Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976
17
— Bækur — Bækur — Bækur — Bækur —
Ægisútgáfan
ÆGISUTGÁFAN sendir á þessu
hausti frá sér alls níu bækur.
Fyrst má nefna þar bókina Is-
lendingar I Vesturheimi — Land
og fólk, Þorsteinn Matthíasson
skráði. I bók sinni greinir Þor-
steinn frá landnámi Islendinga
vestra og þeim erfiðleikum, sem
landnemarnir áttu við að stríða
fyrstu árin. Auk þess er í bókinni
fjöldi viðtala við landnema og af-
komendur þeirra en Þorsteinn á í
fórum sínum fleiri viðtöl af þessu
tagi og birtast þau væntanlega í
annarri bók eftir Þorstein á næsta
ári.
Mörg eru geð guma nefnist bók
eftir Ágúst Vigfússon sem hefur
að geyma frásagnir af ýmsu tagi.
Ágúst kemur viða við i bók sinni
og segir þar frá ýmsum persón-
um, sem hann hefur kynnst og
ekki sfst frá fólki, er ekki hefur
farið alfaraleiðir. Bókina prýða
myndir eftir Kristin G. Jóhanns-
Þorsteinn Matthfasson
son auk ljósmynda. Milli Ness og
Deiidar, er heiti á héraðssögu
Súgandafjarðar en sá, sem skráir
er Gunnar M. Magnússon. Þarna
er á ferðinni fyrsta bókin í bóka-
flokki um þéttbýlisstaði á Vest-
fjörðum og er fyrirhugað að
næsta bók fjalli um Bolungarvík.
Öskar Aðalsteinn lætur nú frá
sér fara sína fyrstu Ijóðabók og
nefnist hún Vökuljóð. Bókina
prýða teikningar eftir Gísla Sig-
urðsson.
Fjórar þýddar bækur koma út
hjá Ægisútgáfunni um þessar
mundir. Bækurnar, sem hér um
ræðir, eru S.S. foringinn eftir
Sven Hazel, Sýningarstúlkan eftir
Denise Robins, Poseidon slysið
eftir Paul Eallieo og Ástrfður og
ótti eftir Erica Jong. Þá sendir
Ægisútgáfan frá sér endurprent-
un á bók Jónasar Árnasonar, Vet-
urnóttakyrrur.
Gunnar M. Magnússon
Skáldin verða
að fara
nýjar brautir
r
— segir Oskar Aðalsteinn
— UPPHAFIÐ að þessum
ljóðasmfðum mfnum má rekja
til þess að ég hef alltaf haft hjá
mér litla vasabók, hvort sem ég
hef verið á ferðalögum eða við
vinnu. 1 þessa bók hef ég skráð
ýmsar hugdettur og smám sam-
an urðu þetta hálfgerð Ijóð. En
ég gat aldrei fundið ljóðunum
rétt form. Tfmamót urðu f mfn-
um skáldskap, þegar Vest-
mannaeyjagosið byrjaði, sagði
Óskar Aðalsteinn vitavörður,
sem nú sendir frá sér sfna
Óskar Aðalsteinn
fyrstu Ijóðabók en áður hafa
komið út eftir Óskar alls 10
skáldsögur.
— Ég var staddur f Galtarvita
nóttina, sem gosið í Eyjum
byrjaði og fékk strax pata af
þvf að eitthvað undarlegt væri
að gerast þarna fyrir sunnan.
Þarna um nóttina fann ég ljóð
mínum mitt form, sem er ein-
hvers staðar mitt á milli atóm-
skáldskapar og hins hefð-
bundna skáldskapar með hend-
ingum, stuðlum og höfuðstöf-
um. Ég trúi því ekki að hægt sé
að yrkja ljóð nú með sama sniði
og gömlu skáldin gerðu. Skáld-
in verða að fara nýjar brautir
ef þau ætla að ná til fólksins.
— Þessi ljóðabók skiptist í
fjóra ljóðaflokka og eru það
sennilega áhrif frá skáldsagna-
forminu. Fyrsti flokkurinn ber
heitið Eyjavaka, annar Vita-
ljóð, Lampinn og sá f jórði nefn-
ist Kjarvalskviða. Undirtóninn
í þessum ljóðum mfnum er
þjóðerniskennd og áminning til
þjóðarinnar að standa vel
saman og þora að vera sjálfstæð
— en einstaklingarnir verða
líka að þora að vera sjálfstæðir,
sagði Öskar.
sýnishorn af
hinu fjölbreytta
úrvali af
kertastjökum
og bökkum
Innlend
iðnaói
TEPPI — TEPPI — TEPPI — TEPPI — TEPPI
DL
Q.
III
h-
Q.
Q.
III
h
I
E
Ql
LLI
h
I
mK
GOLFTEPPI
ULLARTEPPI — NYLONTEPPI — ACRYLTEPPI
STÖK TEPPI OG MOTTUR
TEPPARENNINGAR í METRAVÍS, BREIDD 69 CM OG 91 CM.
VIÐ SNÍÐUM, TÖKUM MÁL OG ÖNNUMST ÁSETNINGU
GREIÐSLUSKILMÁLAR
TEPPAVERZLUNIN
FRIÐRIK BERTELSEN,
LÁGMÚLA 7, SÍMI 86266
H
m
"0
d
I
H
m
“0
D
I
H
m
"ö
u
H
m
D
D
Q.
Q.
LLI
h
I
TEPPI - TEPPI - TEPPI — TEPPI - TEPPI
H
m
“D
D
I
UTRÍK OG HAGKVAM HEIMILISSAMS1ÆÐA0 FYRIR VIÐRÁÐANLEGT VERÐ
now
HÚSGAGNAVERZLUN
KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF.
Laugavogi 1.1 Roykjavik simi 25870