Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 45 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar f sfma 10- 100 kl. 10—11 f.h. frá mánu- deg 0 Góð sýning. Hér fer á eftir bréf þar sem getið er þess að bréfritari hafi farið á sýningu sem honum finnst góð og minnir í lok bréf- sins á hugmynd, sem sennilega hefur verið gert of lítið af að framkvæma. Heiðraði Velvakandi, Ég er einn þeirra mörgu, sem notið hafa þeirrar ánægju og fræðslu að sjá myndlistarsýningu Finns Jónssonar i Listasafni rikisins. Öll er þessi sýning hin veglegasta og sýnir viðamikið yfirlit um feril, starf og þroska þessa mikla listamanns og merka íslendings. Þar er ekki aðeins að sýningin sé vottur listfengi Finns, heldur opnar hún einnig fólki heim, þar sem skyggnast má inn í þjóðlif íslendinga, atvinnuhætti, náttúrufar og tíðaranda. Svipmót Iands og lífs skín ú r hverri mynd og bera þær í senn vott um sjálf- stæði listamannsins og næmleika hans, auk ástar á landinu og virð- ingu fyrir starfi og stríði hins almenna manns. Trúi ég því að hver maður, sem sýninguna sér verði af þvi bæði betri, glaðari og fróðari manneskja. • Listum landið En þá mætti minnast þess að ekki eiga allir kost á því að fara til Reykjavíkur til þess að sjá verk Finns — allt frá fram- úrstefnuverkum hans til hinnar nýju sjávarmyndar „lífróðurs“. Nú koma félagsheimilin mörgu að góðum notum. Enda mál til komið að þau flytji list um landið. Hvernig væri að senda úrval mynda Finns út á land? T.d. gefa fólki austan Fjalls eða uppi Borgarfirði og víðar um landið færi á því að kynnast þessum stór- brotnu verkum Finns Jónssonar. Þess má minnast að úrval mynda úr síðustu sýningu Asgríms var sent út á land og vakti það ánægju fólks, sem naut góðs af. Er þessu beint til menntamálaraðherra. „Gamall nemandi" • Vandamál æskunnar. Sveinn Sveinsson hringdi. „Ég hef gert tilraunir til að fá almenning til að taka þátt í ein- hverjum jákvæðum aðgerðum í vandamálum æskunnar. Það er vissulega margt sem hægt er að gera og hef ég lagt eitt þúsund krónur inn á sparisjóðsbók í Alþýðubankanum undir nafninu Æskulýðssjóður. Bókin liggur þar frammi og geta þeir sem vilja bæta þar einhverju við lagt inn á ættuð að hugleiða máiið meðan ttmi er til. — Eg hef hugleitt málið. — Og þér leynið mig engu? — Það gæti ég ekki ímyndað mér. Eins og þér eruð snjall! — Jæja, við sjáum nú til. — Það er ekkert að sjá! — Hvað hafið þér hugsað yður að gera, þegar fjölskylda hans kemur að annast um útförina? — Ég veit það ekki. — Hafið þér hugsað yður að vera hér kyrr? — Kannski. — Vonist þér til að erfa hann? — Það er mjög sennilegt. Maigret tekst ekki algerlega að hafa vald á sér. — Að minnsta kosti ætla ég að minna yður á eitt, litla vina. Með- an rannsóknin stendur yfir, banna ég yður að fara úr bænum nema láta lögregluna vita. — Hef ég ekki leyfi til að fara út úr húsinu? — Nei. — Og ef mig langar nú að fara eltthvað? — Þá verðið þér að spyrja mig leyfis. — Haldið þér að ég hafi drepið hann? hana sinn skerf og ef þeir komast að því að ekkert hefur verið gert jákvætt í þessum málum er þeim frjálst að taka út af bókinni aftur framlag sitt. Annars finnast mér undirtektir almennings afskaplega dræmar. Það eru margir sem hafa þessi vandamál aðeins í nösunum og þeir sömu snýta því helzt frá sér þegar gera á eitthvað jákvætt. Þeir sem vinna að æskulýðs- málum ættu að taka höndum saman og reyna að vinna að ein- hverju jákvæðu og megi þessi bók verða til þess að þessir aðilar geti komið saman og þingað um ráð- stöfun þessa fjár. Sveinn Sveinsson, Leifsgötu 4 b“ 0 Of lin viðbrögð Borgari hringdi og vildi nefna nokkur atriði í sambandi við þá skotfimi sem átti sér stað á götum Reykjavíkur á laugardags- morgun: „Það eru margir sem eru að velta því fyrir sér af hverju lög- reglan hafi ekki sjálf beitt skot- vopnum i viðureign sinni við þessa menn sem skutu á hvað sem fyrir var á laugardaginn. Við höf- um séð myndir af skotsveitum lö.greglunnar, sveit sem varð sigursæl í einhverri skotkeppni eða slíku ef ég man rétt en hvar er öll skotfimin nú, þegar þarf einmitt á henni að halda? i framhaldi af þessu mætti spyrja af hverju honum var sleppt svo fljótt þeim sem ógnaði fólki fyrir fáum árum í Breiðholtinu og var ekki stöðvður fyrr en maður einn sýndi það hugrekki að fara á móti honum, sem varð líka til þess að hann missti annan fótinn. Einnig má spyrja af hverju skotvopn séu ekki geymd í betur læstum hirzlum en það að hægt sé að ná þeim á tiltölulega auðveld- an hátt og fremja hvaða ódæðis- verk sem er? Svona vopn þarf að hafa tryggilega læst í verzlunum, hafa þau í etnhverjum öryggis- hólfum sem líkjast peninga- skápum. Eitt vil ég nefna að lokum. Almenningur mun fylgjast vel með því hversu lengi þessir menn munu sitja inni. Þetta hlýtur að vera hrein morðtilraun, skotið er að lögreglu hvað eftir annað svo og á aðra vegfarendur. Svona menn hefðu sennilega hiklaust verið skotnir niður erlendis. Þetta er það sem sennilega er mest talað um í bænum núna og mun almenningur fylgjast vel með öllu þessu máli. Borgari." HÖGNI HREKKVlSI PLOTUJARN Höfum fyrirliggjandi plötujárn i þykktunum S.A.Bogemm. Klippum nidur eftir máli ef óskad er. Sendum um allt land (P & STALVER HF FUNH0FÐA17 REYKJAVÍK SÍMI 83444. PHILIPS 30% meira ljós á vinnuflötinn sami orkukostnaöur PhilipsArgenta’ SuperLux keiluperan með övlóiafnanlega birtuglugganum Skínandi pottar og pönnur með Brillo stálull með sápu DRATTHAGI BLYANTURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.