við slysstaðinn, en um leið og Kjartan kom um orð byrjuðu læknir og aðstoðarmenn hans að sinna honum', dæla blóði upp úr honum, gefa honum saltvatn og þannig voru þeir þrlr I kring um hann alla leiðina til Reykja- víkur, en á leiðinni urðum við að taka eldsneyti á flugi úr tankvél frá Varnarliðinu. Vestmannaeyingarnir fjórir eru með beztu og reyndustu fjallgöngumönnum landsins og hafa tckið þátt I fjölmörgum ferðum hjálparsveitarinnar m.a. á Mont Black, Matterhorn og Kilimanjaro i Afríku og þeir eru einu mennirnir sem klifið hafa tindinn Þumal á Vatna- jökli. Búnaður þeirra var eins góður og kostur er, m.a. höfðu þeir allir sérsmiðaða fjall- göngu-öryggishjálma á höfði og mun það hafa bjargað miklu. hann eftir þvl, hvort hann hefði einhver sérstök ummæli Óskars I huga. Sigurður kvað svo að visu ekki vera, en að sér þætti það óforsvaranlegt, að forseti Sjó- mannasambands Islands „hlypi svona I blöðin að órannsökuðu máli.“ Ummæli þau, sem höfð væru eftir Óskari Vigfússyni, væru ekki aðeins móðgun við skipstjóra, heldur við alla áhöfn m.s. Sögu og að þeir væru allir undrandi yfir, „að stéttarsamtök i landinu skuli haga sér svona.“ Aðspurður, hvort sá möguleiki gæti ekki verið fyrir hendi, að um væri að ræða mistúlkun blaða- manna á orðum Óskars, sagði Sig- urður það vel geta verið og að I þvl tilfelli yrði meiðyrðamál gegn viðkomandi blöðum athugað. „Ég hefi einkum I huga orð eins og þrælahaldari. Það eru ummæli Alþýðublaðsins og Þjóðviljans, einkum og sér I lagi Þjóðviljans, sem mér sárnar." yfirlYsing FRA SJÓMANNASAMBÁNDINU Þá hefur Morgunblaðinu borizt eftirfarandi yfirlýsing frá fram- kvæmdastjórn Sjómannasam- bands Islands: „Á framkvæmdastjórnarfundi Sjómannasambands Islands, hald- inn mánudaginn 8. nóvember 1976 vegna þeirra skrifa, sem fram hafa komið um afskipti sam- bandsins af máli áhafnarmanna á m.s. Sögu viljum við undirritaðir stjórnarmenn taka eftirfarandi fram að gefnu tilefni: undirritað- ir stjórnarmenn lýsa þvl hér með yfir að formaður sambandsins hefur unnið að nefndu máli I fullu samráði og samþykki okkar allra. Guðjón Jónsson, Jón Kr. Olsen, Guðmundur Hallvarðsson, Guð- mundur M. Jónsson." — Byssumenn Framhald af bls. 48 hefur það m.a. komið fram, að þeir hittust i fyrsta skipti á föstu- daginn, I þorpi á Reykjanesi, þar sem eldri pilturinn býr en sá yngri kom þangað'Áil vinnu á föstudaginn. Hittust þeir þá um daginn en hófu slðan vindrykkju saman um kvöldið og hún endaði með þeim atburðum, sem urðu á laugardagsmorguninn og ræki- lega hefur verið frá greint. — Jarðskjálftar Framhald af bls. 1. Suðvestur-Kína. Upptök jarð- skjálftans voru talin vera um 1600 km vest-norðvestur af Hong Kong og um 300 km norðvestur af Kumming. Fréttin var ekki stað- fest I Klna og ekki er vitað um manntjón eða eignatjón. Jarðskjálfti sem mældist 6.3 stig á Richterskvarða skók austan- verða eyjuna Mindanao á Suður- Filippseyjum snemma I dag og vægur skjálfti fannst á