Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976
Kínverjar sýna
Sovétmönnum hlýhug
á byltingarafmælinu
Moskvu, Peking, 8. október. — NTB AP.
þær þjóðir fara eigin leiðir.
Þær skipuleggja varnir sínar
með ögranir og árásargirni
sósíal-heimsvaldasinnanna f
huga.“ Að lokum segir: „Þjóðir
Austur-Evrópu munu vissulega
hrista af sér nýlenduokið, sem
nýju zararnir hafa á þær lagt,
og sá tími kemur, að þær verða
herrar í sínum eigin löndum."
I TILEFNI af 59 ára byltingarafmæli Sovétrlkjanna sendu Kínverj-
ar innilegar heillaóskir, að þvl er Tass-fréttastofan skýrði frá á
sunnudaginn var. „Kínverjar hafa alltaf kunnað að meta byltingar-
vináttuna við sovézku þjóðina," segir I heíllaóskaskeytinu, og sfðan
er lögð áherzla á að samskipti rlkjanna geti þróazt á grundvelli
friðsamlegrar sambúðar.
Fréttaskýrendur á Vestur-
löndum benda á, að þessi boð-
skapur Kínverja beri vott um
meiri hlýhug en orðsending
þeirra á sama degi í fyrra, og
telja jafnvel að þetta megi
túlka sem jákvæð viðbrögð
hinna nýju valdhafa í Kína við
tilmælum Moskvustjórnarinnar
að undanförnu um bætt sam-
skipti ríkjanna.
Sendiherra Kína í Moskvu
var viðstaddur hátfðarhöldin á
R:uðatorginu, en þar minntist
Dmitri Ustinov sem tók við
embætti , varnarmálaráðherra
Sovétríkjanna við lát Grechkos
f maí s.l., ekki á Kínverja, en
Grechko réðst hins vegar
harkalega á þá við sama tæki-
færi í fyrra. Þá gengu kínversk-
ir sendimenn af viðhafnarpalli
erlendra gesta, en að þessu
sinni tóku þeir þátt í athöfninni
þar til henni lauk.
Frá því að Maó formaður lézt
í septembermánuði s.l. hafa
Sovétmenn ekki gagnrýnt Kfn-
verja opinberlega, en Kínverj-
ar hafa hins vegar haldið upp-
teknum hætti. Síðast í dag,
mánudag, sagði Hshinhua-
fréttastofan, að Sovétríkin
stefndu að því innlima ríki
Austur-Evrópu f Sovétríkin.
„Nýju zararnir hafa sett næst-
um eina milljón hermanna
niður á erlendri grund, þar sem
þeir veifa sverðum sínum. Þeir
hafa lýst því yfir, að hvert það
ríki, sem eigi f útistöðum við
Sovétríkin, skuli fá að komast
að þvi fullkeyptu. Getur verið
að slík ríki hafi af frjálsum og
fúsum vilja boðið sovézkum
hersveitum setu í löndum sfn-
um?“
Þá segir Hsinhua: „I meira
en átta ár hefur tékkneska
þjóðin ekki látið af andstöðu
sinni við yfirráð og kúgun nýju
zaranna. Sum önnur ríki Aust-
ur-Evrópu hafa ekki látið þrýst-
ing og valdbeitingu buga sig, og
Amin leggur Cart-
er lífsreglurnar
Nairobi — 8. nóvember — AP
IDI AMIN, forseti Uganda, hef-
ur tjáð Jimmy Carter, nýkjörn-
um forseta Bandarfkjanna, að
hann eigi sér kosningasigurinn
að þakka, þar sem spádómar
sfnir um sigurinn hafi tryggt
Carter atkvæði „svartra og
hvftra byltingarsinna", að þvl
er Ugandaútvarpið skýrði frá I
dag. Haft var eftir Amin að
hann væri reiðubúinn til að
gefa Carter margs konar heil-
ræði um málefni þjóða Afríku
og Miðausturlanda.
Um leið varaði Amin Carter
við bandarísku leyniþjónust-
unni og sagði að vegna vin-
sælda sinna kynni sú stofnun
að beita sér fyrir því að hann
yrði myrtur á sama hátt og
John F. Kennedy á sfnum tfma.
Að lokum skoraði Amin á
Carter að koma í heimsókn til
Afríku og sagði, að slík heim-
sókn mundi verða til þess að
hann yrði „vinsælasti leiðtogi í
heimi".
