Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976
bWðGivee
MD 4 fæst nú aftur í
öllum lyfjaverzlunum.
(*»> dunIjOF ;
Ly f tara'
dekk
LYFTARADEKK, afgreidd
samdægurs. allar stæröir
L
"dTlylUSTURBAKKI HF
* SUÐURVERI SÍMAR 38944-30107
— Heilsurækt
Framhald af bls. 38
ennfrekar tryggja árangur af starti
þessu
Það er því ætlunin að veita kost á
endurhæfingar- og sjúkraþjálfun
fyrir eldra fólk Þjálfunin mun að
mestu leyti fara fram í hópum og
gert er ráð fyrir, að hver einstakling-
ur kæmi í þjálfun tvisvar í viku eins
lengi og læknir álítur æskilegt. allt
að þrem mánuðum Gert er ráð fyrir
að árangur þjálfunar verði metinn
með sérstökum rannsóknum Lögð
verður sérstök áherzla á að kenna
fólki að gera þær æfingar heima
fyrir, sem hægt er að koma við þar.
Þá er og fyrirhugað að kanna
mataræði þess fólks, sem kemur til
þjálfunar og reyna að hafa áhrif á
það til batnaðar, ef með þarf, í því
skyni að bæta kalk-, járn- og e.t.v.
fitubúskap þátttakenda Hafa verið
gerð drög að rannsóknaáætlunum í
þessu skyni, en um framkvæmd
þeirra hefur enn ekki verið endan-
lega ákveðið.
Við undirbúning þessara fyrir-
ætlana hefur verið haft samráð við
allmarga sérfræðinga á sviði endur-
hæfinga- og öldrunarlækninga,
bæði íslenzka og danska
Hið brýnasta
mál
Við Glostrup-sjúkrahúsið i Kaup-
mannahöfn hafa á undanförnum ár-
um staðið yfir viðamiklar rannsóknir
á heilsufari aldraðra. Hefur verið
haft gott samráð við þessa
rannsóknaaðila í undirbúningi máls-
ins og kom skýrt fram hjá þeim, að
þeir töldu að æ betur kæmi i Ijós í
rannsóknum þeirra á heilsufari
aldraðra, að slíkar fyrirbyggjandi að-
gerðir væru hið brýnasta mál, en
ekki hvefði enn verið gefinn kostur á
slíku í Danmörku
„Að bæta lífi
við árin"
Vandamál eldra fólksins, áhrif lifs-
venja og lifnaðarhátta á heilbrigði
og aldur fólks, sem nú eru sifellt til
umræðu.'og mér detta einnig i hug
umræður, sem að orðið hafa mjög
heitar í hinum Norðurlöndunum síð-
ustu mánuðina, um réttinn til að fá
að deyja í friði og um það, hvort
leyfilegt sé að hræða fólk til að
breyta lifnaðarháttum sinum með
því að hóta færri lifdögum, ef ekki
verði breyting á, allt þetta fjaðrafok,
rifrildi og rökræður gera það að
verkum, að mér standa æ skýrar
fyrir hugskotssjónum orð, sem for-
veri minn í starfi, dr med Jón
Sigurðsson, lét sér gjarnan um
munn fara, en hann sagði, ,,til-
gangur okkar er ekki að bæta árum
við lífið, heldur að bæta lífi við
árin". Ég bið ykkur um að hugleiða
þetta spakmæli, góðir gestir Ég álít
að það, sem hér er verið að vinna,
þjóni einmitt hinum rétta tilgangi og
geti bætt lifið við árin fyrir margan
Að lokum leyfi ég mér að óska
þessari stofnun og því starfi, sem
hér er unnið, alls hins bezta."
— Minning
Svava
Framhald af bls. 37
sinna fyrr en á skilnaðarstund.
Svo er um mig nú.
Þann 15. okt. 1927 giftist Svava
eftirlifandi manni sfnum, Einari
E. Guðmundssyni skipstjóra, síð-
ar bílstjóra. Hann er fæddur að
Vívarsbæ í Höfnum áríö 1904,
Einar er maður dagfarsprúður,
samviskusamur og mikill dreng-
skaparmaður.
Þau bjuggu frystu 2 árin að
Hörðuvöllum við Hafnarfjörð
ásamt foreldrum mínum. Árið
1929 fluttu þau til Reykjavíkur og
bjuggu þar sfðan.