Vestur- Mindanao 3'A klukkustund síðar, en engar fréttir bárust um mann- tjón eða eignatjón. Embættasmenn á Filippseyjum segja að kippirnir hafi verið eftir- hretur frá jarðskjálftanum á Moro-flóa I ágúst þegar 300 biðu bana og 3.000 týndust. Varað var við flóðahættu eftir jarðskjálft- ann i dag. Stjórn Filippseyja kveðst hafa sent 5.000 pund af vistum og lyfj- um til Norðaustur-Mindano. Upp- tök skjálftans voru um 800 km suðaustur af Queson City. Fimm kippir fundust I Saloniki I Grikklandi i nótt. Flestir hinna 500.000 ibúa borgarinnar höfðust við úti I nótt, en engan sakaði og eignatjón varð lítið. Sterkustu kippirnir mældust 3.4 stig á Richferskvarða. Ut- varpsáhugamenn mögnuðu skelf- ingu fólksins með því að útvarpa orðrómi um mikið eignatjón i út- hverfunum. Fjöldi ökumanna flúði frá borginni og hafði að engu áskoranir yfirvalda um að snúa aftur. Vægur jarðskjálfti varð I Tokyo og hlutum Norður-Japans I dag en engar fréttir bárust um manntjón eða eignatjón. Talið er að upptök jarðskjálftans hafi verið á Kyrra hafi. Yfirvöld I Indóneslu tilkynníi að gos hefði hafizt á laugardag í eldfjallinu Merapi á Jövu. ösku rigndi yfir bæinn Magelang og svæðið umhverfis. Hraun streymdi I nálæga á. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón, en yfirvöld búa sig undir að flytja ibúana burtu ef ástandið versnar. — Hass Framhald af bls. 48 hefur töluvert af fíkniefnamagn- inu farið til hermanna á Kefla- víkurflugvelli. Að sögn Arnars er rannsókn þessa fikniefnamáls, sem er eitt hið umfangsmesta og jafnframt alvarlegasta, sem komizt hefur upp hérlendis, enn I fullum gangi og væri rannsóknarinnar vegna ekki hægt að gefa upp nákvæmari upplýsingar en þær sem komið hafa fram I fréttinni hér að framan. — Brú Framhald af bls. 2 framkvæmd I næstu vegaáætlun sem lögð verður fram alveg á næstunni og er fyrir timabilið 1977—1980. Ég tel framgang þessa máls mestu nauðsyn og með því að láta ölfusárbrúna taka við af Borgarfjarðarbrúnni verður unnt að spara mikið fé. Ég mun leggja til að rannsóknum á brúar- stæðinu og gerð brúarinnar verði hraðað nú þegar og hafinn verði undirbúningur vegarlagningar að austan til ósanna, en um þann veg yrðu aðflutningar I brúargerð yfir ölfusárósa, en þó kvað hann áætl- anir gera ráð fyrir að sá kostnað- ur færi ekki yfir 1000 millj. kr. — Viðræður Framhald af bls. 48 höndum innri markaðsmál banda- lagsins og tolla. Annar af tveimur fulltrúum Breta, sir Christopher Somes, sem farið hefur með mál- efni bandalagsins gagnvart lönd- um utan þess, er nú veikur og hefur Gundelach I veikindafor- föllum hans, tekið að sér störf hans. Því er það nú Dani, en ekki Breti, sem stýra mun hugsanleg- um samningaviðræðum við Islendinga. Menn hafa velt þvi fyrir sér, hvort þetta sé íslendingum til góðs eða ekki. Að sögn heimilda I Brússel er Finn Olov Gundelach maður, sem kynnir sér hvert mál niður I kjölinn og brýtur það til mergjar. Sir Christopher er hins vegar maður, sem