Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976 27 JAMES Hunt, gleðimaðurinn sem var> neimsmeistari í kappakstri 1976. Þegar hann varð að því spurður hversu mörgum hann ætlaði að bjóða f sigurveisluna svaraði hann. — Ég ætla að bjóða sex og það er af því að það cru ekki nema þrjú svefnherbergi í húsinu mfnu. FUJI-brautin í Japan, þar sem úrslitin réðust. Glæsileg braut í fallegu umverfi, en stórhættuleg ekki sízt í rignineu. Báðir verða með að ári Bæði James Hunt og Niki Lauda ætla sér að vera með í næstu heimsmeistarakeppni. Ymsar blikur eru þó á lofti, sér- staklega hjá Niki Lauda. Sagt er að Enzo Ferrari, framkvæmda- stjóri Ferrari-verksmiðjanna, hafi ekki verið sáttur við ákvörð- un Lauda um að hætta keppninni í Japan og að hann sé nú að líta í kringum sig eftir nýjum kapp- akstursstjörnum. Og víst er að Ferrari hefur nú rekið Clay Regazzoni sem búinn er að vera í fremstu röð kappakstursmanna um árabil og var lengi vel bezti vinur Niki Lauda. Eftir brott- reksturinn hjá Ferrari hefur þó vinátta þeirra kólnað og Regazzoni hefur látið hafa eftir sér, að Lauda eigi þátt i því að hann var látinn fara. — Lauda skiptir sér af of mörgu, sagði Regazzoni nýlega i viðtali við svissneska blaðið Sport. — Þann- ig ákvað hann t.d. að Ferrari- bifreiðar skyldu ekki taka þátt í „Grand Prix“ Austurrikis í ár, og var eina ástæðan sú, að hann gat sjálfur ekki ekið. Þetta þýddi það að ég missti af stigum sem ég átti nokkuð örugg. Hefði ég keppt þarna hefði ég örugglega orðið i fimmta sæti eða ofar I keppninni í ár. Þá var það einnig Niki Lauda sem ákvað að aðeins þrjár Ferr- ari-bifreiðar skyldu taka þátt i keppninni í Japan. Clay Regazzoni er ekki á flæði- skeri staddur þótt hann hætti hjá Ferrari og hefur hann þegar feng- ið tilboð frá m.a. Brabham, March, Surtees og fl. Meðal þeirra sem álitið er að Enzo Ferrari muni leita eftir samningum við er Brasilfumaður- inn Emerson Fittipaldi, fyrrver- andi heimsmeistari. Fittipaldi hefur að undanförnu ekið brasilískri bifreið af Copersucar gerð og mun vera í hæsta máta óánægður með hana, enda hafn- aði hann í 17. sæti á keppninni í ár, en slfkt telst honu^v og getu hans ekki samboðið. Real vill og kaupa selja Breitner Kevín Keegan Breitner — Jensen og Keegan. Breitner er maðurinn sem Real Madrid hefur áhuga á að losa sig við, Jensen er nýkeyptur til fé- lagsins og Keegan er sá er félagið hefur mikinn augastað á. SPÁNSKA knattspyrnufélagið Real Madrid hefur nú gert enska knattspyrnufélaginu Liverpool tilboð f hinn frábæra knatt- spyrnumann Kevin Keegan. Hef- ur Real Madrid boðið 800.000 dollara f Keegan, og þvkir ólfk- legt annað en að Liverpool freist- ist til þess að selja Keegan fyrir það verð, svo fremi hann vilji fara til Spánar. Spánska Iþróttablaðið „La Marca“ skýrði nýlega frá þvf að ástæðan fyrir hinum mikla áhuga Real Madrid á Keegan væri sú, að liðið hygðist losa sig við Vestur- Þjóðverjann Paul Breitner, en samningur hans við Real Madrid rennur út næsta sumar. Sagt er að hinn júgóslavneski þjálfari Real Madrid, Miljan Miljanics, hafi óskað eftir því í haust við forráðamenn félagsins og að keyptur yrði leikmaður sem gæti komið f stað Breitners. Var Kevin Keegan efstur á óskalista Miljanics, en á honum voru einnig nöfn Danans Hennings Jensens og Vestur-Þjóðverjans Uli Höness. Varð af kaupum á Jensen í upphafi keppnistímabilsins og hefur hann gert það gott hjá hinu nýja félagi sfnu. Þó telur Miljanics hæfileika hans ekki fullnýtta — það vanti mann til þess að leika með honum og sá maður sé Kevin Keegan. Real Madrid er ekki eina félag- ið sem sýnt hefur Kevin Keegan mikinn áhuga að undanförnu. Vit- að er að bæði italska liðið Juventus og spánska félagið Barcelona, sem mun missa Johan Cruyff að loknu þessu keppnis- tfmabili, hafa gert Liverpool til- boð. Þeir sem þekkja til mála hjá Real Madrid segja það ekki koma á óvart þótt félagið vilji losa sig við Paul Breitner. Bæði hafi Breitner ekki getað leikið með vegna meiðsla f langan tfma f ár, og eins séu forráðamenn félagsins ekki hrifnir