Þau eignuðust 6 syni. Þeir eru
nefndir hér í aldursröð: Gunnar
Guðmundsson, húsgagna- og inn-
anhúsarkitekt, kvæntur og á 4
börn; Ragnar Jón var að ljúka
námi f skrúðgarðafræðum í Dan-
mörku er hann lést 1953 23 ára,
hann var ókvæntur; Guðleifur
bifreiðarstjóri, kvæntur; Einar,
bifvélavirki, kvæntur 1 barn,
hann lést 1958 23 ára; Gústaf Þór,
húsasm. kvæntur á 3 börn;
Magnús vélvirki, kvæntur, býr á
Hvammstanga, á 4 börn. Barna-
börn Svövu eru 12, barnabarna-
börn 2. Mikið áfall var það þeim
hjónum að missa 2 syni sína, báða
í blóma lífsins. Þau báru harm
sinn í hljóði, en mér fundust þau
aldrei ná sér eftir það.
Einar, eiginmaður Svövu, hefir
verið sjúklingur síðustu ár, og
dvelst að Reykjalundi, Svava
hafði einnig við vanheilsu að
stríða. Gekkst undir nokkrar
skurðaðgerðir um ævina. En hún
var harðgerð og dugleg og náði
sér aftur furðu fljótt í hvert sinn.
Það fannst mér einnig hún hlyti
að gera er hún, vorið 1970, varð
fyrir því að mjaðmarbrotna. En
svo varð, að eftir það var hún að
mestu bundin við rúmið. Ymist á
stofnunum eða heima. Hún sem
ávallt var með útréttar hendur til
hjálpar öðrum, var nú að mestu
öðrum háð. Það átti ekki vel við
hennar skapgerð. I ágúst s.l.
þurfti ég að dvelja í Reykjavík
nokkrar vikur og var til húsa hja
henni. Þá sá ég hve mikið hún
leið. Nú gat hún ekki dulið það
með hressilegri framkomu og
spaugsyrðum eins og þegár ég
kom f snögga heimsókn.
Dauðinn kemur ekki óvelkom-
inn er lfkams- og sálarkraftar eru
á þrotum. Ég er viss um að Svava
hefði viljað við þessi umskipti
senda þakkarkveðjur til allra er
réttu henni hjálparhönd eða
glöddu hana með heimsóknum í
1. stig: 2. stig: 3. stig: 4. stig:
um 30% mirma níkótín um 60% minna níkótín um 70% minna níkótín um 80% minna níkótín
og tjara og tjara. og tjara. og tjara.
Hvernig hætta má reykingum
á 4 sinnum tveimur vikum.
Á meðan þú reykir áfram í nokkurn
tíma eftirlætis sfgarettu þína
verður þú jafnframt óháðari reyk-
ingum. Án neikvæðra aukaverkana
og án þess að bæta viö líkams-
þyngd.
Frá Bandaríkjunum kemur nú ný
aðferð, þróuð af læknum í
Kaliforníu, fyrir alla þá, sem hafa
reynt árangurslaust að hætta reyk-
ingum eða fyrir þá sem vildu gjarn-
an hætta en óttast aukaverkanir.
Þessi aðferð hefurverið nefnd:
MD4 stop smoking method.
Eðlilegt reykbindindi — á meðan
þér reykið.
MD4 Method er byggt upp á 4
mismunandi síum, og er hver þeirra
notuð í 14 daga. Áhrif þeírra koma
fram við stigminnkandi níkótín- og
tjörumagn í reyknum. Þannig verð-
ur „Níkótín hungur" þitt, smám
saman minna — án aukaverkana
—, þar til þú einfaldlega hættir að
reykja.
1. stig: Innihald skaðlegra efna í
sígarettunni minnkar um 30% án
þess að bragðiö breytist.
2. stig: Tjara og níkótín hefur nú
minnkaö um 60%. Eftir nokkra
daga kemur árangurinn í Ijós, minni
þreyta og minni hósti.
3. stig: Fjöldi þeirra sígaretta, sem
þú hefur reykt, hefur minnkað tals-
vert, án þess að þú verðir var viö
það. Þörf líkamans fyrir níkótíni
hefur dofnað.
4. stig: Jafnvel þótt þú reykir 10
sígarettur á dag, þá er innihald
skaðlegra efna samsvarandi 2 síga-
rettum án MD4.
Nú getur það tekist. i
Ef þú ert nú tilbúin að hætta reyk-
ingum, þá er líkaminn einnig undir
þaö búinn.
Fæst einungis í lyfjaverzlunum.
MD4
anti smoking method
I
»PRENTVELAVIKA«
maskinservice a/s
Bjóðum yður og samstarfsfólki
yðar ti/ að koma og skoða
brautryðjandi nýjungar á Hótei
Loftieiðum
9.—11. nóvember.
Við höfum opið frá
k/. O9.oo ti/ 17.oo
- VELKOMIN -
grafisk
maskinservice A/s
Biskop Jens Nielssans gate 5 — Oslo 6 — Tlf. (02) 67 69 82
Kong Oscars gate 45 — 5000 Bergen — Tlf. (05) 21 92 1 0
Postadresse: Postboks 6198 Etterstad — Oslo6