kynnir sér mál- in fremur á yfirborðinu, en ætlar embættismönnunum að kanna smáatriðin. — Reynt að nauðga Framhald af bls. 48 braut, en þar eru illa upplýst svæði. Veitti stúlkan þvl brátt at- hygli að maður einn veitti henni eftirför og gerði sig líklegan til að ráðast á hana. Tók stúlkan þá til fótanna. Mætti hún tveimur pilt- um og bað þá um hjálp, en þeir svöruðu þvl einu til að þeir vildu ekkert skipta sér af þessu. Skipti það engum togum að maðurinn náði stúlkunni, dró hana suður fyrir götuna Sigtún, en þangað hafði leikurinn borizt. Þar hafði maðurinn stúlkuna undir og reyndi að koma fram vilja slnum. Stúlkan streittist á móti og reyndi að gera vart við sig, en enginn veitti henni hjálp enda þótt nokkrir bílar færu þar hjá. Seint og um síðir kom lögreglan þarna að og gat hún bjargað stúlkunni úr klóm mannsins. „Fyrsti lærdómurinn, sem draga má af þessari sögu er sá,“ sagði rannsóknarlögreglumaður- inn, ,,að eins og ástandið er nú orðið I borginni er stórkostlega varasamt fyrir stúlkur að vera einar á ferð eftir að skyggja tek- ur. Og I öðru lagi blöskrar manni alveg það skeytingaleysi, sem pilt- arnir sýna stúlkunni, þar sem hún er greinilega i vanda stödd. Mað- ur átti sannarlega ekki von á þvl að svona nokkuð þekktist hér uppi á Islandi, ennþá a.m.k.,“ sagði rannsóknarlögreglumaður- tnn að lokum. 4— Skilningur þingmanna Framhald af bls. 20 vangefinna á íslandi verði ekki sinnt að gagni nema meirihluti alþingis- manna eigi vangefið barn eða náinn ættingja? Ég vildi. að áhugi og skilningur bréfshöfundar á málefnum þessa fólks sem og orð í tíma töluð. er hann tilfærði úr grein eftir Margréti Margeirsdóttur, gætu fengið þvi áorkað, að Styrktarfélag vangefinna fengi aftur tappagjaldið sitt. sem nýlega er búið að fella niður Reykjavík 1. nóvember Sigurlaug Bjarnadóttir — Loftbelgur Framhald af bls. 2 undirbúning væntanlegs met- flugs og sagði hann að Bandariska flugmálafélagið aðstoðaði hann við verkefnið. Kvaðst Holberg hafa skrifað stórum stöfum nafn- ið tsland utaná belginn I æfinga- flugferðunum og hefði það vakið mikla athygli, en metflugið kvaðst hann ætla að reyna yfir stórri sléttu þarna I Klettafjöllun- um, en sléttan tekur yfir nokkur hundruð ferkm svæði. Framleið- andi loftbelgsins aðstoðar einnig við flugið, en Holberg kvað nú- gildandi heimsmet fyrir belg af sömu gerð vera 11 klst. og 10 mínútur, en hins vegar kvað hann heimsmetið fyrir ailar tegundir loftbelgja vera 16 klst. á lofti og „það ætla ég að reyna að slá.“ sagði Holbeg. — Skordýraeitur Framhald af bls. 2 Heilbrigðiseftirlitinu segir, að hylki þessi hafa verið seld án sam- þykkis heilbrigðisyfirvalda. Þar eð efni það sem um sé að ræða geti verið hættulegt fólki, sé öll- um þeim, sem hafa slík hylki undir höndum ráðlagt að hætta þegar notkun þeirra og fjarlægja úr híbýlum sínum. Hrafnkell V. Friðriksson yfir- læknir yfirmaður heilbrigðiseftir- litsins, sagði i samtali við Morgun- blaðið i gær, að