af pólitfsku brölti hans. Breitner er maó-isti og hef- ur í seinni tíð verið ófeiminn við að láta í ljós skoðanir sfnar. Nú fyrir stuttu gaf hann til að mynda spænsku verkalýðssamtökunum upphæð sem svarar til 3 milljóna íslenzkra króna, og eins er talið að hann hafi gefið peninga til ýmissa félaga á Spáni sem teljast mjög vinstri sinnuð. HEF ALLTAF HAFT MINNIMÁTTARKENND - segir Franz Beckenbauer í nýútkominni bók sinni FRANZ BECKENBAUER — bezti knattspvrnumaður heims sfðan stjarna Pele tók að lækka — þjáist af minnimáttarkennd! Þeir sem lesið hafa nýútkomna bók Beckenbauers „Knattspyrna er Iff mitt“, segja að það komi glögglega fram f henni, að Beckenbauer telji sig ekki met- inn að verðleikum og að hann sé stöðugt f skugga annarra knatt- spyrnumanna f Vestur- Þýzkalandi. — Það getur vel verið að ég hafi aldrei notið hylli sem knatt- spyrnumaður, segir Beckenbauer í bók sinni. — Það, er þá örugg- lega af þvf að ég< hef mína galla sem annað fólk og á erfitt með að fela þá. Ég hef aldrei talið mig vera stjörnu og það hefur alltaf farið afskaplega f taugarnar á mér, þegar fólk umgengst mig með einhverri uppgerðarvirð- ingu. Ég hef fundið tii minni- máttarkenndar allt frá þvf að ég var barn og unglingur, og knatt- spyrnan hefur ekkert gert annað en að magna þessa tilfinningu mfna. Beckenbauer kemur vfða við í bók sinni og drepur á margt sem hann telur að geti orðið knatt- Lh/erpool lið ENSKA knattspyrnuliðið Lirpool hlaut heiðurstitil franska knatt- spyrnutfmaritsins „France foot- ball" sem lið ársins 1975. Hlaut Liverpool 35 stig í stigagjöf blaðs- ins, en tvö lið urðu sfðan jöfn f öðru sæti með 29 stig: Saint Etienne frá Frakklandi og PSV Eindhoven frá Hollandi. spyrnuíþróttinni til framdráttar. Eitt af því er að dómarar verði atvinnumenn i fagi sfnu. Telur Beckenbauer það lágmark að þeir fái 50 þúsund krónur fyrir hvern leik. Það geti tryggt að þeir leggi sig fram, og eins að aðeins hæfi- leikamestu dómararnir veljist til starfans, en Beckenbauer segir að starf dómaranna hafi til þessa verið vanmetið. Það sé mun mikil- vægara en flestir álfti. Ein mistök hjá dómara, og þau jafnvel smávægileg, geti haft úrslitaáhrif á gang knattspyrnuleiks. Sotiris Kaiafas — markakóngur Evrópu 1975—1976. ársins Gullskó þann sem blaðið veitir markakóngi Evrópuknattspyrn- unnar hlaut leikmaður Kýpurliðs- ins Omonia, sem var mótherji Ak- urnesinga í Evrópubikarkeppni meistaraliða f fyrra. Heitir sá Kaiafas, og skoraði hann alls 39 mörk fyrir lið sitt. Mörgum finnst vanta í bók Beckenbauers að hann fjalli um félaga sína bæði hjá Bayern Múnchen og f vestur-þýzka lands- liðinu. Þó kemur greinilega fram, að Beckenbauer hefur mikið álit og dálæti á þeim George Schwarzenbeck, Gerd Múller og Sepp Maier og að hann er ekki hrifir.n af Paul Breitner. Benckenbauer viðurkennir þó að Bayern Múnchen eigi Breitner mikið að þakka og að hann sé góður knattspyrnumaður. Segir Beckenbauer það beinum orðum í bók sinni að það hafi verið Breitn- er sem gekk fram fyrir skjöldu fyrir sfðustu heimsmeistara- keppni og kom á sáttum er þýzka landsliðið var að klofna í margar einingar vegna launadeilna. Um aðra leikmenn fjallar Becken- bauer naumast i bók sinni, en sem kunnugt er þá hefur samstarf hans við ýmsa leikmenn, bæði i félagsliði hans og eins f þýzka landsliðinu, oft verið nokkuð brösótt. Hins vegar skrifar Becken- bauer nokkuð um fyrrverandi þjálfara Bayern Múnchen, Udo Lattek, sem nú þjálfar Borussia Mönchengladbach. Segir hann Lattek hafa miklu meiri áhuga á að leika tennis en að standa sig sem þjálfari og gefur honum heldur siæma einkunn. Þá veitist Beckenbauer einnig að forystu þýzka knattspyrnusambandsins og sérstaklega fyrir framkomu hennar að lokinni sfðustu heims- meistarakeppni, en leikmönnum þýzka liðsins var ekki leyft að hafa eiginkonur sínar með í hóf sem efnt var til í tilefni heims- meistaratiiilsins. — Slíkt var ekki stórmannlegt og lýsir vel þeim mönnum em þá réðu ferðinni hjá okkur, segið Beckenbauer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.