Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
20
Ísíðustu viku voru
tveir áratugir liðnir
frá því að sovézkir skrið-
drekar brunuðu inn í
Búdapest, rufu grið á for-
ystumönnum Ungverja,
numu þá á brott og myrtu
þá síðar eða myrtu þá strax
og kúguðu Ungverja til
hlýðni. Að vonum hafa
þessir atburðir verið rifj-
aðir upp, m.a. hér í Morg-
unblaðinu og verður vafa-
laust gert víðar á næstu
vikum, enda er það ekki
sízt fróðlegt fyrir ungu
kynslóöina, sem var naum-
ast fædd, þegar blóðbaðið
stóð yfir í Búdapest að
kynna sér þessa atburði,
sem eru veigamikill hluti
samtímasögu okkar.
Atburöirnir í Ungverja-
landi í nóvember 1956
sýndu svo ekki varð um
villzt í fyrsta lagi, að fólkið
í leppríkjum Sovétmanna
austan járntjalds undi illa
hag sínum og í öðru lagi, að
Sovétríkin voru reiðubúin
til þess að fremja hvaða
glæpaverk, sem var til þess
að halda völdum sínum og
áhrifum í leppríkjunum.
Þessir atburðir leiddu
einnig í ljós, að þótt Jósep
Stalín væri fallinn frá og
þótt eftirmenn hans hefðu
stimplað hann sem harð-
stjóra og glæpamann voru
þeir sjálfir engu betri, þeg-
ar til kastanna kom. Þann-
ig varð blóðbaðið í Búda-
pest til þess að sýna fram á,
að mistekizt hafði með öllu
að byggja upp mannúðlegt,
sósíalískt þjóðfélag í A-
Evrópu. Þvert á móti var
sýnt, að hér var á ferðinni
annars vegar harðsnúið
herveldi og hins vegar
leppríki, þar sem vaxandi
óróa gætti vegna sovézkrar
kúgunar.
Viðbrögð kommúnista-
flokka víða um lönd við
þessum atburðum þóttu að
sjálfsögðu mjög forvitnileg
og fyrir okkur hér á íslandi
ekki sízt viðbrögð hins svo-
nefnda Alþýðubandalags
og Sósíalistaflokksins. So-
vézku skriðdrekarnir brun-
uðu inn í Ungverjaland að-
eins þremur dögum fyrir
byltingarafmælið 7. nóv-
ember, sem Sovétmenn
halda jafnan hátíðlegt svo
og sovézk sendiráð hvar-
vetna í heiminum. Það
hlaut því að verða nokkur
prófsteinn á afstöðu komm-
únista hér, hvort þeir mót-
mæltu atburðunum í Ung-
verjalandi með því að
mæta ekki í sovézka sendi-
ráðinu við Túngötu þenn-
an dag 1956. Foringjar
kommúnista féllu á því
prófi. Helztu foringjar
þeirra þá, þeir Einar 01-
geirsson, Lúðvík Jósepsson
og Magnús Kjartansson,
lögðu allir blessun sína yfir
ofbeldisaðgerðir Sovét-
manna í Ungverjalandi
með því að njóta gestrisni
sovézka sendiherrans við
Túngötu hinn 7. nóvember
1956. Aðeins þremur dög-
um eftir að sovézkir skrið-
drekar ruddust inn í Búda-
pest, rufu grið á ungverska
leiðtoganum Pal Maleter
og numu forsætisráðherra
landsins, Imre Nagy, á
brott, og á sömu stundu og
Búdapest stóð enn í björtu
báli, á sömu stundu og ung-
verskir flóttamenn leituðu
yfir landamærin til Aust-
urríkis undan sovézkum
byssukúlum, gengu þeir
Einar Olgeirsson, Lúðvík
Jósepsson og Magnús
Kjartansson upp tröppurn-
ar og inn í sovézka sendi-
ráðiö við Túngötu til þess
að hylla þar við skálaglaúm
fulltrúa ofbeldismann-
anna, sem brutu niður
frelsistilraunir Ungverja.