Jimy Carter hjúfrar sig upp að stuðningskonu sinni á kosninga-
fundi f Los Angeles daginn aður en forsetakosningarnar fóru fram.
Konan er Cher Bono Almann.
Repúblíkanar í
stjórn Carters
Washington — 7 nóv
í VIÐTALI við vikuritið U.S. News and World Report segir Jimmy Carter,
nýkjörinn Bandaríkjaforseti, að repúbllkanar muni taka sæti I hinni nýju
stjórn, sem hann myndar við embættistökuna í janúar n.k.
Ég stefni að því að hafa repúþlíkana I stjórninni. Ég mun leita ráða hjá
leiðtogum repúblikana á þingi, f efnahagslífinu og á öðrum sviðum, og ég
geri mér vonir um að fjölmargir repúblfkanar fylki sér um stefnu mína og
áætlanir."
Sigradi í
kosningum
-finnst hvergi
Weslon, Oregon — 8. nóvember — NTB
FYRIR viku var Fred nokkur
Schroeder kjörinn í bæjar-
stjórn f Weston f Oregon f
Bandaríkjunum, en þrátt fyrir
vfðtæka eftirgrennslan hefur
ekki tekizt að hafa upp á mann-
inum til að fá hann til að takast
á hendur skyldur þær, sem um-
bjóðendur hans hafa kjörið
hann til að gegna.
Nú er yfirvóid farið að gruna,
að maðurinn sé ef til vill alls
ekki til, þvf að enginn virðist
vita á honum deili.
Fred Schroeder hefur frest
til 3. janúar n.k. til að gefa sig
fram við rétta aðila, ef hann
hefur áhuga á þvf að leggja
starfskrafta sfna fram í þágu
þorpsbúa f Weston, að því er
bæjarst jórinn skýrði frá f dag.
Banaði starfs-
bróður sínum
með voðaskoti
Belgrad. —8. nóvember. — Reuter.
AUSTURRlSKI sendiherrann I
Júgóslavfu banaði hinum
franska starfsbróður sfnum
með voðaskoti er þeir voru að
veiðum skammt frá Belgrad s.l.
laugardag.
1 yfirlýsingu júgóslavneskra
yfirvalda segir, að austurrfski
sendiherrann, Alexander Otto,
hafi farið gáleysislega með riff-
il sinn og óviljandi hleypt af
skoti, sem hitt hafi Pierre
Sebilleau, sendiherra Frakka, f
bakið af stuttu færi. Sebilleau
var fluttur f sjúkrahús, en lézt
á skurðarborðinu.
Hvað viðkemur utanrlkismálum
kveðst hinn nýkjörni forseti stefna
að þvl að koma á viðtæku samstarfi
beggja flokka, og hann er þeirrar
skoðunar, að óhjákvæmilegt sé að
almenningur fylgist vel með utanrik
ismálum, eigi samstaða að nást um
þau
í viðtalinu lýsir Carter ennfremur
þeirri skoðun sinni, að I forsetakosn-
ingunum hafi ótvírætt komið I Ijós
vilji kjósenda um breytta stefnu og
stjórnunaraðferðir I Washington
..Ég held ekki, að þjóðin kæri sig um
snöggar breytingar Þjóðin vill for-
sjálni, ábyrgð og framtakssemi i
störfum stjórnarinnar, og hún vill
fylgjast með þvi sem stjórnin er að
gera," segir hann
Carter segir ennfremur, að efna-
hagsmálin séu mikilvægasta við-
fangsefnið innanlands, og hyggist
hann ráðast jöfnum höndum gegn
verðbólgu og atvinnuleysi,: þar sem
samræmdar aðgerðir á þessum svið-
um séu eina leiðin til að bregðast
við efnahagsvandanum á raunhæfan
hátt Hann lýsir þeirri skoðun sínni.
að I atvinnumálum verði frambúðar-
lausn ekki fundin öðru vísi en að
lögð sé áherzla á að skapa aukna
atvinnu hjá einkafyrirtækjum.