ástæðan fyrir innköllun þessa skordýraeiturs væri, að innflytjandinn hefði ekki haft leyfi fyrir þessari pakkningu eiturs. Annars væri það eitur- efnanefnd, sem gæfi leyfið. Inn- flytjandinn hefði haft innflutn- ingsleyfi . fyrir efninu „Vapona stripes", en hefði siðan láðst að sækja um leyfi fyrir „Vapona cassette". „Það er ekki útilokað að fólk hafi haft einhver óþægindi af þessu eitri,“ sagði Hrafnkell. „Og við höfum rökstuddan grun um að kanarífuglar hafi dáið af völdum þessa eiturs og sömuleiðis köttur. Þá sagði Hrafnkell að sjálfur gæti hann ekkert sagt um, hvort inn- flutningur á þessu eitri yrði heimilaður. Það væri eiturefna- nefnd, sem tæki ákvörðun um slíkan innflutning og ákvæði um leið yrðL_______ _______ — Portúgal Frgmhald af bls. 12 auk þess séu karlmenn á Norð- urlöndum miklu handleggja- lengri, svo að hanna verði fatn- að til útflutnings á annan máta en það sem fer I sölu innan- lands. Verzlunin rekur sjálf fimm verzlanir og selur þar ein- vörðungu fatnað sem hún fram- leióir, pils, buxur, blússur, kjóla, herraföt og allt sem nöfn- um tjáir að nefna og notuð eru * eingöngu heimaofin efni til framleiðslunnar. Verksmiðjan bjó við heldur rúman húsakost: þetta hafði fyrrum verið ríkismannshús sem síðan hafði verið breytt og tekið fyrir verksmiðjuna og virtust þær breytingar hafa lukkast allbærilega. t Þorpunum I grennd við Oporto er einnig mikil og góð vefnaðarframleiðsla svo að ekki sé nú minnst á vinin. Um það verður fjallað i næstu grein, svo og sagt frá viðræðum við ráðherra þann sem sér um utanríkisviðskipti og aðstoðar- ráðherra hans, þá dr. Antonio Barreto og nafna hans dr. Antonio Celeste. — Ólympíuskák- mótið Framhald af bls. 29 Nemet, Júgóslavlu, Sahovic, Júgóslavíu, Adamski Póllandi, Simachec, Póllandi, Commons, Bandaríkjunum, Matera; Bandarlkjunum, Krnic, Júgó- slavíu, Lombard, Sviss, Pritchett, Skotlandi, Schneider, Sviþjóð, Kop Chop, Singapore, Lederman, Isreel, og Rads- skovic, ísrael. — Englendingar Framhald af bls. 29 Dc7!, 20. Bxd8 — Hxd8, 21. exd5 ( 21. Rfl — Rf4 var engu betra fyrir hvltan.) exdS! (Svartur hefur uppskorið ávöxt stórsnjallrar tafl- mennsku sinnar og hefur nú unnið tafl.) 22. Re4 (örvænting) dxe4, 23. fxe4 — Dg3 + , 24. Rf2 — Bd4, 25. c3? (Afleikur i vonlausri stöðu.) bxc3, 26. bxc3 — Bxf2+, 27. Dxf2 — Dxc3 + , 28. Dd2 — Dxd2+ 29. Kxd2 — Rb6+, 30. Bd5 — Rxa4 (Þótt undarlegt megi virðast teflir hvítur áfram I þessari gjörtöpuðu stöðu) 31. Kc2 — Bxd5, 32. exd5 — Rxd5, 33. Hal — Hd4, 34. Hbl — Hxg4, 35. Hb8+ — Kg7, 36. Ila8 — c4, 37. Ha6 — Hg2, 38. Kcl — Rc5, 39. IIc6 — Rb3+, 40. Gefið. Við þessi úrslit tviefldust Englendingarnir á öðru og þriðja borði og úrslitin urðu 4:0 Englandi I vil. Ensku sveitina skipa: Miles, Keene, Hartston, Stean, Mestel og Nunn. Liðsstjóri er hinn gamalreyndi Ný-sjálendingur og góðkunningi okkar íslend- inga Robert G. Wade. Haifa 1.11. 1976 Margeir Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.