Frekari vitna þurfti ekki
við um afstöðu komm-
únista á íslandi til atburð-
anna í Ungverjalandi. En
dag eftir dag birti málgagn
þeirra staðfestingu á þeirri
afstöðu, sem fram kom í
heimsókn kommúnistafor-
ingjanna í sovézka sendi-
ráðið við Túngötu. Vegna
atburðanna í Ungverja-
landi 1956 var efnt til mót-
mælaaðgerða víða um heim
og m.a. hér á landi. Það
voru fyrst og fremst rithöf-
undar og stúdentar, sem
stóðu fyrir mótmælaað-
gerðunum hér á landi. Efnt
var til almennra funda og
mótmælastöðu við sovézka
sendiráðið við Túngötu,
þar sem gerð var tilraun til
þess að afhenda sovézka
sendiherranum mótmæla-
orðsendingu. Ætla hefði
mátt að málgagn komm-
únistablaðsins hefði stutt
að þessum mótmælaað-
gerðum. En svo var ekki.
Dag eftir dag voru síður
kommúnistablaðsins fyllt-
ar með óhróðri og svívirð-
ingum um þá, sem stóðu að
mótmælastöðunni við
sovézka sendiráðið. Hver
sem er getur kynnt sér
þessi furðulegu skrif með
því að fletta upp í Þjóð-
viljanum frá því síðari
hluta októbermánaðar og
fram eftir nóvembermán-
uði til þess að sjá með eigin
augum það ofstækisfulla
hatur, sem blasti við á síð-
um Þjóðviljans, sem þá var
undir ritstjórn Magnúsar
Kjartanssonar, vegna þess
að nokkur þúsund íslend-
ingar höfðu leyft sér að
mótmæla sovézkri árás á
Ungverjaland. Allt er
þetta lærdómsrík saga, sem
sett hefur óafmáanlegan
blett á þann flokk, það
blað, þá menn, sem þessa
haustdaga 1956 gengu
erinda sovézkrar kúgunar-
stefnu á íslandi. Skömm
þeirra er ævarandi.
En hafa Sovétríkin ekki
breyzt á þessum 20 árum
kann einhver að spyrja.
Svarið við þeirri spurningu
kom í Prag í ágústmánuði
1968, þegar sovézkir skrið-
drekar ruddust inn í Prag
til þess að steypa af stóli
kommúnistastjórn, sem
sovézkum ráðamönnum
féll ekki við. En hafa þá
kommúnistar á íslandi
ekki breyzt kann einhver
að spyrja. Svarið við þeirri
spurningu er að finna í
dálki, sem Magnús Kjart-
ansson ritaði í ágústmán-
uði 1968 er hann lét í ljós
þá einlægu ósk, að Tékkar
og Slóvakar mundu aldrei
eignast sitt Morgunblað og
sinn Sjálfstæðisflokk,
m.ö.o., að þessar þjóðir
mundu aldrei eignast frjáls
blöð og frjálsa flokka. Það
er það, sem eftir stendur
þegar umbúðirnar hafa
verið teknar af tilraunum
kommúnista, bæði 1956 og
1968, til þess að villa á sér
heimildir. Þeir geti að
sjálfsögðu haft á því annan
skilning en Morgunblaðið
— en þeir höfðu líka annan
skilning á Moskvuréttar-
höldunum svo að dæmi sé
tekið.
Ævarandi skömm
Sigurlaug Bjarnadóttir, alþm.:
Skilningur
þingmanna
NÝLEGA kom fram á Alþingi þings-
ályktunartillaga þess efms, að tekin
skuli inn í fjárlög 19 77 fjárveiting til
byggingar á sundlaug við Grensás-
deild Borgarspítalans í Reykjavík
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er
Magnús Kjartansson, fyrrv heil-
brigðismálaráðherra, en með hon-
um standa að tillögunm aðrir þrír
fyrrv og núv ráðherrar, þeir
Jóhann Hafstein, Einaar Ágústsson
og Eggert G Þorsteinsson — sinn
úr hverjum stjórnmálafl Allir þessir
menn hafa dvalið á Grensásdeildinni
vegna alvarlegra veikinda og hlotið
þar frábæra'úmönnun og heilsubót
★
Hér er annars vegar eitt af þess-
um „góðu málum' , — nauðsynja-
mál, sem allir þmgmenn vildu gjarn-
an styðja Mér fannst þó, þegar við
fyrstu sýn, að ýmsir agnúar væru á
málinu og hefi látið það í Ijós í
mínum þingflokki Ég hafði hins
vegar ekki ætlað mér að gera þá
skoðun rnina að blaðamáli En þar
sem það er hvort eð er orðið blaða-
matur umfram Önnur þingmál al-
mennt og um það hefir verið fjallað í
fjölmiðlum í dálítið sérkennilega