Um helgina var blökkufólki enn
neitað um aðgang að kirkju þeirri i
Plains, sem Carter sækir að jafnaði
Fyrir 1 1 árum samþykkti söfnuður-
inn þar að meina ..svertingjum og
öðrum baráttumönnum fyrir
borgaralegum réttindum" aðgang
að kirkjunni Um helgina lýsti Carter
áhyggjum slnum vegna þessa máls,
og um næstu helgi verður hann
viðstaddur messu I kirkjunni Þá
mun söfnuðurinn ganga til atkvæða
um tillögu þess efnis, að sóknar-
prestinum verði vikið úr embætti þar
sem hann er þvi andvigur að þel-
dökkum verði enn sem fyrr meinað-
ur aðgangur að kirkjunni
Blaðafulltrúi Carters, Jody Powell,
sagði s I. sunnudag, að Carter
mundi ekki láta sér nægja að taka
þátt i atkvæðagreiðslunni, heldur
hygðist hann beita sér fyrir aðgerð-
um sem miðuðu að þvl að söfnuður-
inn léti af kynþáttamismunun
— Norðurlands-
virkjun
Framhald af bls. 2
Því má búast við að borunar-
kostnaður verði hærri en áætlað
var. Þá segir i skýrslunni að
rekstrarkostnaður Kröfluvirkj-
unar sé vanreiknaður svo þó
nokkru nemi.
Samkvæmt spá Orkustofnunar
um raforkunotkun á Norðurlandi,
er markaðurinn áætlaður vera um
203 gwst árið 1976, 237 1978, 266
1980, 300 1982, 338 1984, 378 1986,
423 1988 og 470 1990. Orku-
vinnslugeta Norðurlandsvirkj-
unar er hins vegar metin 720 til
770 gwst, ef varaaflskröfum
vegna Kröfluvirkjunnar er full-
nægt en annars 530 til 570 gwst,
sem telst raunhæfari tala. Er
vinnslugetan miðuð við að 3A
hlutar framleiðslunnar fari til
stóriðju en fjórðungur til al-
mennra nota.
— Callaghan
Framhald af bls. 1.
ríkisskólanna samþykkt með 16
atkvæða mun. Frumvörp um
sjúkrahúsrúm sem einstaklingar
borga og aukin réttindi hafnar-
verkamanna voru samþykkt með
þriggja atkvæða mun.
Umræður þingsins munu nú
beinast að breytingartillögum lá-
varðadeildarinnar. Frumvörpin
verða aftur send lávarðadeildinni
en ef þau verða felld þar getur
stjórnin virt það að vettugi.
Ihaldsmenn gagnrýndu harð-
lega að stjórnin studdist mjög I
dag við óháðan vinstrisinnaðan
þingmann frá Norður-írlandi,
klæpueigandann Frank Maguire
sem sést sjaldan í þinginu og var
sóttur í flugvél. Maguire var treg-
ur til að styðja stjórnina vegna
meintra barsmiðar á lýðveldis-
sinnum sem sitja i fangelsum fyr-
ir morð.
— Sýrlendingar
Framhald af bls. 1.
austur af Beirút og bjuggu sig
undir að sækja til höfuðborgar-
innar úr þeirri átt.
Vinstrileiðtoginn Kamal Jun-
blatt fagnaði í kvöld friðargæzlu-
störfum Sýrlendinga, skoraði á
deiluaðila að hætta bardögum og
hvatti stuðningsmenn sfna til að
greiða fyrir sókn Sýrlendinga til
Beirút.
Elias Sarkis forseti skoraði á
þjóðina f gærkvöldi í fyrsta
ávarpi sínu síðan hann tók við
starfi þjóðhöfðingja að taka móti
friðargæzluliðinu með bróðurhug
og kærleika og kvað samstarf við
það einu leiðina til að bjarga
Libanon frá meiri blóðsúthelling-
um.
— ísrael
Framhald af bls. 1.
þess á ráðstefnunni að Banda-
ríkin muni hefja að nýju
greiðslur til Unesco eftir
tveggja ára hlé vegna deilunn-
ar um Israel og greiði 38
milljónir dollara sém þeim ber
að greiða 1975—76. Þess sjást
einnig merki á ráðstefnunni að
ríki þriðja heimsins séu orðin
óánægð með Sovétríkin og
bandalagsriki þeirra.
— Hörð átök
Framhald af bls. 1.
Unita, skipaði skæruliðum sín-
um að flýja til skógar eftir
ósigurinn í borgarastríðinu og
halda áfram baráttunni. Aðal-
skotmark þeirra hefur verið
Benguelajárnbrautin sem kop-
ar er flutt um frá Zambíu. Járn-
brautin var opnuð í júní, en i
ágúst sögðu starfsmenn félags-
ins, sem rekur hana, að ráðizt
væri á hana næstum daglega.