hástemmdum tón, þá vildi ég taka
fram eftirfarandi
★
í umræðum á Alþmgi, er flutt var
framsaga tillögunnar, kom það fram
í máli heilbrigðismálaráðherra,
Matthíasar Bj , að í byrjun október-
mánaðar hefði verið flutt i borgar-
ráði Reykjav borgar tillaga um að
fela borgarverkfræðingi í samráði
við borgarlækni að kanna, hvort
hægt væri að koma fyrir sundlaug
við Grensásdeild Borgarspitalans
og leggja fyrir borgarráð
kostnaðaráætlun að þeirri könnun
lokinni (leturbr min)
Nú er öllum, sem eitthvað þekkja
inn á störf Alþingis og gerð fjárlaga,
kunnugt um það, að umsókn um
fjárveitingu til mannvirkjagerðar
kemur ekkert til greina, nema henni
fylgi fullbúnar teikningar og kostn-
aðaráætlun um verkið Þá þarf um-
sóknin að hafa borizt fyrir lok maí í
þessu tilviki var þannig engu þess-
ara skilyrða fullnægt Málið er í
frumathugun
★
Það rifjaðist upp fyrir mér við
lestur á grein Úlfars Þórðarssonar
læknis, í Mbl s I. sunnudag að það
olli okkur, sem á sínum tíma sátum í
Félagsmálaráði Rvíkurborgar, tölu-
verðu angri og vonbrigðum, þegar
ákveðið var, að Grensásdeildin, er
upphaflega átti að vera hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða á vegum Félags-
málastofnunar borgarinnar, — og
hrópandi þörf var fyrir skyldi tekin
fyrir endurhæfingardeild í beinum
tenglsum við Borgarspítalann Að
sjálfsögðu var nauðsynin fyrir slíka
deild líka mikil og í dag Ijúka allir
þeir sem kynnzt hafa upp einum
munni um, að þetta sé hin mesta
fyrirmyndarstofnun í hvívetna og
vist mun hún koma mörgu öldruðu
fólki til góða
★
Þessi ráðstöfun, þe að breyta
þannig hlutverki Grensás-
deildarinnar, mun á sínum tíma hafa
komið til ekki hvað sizt með það fyrir
augum, að endurhæfingardeildin
sem heilbrigðisstofnun myndi styrk-
hæf frá ríkinu en það va^ hjúkrunar-
heimilið hins vegar ekki En Rvíkur-
borg varð ekki kápan úr því
klæðinu Heilbrigðisyfirvöld, á þeim
tima undir yfirstjórn Magnúsar
Kjartanssonar heilbrigðismálaráð-
herra, neituðu af furðu miklum
þvergirðingshætti, að láta eyri af
hendi rakna til deildarinnar úr ríkis-
sjóði
Það hryggði mig, er ég las áður-
nefnda grein Úlfars að ríkisvaldið
skuli ekki enn hafa séð sóma sinn í
að sinna skyldum sínum gagnvart
Grensásdeildinni og borga sitt lög-
boðna framlag til hennar sem
heilbirgðisstofnunar Væri það nú
ekki í alla staði eðlilegri og sjálf-
sagðari „yfirbót” af hálfu Alþingis
að það beitti sér fyrir þvi að ríkis-
valdið bætti fyrir vanrækslu sina
gagnvart þessari ágætu stofnun
og borgaði til hennar það sem því
ber eftir venjulegum leiðum i stað
þess að kollvarpa öllum eðlilegum
þingreglum með samþykkt um-
ræddrar þingsályktunartillögu?
★
í fréttum Ríkisútvarpsins af þing-
fundi þeim í sameinuðu þingi, er
þessi tillaga kom til umræðu var
sagt, að sérstakur fögnuður hefði
ríkt í þingsölum, er um hana var
fjallað og í Reykjavíkurbréfi Mbl s I.
sunnudag var, í svipuðum tón,
komizt svo að orði, að það hefði
vakið „alþjóðar athygli" hve Alþingi
tók jákvætt undir þessa tillögu. í
Þjóðviljanum fyrir nokkrum dögum
lét líka maður einn austan af
Fjörðum í Ijós fögnuð sinn yfir því
að þetta nauðsynjamál fengi að
njóta þessara fjögurra valdamanna,
sem að tillögunni standa og eiga
allir viðkomandi stofnun svo mikið
gott upp að unna
★
Ekki veit ég, hvort þingmenn á
umræddum þingfundi fundu niðri í
salnum, sömu fagnaðar-
stemninguna og þingréttaritarinn
uppi í blaðamannastúkunni Sjálfri
fannst mér umræðurnar vissulega
all hástemmdar en ekki, fyrir minn
smekk, að sama skapi geðfelldar.