Að undanförnu virðist
Savimbi hafa hert á skæru-
hernaðinum í Suður-Angola
þar sem hann hefur mikið fylgi.
Hann barðist í sjö ár gegn
Portúgölum og sagði eftir
ósigurinn í borgarastrfðinu að
hann gæti háð sams konar
skærustríð gegn MPLA og
Kúbumönnum.
— Þorlákshöfn
Framhald af bls. 19
boðin út vorið 1974. Tilboð voru
opnuð 12. júlí 1974. Lægsta til-
boðið kom frá Istaki h.f. og var
þvf tekið. Verksamningur var
undirritaður 9. október 1974 og
var samningsupphæð 710,0
millj. kr. á verðlagi í júlf sama
ár. Verktaki hafði þá þegar
hafið framkvæmdir eða á byrj-
un september samkvæmt leyfi.
FRAMKVÆMD VERKSINS
Öhætt er að segja að f öllum
meginatriðum hafi fram-
kvæmdir gengið samkvæmt
áætlun.
Mikill hluti verksins er grjót-
nám eða sprengingar, og hefur
það auðveldað verkið, að gott
grjótnám fannst á Hafnarbergi
skammt frá framkvæmdastað.
Verktakinn setti upp steypu-
stöð til framleiðslu hinna svo-
kölluðu DOLOSA. Starfaði hún
linnulaust að þeirri framleiðslu
til haustsins 1975 þegar þvf
verki var lokið. Höfðu þá verið
steyptir um 2900 dolosar. Hver
þeirra vegur um 9 tonn og eru
þetta því um 26.000 tonn af
steinsteypu.
Strax og verkið hófst var
byrjað að aka grjóti í Suður-
garðinn og þegar honum var
lokið, fyrir sfðustu jól, voru
komnir í hann 194.000 rúm-
metrar af grjóti, auk 2628
dolosa.
Var þá lokið þýðingarmesta
hluta verksins og um leið þeim
vandasamasta.
Nokkur áhætta var samfara
byggingu þessa mannvirkis þar
sem fárviðri hefðu getað
skemmt garðinn áður en hann
hefði náð fullum styrkleika.
Garðurinn var orðinn það
öflugur þegar fárviðrið reið
yfir í nóvember-byrjun, að
skemmdir urðu litlar sem
engar. Óhætt er að fullyrða að
skemmdir á skipum f Þorláks-
höfn hefðu getað numið
hundruðum milljóna f þvf veðri
ef Suðurgarðinn hefði vantað.
Hafnarframkvæmdirnar höfðu
þvi þegar gjörbreytt aðstöðu f
Þorlákshöfn.
Á þessu ári var sfðan ekið
grjóti í Norðurgarðinn og var
rekið niður 252 metra langt
stálþil innan á hann.
I Norðurgarðinn fóru 186.000
rúmm. af grjóti og 276 dolosar.
Samtals hafa því farið um
380.000 rúmm. af grjóti og 2904
dolosar í báða garðana. I sumar
hefur einnig verið unnið að
dýpkun hafnarinnar. Dælt var
upp 60.000 rúmm. af lausu efni.
Einnig hefur verið grafið upp
4000 rúmm. af föstu og hálf-
föstu efni.
FERJULÆGIÐ
Vegna kaupa vestmannaey-
inga á nýrri bílaferju varð að
byggja sérstakt ferjulægi i Þor-
lákshöfn. Var því komið fyrir
innst við nýja stálþilið. Hefur
þessi framkvæmd gert mögu-
legar bættar samgöngur við
Vestmannaeyjar. Unnið var að
byggingu ferjulægisins ásamt
öðrum verkhlutum s.l. sumar.
— Hitaveita
Suðurnesja
Framhald af bls. 19-
hagnaður mundi nema nær ein-
um milljarði króna á ári, þegar
fullnaðarframkvæmdum yrði
lokið.
Auk Gunnars fluttu ávörp
Jóhann Einvarðsson, formaður
stjórnar Hitaveitunnar, Matthf-
as Matthfsen fjármálaráð-
herra og Eiríkur Alexanders-
son, bæjarstjóri f Grindavík.