Fyrsti flutningsmaður, Magnús
Kjartansson, upplýsti í framsögu-
ræðu sinni, að hann hefði, meðan
hann dvaldi á Grensásdeildinni,
spurt yfirlækni hennar, hvað deild-
ina vanhagaði mest um og hann
hefði fengið svarið: sundlaug. Einar
Ágústsson (einn flutningsmanpa)
stóð upp og lýsti eindregnum
stuðningi við sjálfan sig Gylfi Þ
Gíslason, í fjarveru flokksbróður
síns, Eggerts G Þorsteinss kvaðst
vilja láta rödd síns flokks heyrast í
málinu og kvað sóma þingsins liggja
við að það fengi „sem hraðasta og
skjótasta afgreiðslu hér á hinu háa
Alþingi" Albert Guðmundsson,
borgarfulltrúi og alþingism., lýsti
því yfir sem von sinni, að við værum
„ekki svo fastir í einhverju kerfi,
einhverjum farvegi við gerð fjárlaga"
að við gætum ekki „hugsað með
hjartanu" Ég var fegin og þakklát
flokksbróður minum, Jóhanni Haf-
stein, fyrrv. heilbrigðismálaráðh , að
hann skyldi ekki taka þátt í þessum
halleljúja-kór
★
Nú vil ég taka skýrt fram, að ég
er sannfærð um, að allir þessir
ágætu þingmenn bera þetta mál
fram af góðum og heilum hug, enda
málið þannig vaxið, að það hlýtur að
njóta almenns velvilja og samúðar,
— svo að flutningsmennirnir fjórir,
sem hafa orðið að þola alvarlegan
heilsubrestá bezta aldri
En þau eru mörg „góðu málin",
sem við þingmenn við afgreiðslu
fjárlega vildum gera margfalt betur
við en við sjáum okkur fært fjárhags-
lega Og er það, ef betur er að gáð,
réttlætanlegt, að eitt nauðsynjamál
fái forgang fram yfir annað, — fram
yfir öll hin vegna persónulegra
tengsla við einn eða fleiri af æðstu
valdamönnum þjóðarinnar? Værum
við ekki þar með komnir inn á
hættulega braut persónulegrar upp-
hafningar, sem samrýmist illa þeirri
hugsjón, að allir skulum við standa
jafnir gagnvart hvers konar samfé
lagslegrí þjónustu
Ekki þarf það heldur að vekja
neina furðu, að Landspítalinn minni
á í þessu sambandi, að i fimmtán
undanfarin ár hefur staðið opinr.
grunnur að sundlaug við endurhæf-
ingardeild spitalans, sem aldrei hafa
fengist peningar til að byggja
★
Liklega erum við Albert Guð-
mundsson alveg sammála um það,
að „kerfið", þetta óræða og
ómanneskjulega bákn, stendur iðu-
lega eins og klettur á veginum fyrir
ýmsum raunverulegum réttlætismál-
um Það væri mikil blessun, ef við
gætum einfaldað hlutina frá þvi sem
nú er. En hvernig ætli færi nú fyrir
fjárlagafrumvarpinu okkar — þegar
upp á 83 milljaðra, ef þingmenn
upp til hópa létu alla „farvegi við
gerð fjárlaga 'lönd og leið og hugs-
uðu bara með hjartanu? — Ég er
hrædd um að „sómi þingsins" yrði
varla meiri eftir en áður
★
Og svo er það þessi samvizku-
spurning Reykjavíkurbréfsins:
„Hvernig verður skilningur þing-
manna vakinn?" Hverju eigum við
þingmenn að svara þeirri spurn-
ingu? Eigum við kannski nokkuð að
hafa með að svara henni, láta okkur
bara lynda þá skýringu, að við vitum
yfirleitt ekkert né skiljum hvað er að
gerast í kringum okkur annað en
það, sem við höfum „reynt sjálfir"
persónulega? Eigum við ef til vill að
álykta á þá leið, að t d. málefnum
Framhald á bls. 47